Tíminn - 10.08.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. ágúst 1989
Tíminn 9
FRETTAYFIRLIT
PEKING - Harölínu-
mennirnir sem nú eru við
stjórnvölinn í Kína hafa birt
lista yfir sérstaka óvini og áætl-
un um það hvernig skal vinna
á uppreisnarmönnum sem vilja
lýðræði og mannréttindi.
JERUSALEM — Ofstækis-
fullur Shitamúslfmi hélt upp á
Asjúruna, minningardag Shfta
um píslardauða Husseins
sonarsonar Múhameðs
spámanns, með því að aka
bifreið sinni hlaðinni sprengi-
efnum upp að fsraelskri her-
flutningalest og sprengja sig
og bílinn sinn f loft upp. Fimm
fsraelskir hermenn særðust al-
varlega og eru þrír þeirra í
lífshættu.
BAABDA — Michel Aoun
yfirmaður herja kristinna
manna f Líbanon sagði að
valdbeiting væri ekki lausnin í
gísladeilunni í Lfbanon. Á
sama tíma lögðu ítalir hart að
Irönum til að fá gfslana lausa,
en Italir hafa haft nokkur sam-
skipti við Irana. Israelar sitja
fast á því að halda sjeik Obeid
andlegum leiðtoga Hizbollah
samtakanna þar til gfslunum
verði sleppt.
ÚTLÖND
VARSJÁ — Kommúnista-
flokkur Póilands sakaði Lec
Walesa leiðtoga Samstöðu um
að stofna þjóðinni í hættu með
því að bjóða Sameinaða
bændaflokknum og Lýðræðis-
flokknum í stjórnarsamstarf og
skilja kommúnista eftir úti í
kuldanum. Kommúnistar hafa
boðið Samstöðu með í ríkis-
stjórn, en Samstaða vill eigi.
GENF — Sovétmenn sögðu
að samkomulag risaveldanna
um takmörkun kjarnorku-
sprenginga f tilraunaskyni væri
mögulegt á þessu ári, en
Bandaríkjamenn yrðu þá að
verða snöggir að taka ákvörð-
un.
JERÚSALEM — Uppreisn
Palestínumanna hefur nú
staðið í 20 mánuði. Eins og
hálfs árs Gyðincjabarn lést af
völdum byssukulu fsraelskra
hermanna sem svöruðu
skothrfð föður barnsins. Aum-
ingja maðurinn hélt að her-
mennimir væru Palestínu-
menn sem hygðust ætla að
ráðast á hann úr leyni og skaut
á þá. Hermennirnir héTdu þá
að maðurinn væri byssuóður
Palestfnumaður og svöruðu
skothríðinni með fyrrgreindum
afleiðingum.
KUALA LUMBUR - Sjó-
ræningjar myrtu rúmlega 40
víetnamska flóttamenn sem
voru á leið til Hong Kong í
kjölfar tugþúsunda flótta-
manna sem siglt hafa frá Vfet-
nam f von um betri tfð.
MAPUTO — Skæruliðar
drápu 54 og særðu 17 í
suðurhluta Mósambík á mánu-
dagskvöld, aðeins nokkrum
klukkustundum áður en
leiðtogar skæruliða hugðust
ræða frið við ríkisstjórnina.
Comwall:
Þy ria f lotans bjargar
kálffullri eðalkú
Flugmenn á þyrlu flota hennar
hátignar stóðu að hetjulegri
björgun við Rame Head sjávar-
bjargið á Comwall á Bretlandi í
gær. Eðalkýrin Tinkerbell sem
er kelfd og á að bera á næstu
vikum féll fram af hamrinum
sextíu metra þar til hún stað-
næmdist á syllu í bjarginu rétt
við fjöruna. Tinkerbell lifði fall-
ið af, en komst hvergi. Því var
það að bóndinn Lyndon Wilton
sem á Tinkerbell leitaði á náðir
breska flotans sem sendi björg-
unarþyrlu á staðinn.
-Þetta var ein erfiðasta hífing sem
við höfum lent í, sagði Doug Seely,
einn af áhöfn þyrlunnar sem bjargaði
Tinkerbell með því að hífa hana upp
í þyrluna og fljúga með þessa eðalkú
langleiðina heim f fjós.
En aðdragandi björgunarinnar var
nokkur. Enskir sjómenn er voru að
veiðum utan við Rame Head komu
auga á Tinkerbell þar sem hún lá ein
og yfirgefin á syllunni í bjarginu.
Sómabóndinn Lyndon Wilton var
kúnni sinni trúr, klifraði niður á
sylluna og lá hjá Tinkerbell nætur-
langt á meðan sjórinn gekk yfir þau.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gátu
bátar bresku strandgæslunnar ekki
komist að Tinkerbell og Wilton
vegna mikils brims. Því var gripið til
þess ráðs að kalla þyrlu flotans til
hjálpar.
Skurðlæknir flotans hjálpaði Wilt-
on að leiða kúna út í sjó svo að
þyrluflugmennimir gætu athafnað.
sig og gaf Tinkerbell síðan róandi lyf
fyrir flugferðina. Björgunarmaður
Sea King, þyrla breska flotans,
bjargaði kálffullri eðalkú við strend-
ur Comwall í gær
flotans lét sig sfga niður úr þyrlunni
með net, brá því utan um kúna og
festi í tógið. Eftirleikurinn var auð-
veldur, þyrlan flaug með Tinkerbell
aftur í land, langleiðina heim í fjós
og varð kúnni ekki meint af volkinu.
-Við gerum þetta tvisvar til þrisvar
á ári þegar kýmar komast í sjálf-
heldu í bjarginu, sagði Doug Seely
að velheppnaðri björgunaraðgerð
lokinni.
-Nei flotinn tekur ekki greiðslu
fyrir viðvikið - þetta er góð æfing,
sagði hann í lokin.
Langferðabif-
reið sprengd
upp af Shikkum
Þrettán farþegar indverskrar
langferðabifreiðar fórust í
Kandighar þegar sprengja, sem
öfgafullir aðskilnaðarsinnar
Shikka höfðu komið fyrir,
sprakk skömmu eftir að bifreið-
in hélt áleiðis tíl Nýju Dehli.
Fjöldi manns særðist og er óttast
að fleiri muni láta líf sitt áður en
yfir lýkur. Á meðal hinna látnu
voru konur og tvö böm.
Lögreglan í Punjab sagði að
sprengjan hafi spmngið er
langferðabifreiðin var nærri borginni
Kamal, 125 km frá Kandicarh höf-
uðborg Punjabhéraðs.
Öfgafullir Shikkar sem vilja að-
skilnað Punjab frá Indlandi hafa
aukið grimmdarverk sín að undan-
fömu og búast menn við að hermdar-
verkaaldan nái hámarki í kringum
15.ágúst þegar Indverjar halda upp
á sjálfstæði sitt.
Á þriðjudagskvöld skaut öfgafull-
ur Shikki sex hindúa til bana í
Jammu og særði aðra átta áður en
hann slapp undan réttvísinni á mót-
orhjóli. Þessi morð urðu til að vekja
öldu ofsókna hindúa gegn Shikkum
í Jammu og nágrenni. Urðu yfirvöld
að setja á útgöngubann um nætur til
að bæla niður ólguna.
1230 manns hafa verið drepnir í
Punjab á þessu ári og em Shikkar
þar einn helsti höfuðverkur Rajiv
Gandhis forsætisráðherra, þrátt fyrir
að mútur hins sænska Bofors vopna-
fyrirtækis hafi valdið honum miklu
hugarangri að undanförnu.
Rússar í Eistlandi
boða byltingu gegn
þjóðernisstefnunni
Rússneskir verkamenn í sovétlýðveldinu Eistlandi hafa nú farið í
verkfall og hóta valdbeitingu ef ný sveitarstjórnarlög sem eistneska þingið
samþykkti á þriðjudag verði ekki þegar afnumin. Þá krefjast þeir einnig
að nýleg lög sem kveða á um að eistneska sé rússnesku æðri sem opinbert
mál í Eistlandi verði afnumin.
Hin nýju sveitarstjómarlög þrengja mjög rétt aðfluttra íbúa Eistlands
til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningum, en í Eistlandi starfa fjölmargir
Rússar sem hingað til hafa haft óvefengdan rétt herraþjóðarinnar til að
taka fullan þátt í sveitarstjómarmálum auk þess sem rússneska var
opinbert mál í Eistlandi. Nú eftir að rússneska herraþjóðin í Sovétríkjun-
um hefur slakað á tökum sínum í kjölfar umbótastefnu Gorbatsjofs, þá
hefur þjóðemishreyfingin í Eystrasaltsríkjunum gert veg þjóða sinna
veglegri en verið hefur. Það sámar Rússunum.
Hin nýju sveitarstjóraariög kveða á um að aðfluttir íbúar Eistlands
verði að hafa búið í fimm ár í héraðinu tíu ár annars staðar í
Eistlandi til að fá kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum.
Toshiki Kaifu formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins kjörinn forsætisráðherra
Japans í söguiegum atkvæðagreiðslum:
Doi gerir stjórnar-
f lokknum skráveif u
Takako Doi formaður japanska
sósíalistaflokksins gerði harða at-
lögu að Toshiki Kaifu nýkjömum
formanni Frjálslynda lýðræðis-
flokksins í Japan í kjöri forsætisráð-
herra á japanska þinginu í gær.
Takako Doi hlaut fleiri atkvæði en
Toshiki Kaifu eftir að deild japanska
þingsins kaus forsætisráðherra, en
Kaifu fékk ótvíræða kosningu í neðri
deild þingsins og dugir það honum
til að hreppa embætti forsætisráð-
herra þar sem japönsk lög kveða á
um að úrskurður neðri deildargildi.
Þetta er í fyrsta sinn frá því 1948
er japanska þingið tók til starfa að
nýju eftir síðari heimsstyrjöldina
sem ekki ríkir eining milli efri og
, neðri deildar. Þá er þetta einnig í
fyrsta sinn sem veldi Frjálslynda
lýðræðisflokksins í Japan er ógnað.
Flokkurinn hefur haft meirihluta í
báðum deildum um áratuga skeið
allt þar til hneykslismál vegna mútu-
þægni og kvennafars leiðtoga flokks-
ins ásamt setningu óvinsæls neyslu-
skatts varð til þess að flokkurinn
beið afhroð í kosningum á dögunum
og missti meirihluta sinn í efri deild-
inni.
-Ég vil þakka alþýðu Japans, sagði
Takako Doi leiðtogi stjómarand-
stöðunnar eftir að hafa lagt Kaifu að
velli í efri deildinni.
-Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
hefur einokað valdið og valið tvo
forsætisráðherra á þremur mánuð-
um án þess að spyrja kjósendur álits.
Ég mun vinna að því hörðum hönd-
um að þing verði rofið sem fyrst,
sagði Takako.
Toshiki Kaifu mun taka við for-
sætisráðherraembættinu af Sosuke
Uno sem flæmist frá völdum vegna
Takako Doi, formaður
kvennamála sinna. Hann tók við af
Takeshita sem flæktur var í fjármála-
hneyksli. Ekki er vitað til að kvenna-
mál Kaifu séu í ólestri, né að hann
hafi þegið mútur.