Tíminn - 01.07.1989, Page 8

Tíminn - 01.07.1989, Page 8
18 m HELGIN í TÍMANS RÁS Atli Magnússon: „Ekki er allt sem sýnist“ Enn situr Gorbatsjov að ríkjum í Rússlandi og verður að kannast við að eftir því sem á líður finnst mönnum hægt að spá betur fyrir opnunarstefnunni og að hún reyn- ist ekki eitthvert mýrarljós, eins og svartagallsmenn hafa verið að boða. Einhver hin indælasta frétta- mynd sem sést hefur lengi var er tékkneskir landamæraverðir sáust í óðaönn að klippa niður girðingar við landamæri Austurríkis, og fari menn að sjá fleira gott af svona tagi er það vel. En margir og miklir örðugleikar bíða. Efnahagsmálin í Sovétríkj- unum eru sögð uggvænleg og róst- urnar í hinum ýmsu lýðveldum hafa opinberað allra handa þjóð- emiságreining, sem heimurinn hafði ekki nokkra hugmynd um fyrir, enda hefur þekking þjóða utan Sovétríkjanna á Asíulýðveld- unum þar og málefnum þeirra verið svo að segja engin til þessa. Nokkra Islendinga þekkir undirrit- aður þó, sem komið höfðu til Armeníu, og sögðust þeir ekki hafa séð betur en að þar væri friðsamt fólk og satt vel, sem undi hag sínum í betra lagi. Kjör manna munu og vera einna best í þessum hluta Sovétríkjanna. Þama hafa menn þó reynst reiðubúnir að rífa granna sína, Azera, á hol, hvar sem í þá næst. Sama gildir um Azera, nema hvað þeir virðast enn heiftúðugri. Langar undirritaðan að láta þess getið að hann kom til lands Azera 1985 og fór meira að segja um Sumgait, þá hörmung- anna borg, sem síðar varð. Þar virtist þá allt í lukkunar velstandi og gnótt í trogum og kimum í eilífum velkomandafagnaði hjá háum sem lágum. Hér má segja að sannast hafi þau orð frelsarans að „ekki lifir maðurinn af brauði einu saman“, og „ekki er allt sem sýnist,“ sagði Fjallaskáldið. Og nú er djöfullinn sagður laus hjá Ús- bekum. Það fer ekki á milli mála að mörg tíðindi og ill af þessu tagi geta orðið enn þar eystra og að ýmislegt kvalræði sem menn hafa getað geymt sér meðan pólítín fóm með afdráttarlausu umboði hljóti nú yfir að ganga. Flesta í voram heimshluta mun bresta þekkingu á hvar lfklegt sé að upp úr sjóði næst. Þó er mér í minni er ég hitti tékkneskan mann úr sunnanverð- um Bæheimi sem mátti ekki heyra á þá í Prag og nágrenni minnst - ekki af pólitískum ástæðum, held- ur af því að hann var úr einhverjum allt öðram hreppi í landinu. Hon- um svall svo móður af hatri vegna einhvers skætings aftan úr fom- eskju að hann sortnaði og blánaði. Svona kom fákænsku einfeldnings manns auðvitað afskaplega á óvart. En óskandi er að rígur þessi megi jafna sig og þá helst áður en hálfu og heilu aldimarlíða, sem þó gerast því miður svo víða dæmi. Ber að óska sovétinu næðis handan og heiman við það verk og áfram- haldandi sigra vírtangarinnar yfir löngum og leiðum girðingum, sem ekkert grær innan við nema fjand- skapurinn, fávísin og tortryggnin. Laugardagur 1. júlí 1989 GETTU NÚ Það var Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti, sem við spurðum um síðast og er það vel af sér vikið að hafa þekkt hann fyrir utanhéraðsmenn. Enn spyrjum við um foss. Hann er f Hvítá og ber stórvirðulegt og kirkjulegt heiti. Hver er hann? =c .<c £Ö W tO BEBiSSS E QSÉSH E an H .BHEaSS I SQESEE BHHE HE WB HE □ HSHHa BB EE3S ISEQHE E5E3Í3 HQ 1 HESB EB EBBE II Q BSSB Mm® E9S J, <r O □ fl :0 <5 2 o U. U Id ■ a: <r _ XJ KROSSGÁTA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.