Tíminn - 14.07.1989, Blaðsíða 7
Tryggvi Þórhallsson: Gissur biskup
Einarsson og siðaskiptin, útg. börn
höfundar, Rv. 1989.
Tryggvi Þórhallsson fæddist 9.
febrúar 1889 og lést 31. júlí árið
1935. Hann var sonur Þórhalls
Bjarnarsonar biskups og konu hans,
Valgerðar Jónsdóttur. Tryggvi lauk
guðfræðiprófi 1912 og var síðan
þjónandi sóknarprestur á Hesti í
Borgarfirði árin 1913-17. Eftir and-
lát föður síns síðla árs 1916 flutti
Tryggvi suður og tók við búi hans í
Laufási í Reykjavík. Jón Helgason
varð eftirmaður Þórhalls á biskups-
stóli, og losnaði þá dósentsembætti
við guðfræðideild Háskólans. Var
Tryggvi settur til að gegna því til
bráðabirgða. Jafnframt ákvað deild-
in að samkeppnispróf skyldi látið
ráða vali milli væntanlegra umsækj-
enda um embættið.
Guðfræðideildin auglýsti síðan
embættið, svo sem lög gerðu ráð
fyrir, og voru umsækjendur þrír.
Meðal þess, sem þeim var sett fyrir,
var að skila inn ritgerð um efnið
„Aðdragandi og upptök siðaskipt-
anna hér á íslandi, afstaða Gissurar
biskups Einarssonar til kaþólsku
biskupanna Ögmundar og Jóns ann-
ars vegar og konungsvaldsins hins
vegar, og viðgangur hins nýja siðar
á dögum Gissurar biskups." Var
umsækjendum gert að skila inn rit-
gerðum sínum innan 90 daga.
Þessa ritgerð samdi Tryggvi svo
sumarið 1917 og skilaði henni inn
um haustið. Atvikin höguðu því hins
vegar svo að annar varð honum
hlutskarpari um embættið, Magnús
Jónsson. Er það svo önnur saga að
þetta réði því að lífshlaup Tryggva
varð annað en að sinna kennslu
væntanlegra presta íslensku þjóð-
kirkjunnar við guðfræðideildina.
Hann tók skömmu eftir þetta við
ritstjóm Tímans og gegndi því starfi
næstu tíu árin. Siðan varð hann, eins
og menn vita, forsætisráðherra
landsins næstu fimm árin, en eftir
það bankastjóri Búnaðarbankans til
æviloka.
En ritgerð Tryggva um Gissur
Einarsson er mikið verk, um 1250
handskrifaðar blaðsíður, sem hér
gerir rúmar 280 síður þéttprentaðar.
Ekki er vitað til að Tryggvi hafi sinnt
þessu efni frekar, þótt mikil rann-
sóknarvinna hafi bersýnilega legið á
bak við þetta verk, enda tóku síðan
við hjá honum annasöm embætti á
óskyldum sviðum allt til æviloka.
Hefur ritgerðin því legið óútgefin
frá 1917, eða i 72 ár.
í tilefni af aldarafmæli Tryggva í
vetur leið ákváðu böm hans hins
vegar að gefa þessa ritgerð föður
síns út í bókarformi, og er hún
komin út fyrir nokkm. Gerir Klem-
ens sonur hans, fyrrverandi Hag-
stofustjóri, grein fyrir verki þeirra
systkina í formála sem hann ritar að
bókinni. Að því er þar segir hafa þau
yfirfarið handritið, fært stafsetningu
til nútímahorfs, borið saman tilvitn-
anir og að vissu marki lagfært agnúa
á framsetningu. Hefur þetta síðast
nefnda verið réttlætanlegt með hlið-
sjón af því að verkið hefur skiljan-
lega verið samið í mikilli tímaþröng,
og er þá ekki við öðm að búast en
að höfundur hefði lagfært sitt af
hverju ef hann hefði sjálfur náð að
búa það til prentunar. Auk þess hafa
þau systkinin bætt við allmiklu
myndasafni inn í bókina, einkum
gömlum myndum af stöðum sem
koma við siðskiptasöguna, og er að
því veruleg bókarprýði.
Svo er skemmst frá að segja að
ekki verður annað séð en að þessi
vinna hafi tekist með ágætum. A það
jafnt við þó að mér sé ekki kunnugt
um að neinn af aðstandendum útgáf-
unnar sé sérmenntaður í sagnfræði
eða íslensku. Prentvillur sá ég ekki,
og því síður málvillur eða önnur þau
atriði sem ástæða hefði verið til þess
að hnika til. Ytri frágangur er líka
allur vandaður, þannig að í stuttu
máli sagt er hér á ferðinni falleg og
vönduð bók, sem verður að teljast
prýði í sérhverju bókasafni.
Að því er efnisskipan varðar þá
hefur Tryggvi skiljanlega fylgt for-
skrift guðfræðideildar mjög ná-
kvæmlega um kaflaskiptingu
verksins. Hann byrjar hér með frá-
sögn af fyrsta siðskiptamanninum,
séra Jóni Einarssyni í Odda, rekur
svo hina alkunnu sögu af því er nýi
siðurinn var að búa um sig í Skálholti
meðan ögmundur Pálsson var þar
enn biskup og segir síðan frá hinu
örlagaríka ráni danskra í Viðey og
eftirmálum þess. Síðan víkur
Tryggvi að Gissuri Einarssyni, til-
drögum þess að hann tekur við
biskupsdómi og fyrsta biskupsári
hans. í framhaldi af því koma svo
sérstakir kaflar þar sem fjallað er um
skipti Gissurar við Ögmund, við Jón
Arason og við Kristján þriðja Dana-
konung. Loks er svo fjallað um
viðgang hins nýja siðar á dögum
Gissurar og endað á stuttum kafla
um stöðu mála við fráfall hans, svo
og drögum að mannlýsingu og yfirliti
um ritstörf hans.
Að því er að gæta að Gissur
Einarsson sat ekki lengi á biskups-
stóh. Hann fæddist 1515, varð bisk-
up 1540 og andaðist 1548, aðeins 33
ára að aldri. Lfka þarf að hafa
hugfast að Gissur var nánast alinn
upp af Ögmundi biskupi, sem réði
mestu um að hann tók við embættinu
Tryggvi Þorhallsson
eftir hann. Fer víst ekki á milli mála
að þetta hafa ýmsir viljað leggja
Gissuri út til lasts, þar sem hann hafi
dulið ögmund hins rétta um trúar-
skoðanir sínar, og reyndar hefur
honum verið borið fleira misjafnt á
brýn í sambandi við skipti þeirra,
ekki síst undir-lokin.
Það fer að minni hyggju ekki á
milli mála að á ritgerð Tryggva
verður að verulegu leyti að líta sem
málsvörn fyrir Gissur. Vissulega er
að því að gæta að Tryggvi hafði
þarna til skamms tíma verið þjón-
andi prestur lútersku þjóðkirkjunn-
ar, og líka að hinu að hann var þama
að sækjast eftir kennarastöðu á veg-
um þessarar sömu þjóðkirkju. Og
má reyndar vera að á stöku stað
megi telja að andi full köldu frá
honum til kaþólsku kirkjunnar, sem
og þeirra biskupanna Ögmundar og
Jóns, og þá af þessum sökum. Lfka
er meir en ljóst af ritgerðinni að
Gissur biskup á samúð hans óskipta,
sem og hinn nýi siður.
En hitt er þó jafnljóst að álit sitt á
Gissuri byggir Tryggvi á viðamikilli
sagnfræðilegri rannsókn á fmm-
heimildum um störf hans og gerðir,
og skoðanir sínar og niðurstöður
rökstyður hann jafnan eftir bestu
fáanlegu heimildum. Hér er því
fræðileg rannsókn á ferðinni, byggð
á fmmheimildum úr íslensku fom-
bréfasafni og víðar að, og engin leið
er að halda því fram að hér ráði
neins konar kirkju- eða trúarlegir
fordómar afstöðu höfundar.
Þvert á móti hníga niðurstöður
hans allar í þá átt að Gissur hafi
verið hinn hæfasti leiðtogi, gætinn
og djúphygginn, kunnað vel allar
leikfléttur í refskák stjórnmála síns
tíma og fylgt ákaflega farsælli stefnu
í því ætlunarverki sínu að koma hér
á lúterstrú með lagni og án þess að
til árekstra þyrfti að koma. Meðal
annars leiðir Tryggvi að því allgild
rök að í rauninni hafi Gissur komið
mun betur fram við Ögmund forvera
sinn en ýmsir hafí talið, og sömuleið-
is em niðurstöður hans hér þær að í
rauninni hafí það verið Gissur sem
hafi valdið því að Jón Arason hélt
frið í landinu um hans daga, sem og
raunar að Jón fékk yfirleitt að halda
biskupsembætti í friði fyrir Kristjáni
þriðja svo lengi sem raun bar vitni.
Eins og menn vita var það ekki fyrr
en að Gissuri látnum sem Jón byrjaði
þau afskipti sín af kirkjumálum í
Skálholtsbiskupsdæmi sem síðan
enduðu með handtöku hans og sona
hans, og loks aftöku þeirra í Skál-
holti 1550.
Annars eru helstu heimildir okkar
um siðskiptatímann í hinu mikla riti
Páls Eggerts Ólasonar, Menn og
menntir siðaskiptaaldarinnar á ís-
landi, svo og yfirliti hans um 16. öld
í sérstöku bindi af Sögu íslendinga.
Það er athyglisvert að í stómm
dráttum verður ekki annað séð en að
mat Páls Eggerts á Gissuri og bisk-
upsdómi hans sé mjög svipað og það
sem lesa má í þessari ritgerð Tryggva
Þórhallssonar.
Ekki er mér kunnugt um það
hvort Páil Eggert hefur haft aðgang
að riti Tryggva og notfært sér það,
en um það væri þó óneitanlega
fróðlegt að fá upplýsingar. Skiptir
það máli, því &ð sé svo ekki þá hafa
hér tveir fræðimenn komist að mjög
áþekkum niðurstöðum um stöðu
Gissurar í siðskiptasögunni, sem
vitaskuld styrkir sameiginlegt mat
þeirra beggja.
En hvemig sem því kann að vera
háttað þá stendur það eftir að niður-
staðan úr þessari rannsókn Tryggva
Þórhallssonar bendir mjög eindregið
til þess að Gissur Einarsson hafi
verið mun merkari og áhrifaríkari í
sögu siðskiptatímans en ýmsir töldu
hér fyrrum. Má því segja að meira
en tími hafí verið kominn til þess að
ritgerð hans næði að komast fyrir
almannasjónir í aðgengilegu formi.
Og enn má raunar halda áfram og
velta vöngum. Það er einkenni á
þessari bók, líkt og ýmsum fleiri
góðum, að hún kveikir ýmsar hug-
leiðingar og spumingar umfram það
sem hún svarar beint. Svo er að sjá
af niðurstöðum Tryggva hér að í
rauninni hafi það verið Gissur Ein-
arsson sem hélt uppi friðnum á milli
Kristjáns þriðja og Jóns Arasonar á
ámnum 1540-48 með áhrifum sínum
á þá báða. Eftir að hann var fallinn
frá fór hins vegar allt í bál og brand.
Vissulega em mörg „ef“ í sögunni
og yfirleitt hæpið að ganga of langt í
því að velta fyrir sér hvað hefði
orðið ef eitthvað hefði farið öðm
vísi en varð. En eigi að síður má
velta því upp í framhaldi af lestri
þessarar bókar hvemig siðskiptasag-
an hefði orðið, ef Gissur Einarsson
hefði orðið langlífur á biskupsstóli.
Jón Arason var fæddur 1484 og hefði
því tæpast setið mjög lengi á Hólum
eftir miðja öldina og Gissur því lifað
hann. Eins og Gissuri er lýst hér í
bók Tryggva Þórhallssonar verður
að telja mjög trúlegt að siðaskiptin í
Hólabiskupsdæmi hefðu farið fram
með allt öðrum og óiíkt friðsamari
hætti en varð hefði hann orðið
langlífur maður. Meðal annars má
telja nánast útilokað að til þess hefði
þurft að koma að þeir Jón og synir
hans væm hálshöggnir í Skálholti
líkt og varð. Og væri þá öll íslenska
siðskiptasagan víst með töluvert öðr-
um blæ en hún er. -esig
BÆKUR
lllllllllllllllllllllllllllllllllllll
HANDBÓK UM
TÓLVUFORRIT
Matthfas Magnússon:
Töflureiknirinn PlanPerfect,
Tölvufræðslan, Rv. 1989.
Inn á borð til mín barst á dögunum
ný íslensk kennslubók í meðferð
tölvuforrits sem nefnist PlanPerfect.
Hér er um svo nefndan töflureikni
að ræða, og er þetta systurforrit
Orðsnilldar, eða Word Perfect, rit-
vinnsluforrits sem mikið mun notað
hér á landi og margir þekkja.
Meðal annars er Örðsnilld það
forrit sem við notum hér á Tímanum
til að skrifa hvaðeina sem við semj-
um í blaðið, og er þessi grein þannig
til dæmis rituð með því. Hefur sami
'höfundur reyndar áður gefið út hlið-
stæða kennslubók í meðferð þess.
Forritið Orðsnilld hefur reynst hér
býsna vel, er bæði fljótvirkt og gefur
einnig marga möguleika á hlutum
eins og tilfærslum og breytingum á
texta. Að því er segir hér í nýju
bókinni á að vera hægt að færa hvers
konar efni á milli þessara tveggja
forrita, eða að setja textakafla inn f
töflur og færa töflur eða gröf yfir í
samfelldan texta úr ritvinnsluforrit-
inu.
Þá er það meginkostur við Orð-
snilld að þar hafa allar skipanir verið
íslenskaðar. Er það til mikillar fyrir-
myndar og þægindaauka, sem ekki
síst er ástæða til að minnast núna
þegar yfir stendur sérstakt málrækt-
arátak í landinu. Tölvurnar hafa víst
haldið innreið sína til frambúðar í líf
og dagleg störf okkar flestra, og þá
verður seint hamrað um of á nauðsyn
þess að allt sem þeim viðkemur sé
borið á borð fyrir landsmenn á
móðurmáli þeirra, en ekki á ensku,
og enn síður á einhverjum blendingi
af ensku og íslensku.
Nú er þess að gæta að sjálft
forritið PlanPerfect hef ég ekki feng-
ið í hendur og er því ekki í neinum
færum um að segja á því kost eða
löst. Eftir lýsingunni á því í bókinni
að dæma er þó svo að sjá að það hafi
flesta sömu kosti og Orðsnilld, þ.e.
að skipanir í því séu allar á íslensku
og þannig unnið með það á móður-
málinu. Þetta er töflureiknir, og
samkvæmt bókinni hið mesta þarfa-
þing fyrir alla þá sem þurfa að vinna
með tölur, hvort heldur er í raun-
greinum eða viðskiptalífí. Og reynd-
ar getur það komið að gagni víðar,
því að hér sá ég að kennarar eiga að
geta notað þetta forrit til að reikna
út einkunnir nemenda sinna og spar-
að sér þannig töluverða vinnu með
vasatölvum. Má reyndar setja fram
allar niðurstöður þess hvort heldur
vill í tölum eða gröfum, þ.e. með
súlu-, línu- eða kökuritum.
í bókinni eru sett fram nokkur
verkefni fyrir byrjendur í notkun
forritsins til að vinna sig í gegnum og
kynnast þannig möguleikum þess.
Einnig er þar gefið yfirlit um skipanir
þess og leiðbeint um uppsetningu.
Gat ég ekki betur séð en að verkefn-
in væru greinileg og skipulega fram
sett, þó að þar gildi að vísu enn það
sama, að um slíkt er ekki gott að
dæma nema hafa forritið undir hönd-
um og prófa sig áfram sjálfur.
Aðeins þótti mér þó bera á því í
bókinni að skýringar væru þar í
stuttaralegra lagi. Til dæmis veit ég
ekki við hvað er átt þegar talað er
um „skjásíu" og „skjáspjald" í kafla
um uppsetningu forritsins á tölvuna
áður en byrjað er að nota það. Hefði
kannski verið þörf á að setja ensku
nöfnin á þessu tvennu með, til þess
að væntanlegir notendur gætu áttað
sig á þessu eftir þeim ensku hand-
bókum sem fylgja flestum tölvum.
Sjálfur myndi ég að minnsta kosti
lenda í vandræðum með að setja
forritið upp eftir þessum leiðbeining-
um.
En að öðru leyti gat ég ekki séð
annað en að allur frágangur og allt
málfar þessarar bókar væri í flestum
atriðum til fyrirmyndar. Það er
greinilegt að höfundur er gæddur
þeim allt of sjaldgæfa eiginleika að
sameina kunnáttu í tölvumálum og
staðgott vald á íslensku máli. Slíkt
er því miður ekki öllum gefið, eins
og dæmi hefur mátt finna um hér í
ritum sem út hafa verið gefin um
tölvur og forrit.
Það eina, sem segja má að hér
vanti, er gott íslenskt nafn á forritið
PlanPerfect. Það er alltaf leiðinlegt
að þurfa að gefa fsienska bók út með
enskum titli. Systurforritið Word
Perfect hefur verið nefnt Orðsnilld á
íslensku. Liggur ekki beint við að
fara hér sömu leiðina og nefna hitt
Reiknisnilld? -esig