Tíminn - 14.07.1989, Page 4

Tíminn - 14.07.1989, Page 4
4 Tíminn Föstudagur 14. júlí 1989 DEUTZ-FAHR tromlumúgavélar DEUTZ-FAHR tromlumúgavélum á ótrúlega hagstæðu verði. Vinnslubreldd 3,5 m. Hafið samband við sölumenn okkar sem allra fyrst í Ármúla 11, eða hringið ( síma 681500. Hestaþing Hestaþing Sleipnis og Smára veröur haldið að Murneyri 15. og 16. júlí 1989. Dagskrá: Laugardagur 15. júlí Kl. 10:00: Gæðingakeppni A flokkur Sleipnis. B flokkur Smára. Kl. 11:30: Eldri flokkar unglinga. Kl. 13:00: Gæðingakeppni. A flokkur Smára B flokkur Sleipnis. Kl. 14:30: Yngri flokkar unglinga. Kl. 16:00: Kappreiðar - undanrásir. Kl. 20:30: Kvöldvaka. Sunnudagur 16. júlí Kl. 11:00: Skeið - fyrri sprettur. Kl. 12:30: Hópreið. Mótssetning - helgistund. Kl. 13:00: Röðun 5 efstu gæðinga í A og B flokki. Verðlaunaafhending. Kl. 15:30: Úrslit kappreiða Skeið - seinni sprettur. Kl. 17:30: Verðlaunaafhending og mótslit. Sleipnir og Smári. Sérfræðingur Starf sérfræðings (sálfræðings, félagsráðgjafa, sérkennara), hlutastarf, er laust til umsóknar við Sálfræðideild skóla, Fræðsluskrifstofu Reykjavík- urumdæmis, Austurstræti 14. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. Umsóknir sendist til fræðslustjóra með upplýsing- um um nám og fyrri störf. Fræðslustjórinn í Reykjavík t Eiginkona mín, móðir okkar og amma Margrét Hreinsdóttir Hvolsvegi 7, Hvolsvelli verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 15. júlí kl. 14.00. Sigurjón Sigurjónsson, börn og barnabörn. Landssamband hestamanna úthlutar af fjallvegafé og biður hestamenn að ganga vel um: Þrjár milljónir í reiðvegagerð Úthlutun fjármagns að upp- hæð þrjár milljónir króna, til gerðar reiðvega á þessu ári er nýlega lokið. Ferðaiög á hestum eru flest farin á þessum tíma árs og leiðin liggur ef til vill að einhverju leyti um reiðvegi. En hvernig sem því er varið telur Landssamband hestamanna á- stæðu til að ítreka við hesta- ferðalanga að þeir gangi vel um landið og sýni ávallt tillitssemi. „Fjárupphæð til gerðar reiðvega var lengi vel þrjú til fjögur hundruð þúsund á ári en í fyrra fékk Lands- samband hestamanna þrjár milljónir til ráðstöfunar og sömu upphæð í ár. Ég held að Vegagerðin greiði þetta af svokölluðu fjallvegafé,“ sagði Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri Landssambandsins í samtali við Tímann. Stjóm Landssambandsins kýs sérstaka nefnd á hverju ári sem fer yfir umsóknir, leggur mat á þær og úthlutar fénu í samræmi við það. Venjan er sú að meginhluti fjár- magnsins fer til þess landsfjórðungs far sem stórmót em haldin það árið. ár var ekki brugðið út af venjunni og fóm milljónirnar þrjár því til Austfjarða þar sem fjórðungsmótið fór fram. Nefndina skipuðu tveir Austfirð- ingar, Jón Bergsson á Ketilstöðum og Guðmundur Jónsson á Horna- firði undir stjóm féhirðis Lands- sambandsins, Gunnars B. Gunnars- sonar á Arnarstöðum. Hestamannafélagið Freyfaxi í Suður-Múlasýslu fékk eina milljón króna, Hornfirðingur á Hornafirði níu hundruð þúsund, Glófaxi á Vopnafirði hundrað þúsund, Geisli í Breiðdalsvík og Goði á Fáskrúðs- firði þrjú hundmð þúsund hvort félag, Blær á Norðfirði 250 þúsund og Seyður á Seyðisfirði fimmtíu þúsund krónur. „Það er misjafnt hvernig staðið er að gerð reiðveganna. Sum félaganna vinna að gerð reiðvega í samvinnu við Vegagerðina en önnur vinna þetta sjálfstætt, þá með samþykki Vegagerðarinnar. Það er líka mjög misjafnt í hvað peningarnir fara. Annað hvort em þeir notaðir til að varða einstakar leiðir, leggja veg út frá þorpinu eða annað“ sagði Hjalti. Þá átti Landssambandið inni frá síðasta ári rúmlega 765 þúsund krónur. Fénu var skipt á milli nokk- urra hestamannafélaga víðsvegar á landinu. Af gefnu tilefni og í tengslum við ferðalög á hestum sem nær öll eru farin á þessum tíma árs, vill Lands- sambandið koma því á framfæri við hestamenn að þeir sýni tillitssemi og gangi vel um á ferðum sínum. „Hestamenn verða að muna að loka hliðum á leið sinni. Þeir verða að fá leyfi til að tjalda og virða rétt þess sem á landið. Sömuleiðis ef einhver ætlar að nota leitarkofa eða réttir. Hestamenn verða að hafa hugfast hvernig ber að ganga frá áningar- stöðum, skilja vel við þá, vernda gróður og svo framvegis," sagði Hjalti. Starfsfólk og vistmenn á Kópavogshæli vekja athygli á sumarlokun í sparnaðarskyni: Sumarhátíð á Kópavogshæli Dagana 16.-22. júlí verður sumarhátíð haldin á Kópavogshæli og er þetta í fyrsta sinn sem slík hátíð er haldin. Hugmyndin að henni kom fram er ljóst var að Vinnustofur Kópavogshælis, þar sem meginþorri heimilisfólks sækir vinnu og þjálfun að öðru jöfnu, yrðu lokaðar í þrjár vikur í spam- aðarskyni. Fmmkvæði og undir- búningur hefur að mestu leyti verið í höndum þeirra þroskaþjálfa sem sjá um tómstundir á stofnuninni. Að sögn Kristjáns Sigurmundsson- ar, tómstundafulltrúa Kópavogs- hælis er markmið hátíðarinnar meðal annars það, að vekja athygli á því að þrátt fyrir umræðu og réttmæti þeirrar stefnu að leggja niður stórar stofnanir, þá má aldrei gleymast að á slíkum stofnunum býr fólk sem þarf að hugsa um, þar til önnur og betri úrræði bjóðast. Á dagskrá hátíðarinnar em skemmtiatriði, íþróttaiðkun, keppnir og ferðalög á landi, láði og legi. Flestir sem fram koma eða að öðm leyti hafa lagt þessu máli lið hafa gert það endurgjaldslaust. Gestum utan af landi mun verða séð fyrir svefnpokaplássi og að- gangi að mötuneyti staðarins. LDH- Óeðlileg lagavemd Blaðamannafélag fslands telur ástæðu til að árétta að stjórn félags- ins hefur í tveimur ályktunum mót- mælt sérstaklega að ríkissaksóknari höfði opinbert sakamál á hendur einstaklingum vegna skrifa þeirra um þriðja aðila, á grundvelli 108. greinar hegningarlaga. En lögin eru að mati stjórnar félagsins löngu orðin úrelt. Á efnisatriði ákærunnar eða skrif Halls Magnússonar hefur stjóm BÍ ekki lagt nokkurt mat. Hún telur aftur á móti óeðlilegt að opinberir starfsmenn njóti sérstakrar laga- verndar umfram aðra þjóðfélags- þegna. Stjórnin telur jafnframt að nefnd lagagrein sé vísasti vegurinn til að hefta opinbera umfjöllun um öll gagnrýnisverð mál í íslenskri stjórnsýslu. jkb Einn meðlima Landssambandsins orðaði tilmælin á þessa leið: „Hesta- fólk á ferð um landið! Gætum lands og laga. Gætum að gróðri og götu- slóðum. Látum hross ekki bfta og traðka veikan öræfagróður, tún- garða eða skógrækt, flytjum með okkur fóður. Notum reiðleiðir, njót- um hrossanna og ferðarinnar. Þegar deilt er vegum með bílaumferð gilda umferðarlög um okkur eins og aðra.“ jkb Æviskrár stúdenta að norðan Út er að koma annað bindi ævi- skrár stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri, en fyrsta bindi er þegar komið, með ítarlegum æviskrám Akureyrarstúdenta frá árinu 1927 til 1944. Æviskrár þessar eru gefnar út af Steinholti, bókaforlagi Magnúsar Baldurs Stefánssonar, en ritstjóri verksins er Gunnlaugur Haraldsson. Það vekur athygli við fljótlegt yfirlit hvað æviskrár þessar gefa tæmandi upplýsingar um hvem stúd- ent frá Akureyrarskólanum. Hóp- myndir af öllum stúdentum fyrir hvert ár eru í bókinni, auk mynda af hverjum þeirra með æviágripinu. Það voru tíu ára stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri af ár- gerðinni 1973 sem ákváðu á tíu ára stúdentsafmæli sínu að hefja þessa myndarlegu útgáfu æviskránna. Eitt af fyrstu verkefnum útgáfustjómar var að ráða ritstjóra. Fyrir valinu urðu fjórir úr hópi samstúdenta, þeir Gunnlaugur Haraldsson, þjóð- háttafræðingur, Hjörtur Gíslason, blaðamaður, Óskar Einarsson, yfir- kennari og Þorsteinn Jónsson, ætt- fræðingur. Eftir skamman tíma ósk- uðu þeir Hjörtur og Óskar eftir að vera leystir frá störfum og tóku Gunnlaugur og Þorsteinn við þeirra hluta af verkinu. Þá varð sú breyting á fjómm ámm síðar að Sigurður Hjartarson, sagnfærðingur, tók við af Þorsteini. Það kom í hlut þeirra þriggja, Gunnlaugs, Þorsteins og Sigurðar að taka saman ritið. Nú er Gunnlaugur einn ritstjóri. Fyrsta bindið er um fimm hundruð blaðsíður ( stóm broti og hið vand- aðasta að öllum frágangi. Eins og fyrr segir er annað bindi þessa mikla ritverks að koma út um þessar mundir, en talið er að verkið verði fimm bindi alls. Hér er um gagn- merkt fræðirit að ræða, og verður að segjast, að stúdentanir frá 1973 tóku merkilega og giftudrjúga ákvörðun fyrir skóla sinn þegar þeir ákváðu að gefa út æviskrár „norðanmanna". í útgáfustjórn ritsins eru Knútur Ósk- arsson, Málfríður Þórarinsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, Kristján Pálmar Arnarsson og Hulda Ólafs- dóttir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.