Tíminn - 14.07.1989, Side 16

Tíminn - 14.07.1989, Side 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKlSsÍciP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 L "Cw0- w V SAMVINNUBANKI ÍSLANDS Hf. o»'B|LAsr0 ÞRDSTIIR 685060 VANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíminn FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ1989 Menn huga að skemmdum í affalisskúrnum sem eldurinn kom upp í Tímamynd: HIA - Akureyri Eldur í sútunarverksmiðju Sambandsins á Akureyri: Verksmiðjuhúsið fylltist af Eldur kom upp í affallsskúr sem stendur áfastur við sútunarverksmiðju Sambandsins á Akureyri snemma í gærm- orgun. Ekki er búið að meta skemmdirnar. Talsverður eldur var í skúrnum þegar slökkvilið kom á vettvang, en fljótlega tókst að ráða niðurlögum hans. Verksmiðjuhúsið sjálft, sem er um 2000 fermetrar fylltist af reyk á skömmum tíma, en skemmdist ekki að öðru leyti. Starfsemi er í húsinu allan sólarhringinn, en allur mannskapurinn komst út og sakaði engan. Það var klukkan sex í gærmorgun sem eldviðvörunarkerfi hússins fór í gang og gerði það bæði starfsmönn- um og slökkviliði viðvart. „Austan við verksmiðjuhúsið er skúr þar sem affallið af skinnunum, þegar þau eru slípuð, safnast fyrir í,“ sagði Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri á Akureyri í samtali við Tímann. Hann sagði að þegar þeir komu á staðinn hafi logað töluverður eldur og mikil hætta á að eldurinn gæti teygt sig í glugga verksmiðjubygg- ingarinnar fyrir ofan skúrinn og reyk brotnuðu þeir en eldurinn náði ekki að komast inn. Lögð var áhersla á að verja bygginguna á meðan eldur- inn var slökktur, sem tók skamma stund. Verksmiðjuhúsið fylltist hins vegar af reyk, þar sem reykurinn átti greiða leið eftir loftræstilögnum, þegar slökkt hafði verið á vélunum. Ekki var búið að meta tjónið af völdum eldsins síðdegis í gær, né hvort eitthvað af gærum hafi skemmst vegna reyks. Búist var við að starfsemi hæfist í húsinu að nýju síðdegis í gær. Eldsupptök eru ókunn, en jafnvel er talið að neisti hafi hlaupið frá sjálfbrýningarútbúnaði á þeim vél- um sem slípa skinnin. -ABÓ Vonast til aö sáttir náist í þessari lotu viöræöna Flugleiöa og flugfreyja: LEITA LEIÐA TIL AÐ KOMA FARÞEGUNUM ÚT Vonir standa til að kjaradeila Flugleiða og flugfreyja hjá félaginu leysist í þessari lotu samningavið- ræðna. Ríkissáttasemjari boðaði til sáttafundar sem hófst klukkan tíu í gærmorgun og stóð enn þegar Tím- inn hafði síðast spurnir af. Ef samn- ingar nást ekki munu Flugleiðir ef til -vill leigja flugvél og áhöfn að utan til að koma um tveimur þúsundum íslendinga út. „Þegar ég fór af fundinum var verið að ræða launaliðina og menn gera sér vonir um að ef samningar nást verði það í þessari lotu,“ sagði Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flug- leiða í samtali við Tímann. Ef deilan leysist ekki munu Flug- leiðir leita einhverra leiða til að koma farþegum sínum á áfanga- staði, þarsem flugfreyjur hafaboðað verkfall næstkomandi þriðjudag og miðvikudag. „Við erum með um tvö þúsund farþega bókaða þessa tvo daga og stefnum að því að koma þeim á áfangastaði á réttum tíma, eða því sem næst, með einhverjum ráðum. Við erum að skoða hugsan- legar leiðir núna en þær gætu verið að fá farþegana bókaða hjá öðrum flugfélögum eða að leigja inn vélar með áhöfnum. Við gerum ekki ráð fyrir að geta fengið áhafnir ein- göngu. Kostnaðurinn hefur ekki ver- ið athugaður ennþá og ákvarðanir verða ekki teknar fyrr en útséð verður um að samningar náist í þessari lotu,“ sagði Einar. Hann sagði flugfreyjum hafa verið boðin kjör til jafns við aðra flugliða. „Það er nokkuð yfir því sem almennt hefur verið á markaðnum en kröfur þeirra hafa á móti verið metnar á rúmlega 32%,“ sagði Einar. Flugfreyjur segjast með kröfum sínum vera að sækja þær hækkanir sem þær hafi orðið af í fyrra en síðast var samið við þær árið 1987. „Það sem við erum að meta eru launin eins og þau standa og hækkanir sem .farið er fram á, miðað við annað sem er að gerast í þjóðfélaginu. Síðast þegar samið var við flugfreyjur náðu þær heldur betri samningum en aðrir,“ sagði Einar. jltb Ríkisskattanefnd neitar að gefa framkvæmdastjóra Hagvirkis upp úrskurð sem hann síðar fréttir utan úr bæ: Skulda 108 milljón kr. í söluskatt Hagvirkismenn reyndu árang- urslaust að afla sér vitneskju hjá ríkisskattanefnd varðandi úrskurð nefndarinnar viðvíkjandi kröfu ríkis- ins um greiðslu á söluskatti, en úrskurðurinn var kveðinn upp snemma í gærdag. Ríkisskattanefnd- in brá fyrir sig þagnarskyldu þegar falast var eftir upplýsingum en fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins frétti utan úr bæ að fyrirtækinu væri ætlað að greiða 108 milljónir. Urskurðurinn var póstlagður, bæði til Hagvirkis og ríkisskattstjóra þannig að vitneskju um efni hans er í fyrsta lagi að vænta síðar í dag. „Ég er nú hálf hlessa yfir þessu öllu saman. Mér var sagt af því að úrskurðurinn hefði verið kveðinn upp og hann hefði verið póstlagður. Ég hringdi í ríkisskattanefndina sem staðfesti að þetta væri rétt. Ég spurði hvort ég gæti ekki fengið afrit en þeir töldu öll tormerki á því. Ég þrasaði smá stund við þá þangað til viðmælandi minn, maður að nafni Alexander sagði mér að ég gæti komið niður eftir og það væri opið til fjögur," sagði Aðalsteinn Hall- grímsson framkvæmdastjóri Hag- virkis í samtali við Tímann. Hann fór á staðinn og bað um afritið. Þá sagðist Alexander aldrei hafa lofað neinu afriti og spurði Aðalstein hvort það væri ekki rétt. Aðalsteinn sagði það vera og Alex- ander svaraði því þá til að hann fengi ekkert afrit, ríkisskattanefnd gæfi úrskurðinn venjulega aðeins út í tvíriti og ekki væri um neina sérstaka meðhöndlun að ræða þegar Hagvirki ætti í hlut. „Ég spurði líka hvort hann gæti sagt mér hvernig úrskurðurinn hefði fallið en hann sagðist engum segja það. Ég heyrði samt sem áður úti í bæ að fyrirtækinu væri gert að greiða liðlega 108 milljónir króna. Það verður fróðlegt að sjá hvort úr- skurðurinn lekur til annarra þó okk- ur sé neitað um hann,“ sagði Aðal- steinn. Meint skuld með dráttarvöxtum og viðurlögum nam 153,5 milljónum þannig að ekki er vitað hvað hefur verið fellt niður. „Ef okkur verður gert að greiða þessa upphæð munum við reyna að leita tímabundinna greiðslusamninga. Eignir fyrirtækis- ins eru metnar á þrjú til níu hundruð milljónir þannig að fyrirtækið verður ekki gjaldþrota en þetta kemur óneitanlega til með að þrengja hag okkar verulega. Okkur finnst mjög skrítið ef þeir ætla að ganga svona hart að Hag- virki, í ljósi afgreiðslu í samskonar máli hjá fyrirtækinu Suðurverki, sem fékk niðurfellingu allra dráttarvaxta og viðurlaga og stofninn á skuldabréf til fimm ára, með samningum við fjármálaráðuneytið," sagði Jóhann G. Bergþórsson forstjóri Hagvirkis í samtali við Tímann. Hann sagði ljóst að ef áðurnefnd- ur úrskurður, upp á 108 milljónir, er réttur verður málinu skotið til bæjarþings og síðar jafnvel til hæsta- réttar. „Við teljum okkur ekki skulda neitt,“ sagði Jóhann og vitn- aði annars vegar til undanþágu- ákvæða í söluskattslögum og hins vegar til laga sem sérstaklega taka til virkjanaframkvæmda og segja þær undanþegnar ýmsum gjöldum, með- al annars söluskatti. Úrskurður liggur einnig fyrir í málum hinna tveggja fyrirtækjanna sem fjármálaráðherra fór fram á að ríkisskattanefnd hraðaði afgreiðslu á. Fyrirtækin eru Trésmiðjan Borg á Húsavík og Trésmíðavinnustofa Þorvaldar og Einars í Vestmanna- eyjum. Krafa á síðarnefnda fyrirtæk- ið var felld niður en Trésmiðjan Borg fékk einhverja lækkun skuldar- innar. jkb Útlendur ræningi á Lækjartorgi: Var gripinn við kaffi- drykkju inni á Hressó Eldri kona var rænd í biðskýlinu á Lækjartorgi seinnipartinn í gær en lögreglan fann ræningjann stundarfjórðungi seinna inn á Kaffi Hressó þar sem hann var byrjaður að eyða ránsfengnum sem var um 100 þúsund krónur. Konan var nýbúinn að leysa út orlofspeninga og geymdi pening- ana í plastpoka sem hún hélt á. Ræninginn reif af henni pokann og hljóp á brott en sem fyrr segir tók það lögregluna ekki langan tíma að frnna manninn eftir lýsingar frá sjónarvottum. Sökudólgurinn, sem er Arabi en með franskt vegabréf, gistir nú fangageymslur lögreglunnar en málið er hjá Rannsóknarlögregl- unni. SSH

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.