Tíminn - 10.08.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn
DAGBÓK
Sumarleyfisferðir F.Í.
11.-17. ágúst: Kirkjubæjarklaustur -
Fljótsdalshérað - Borgarfjörður eystri -
Vopnafjörður - Laugar í Reykjadal -
Sprengisandur. Ekið sunnan jökla á leið
austur um land og til baka um Sprengi-
sand. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjóri:
Baldur Sveinsson.
11.-16. ágúst: Landmannalaugar -
Þórsmörk. Gist í sæluhúsum F.í. á leið-
inni frá Landmannalaugum til Þórsmerk-
ur. Fararstjóri: Ámi Sigurðsson.
16. -20. ágúst: Landmannalaugar-
Þórsmörk. Fararstjóri: Leifur Þorsteins-
son.
17. -20. ágúst: Núpsstaðarskógur.Gist (
tjöldum. Gönguferðir um stórbrotið
landslag. Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurðs-
son.
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu
F.Í., Oldugötu 3.
Ferðafélag íslands
Helgarferðir Ferðafélags
íslands 11.-13. ágúst:
Fjallabaksleið nyrðri og syðri. Ekið til
Landmannalauga og gist þar. Næstadag
farið um Fjallabaksleið nyrðri, Mælifells-
sand að Álftavatni og gist þar, síðan um
Fjallabaksleið syðri til Reykjavíkur. Gist
verður í sæluhúsum F.l.
Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi
um Mörkina. Gist f Skagfjörðsskála/
Langadal.
Landmannalaugar. Gönguferðir ( ná-
grenni Lauga og einnig verður ekið í
Eldgjá. Gist ( sæíuhúsi F.í. í Laugum.
Brottför í ferðirnar er kl. 20:00 á
föstudag. Farmiðar á skrifstofu F.Í.,
Öldugötu 3. Ferðafélag íslands
Fjölskylduferð
Barðstrendingafélagsins
Barðstrendingafélagið minnir á fjöl-
skylduferðina laugardaginn 12. ágúst.
Farið verður í Veiðivötn. Lagt af stað kl.
8 að morgni. Upplýsingar gefa: Sveinn í
síma 18329, Elva í síma 685076, María í
síma 656417, Vikar í síma 36855 og
Daníel í síma 673094.
Sumarsýning Norræna
hússins með verkum eftir
JÓHANN BRIEM
1 sýningarsölum Norræna hússins
stendur nú yfir sýning á málverkum eftir
Jóhann Briem. Sýningin stendur fram til
24. ágúst og er opin daglega kl. 14:00-
19:00.
Á sýningunni eru yfir 30 málverk sem
öll eru í eigu einstaklinga og stofnana.
Málverkin eru máluð á árunum 1958-
1982.
Jóhann Briem hefur áður sýnt ( Nor-
ræna húsinu á sumarsýningu árið 1977
ásamt Sigurði Sigurðssyni og Steinjjóri
Sigurðssyni.
Síðast var haldin yfirlitssýning á verk-
um Jóhanns Briem árið 1983 í Listasafni
ASÍ og var þá gefin út bók um málarann
af Listasafni ASÍ og Lögbergi. Halldór
Bjöm Runólfsson ritaði textann og hann
skrifar einnig í sýningarskrána sem fylgir
sýningunni í Norræna húsinu.
JÖRÐ ÚR ÆGI - Jarðfræði, gróður
og fuglalíf tengt Vestmannaeyjum.
1 anddyri Norræna hússins er þessa
dagana sýning, sem er haldin í tiiefni af
100 ára afmæli Náttúrufræðistofnunar
íslands. Sýningin lýsir myndun Surtseyjar
og hamfömnum í Heimaey, sem em á
margan hátt táknræn fyrir myndun
íslands.
Sýndir em helstu sjófuglar eyjanna og
algengar háplöntur. Einnig er lýst land-
námilífvera í Surtsey.
Sýningin verður opin fram til 24. ágúst
og er opin kl. 09:00-19:00 nema sunnu-
daga kl. 12:00-19:00.
CAPELLA MEDIA
Tónleikar í Selfosskirkju
og Hallgrímskirkju í Reykjavík
CAPELLA MEDIA - Lútuleikur,
blokkflauta og söngur.
Tríóið „Capella media“ heldur tónleika
( Selfosskirkju ( dag, fimmtudaginn 10.
ágúst kl. 20:30.
Tríóið heldur einnig tónleika í Hall-
grímskirkjuí Reykjavík sunnud. 13. ágúst
kl. 20:00.
Tríóið skipa 1 íslendingur og 2 Þjóð-
verjar: Rannveig Sif Sigurðardóttir,
Klaus Hölzle og Stefan Klar.
Á efnisskránni em verk eftir Tobias
Hume og John Dowland.
Sjóminjasafn íslands
í Hafnarf irði
Sjóminjasafn íslands er til húsa í
Brydepakkhúsi ( Hafnarfirði, sem var
byggt um 1865, en hefur nú vereið
endurbyggt og sniðið að kröfum safna-
húss.
Auk fastra safnmuna em sérstakar
sýningar í safninu um tiltekin efni, t.d.
áraskipatímabilið á íslandi. Myndasýn-
ingar (myndbönd, litskyggnur og kvik-
myndir) og fyrirlestrar em einnig hluti af
starfsemi safnsins og em auglýst sérstak-
lega.
Elsta hús Hafnarfjarðar, hús Bjama
Sívertsen, byggt um 1803, er í næsta
nágrenni. Þar er til húsa byggðasafn
Hafnarfjarðar.
Opnunartímar Sjóminjasafnsins er yfir
sumarmánuðina (júní-sept.): Þriðju-
daga-sunnudaga kl. 14:00-18:00.
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Byggðasafn Hafnarfjarðar er sett upp í
Riddaranum við Vesturgötu. Þar er sýn-
ing tengd verslun fyrri tíma, sem nefnist
„Við búðarborðið“. Þar er langri og
merkri sögu verslunar í Hafnarfirði gerð
nokkur skil og reynt að skapa það and-
rúmsloft sem ríkti þegar kaupmaðurinn
afgreiddi viðskiptavinina yfir búðarborð-
ið. Þar má sjá marga muni og myndir.
1 tengslum við sýninguna em til sýnis
og sölu munir, handunnir af nokkmm
bæjarbúum, flestum af eldri kynslóðinni.
Margvísleg sýning er einnig á loftinu,
bæði gamlar hannyrðir, gamlar myndir og
spjaldskrár.
Hús Bjama Sívertsen -
elsta hús Hafnarfjarðar
í húsinu em sýndir munir úr'búi Bjarna
og Rannveigar konu hans, en þau bjuggu
þar snemma á 19. öldinni og margir aðrir
munir tengdir sögu bæjarins.
Hús Bjarna Sívertsen, Vesturgötu 6
(sími 54700) er opið alla daga, nema
mánudaga, kl. 14:00-18:00.
Siggubær
Litli bærinn, sem Sigríður Erlendsdótt-
ir og foreldrar hennar bjuggu í, er til sýnis
um helgar og er opinn kl. 14:00-18:00
laugardaga og sunnudaga.
Þar er gott sýnishom af alþýðuheimili
fyrr á öldinni, því allir innanstokksmunir
Sigríðar hafa fengið að halda sér.
Á döfinni: Safnasýning Byggðasafnsins
og Hafnarborgar
Næsta vetur ráðgerir Byggðasafn Hafn-
arfjarðar sýningahald í samvinnu við
Hafnarborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar. Þar á að sýna muni sem
hinir ýmsu einstaklingar hafa safnað, svo
sem spilum, merkjum, mynt, servíettum,
skeiðum o.s.frv.
Ábendingar um fleiri slíka vænt vel
þegnar og fólk beðið að hafa samband við
Pétrúnu Pétursdóttur, forstöðumann
Hafnarborgar, eða Magnús Jóns-
son.minjavörð Byggðasafnsins. Einnig
má koma upplýsingum til Byggðasafns-
nefndar, en hana skipa: Guðmundur
Sveinsson (s. 51261), Fríða Ragnarsdóttir
(s. 51771) og Hrafnhildur Kristbjamar-
dóttir (s. 52329)
Myndlist frá Moldavíu
í Hafnarborg
Laugardaginn 12. ágúst kl. 15:00 verð-
ur opnuð sýning í Hafnarborg, menning-
ar- og listastofnun Hafnarfjarðar,
„Myndlist frá Moldavíu".
Sýning þessi er liður (dagskrá Sovéskra
daga MlR 1989, en dagarnir em að þessu
sinni sérstaklega helgaðir kynningu á
þjóðlífi og menningu moldavíska sovét-
lýðveldisins. Verða þeir opnaðir formlega
á tónleikum listafólks frá Moldaviu í
Hafnarborg mánudagskvöldið 21. ágúst
kl. 20:30.
Á sýningunni í Hafnarborg em 39
myndverk af ýmsu tagi: 12 olíumálverk,
12 svartlistarmyndir og 15 listmunir, aðal-
lega ofin teppi og klæði, svo og kvenbún-
ingar og þjóðlegur moldavískur fatnaður.
Sýningin „Myndlist í Moldavíu" verður
opin í Hafnarborg næstu vikur, daglega -
nema á þriðjudögum - kl. 14:00-19:00.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Amgunnur Ýr sýnir í NÝHÖFN
Amgunnur Ýr opnar sýningu (Nýhöfn,
Hafnarstræti 18, föstudaginn 11. ágúst kl.
17:00-19:00.
Á sýningunni em olíumálverk unnin á
tré með vaxáferð, ásamt ýmsum öðrum
efniviði. Verkin em unnin í San Franrisco
á síðustu tveimur ámm.
Amgunnur er fædd ( Reykjavík árið
1962. Hún varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1982 og stundaði
nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og
einkanám í Kanada (flautuleik 1968-’84.
Myndlistamám stundaði hún við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands 1982-’84
og við San Franrisco Art Institute f málun
1984-’86.
Þetta er sjötta einkasýning Arngunnar,
en hún hefur einnig tekið þátt f samsýn-
ingum hér heima og erlendis.
Þessi sýning Arngunnar er tileinkuð
systur hennar, Gunnhildi Sif, sem lést í
nóvember 1987.
Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-
18:00 óg kl. 14:00-18:00 um helgar.
Henni lýkur 20. ágúst.
Handritasýning í Árnagarði
Handritasýning Stofnunar Áma Magn-
ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á
þriðjudögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 14:00-16:00 til 1. september.
Karl Kvaran
In memoriam
Með Karli Kvaran er genginn einn
besti og einarðasti konkret mynd-
listamaður vor íslendinga. Það var
engin tilviljun á sínum tíma að hann
var valinn sem fyrsti sýnandi í sýn-
ingarsalnum í Alþýðuhúsinu, sem
opnaði ll.maí 1957.
Gunnar S. Magnús
myndlistarmaður.
Óskar hefur lengi verið ein aðaldrif-
fjöðrin í skemmtanalífinu fyrir austan
fjall. Hann dvaldi einnig nokkur ár (
Svíþjóð, þar sem hann spilaði með ýms-
um kunnum hljómsveitum. Nú kemur
tríó Óskars Guðmundssonar saman á ný
og endurvekur gömlu rokksveifluna,
rómantíkina og fjörið.
Vetrarbrautin opnar á ný
efftir sumarfrí
Vetrarbrautin í Þórscafé er nú komin á
fullt eftir sumarfrí og byrjar snúninginn
með hinu landsþekkta triói Óskars
Guðmundssonar frá Selfossi ásamt söng-
konunni Kolbrúnu Sveinbjörnsdóttur,
næstu tvær helgar.
Móðir okkar
Ingveldur Ástgeirsdóttir
frá Brúnastöðum
lést 6. ágúst. Útför hennar fer fram frá Hraungerðiskirkju föstudaginn
11. ágúst kl. 14.
Börnln.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir
frá Arakotl á Skeiðum
verður jarðsungin frá Ólafsvallakirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 14.00.
Eyrún Halla Guðbjörnsdóttir
Sigurmundur Guðbjörnsson
Jón Guðbjörnsson
Þórlaug Guðbjörnsdóttir
Áslaug Guðbjörnsdóttir
Guðrún Guðbjörnsdóttir
SigmarGuðni Guðbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Jón Bjömsson
Þórfríður Sofffa Haraldsdóttir
Kristín Kristjánsdóttir
Ólafur Jónsson
ísólfur Sigurðsson
Einar Matthíasson
Theodóra Sveinbjörnsdóttir
Fimmtudagur 10. ágúst 1989
KVENNAATHVARF
Húsaskjól er opið allan sólarhringinn
og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið
fýrir nauðgun.
Síminn er 21205 - opinn allan sólar-
hringinn.
Handritasýning í Ámagarði
Handritasýning Stofnunar Áma Magn-
ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á
þriðjudögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 14:00-16:00 til 1. september.
Aaíasífl sft feortuí í S*siátíáí£s6i«ss»
rtóswmuwi í trrui BYGsaASuœ
líHffiffiS - 8ÚVÉIAR
BÓNDINN
- Sérrit um landbúnaðarmál
3. tbl. 7. árg.
Fremst í blaðinu er viðtal við Guðmund
Lámsson, formann Landssambands kúa-
bænda. Þá ræðir Magnús Ólafsson við
hjónin í Hvammi í Vatnsdal, sem fluttust
þangað frá Reykjavík. Viðtalið nefnist
„Hér verðum við svo lengi sem guð lofar”.
Þorvaldseyri, eitt tæknivæddasta bú
landsins, nefnist grein eftir Halldóru
Sigurdórsdóttur með myndum Kristjáns
Einarssonar, en þar segir frá stórbúinu
Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.
Sumardvöl að Hofi er fyrirsögn á grein
um Hof á Höfðaströnd, en hjónin þar
hafa sem „aukabúgrein” að taka böm til
sumardvalar. Þá er viðtal um búskapinn
við Guðbjart Gunnarsson, bónda á
HjarðarfelH í Miklaholtshreppi og einnig
viðtal við Skúla Hauksson, fyrrum sölu-
mann hjá Glóbus og SÍS, - en nú
„útvegsbónda" í Útey við Apavatn í
Ámessýslu.
Magnús Ólafsson, bóndi á Sveinsstöð-
um, A-Hún. skrifar greinina „Má hefð-
bundinn landbúnaður dragast meira
saman?“ Síðan em greinar um mál land-
búnaðarins og fréttir af landbúnaðarvél-
um o.fl. Rætt er um Blönduvirkjun, og
hver séu áhrif stórvirkjunar í litlu byggð-
arlagi.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Leó M.
Jónsson, en útgefandi Frjálst framtak hf.
Hesturinn okkar
3. tbl. 30. árg.
Sigurður Magnússon, framkvæmda-
stjóri ÍSÍ, skrifar ritstjómarspjall f þessu
blaði. Fyrirsögn þess er „Á tímamótum".
Þá er næst f blaðinu „Annáll ’89“,
fréttir frá kappreiðum og af hestaíþrótt-
um. Margar myndir fylgja frásögninni.
Jens Einarsson tekur viðtal við Josafine
Knowles frá Englandi sem nefnist „Að
rassskella hest“. Ævintýrið í Alaska nefn-
ist frásögn af íslenskum hestum þar (
landi. Þá er viðtal við Jónas Kristjánsson
um nýja „ættbók” hrossa. Viðtalið nefnist
„Óða-Rauðka kynsælust hrossa á ís-
Íandi”.
Með hestum í hálfa öld, er fyrirsögn á
viðtali við Kristján Þorgeirsson í Mos-
fellsbæ. Seinni hluti frásagnar Óttars
Kjartanssonar og Þorkels Jóhannessonar
um ferð á hestum í Lækjarbotna og Vötn
og heim um Elliðakot, er í þessu blaði
ásamt korti af leiðinni og myndum.
Margt fleira er í blaðinu. Forsíðumynd-
in er frá Mincumina- vatni í Alaska og er
tekin af Julie Collins, en tekið er fram (
myndatexta, að ekki sé vitað hvað fyrir-
sætan sé að aðhafast. Hún stendur upp (
hnakknum og er að fást við einhverja
poka sem hengdir em upp í tré!
Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Jens
Einarsson en Landssamband hesta-
mannafélaga gefur ritið út.