Tíminn - 01.07.1989, Page 6

Tíminn - 01.07.1989, Page 6
16 W HELGIN Laugardagur 1. júlí 1989 Sú göfuga list að „snússa" sig Nú lítum við heldur hornauga á neftóbaksnotkun, en á fyrri tímum þótti það bera vott um sérstaka kurteisi og siðfágun Neftóbaksnotkun þykir ekki sérlega aðlaðandi siður nú til dags, enda fækkar þeim sem iðka þann sið. Eru það nú yfirleitt stöku eldri menn eða einstöku menntaskólanemi er snússa sig. Gamlir neftóbaksmenn telja ekkert jafnast við þessa nautn, en hjá þeim yngri er tilgangurinn sennilega að fá á sig háleitan og gáfulegan svip hins íhugandi manns, sem tárin í augunum og nefmælið fá léð þeim. Neftóbaksnotkun er orðin hálf sérviskuleg. En fyrr á tímum var hún það síður en svo. Á 18. öldinni og mikinn hluta þeirrar nítjándu var neftóbaksbrúkun almenn hjá eldri sem yngri og segjum við hér af ýmislegu, sem þessa tísku áhrærir. „Nú um stundir snússa menn sig jafnt við hirðina sem á götum úti. Konungar, æðstu embættismenn og almúgi manna temur sér þessa nautn í sama mæli“, segir í ritinu „Le bon usage du Tabac en Poudre" (Hinn fagri siður að snússa sig) frá árinu 1700. „Aðalsfrúr nota neftóbak og borgarafrúrnar, sem apa eftir þeim í öllu, gefa þeim ekki eftir. Neftóbak- ið er ánægjuauki meðal preláta kirkjunnar, abbadísanna og munk- anna. Pótt páfinn hafi bannað það, þá fá spænskir prestar sér prís í miðri messu. Þeir láta tóbaksdósirnar liggja opnar hjá sér við altarið." Fyrir daga frönsku byltingarinnar hafði neftóbaksnotkun mikla þýð- ingu í samfélaginu og ætla menn að það hafi verið fyrir áhrif frá Spán- verjum, sem líka eiga heiðurinn af að hafa kynnt þjóðunum norðar í álfunni súkkulaðidrykkju. T.d. blómstraði neftóbaksnotkunin við frönsku hirðina mest á sama skeiði og súkkulaðið, eða um miðja átj- ándu öld. Frá Frakklandi breiddist hún svo enn frekar út: Súkkulaði, neftóbak og frönsk tunga tók að heyra til góðra siða í öllum svonefnd- um siðmenntuðunr löndum. Rétt fyrir byltinguna voru ellefu/tólftu hlutar heildartóbaksnotkunar í Frakklandi neftóbak. Aðeins í Hollandi og Englandi sóttu menn meir í reyktóbak. Meðal manna rokokótímans varð það að sérstakri samkvæmislist að aptoOwyj 1D net-p -rHe cHiLdReú 5mile. Hjálpum börnunum að brosa! ALÞJÓÐLEG TEIKNIMYNDASAMKEPPNI Bresk hönnunarfyrirtæki í samvinnu viö Svissneska Rauöa Krossinn hefur beytt sér fyrir alþjóölegri teikni- myndasamkeppni meðal 7-14 ára barna um allan heim. Tilgangurinn er að safna fé til hjálpar börnum í Súdan. Leitað er eftir góöum hugmyndum um fyndnar persónur eða dýr eins og í teiknimyndasögunum. Hér er því um aö ræöa teikningar sem fá fólk til aö brosa. „Hjálpum börnunum að brosa“ (fáum börnin til aö brosa) eru slagorð sem nefnd hafa verið fyrir keþþnina. Bestu teikningunum verður safnaö saman í bók og hún seld til ágóða fyrir hjálparstarfiö í Súdan sem framkvæmt er af Alþjóða Rauöa Krossinum. Teikningarnar eiga að vera í stæröinni A4, á hvítum pappír annaö hvort í lit eöa svart/hvítar. Texti má fylgja teikningunum en best er- teikningar sjálfar tala sínu máli. Teikningunum skal skilað fyrir 1. ágúst 1989 til: Rauöi Kross íslands, Alþjóöa teiknimyndasamkeppnin Rauöarárstíg 18, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Oddsson á skrifstofu RKÍ í síma 26722 frá kl. 8.00-16.00 virka daga. smgsmmsmii&iiiM iin ,rtH taka í nefið. Menn settu sig í stelling- ar þegar þeir tóku upp dósina og mátu siðprýði annarra eftir þvf hvernig þeir báru sig að við þetta. ' Tilburðirnir við að snússa sig og þó einkum við að bjóða öðrum varð álíka mikilsverð kunnátta og að geta dansað eða kunna skylmingar. Enda voru samin kennslukver í listinni. f einum þeirra, sem er frá 1750, er að finna lýsingu á hvernig rétta skal dósirnar að öðrum manni í fjórtán hreyfingum: 1. Haldið dósunum fremst í fingr- um vinstri handar. 2. Hagræðið þeim í rétta stöðu. 3. Bankið með fingrum hægri handar á dósalokið. 4. Ljúkið dósunum upp. 5. Bjóðið nærstöddum. 6. Dragið höndina að yður. 7. Hafið dósirnar áfram opnar. 8. Sléttið úr tóbakinu með því að banka á hlið dósanna. 9. Takið sjálfum yður gætilega með hægri hendi. 10. Haldið hendinni með tóbakinu kyrri andatak, áður en þér berið hana upp að nefinu. 11. Berið tóbakið að nefinu. 12. Takið jafn mikið í hvora nös, en grettið yður alls ekki. 13. Hnerrið, hóstið og hrækið. 14. Lokið dósunum. Líkt og það var mikilvægt fyrir sjálfsímynd rokokómannsins að geta sýnt öðrum kurteisi sína í meðferð neftóbaks, voru tóbaksdósirnar ekki minna áríðandi hlutur en hin skraut- legu sverð, göngustafurinn eða blæ- vængurinn. Meira að segja vasaklút- arnir þurftu helst að vera hreinustu gersemar. Heldri maður á þessum tíma átti sérstakar dósir til þess að bera með hverjum klæðnaði. Boswell, hinn kunni ævisöguritari Johnsons, greinirfrá því að Heinrich Buhl, forstjóri postulínsverksmiðj- anna í Meissen, hafi átt meira en 600 alklæðnaði og fylgdu tóbaksdósir hverjum þeirra. Fyrir utan notkun- argildið voru dósirnar oft hreinustu listgripir. Meðal forngripa frá 17. öld eru þær meðal verðmætustu muna, svo hlaðnar eðalsteinum og fíngerðum listaverkum, sem margar þeirra voru. Sagt er að tóbaksdósir sem Spánarkonungur færði systur Loðvíks 14. hafi verið einnar og hálfrar milljónar livra virði. Af þessum sökum urðu tóbaks- dósir stöðutákn heldra fólks í Evr- ópu fyrir byltinguna, líkt og vindill- inn varð aðalsmerki stórkapítalist- anna síðar. Sérlega gátu þær auglýst hve hátt menn stóðu við konungs- hirðir. í skáldsögu Diderots, „Jacque le Fataliste" segir frá nánum tengslum þriggja hluta-tóbaksdósanna, vasa- úrsins og þjónsins. Skáldsagan fjall- ar að miklu leyti um muninn á Menn létu gjarna mála sig með dósimar. Það gerði m.a. Sir John Scrimgeour af Gainsborough. Enskar yngismeyjar á fyrri hluta 19. aldar höfðu margar tamið sér hinn fagra sið, neftóbaksbrúkunina. þjóninum og herranum og átti Hegel síðar eftir að dást að þessari fram- setningu skáldsins. Þrennt er það sem Diderot segir að geri herra að herra: þjónninn, úrið og tóbaksdós- irnar. „Hann vissi ekki hvað hann ætti af sér að gera, án þjónsins síns, úrsins og tóbaksdósanna", segir í sögunni. „Þetta voru hin þrjú undir- stöðuatriði í lífi hans, að fá sér í nefið, gá hvað klukkan væri og varpa spurningum til Jacque." Þótt neftóbakið hefði aðra sam- kvæmislega þýðingu en reyktóbakið, þá álitu menn á átjándu öld að áhrif þess á likamann væru þau sömu. Hin þurrkandi og slímlosandi áhrif reyk- inganna sáu menn líka í neftóbaks- nautninni. f frönsku bókinni frá árinu 1700, sem fyrr varvitnað til, er áhrifum neftóbaks lýst svo: „Sjúgi maður dálítið neftóbak upp í nefið, þá ertir það slímhimnuna og fyllir út í nasaholurnar og nefgöngin. Þetta veldur stöðugum samdrætti í slímhimnunni, svo að þeir smáu kitlar og vörtur sem þar Ieynast gefa frá sér slím, líkt og þegar svampur er kreistur. Á eftir slíminu kemur svo vatnskenndur vökvi úr mörgum smágerðum æðum, líkt og þegar vatn sígur í gegn um grisju." En auk þess að losa menn við slímið hefur tóbakið örvandi áhrif. Á átjándu öldinni álitu menn að í gegn um nefið fengist beint samband við heilann. „Enginn staður á Iíkam- anum er viðkvæmari en nefgöngin“, Bændur! Plastpokar fyrir votheysrúllur - á gamla verðinu - Fyrir rúllur 90 X 120 cm kr. 268,- Fyrir rúllur 120 X 120 cm kr. 355,- Fyrir rúllur 150 X 120 cm kr. 530,- Verið forsjálir - Góð greiðsiukjör BÚNADARDEILD ARMULA3 REVKJAVIK SIMI 38900

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.