Tíminn - 14.07.1989, Side 5

Tíminn - 14.07.1989, Side 5
Föstudagur 14. júlí 1989 Tíminn 5 Stærsta og flóknasta kjarnarannsóknastöð veraldar hóf starfsemi í morgun. Ögmundur Runólfsson kjarneðlisfræðingur í Genf: Leitað skilnings á tilurð efnisheimsins „Elektrónur og pósitrónur eru hlutar atóma og eru búnar gagnstæðri hleðslu og eiginleikum og þegar þær rekast á hverfa þær og eitthvað nýtt kemur í staðinn og það er þetta nýja sem myndast sem við viljum vita hvað er,“ sagði Ögmundur Runólfsson kjameðlisfræðingur í samtali við Tímann í gær en hann starfar við CERN-vísindastofnunina í Genf. CERN er rúmlega þrjátíu ára gömul samevrópsk vísindastofnun sem fæst við frumeindarannsóknir og föstudag,í morgun, var á vegum stofnunarinnar tekinn í notkun gríð- armikill hraðall eða „accelerator", sá stærsti í veröldinni. Nú í morgun, var hann gangsettur í fyrsta sinn og fyrstu rafeindunum var skotið út í hringferil hraðalsins. Hraðallinn er rétt utan við Genf í Swiss og er um að ræða hring neðanjarðar sem er 27 kílómetra langur. Um þennan hring verður skotið rafeindum á hraða sem nálg- ast hraða ljóssins. Þær verða síðan látnar rekast á og við árekstrana verða til nýjar eindir með nýja eiginleika. Framkvæmdir við þennan mikla hraðal hófust fyrir um átta árum og kostnaðurinn við hann er orðinn 1,5 milljarðar þýskra marka og við hraðalinn starfa nú um eitt þúsund eðlisfræðingar víðs vegar úr heimin- um við að undirbúa tilraunir sem þama munu fram fara. Meðal þeirra er íslendingurinn Ögmundur Run- ólfsson. Hvað gerist þegar rafeindir með gagnstæða hleðslu og eiginleika rek- ast saman sagði Ögmundur að ekki væri ljóst en sagði aðspurður að ekki yrði um neinar meiriháttar spreng- ingar að ræða þannig að Genf ætti á hættu að þurrkast út. Hann sagði að til að byrja með byggjust menn við að sjá svokallað Z-0 fyrirbæri en það eru frumeindir sem bera með sér veika náttúru- Stærsta, flóknasta og dýrasta rann- sóknastöð veraldar; hraðallinn við Genf. Hann liggur milli Genfarvatns og Júrafjallanna í Swiss. Hringur hraðalsins mikla er að um- máli 27 kílómetrar og liggur hann á 50-170 metra dýpi. Niðri í göngunum er sjálft hraðalsrörið en það er algerlega lofttæmt og kælt niður í 269 gráðu frost. Um það er rafeind- unum skotið og þær látnar rekast saman. Sjálfar rafeindabyssuraar era merktar nr. 1 og 2 og er rafeind- unum fyrst skotið út í litla hringinn og þaðan út í þann stóra. Á stóra hringnum era fjórar rannsókna- stöðvar merktar 5-8 en þar era gríðarmiklir seglar sem herða á raf- eindunum þannig að þær ná því sem næst Ijóshraða áður en þær eru látnar rekast saman. krafta. Kenningar um þessar frum- eindir hefðu fyrst komið fram fyrir um það bil fimmtíu árum en engin þeirra hins vegar fundist fyrr en fyrir fimm til sex árum. Enn væru innan við hundrað fundnar, eða réttara sagt hefðu verið búnar til en þessi nýi hraðall ætti hins vegar að vera fær um að búa til um það bil eina nýja frumeind á sekúndu eða jafnvel meir. Nú í morgun var ætlunin að reyna fyrstu hringferðina en fyrsti árekst- urinn verður vart að sögn Ögmundar fyrr en upp úr næstu mánaðamótum því að nokkurn tíma tekur að koma öllum búnaði stöðvarinnar í gang og stilla hann af. Ögmundur sagði aðspurður að hér væri um að ræða grundvallar- rannsóknir og þær réðust ekki af neinum beinum hagnýtissjónarmið- um heldur væri verið að leita skiln- ings á alheiminum og tilurð hans. „Það er hægt að skilja sólkerfið en ekki hægt að stýra gangi sólar,“ sagði Ögmundur. -sá Þýska hafrannsóknarskipið Meteor frá Hamborg liggur nú við Reykjavíkurhöfn. Meteor er 3128 tonn og 102 metrar að lengd. Þetta er í annað skiptið í sumar sem það kemur hingað til lands en undanfarið hefur skipið og áhöfn þess verið við rannsóknarstörf norður undir ísröndinni. Meteor siglir aftur þann fimmtánda þessa mánaðar. Tímamynd: Pjetur Hægt á verðhækkunum í júlímánuði: Verðbólgan 18,5 prósent Samkvæmt nýjustu útreikningum Hagstofunnar var 8,9% verðbólga í júlí á þessu ári, ef miðað er við ársgrundvöll. Samkvæmt þessu hef- ur hægt verulega á verðbólgu saman- borið við júnímánuð, en þá mældist hún yfir fjörutíu prósent. Ef litið er til síðustu þriggja mán- aða hefur vísitalan hækkað um 5,8% sem jafngildir um 25,1% verðbólgu á heilu ári. Miðað við síðustu sex mánuði hefur verðbólga verið 26,8% og síðustu tólf mánuði 18,5 %. Vísitala framfærslukostnaðar í júlí reyndist vera 126,8 stig (maí 1988=100), eða 0,7% hærri en í júní. Verðhækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða olli alls um 1,0% hækkun. Þar má nefna að matvörur hækkuðu um 1,5%, en þær gilda um tuttugu af hundraði vísitölunnar. Forvitnilegt er að gjafir hækkuðu um 3,1%. Til frádráttar kemur lækkun á verði 92 oktana bensínlítra um 3,9% 20. júní síðastliðinn, sem olli um 0,1% lækkun, 1,7% lækkun á fjár- magnskostnaði sem olli 0,1% lækk- un og 6,0% lækkun á verði mjólkur- lítra sem hafði í för með sér rúmlega 0,1 lækkun vísitölunnar. LDH- „Fánamennirnir“ dæmdiráíslandi Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að lögsaga verði ekki felld niður gagnvart bandarísku hermönnunum þremur sem vanvirtu íslenska fán- ann og þjóðfána fleiri ríkja hinn 17. Leiðrétting í grein Garra í gær varð orða- brengl á einum stað og verður viðkomandi setning leiðrétt eins og hún átti að hljóða: Sagan kann nú skil á því hver uppskeran varð af byltingu bolsé- víkanna. Sú bylting hafði ekki undan að éta börain sin þangað til ekkert var eftir nema blóðhrár stalinisminn, sem hvflir eins og mara á þjóðarsál Sovétmanna. júní síðastliðinn. Bandaríkjamenn höfðu farið fram á að fá lögsögu yfir mönnunum. Þessi ákvörðun er tekin í fram- haldi af því að ríkissaksóknari fór fram á að ráðherra úrskurðaði í málinu og er niðurstaðan sú að lögsagan verður ekki felld niður. í erindi ríkissaksóknara var einnig spurt að því hvort höfða ætti mál eftir 95. grein hegningarlaga, en þar er fjallað um þá er smána opinber- lega fána erlendra ríkja. í úrskurði dómsmálaráðherra er lagt fyrir ríkis- saksóknara að sækja mennina sam- kvæmt þeirri grein vegna erlendu fánanna sem teknir voru niður. Þyngsta refsing samkvæmt fyrr- nefndri grein er 6 ára fangelsi. Mennirnir eru nú í farbanni á Keflavíkurflugvelli og ekki liggur fyrir hvort mennimir verða jafn- framt sóttir til saka fyrir herrétti. SSH Bráðabirgðatölur Fiskifélags íslands fyrir fyrstu sex mánuðina: Heildarafli rétt rúm milljón tonn Afli Iandsmanna í júnímánuði nam samtals 55.360 tonnum sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifé- lags íslands. Á sama tíma í fyrra var aflinn í júnímánuði 63.674 tonn. Frá janúar til loka júní á þessu ári er heildaraflinn orðinn rétt rúm milljón tonn, en var 11 þúsund tonnum meiri fyrir sama tímabil árið 1988. Samkvæmt bráðabirgðatölunum er þorskafli í júní 19.220 tonn, en var í sama mánuði í fyrra 30.624 tonn. í magni talið kemur grálúða næst, en af henni veiddust 9.326 tonn í júní, en 6.389 tonn í júní í fyrra. Af karfa veiddust nú 7.218 tonn en í fyrra 5.193 tonn og af ufsa veiddust 6.981 tonn en í fyrra í júní 5.450 tonn. Af ýsu veiddust 4.901 tonn í júní en í fyrra 7.013 tonn. Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa veiðst rúm 206 þúsund tonn af þorski á móti rúmum 211 þúsund tonnum í fyrra. Af þessum 206 þúsund tonnum er þorskafli báta orðinn tæp 106 þúsund tonn, togara tæp 82 þúsund tonn og þorskafli smábáta rúm 18 þúsund tonn. Þá hafa verið veidd það sem af er árinu um 51 þúsund tonn af grálúðu, rúm 37 þúsund tonn af karfa, tæp 35 þúsund tonn af ufsa og rúm 28 þúsund tonn af ýsu. Af einstökum útgerðarstöðum barst mest á land í júní til Hafnar- fjarðar, 5.807 tonn, en f júní í fyrra var landað 3.267 tonnum. Næst koma Vestmannaeyjar með 5.621 tonn, en á sama tíma í fyrra 5.520 tonn og 5.137 tonn til Reykjavíkur, en í fyrra 4.613 tonn. í fjórða sæti kemur Akureyri með 3.090 tonn í júní í ár, en var í fyrra 3.815 tonn og í fimmta sæti er ísafjörður með 2.310 tonn, en þar bárust á land 2.946 tonn í júní í fyrra. Það sem af er árinu hafa samtals 64.991 tonn verið flutt út, á móti 66.035 tonnum í fyrra og er hlutur júní í ár 2.386 tonn, en var í fyrra 4.020 tonn. -ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.