Tíminn - 14.07.1989, Qupperneq 10
10 Tíminn
Föstudagur 14. júlí 1989
ARNAÐ HEILLA
y Sextugur:
Olafur Þorsteinsson
Mér finnst kynni af fólki hafa
kennt manni að fyrirbærið aldur sé
nær því að vera huglægt en líkamlegt
ástand: Þeir sem eru ungir í anda eru
yfirleitt ungir í ásýnd. Ólafur Þor-
steinsson eða Óli Þorst., eins og
hann er oft kallaður í hópi kunn-
ingja, er dæmi um svona mann. Mér
finnst maðurinn of ungur til að
verjandi sé að skrifa um hann venju-
lega afmælisgrein (þar sem allt er
tíundað). Það verður þess vegna
ekki gert hér. En ég nota þetta
tilefni til rifja upp nokkrar sögulegar
stiklur um starfsemi þar sem Öli
Þorst. og margir traustir menn úr
hans starfsstétt hafa komið við sögu.
Það var í ársbyrjun 1973 sem
fundum okkar Óla bar fyrst saman.
Viðfangsefnið var að koma á laggim-
ar námskeiðum fyrir stjórnendur
vinnuvéla. Um þessi námskeið hafði
verið samið í samningum Dagsbrún-
ar við atvinnurekendur 1972, að mig
minnir. Magnús Kjartansson, þáver-
andi iðnaðarráðherra, hafði orðið
við tilmælum um að ráðuneytið tæki
að sér að undirbúa og sjá um fram-
kvæmd námskeiðanna. Nefnd hafði
verið sett á laggimar til að gera
tillögur um efni og tilhögun fræðslu-
nnar og var formaður hennar Árni
Snævarr, þá ráðuneytisstjóri í iðnað-
arráðuneytinu. Með nefndinni hafði
starfað Ólafur Eiríksson, tæknifræð-
llllllllllllllllllllllllll DAGBÓK
vinnuvélstjóri
ingur, sem síðar varð þjóðkunnur
fyrir störf að orkusparnaðarmálum.
Það var hann sem ótvírætt átti
hugmyndina að þessu námskeiða-
haldi og hann kenndi raunar vélfræð-
ina fyrstu árin. - Ráðuneytið hafði
óskað eftir því að ég tæki að mér að
undirbúa þetta fræðslustarf og hafa
umsjón með námskeiðunum, og ég
sló til.
Úrvinnsluefnið til þessa starfs
voru hugmyndir og tillögur frá hinni
stjórnskipuðu nefnd. Þar var mark-
aður rammi um námsefni og lengd
námskeiðsins. Frá Ólafi Eiríkssyni
fékk ég aftur á móti í hendur lista
yfir 12-14 menn sem rætt hafði verið
um sem hugsanlega leiðbeinendur.
Mitt fyrsta verk var að hafa samband
við þessa menn í því skyni að fá þá
til að taka að sér kennslu og leggja
á ráðin um útvegun og samningu
námsefnis.
Ég held mig misminni ekki að það
hafi verið Guðmundur J. sem benti
mér á að tala fyrst við Óla Þorst.:
„Þar hefurðu mann sem má treysta;
afburðamaður," sagði Jakinn og
dumpaði í dósirnar. Þetta voru orð
að sönnu. Eftir þetta viðtal við Óla
Þorst. sannfærðist ég um að nám-
skeiðin gætu orðið að veruleika og
sú stefna væri rétt að sækja kennara-
efni til verkkennslunnar i raðir starf-
andi vinnuvélstjóra. Svo var gengið
á röðina: Tómas Grétar Ólason sæi
um gröfurnar, Guðmundur Ólafsson
og Gunnar Hákonarson tækju kran-
ana o.s.frv. Of langt yrði að telja hér
upp alla þá úrvalsmenn sem völdust
til að kenna fræðilegar og verklegar
„hliðargreinar" á námskeiðunum.
Ég verð þó að gera eina undantekn-
ingu og geta Gunnars Bjarnasonar,
fyrrv. skólastjóra Vélskólans. Hann
var einskonar „yfirkennari" á nám-
skeiðunum í þeirri merkingu að
hann kom til þessa starfs með lengri
kennslu- og lífsreynslu en nokkur
annar. Var í einu orði sagt frábær
kennari og skemmtilegur með af-
brigðum. Honum tókst á þeim fáu
tfmum sem hann hafði til umráða að
vekja þátttakendur til umhugsunar
um eðlisfræði vélavinnunnar - og
svo flutu með djúphugsaðar athuga-
semdir um lífið og tilveruna. Aðrir
kennarar settu sig ekki úr færi að
hlusta á þennan læriföður.
Námskeiðin fóru af stað, eins og
að hafði verið stefnt, í mars 1973.
Það væri efni í langa frásögn að
rekja undirbúningsstarfið. Til gam-
ans læt ég nægja að nefna að gerð
námsefnis um vinnutækni og beit-
ingu vinnuvélanna fór að nokkru
leyti fram í iðnaðarráðuneytinu í
Arnarhvoli eftir venjulegan vinnu-
dag. Þangað komu kennaraefnin
með „heimavinnu“ sína, myndir og
Aldarafmæli Narfeyrarkirkju
Fyrirhugað er að halda upp á aldaraf-
mæli Narfeyrarkirkju sunnud. 16. júlf.
Hátfðarmessa verður kirkjunni þann dag
kl. 14:00 og sfðan samkoma með veiting-
um f Hótelinu f Stykkishólmi.
Herra Ólafur Skúlason biskup mun
prédika við hátfðarmessuna. Heimsókn
hans til Narfeyrar er fyrsta vitjun hans f
biskupsdómi á kirkjustað á merkisafmæli.
1 samsætinu á Hótelinu f Stykkishólmi
verður sagt nokkuð frá Narfeyri sem
kirkjustað og flutt ávörp. Fyrrverandi
sóknarbúar Narfeyrarsóknar og allir aðrir
velunnarar Narfeyrarkirkju eru velkomn-
ir til hátfðarinnar. Gísli H. Kolbeins
sóknarprestur segir í fréttatilkynningu
fyrir hönd sóknarbúa í Narfeyrarsókn:
„Hittumst fagnandi að Narfeyri 16. júlí
1989 kl. 14:00.“
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga hana nú f
Kópavogi verður á morgun, laugardaginn
15. júlí kl. 10:00. Markmið göngunnar er
samvera, súrefni og hreyfing. Verið með
f skemmtilegum félagsskap. Nýlagað
molakaffi.
Púttvöllur Hana nú
Minnt er á hinn nýja 18 holu púttvöll
Hana nú á Rútstúni. Látið skrá ykkur í
Púttklúbbinn.
Sumarferð
Húnvetningafélagsins
Húnvetningafélagjð f Reykjavík minn-
ir á hina árlegu sumarferð félagsins. Lagt
af stað á laugardagsmorgun kl. 09:00 frá
Húnabúð, Skeifunni 17. örfá sæti laus.
Upplýsingar í síma 41150, 681941 og
671673.
Leiguflug
Útsýnisflug
Flugskóli
Viðskiptafólk athugið
að oft er hagkvæmara
að leigja vél í ferðina -
innanlands eða til útlanda.
4-10 sæta vélar til reiðu.
ff Gamla Flugturnlnum
Reykjavlkurflugvelll
101 Reykjavik
Slml 28122
Telex Ir lce Is 2337
Fax 91-688663
Möldursf.
Kerlingarfjöll - Hveravellir
Sumarferð framsóknarfélaganna
í Reykjavík
Hin árlega sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin
laugardaginn 12. ágúst nk.
Lagt verður af stað frá B.S.I. kl. 8:00.
Leiðsögumenn verða f öllum bílum.
Nánar auglýst síðar.
Framsóknarfélögin f Reykjavlk.
Umboðsmaður -
Akureyri
Tíminn óskar eftir að ráða umboðsmann fyrir
blaðið á Akureyri.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 91-
686300.
Tíminn.
Heyblásari
með rörum og dreifistút til sölu.
Upplýsingar í síma 91-46956 á kvöldin.
drög að kennsluleiðbeiningum. -
Vélaumboðin voru afar hjálpleg
með að panta litskyggnur og
kennslubækiinga erlendis frá og
sumir kennaranna tóku raunar
myndir sjálfir á starfsvettvangi
sínum. - Með sýningarvél og mynd-
varpa að vopni „prufukeyrðu" menn
kennsluefnið hver fyrir annan,
klipptu og skeyttu, þar til úr urðu
nýtiieg kennsluhandrit. - Þessi
„kennaraskóli" í Arnarhvoli náði
alla vega tilgangi sínum þótt skamm-
lífur væri.
Varla þarf að taka fram að á
námskeiðunum voru jarðýtumar
aðalkennslugrein Óla Þorst. Þar var
hann sannarlega á „heimaslóðum"
og árangur kennslunnar eftir því. Á
námskeiðunum varð til „teoría“ sem
er eitthvað á þessa leið: „Ekkert er
Afinælisbamið Þorbjörg Grímsdóttir
ásamt bömum sinum: Stefáni, Guðrúnu
og Aðalbimi. Ennfremur er Aðalbjöm
Kjartansson á myndinni (með ungbam á
handlegg), en hann er bamabam Þor-
bjargar. Nokkur af langömmu- og langa-
langömmubömunum era með á þessari
mynd, en afkomendur hjónanna Þor-
bjargar og Aðalbjöms em nú 86 talsins.
Myndin er tekin í afinælisveisiunni, sem
haldin var að Hótel Sögu.
100 ára afmæli Þorbjargar
Grímsdóttur frá Litla-Seli
Laugardaginn 8. júlí varð Þorbjörg
Grímsdóttir 100 ára. Hún er elsti innfæddi
Reykvíkingurinn, fædd að Litla-Seli, þar
sem nú heitir Vesturgata 59.
Þorbjörg og maður hennar, Aðalbjörn
Stefánsson prentari, bjuggu að Skóla-
vörðustíg 24A. Þar fæddust öll 8 böm
þeirra. Þrjú eru enn á lífi: Aðalbjöm
Aðalbjömsson, Guðrún Aðalbjömsdótt-
ir og Stefán Aðalbjömsson.
Eiginmaður Þorbjargar, Aðalbjörn
Stefánsson, andaðist 1938. Seinni maður
hennar var Þorsteinn Jónsson sjómaður.
Hann lést 1958.
Dagsferðir Útivistar
15. og 16. júlí
Laugard. 15. júií kl. 08:00 - Hekla.
Ekið að Skjólkvíum og gengið á fjallið að
norðaustan. 7-8 klst. ganga (verð 1700
kr.)
Sunnud. 16. júlí Id. 13:00 - Tóarstígur.
Létt ganga um nær óþekkta gönguleið f
Afstapahrauni. Leiðin liggur um 7 gróð-
AU PAIR-stúlkur til Ameríku:
Lögleg leiðtil Bandarfkjanna
Vlð óskum eftir fólkl, sem I hlutastarfl
tækl aft sór aft hafa vlfttftl vlft umsækj-
endur um starf.
Þetta óformlega starf, sem hægt er aft
vlnna helma, er kjörlft fyrlr þá sem
hafa reynslu af aft taka vlfttöl og
áhuga á mennlngarlegum samsklpt-
um fólks. Sfml er nauftsynlegur vlft
starfift.
Þelr sem hafa áhuga á starfinu hafi
vinsamlega samband vlft Dorothy
Sturt, Manager, 37 Queen's Gate,
London SW7 5HR. Tel.: London 581
2730.
svo einfalt eða sjálfsagt í starfi hvers
manns að ekki sé þörf að minnast á
það.“ Þessi alþýðlega kenning er
afrakstur þeirrar reynslu að bilanir
eða tafir megi oft rekja til hluta sem
menn gera ráð fyrir að ekki geti
bilað eða farið úrskeiðis. Óli tók
gjaman dæmi af ýtumanni sem er að
basla við að losa jarðfastan stein en
ekkert gengur: „Vitið þið strákar, ef
þið lendið í svona skuluð þið vera
vissir um að það er eitthvað sem
heldur steininum hinum megin; þið
þurfið að beita tönninni fyrst á þá
fyrirstöðu." Flestir vinnuvélstjór-
anna sem lögðu grunninn að nám-
skeiðunum héldu hópinn þau 10-12
ár sem ég var viðriðinn starfsemina.
(Árið 1985 var Iðntæknistofnun ís-
lands falin umsjá námskeiðanna og
þar em þau nú í góðum höndum).
Ólafur kenndi hinsvegar óslitið á
námskeiðunum þar til á síðasta
hausti. Hann á góðu heilli enn sæti í
verkefnisráði námskeiðanna.
Af því að þetta átti ekki að verða
hefðbundin afmælisgrein hef ég ekki
minnst á öll þau störf önnur sem
athafnamaðurinn Ólafur Þorsteins-
son hefur tekið sér fyrir hendur til
þessa. Ég hef hér eftir það sem einn
úr „hópnum“ sagði við mig um
daginn: „Hann er alls staðar í
fremstu víglínu." Ég óska afmælis-
barninu til hamingju með áfangann
að baki og það sem framundan er.
Það er stjómvalda að þakka framlag
hans til þess fræðslustarfs sem hér
hefur verið drepið á. En persónulega
þakka ég samstarf, leiðsögn og
skemmtilegheit á hraðfleygum
ámm.
Gunnar Guttormsson
urvinjar. Mannvistarleifar, jarðfall,
gróskumikill gróður. Seltóarstígur -
Brunavegur. (verð 800 kr.)
Brottför í ferðimar frá BSÍ, bensín-
sölu.
Dagsferð í Þórsmörk sunnud. 16. júlí
og farið í Þórsmörk miðvikud. 19. júlí,
bæði dagsferð og fyrir sumardvöl.
Miðvikud. 19. júli Id.20:00: Strompabell-
ar, kvöldferð.
Helgarferðir í Þórsmörk og Veiðivötn,
útiiegumannahreysið 21.-23. júlí.
Helgarferðir 14.-16. júb'
1. Þórsmörk - Goðaland Gist í Básum.
Skipulagðar gönguferðir við allra hæfi.
2. Skógar - Fimmvörðuháls - Básar.
Gist í Básum. Gengið frá Skógum yfir
Fimmvörðuháls í Bása á iaugardag.
Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni
grófinni 1, simar 14606 og 23732.
Útivist, ferðafélag
Dagsferðir Ferðafélagsins
Sunnud. 16. júli kl. 08:00—Hveravellir.
Dagsferð um Kjöl að Hveravöllum (Verð
2000 kr.)
Kl. 08:00 Þórsmörk — dagsferð og
sumarleyfisfarþegar. Ferðafélagið veitir
sumarleyfisgestum í Þórsmörk afslátt.
Kynnið ykkur tilboðsverð F.l. fyrir þá
sem gista fleiri nætur en tvær.
Kl. 10:00 Háifoss - Stöng - Þjórsárdal-
ur Gengið að Háafossi, komið við í
Gjánni og bærinn á Stöng skoðaður.
(Verð 1500 kr.)
Kl. 13:00 ÍCambabrún - Núpafjall.
Ekið að Hurðarási, gengið eftir brún
Nópafjalls, komið niður hjá Hjalla í
ölfusi. (Verð 800 kr.)
Miðvikud. 19. júli kl. 08:00 Þórsmörk
- dagsferð (Verð 2000 kr.)
Kl. 20:00 Búrfelisgjá - Kaldársel. Ekið
að Hjöllum, gengið um Búrfellsgjá og
áfram að Kaldárseli. (Verð 600 kr.)
Laugard. 22. júlí kl. 08:00 Hekla.
Gangan á Heklu tekur um 8 klst. (Verð
kr. 1500)
Kl. 08:00 Þórsmörk - dagsferð (2000
kr.)
Kl. 08:00 Hitardalur - ökuferð (2000
kr.) Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl.
Ferðafélag íslands
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins
19. -23. júli(5 dagar): Landmannalaug-
ar - Þórsmörk Gengið milli sæluhúsa F.I.
þ.e. í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn og á
Emstrum.
20. -25. júb' Landmannalaugar - Þórs-
mörk (uppselt)
21. -30. júlí (10 dagar) Nýidalur -
Vonarskarð - Hamarinn - Jökulheimar -
Veiðivötn. Gönguferð með viðleguút-
búnað. Nokkur sæti laus.
21.-26 júlí (6 dagar) Landmannalaugar
- Þórsmörk
26.-30. júlí (5 dagar) 9.-13. ág. (5
dagar) Eldgjá - Strútslaug - Álftavatn.
Gönguferð með viðleguútbúnað. Upplýs-
ingar og farmiðasala á skrifstofu F.l.
Öldugötu 3.
Ferðafélag íslands