Tíminn - 01.07.1989, Blaðsíða 12
22
HELGIN
Laugardagur 1. júlí 1989
Séð heim að Laugum í Sælingsdal.
Laugar í Sælingsdal:
Dalasýsla hefur margt
að bjóða ferðamönnum
Nú fer í hönd tími sumarleyfa og auraráð fólks almennt
munu nú eitthvað minni en oft áður og því ekki ólíklegt að
margir hugi að skemmri ferðum hér innanlands, enda getur
slíkt verið mun ódýrara en að fara utan. Valkostirnir sem
bjóðast þeim sem hyggja á ferðir hér heima eru vissulega
margir og menn ættu því flestir að geta fundið sér eitthvað
sem hæfir þeirra smekk og fjárráðum.
Einn þessara valkosta er að nýta hirt þrátt fyrir að hún sé komin til
sér Edduhótelin sem rekin eru af
Ferðaskrifstofu íslands í samvinnu
við starfsfólkið á hverjum stað. Alls
eru Edduhótelin lótalsinsvíðsvegar
um landið og hafa þann megin kost
að bjóða öruggt skjól undan óút-
reiknanlegri íslenskri veðráttu sem
oftast er í aðalhlutverki þegar ferð-
ast er um landið. Edduhótelin eru
víðast hvar rekin í heimavistarskól-
um með ágætis gistiaðstöðu og mjög
frambærilegum veitingum, auk þess
sem víða er einnig boðið upp á
svefnpokapláss fyrir þá sem vilja
spara við sig á kostnað þæginda.
Gisting á Edduhótelunum getur
þó varla talist vera dýr, nóttin kostar
1450 kr. fyrir manninn í 2ja manna
herbergi, en að undanförnu hafa
verið í gangi sértilboð sem giltu nú
fram til mánaðamóta þar sem nóttin
var sel á rúmar 1000 kr. Slík sértil-
boð munu aftur verða í boði í ágúst.
Eitt Edduhótelanna er staðsett að
Laugum í Sælingsdal í Dalasýslu, á
föðurleifð Guðrúnar Ósvífursdótt-
ur, þess mikla kvenskörungs. Óhætt
er að segja að Dalirnir bjóði upp á
ýmislegt forvitnilegt einkúm fyrir þá
sem gaman hafa af því að fara um
sögulegar slóðir og Laugar því ágætis
bækistöð fyrir þann sem hyggst
skoða sig þar um t.d. yfir helgi.
Fjarlægðin frá Reykjavík að Laug-
um er um 220 km eða 3-4 klukku-
stunda róleg keyrsla, sem mörgum
gæti þótt hæfilegur spotti ef börn eru
með í ferðinni. Aðstaða að Laugum
er vinsamleg barnafólki, t.d. er þar
sundlaug sem mun vera ein af elstu
innisundlaugum landsins, byggð á
árunum 1930-1932. Laugin er opin
frá kl. 10-22 alla daga nema mánu-
daga og er sérstaklega þrifaleg og vel
ára sinna.
Byggðasafn Dalamanna er að
Laugum en í ár eru liðin 10 árfrá því
að það var formlega opnað, þó
nokkru lengra sé síðan það tók
óformlega til starfa. Safnvörður og
aðalsprautan að baki byggðasafninu
er Magnús Gestsson, sem er borinn
og barnfæddur Dalamaður en var
húsasmiður í Reykjavík á árunum
milli 1940 og 1960. Magnús fluttist
síðan aftur í Dalina og var bama-
kennari og smiður að Laugum. Hann
byrjaði að safna munum í safnið í
kringum 1968 og er afraksturinn nú
orðinn sá að óhætt er að segja að
byggðasafnið sé eitt það mesta og
besta á landinu. Það sem e.t.v.
vekur mesta athygli á safninu er
baðstofa sem Magnús endurreisti
veturinn 1978-79 inni í safnbygging-
unni, en það er baðstofa sem flutt
var frá bænum Leikskálum í Hauka-
dal. Baðstofan var upphaflega smíð-
uð fyrir um 100 árum en í henni var
búið allt til ársins 1973.
Magnús er líka fróður um sögu
Dalasýslu og Sælingsdals þar sem
Laugar standa. Hann gaukar að
Magnús Gestsson, safnvörður á
Byggðasafni Dalamanna, en í ár eru
liðin 10 ár frá því safnið var formlega
tekið í notkun. Tímamyndir R.P.
Tungustapi í Sælingsdal, álfakirkja mikil og þar munu álfabiskupar messa.
áhugasömum ljósriti af þjóðsögu
sem tengist Sælingsdal, einhverri
best gerðu álfasögunni, en Tungu-
stapi í Sælingsdal er engin venjuleg
álfakirkja, þar hafa álfabiskupar
messað samkvæmt þjóðsögunni.
Margir verða hissa á því hversu
mikið af sel sést oft og tíðum við
Hvammsfjörðinn. Hringvegurinn
um Klofningsveg út Fellsströndina
fyrir Klofning, inn Skarðströnd og
um Saurbæ er áhugaverð leið að fara
bæði vegna þess að þar eru margir
sögustaðir og landslagið er fagurt.
Leiðin er um 100 km og er yfirleitt
mælt með því að leiðin sé hafin
Hvammsfjarðarmegin. Á þessari
leið er Hvammur, bær Auðar djúp-
úðgu og Krosshólar, sem eru kletta-
borg þar sem Landnáma segir að
Auður hafi látið reisa kross og farið
þangað til bænahalds. Árið 1965 var
reistur þar mikill steinkross. Þó svo
að af nógu sé að taka á þessari leið
skal einungis getið Skarðs á Skarðs-
strönd sem mun vera í landnámi
Geirmundar heljarskinns. Á Skarði
bjuggu á 15. öld Bjöm ríki Þorleifs-
son og Ólöf Loftsdóttir og er í
kirkjunni altaristafla sem talið er að
Ólöf hafi gefið. Þá eru tvö handrit
sem bæði heita Skarðsbók, kennd
við Skarð; annað er lögbók og hitt
helgisögur.
Dalasýslan er full af sögufrægum
stöðum og má mæla með því að sá
er hyggst skoða sig þar um hafi með
sér Laxdælu eða rifji hana upp áður
en lagt er af stað.
Að, sögn Ingólfs hótelstjóra að
Laugum hefur ferðamannastraum-
urinn farið hægt af stað hjá þeim,
enda var sumarið óvenju seint að
taka við sér og snjóskaflar sums
staðar enn niður við hús vel fram í
júní. Hann sagði að umferðin ætti
eftir að aukast þegar kæmi lengra
fram á sumar en þó virtist sem
Dalirnir hafi á undanförnum árum
ekki náð að komast inn á landakort
ferðalanga í eins ríkum mæli og þeir
ættu skilið, ekki hvað síst fyrir þá
sem gaman hefðu að því að skoða
sögustaði. -BG