Tíminn - 14.07.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin I Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGislason
Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
EggertSkúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
. Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um
• helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
11 spurningar um EB
Gunnar Guðbjartsson frá Hjarðarfelli ritar grein
í Tímann sl. miðvikudag, þar sem hann spyr m.a.
þeirrar spurningar, hver séu viðhorf íslendinga til
Evrópubandalagsins og hvernig íslenskur al-
menningur fer að því að mynda sér skoðun á því,
hver skuli vera tengsl íslands við þetta fjölþjóða-
bandalag.
Gunnar bendir á að um þetta mál hafi farið fram
mjög einhæfar umræður og ýmsir virðist vilja að
ísland gerist formlegur aðili að bandalaginu. Slíkar
raddir heyrist einkum úr röðum stóratvinnurek-
enda og verslunaraðila. Greinarhöfundur vekur
athygli á því að ekkert komi fram í slíkum
umræðum, hverju íslendingar þurfi að fórna af
stjórnarfarslegum réttindum og sjálfstæði í ákvarð-
anatöku, ef ísland gengur í bandalagið.
Meginefni greinar Gunnars Guðbjartssonar er
að sýna fram á nauðsyn víðtækari umræðu um
Evrópubandalagið og á breiðari grundvelli en
verið hefur. Hann getur þess að sú kynslóð
íslendinga, sem stóð að lýðveldisstofnuninni fyrir
45 árum, eigi erfitt með að hugsa sér að þjóðin
afsali sér sjálfstæði sínu fyrir baunadisk, eins og
hann orðar það.
Gunnar Guðbjartsson segir réttilega að ræða
þurfi kvaðirnar sem fylgja inngöngunni í bandalag-
ið ekki síður en hugsanlegan ávinning. Hann lætur
í ljós ótta um, að ungt fólk, sem virðist sýna áhuga
á inngöngu í Evrópubandalagið, viti ef til vill ekki
hvaða kvaðir fylgja inngöngunni og hverjum
stjórnarfarslegum réttindum þarf að fórna í því
sambandi.
Þess vegna vill greinarhöfundur að svarað sé
ýmsum spurningum sem þetta mál snerta. Hann
ber fram 11 spurningar og setur þar fremst
spurningu um þau helstu atriði í Rómarsáttmálan-
um, sem fela í sér afsal eða takmörkun einstakra
ríkja á ákvörðunarrétti um efnahagsleg og stjórn-
arfarsleg mál og hvort þessi ákvæði Rómarsáttmál-
ans hafi tekið breytingum í áranna rás.
Gunnar Guðbjartsson spyr um það hvaða áhrif
yfirstjórn bandalagsins hafi um verðlagsmál,
launamál, skattamál, bankamál og ekki síst nýt-
ingu auðlinda, s.s. fiskveiðar, beislun orkulinda og
námuvinnslu. Þá spyr hann þeirrar mikilvægu
spurningar, hvort einstök ríki geti sagt sig úr
bandalaginu. Einnig hvort einstökum ríkjum sé
heimilt að gera tvíhliða viðskiptasamninga við
lönd utan bandalagsins eða hvort slíkir samningar
séu eingöngu á valdi heildarsamtakanna. Hann
leiðir einnig hugann að því hverjar reglur gildi í
bandalaginu um almannatryggingar, heilbrigðis-
þjónustu og ýmis önnur félagsleg réttindamál.
Þær spurningar sem Gunnar Guðbjartsson ber
hér fram eru allar mikilvægar. Sú ábending hans
að gera verði fulla grein fyrir kvöðum og réttir.daaf-
sali sem innganga í EB hefur í för með sér, er
undirstöðuatriði í umræðum um samninga É lands
við Evrópubandalagið.
Föstudagur 14. júlí 1989
lllllllllllllllllll GARRI llllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Einnerfjandinn
Nýlega var kona hér á ferð og
hafði margt að athuga við utanrík-
isstefnu Bandaríkjamanna og
vopnabúnað þeirra. Mál þróuðust
síðan þannig, að búist er við að
þessi kona komi aftur og setjist að
hér á landi til frambúðar. Gaman
er að slíku. Má þess þá vænta að
enn bætist rödd í þann hóp sem
héðan gagnrýnir Bandaríkjamenn
og vopnabúnað þeirra. Þetta er
þeim mun nauðsynlegra þegar Ijóst
er orðið að til í landinu er varla
eftir kvenmaður með því nafni
nema Birna Þórðardóttir, þessi
sem rakst illa inn í skúrinn á
Miðnesheiði á dögunum, og datt á
Austurvelli hér um árið með þeim
afleiðingum að annar fótur hennar
spratt í loft upp frá mjöðm og Ienti
á ónefndum stað á lögregluþjóni,
sem átti ekki að vera nærstaddur.
Þannig gekk ósjálfráða taugakerfi
Birnu til Iiðs við hollar vættir
landsins í baráttunni gegn utanrík-
isstefnu Bandaríkjanna og vopna-
búnaði þeirra, sem efiaust hefur
iíka verið að finna á viðkvæmum
stað lögregluþjónsins.
Konur og herbúnaður
Þessar ógnarsögur rifjuðust upp
við lestur greinar ungrar stúlku ■
Morgunblaðinu í gær, sem er að
læra fjölmiðlun í Háskóla fslands.
Ekki er vitað til að í þeim skóla sé
farið að kenna fjöhniðlun, nema
þar sé á ferð hinn kunni Þorbjöm
Broddason, sem farinn er að kenna
fjölmiðlun á laun. Mega þá „fugl-
ene fara að vare sæ“, eins og þar
stendur. Nema hvað þessi ungi
fjölmiðlanemandi í háskólanum
vitnar til Helenar Caldicott, en það
var einmitt hún sem kom hér um
daginn og fann hvergi vopnabúnað
eða gagnrýniverða utanríkisstefnu
nema hjá Bandaríkjamönnum.
Það er auðheyrt að orð Helenar
Caldicott hafa hrifið konur, sem
hafa áhuga á herbúnaði, æskulýðs-
starfsemi, mengun og fjöhniðlun.
Mundi þar kominn mest allur
stuðningshópur Kvennalistans og
síðan þær stöku baráttukonur við
utanríkisstefnu Bandaríkjanna og
vopnabúnað þeirra sem Helen
Caldicott lýsti svo fagurlega. Það
hlýtur að vera upplífgandi fyrir
baráttukonur bæði innlendar og
erlendar að búa í heimi, þar sem
aðeins þarf að berjast við Banda-
ríkjamenn um frið og kjarnorku-
vopn. Með þeim hætti verða þau
mál bæði einföld og viðráðanleg,
enda er ekki líklegt að Bandaríkja-
menn standist öllu lengur samein-
aða gagnrýni þeirra kvenna, sem af
inikilli visku ræða heimsmálin full-
vissar í sinn hóp um að einn sé
fjandinn og kraftur hans mikill.
Enginn viðsemjandi
Sem betur fer mildast nú mjög
viðhorf til hemaðar á milli þeirra
stórvelda, sem mest og lengst hafa
bitist út af vopnabúnaði. Hér er átt
við Bandaríkin og Sovétríkin.
Stærstan þátt í þeirrí mildi eiga hin
breyttu viðhorf í Sovétríkjunum,
þar sem almenningur er orðinn svo
þreyttur undir ráðstjóm, að tveir
fulltrúar hans frá Smolensk lýstu
þvi nýverið í sænsku sjónvarpi að
helsti vinningur þeirra í lífinu væri
að fá að deyja. Það getur út af fyrir
sig verið markmið að keppa að séu
þjóðfélög þannig uppbyggð, að
allur neyslueyrir er látinn fara til
tækni og hemaðarappbyggingar
áratugum saman. En gleðilegt er
það ekki.
Nú er Ijóst, að hvorki Helen
Caldicott eða aðrar baráttukonur
fyrir fríði í heiminum hafa aldrei
heyrt á Sovétríkin minnst, eigi að
taka mið af orðræðum þeirra um
vopnabúnað Bandaríkjamanna.
Þessi vanþekking getur orðið örð-
ugur ljár ■ þúfu bæði fyrir frú
Caldicott og hinar frúsluraar, eink-
um ef að því kemur, sem vonandi
verður, að samningar takast um
stórfelldan samdrátt vopnabúnað-
ar á milli Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna. Ekki geta Bandartkja-
menn samið við Helenu Caldicott
eina um stigvaxandi afvopnun. Það
verður við einhvern annan að
semja, en af því Sovétríkin era
ekki til í umræðu kvennanna, verð-
ur annar dálkur samningsins að
vera óundirritaður og málið því
opið fyrir þá, sem vilja hefja nýjan
vopnaspuna. Garri
Mlllllllllllllllll VÍTT OG RRFITT llllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllilllllim^
Trúboð hámenntunar
Síðbúinn pistili var birtur í Þjóð-
viljanum í gær sem fréttaskýring
nokkurs konar í dálki þeim sem
kallaður er í brennidepli. Þar er
fjallað um málefni sem verið hefur
nánast tabú í allri opinni umræðu
hér á landi, þótt mikið hafi verið
um það skrifað og skrafað í ná-
grannalöndum árum saman. í
brennidepii er velt upp spurning-
unni um hvort offramboð sé á
menntamönnum. En allt lang-
skólaliðið í menntakerfum sem
annars staðar í þjóðfélaginu hefur
bægt svona spumingum frá en
aftur á móti rekið skipulagt trúboð
um nauðsyn langtímamenntunar á
bókstaflega öllum sviðum þekking-
ar og fræða. Og skipulega er unnið
að því að reka allt ungt fólk í
langsetur tímafrekrar menntunar.
Arangurinn er sá að ekki er
einasta bætt við háskóladeildum
og kennslugreinum innan deilda
heldur er komið á stofn hverjum
háskólanum af öðrum og nokkrir
eru í undirbúningi og er meira að
segja búið að finna mjög hentugt
húsnæði fyrir einn hinna fyrirhug-
uðu. Það var að vísu teiknað og
byggt sem sláturhús en hentar nú
ekki til þeirrar starfsemi en er sem
klæðskerasaumað utanum deilda-
skiptan listaháskóla þar sem nemar
fá tilsögn í fremd menningar.
Vandamál
Offramboð á menntamönnum
hefur verið vandamál í þeim ríkj-
um sem við berum okkur helst
saman við um árabil. Háskólar eru
allir meira en fullsetnir og alls kyns
takmörkunum hefur verið komið á
til að draga úr aðsókn. íslenskir
námsmenn vita mæta vel hve örð-
ugt er að fá inngöngu í háskóla
víða um Iönd, þótt það fari furðu
hljótt í umtali á heimaslóðum.
í sumum löndum hefur háskóla-
deildum og jafnvel heilu háskólun-
um verið lokað vegna þess að ekki
er þörf á sérmenntuðu fólki á
tilteknum sviðum framyfir það sem
þegar er við störf.
Atvinnuleysi meðal mennta-
manna er víða mikið i Vestur-Evr-
ópu og Norður-Ameríku og vinna
margir við allt önnur störf en
menntun þeirra hæfir.
Á íslandi hafa þessi vandamál
samt aldrei þótt umræðuhæf og er
fólki smalað í háskólastigin eins og
að stöður séu ótakmarkaðar fyrir
langskólafólk og að atvinnulífið og
opinber fyrirtæki taki endalaust
við starfskrafti með háskólapróf.
Vandamálin sem skapast hafa
erlendis vegna þess hve seint var í
rassinn gripið til að stemma stigu
við fjöldaatvinnuleysi hámennta-
fólks hafa aldrei náð augum né
eyrum íslenskra menntunarpost-
ula, sem aldrei skilja að það er
óþarfi að beina sæmilegum náms-
mönnum frá verknámi og að þjóð-
inni er meiri nauðsyn á þvf að
Fiskvinnsluskólinn sé fullsetinn,
sem hann er ekki, en að fylla allar
gáttir allra háskólanna af nemend-
um sem ekkert vita hvað þeir eiga
fyrir sig að Ieggja þegar prófum er
náð og endurgreiðsla námsláná
hefst.
Bara græðgi?
Höfundur pistilsins í Þjóðviljan-
um gerir offramleiðslu á viðskipta-
fræðingum einkum að umtalsefni.
En málgagninu er kannski fremur
uppsigað við viðskiptadeildina en
aðrar offramleiðsludeildir Háskól-
ans. Aðsóknin í deildina stafar af
hægri bylgjunni sem tröllríður
ungu kynslóðinni og sér þetta
hægrisinnaða unga fólk gróða-
möguleika í viðskiptanáminu og
ætlar sér að því loknu að stofna
fyrirtæki og græða peninga eða
komast í vel launuð störf hjá
gróðafyrirtækjum. Þetta er frétta-
skýring Þjóðviljans á gróskunni og
offramleiðslunni í viðskiptadeild.
Hvort sem svona vangaveltur
eiga við rök að styðjast eða ekki er
greinilegt, að með því að telja
viðskiptadeildina vandræðabarnið
í offramleiðslunni er verið að kom-
ast hjá að segja hreinskilnislega að
alltof margir nemar eru í mörgum
öðrum deildum háskólanna miðað
við hvað vinnumarkaður opinbers
geira og einkageira er Ifklegur að
taka við af flóðbylgju af háskóla-
menntuðu fólki.
En framleiðslan á menntafólki
er orðin slík að mikið er sótt í
kennaranám og kennarastöður
orðnar eftirsóknarverðar.
Góð menntun er nauðsynleg og
sjálfsagt er að búa vel að mennta-
stofnunum þjóðarinnar og þeim
sem þar starfa, hvort sem er við
kennslu eða nám. En ekki skaðar
þótt einhver fyrirhyggja sé viðhöfð
þegar verið er að belgja mennta-
kerfið út yfir öll skynsamleg eða
æskileg takmörk og ungu fólki er
enginn greiði gerður með því að
drífa það áfram f langskólanám
sem ekki nýtist, hvorki því sjálfu
eða samfélaginu.
Og þess ber ávallt að gæta að á
íslandi verður ekki lifað nema að
dugmikið efnisfólk fáist til að taka
til hendi á sjó og í landi. Því þrátt
fyrir allt verður að láta eitthvað í
askana. OÓ