Tíminn - 10.08.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.08.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminrv Timiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGfslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G fslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð (lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hæfni og þekking Morgunblaðið ræddi atvinnulíf og erfiðleika þess í forystugrein s.l. föstudag, og mátti þar sjá málflutning, sem ekki sést daglega í leiðaraskrifum þótt fjölskrúðug séu. Mest allt atvinnulíf í landinu á í erfiðleikum, en í Morgun- blaðinu er þeim erfiðleikum fyrst og fremst snúið upp á samvinnuhreyfinguna og um leið bollalagt um hæfni og þekkingu. Morgunblaðið segir réttilega frá halla Sambands ísl. samvinnufélaga. Einnig að Sambandsfyrirtækin og kaupfélögin séu mikilvægur þáttur í atvinnulífi margra á landsbyggðinni. En síðan fara baggarnir að snarast á sannleikanum. Látið er í það skína, að hallareksturinn sé fyrst og fremst vandi kaupfé- laga og Sambandsfyrirtækja. Og Morgunblaðið varpar fram þeirri spurningu hvort SÍS og kaupfé- lögin hafi á að skipa mannafla, sem búi yfir nægri þekkingu og hæfni til að leysa vandamálin. Petta var undarleg lesning aðeins tveimur dögum eftir að formaður Vinnuveitendasambands íslands lýsti því yfir í fjölmiðlum, að miklar efnahagsað- gerðir væru nauðsynlegar vegna stórfellds halla útflutningsatvinnuveganna. Hvers vegna spyr Morgunblaðið ekki hvort félagsmenn í Vinnuveit- endasambandi íslands skorti hæfni og þekkingu til að leysa sín vandamál? Auðvitað er það svo að til eru menn sem hafa ekki til að bera næga hæfni og þekkingu, og þannig verður það sjálfsagt alltaf. En það er ekki aðalmálið. Stærstu vandamál dagsins í dag eru þess eðlis, að ekki er á færi stjórnenda einstakra fyrirtækja að ieysa, hvorki fýrirtækja V.í. né samvinnufélaganna. Þessi vandamál eru stærri úti á landsbyggðinni, þar sem aðalstarfsemi samvinnufyrirtækjanna er. En atvinnulífið í Reykjavík á líka við stór vandamál að glíma. Stóru flugfélögin standa í harðri baráttu fyrir lífi sínu. Eimskipafélagið hefur skýrt frá miklum halla- rekstri á fyrstu mánuðum ársins. Kron á í erfiðleik- um og Hagkaup er rekið með halla. Pannig mætti lengi telja. Petta er aðeins toppurinn á ísjakanum. Pað eru sömu vandamálin sem þeir eru að glíma við Guðjón B. Ólafsson og Davíð Scheving Thorsteinsson, Guðfinnur Einarsson, Pröstur Ólafsson, Hörður Sigurgestsson og Sigurður Helgason, svo að fáir einir séu nefndir. Sá grundvöllur sem atvinnulífinu er ætlað á byggja á er lagður af stjórnvöldum. Pað sem fór úrskeiðis í fyrra og forystumaður þeirrar ríkisstjórnar réði ekki við, þannig að aðrir í þeirri ríkisstjórn gátu ekki við unað, hlýtur fyrst og fremst að skrifast á reikning Porsteins Pálssonar. Morgunblaðið á þökk fyrir að hafa vakið þá spurningu hvort núverandi formaður Sjálfstæðis-- flokksins hafi til að bera þá hæfni og þekkingu sem þarf til að leysa vandamál þjóðar. Fimmtudagur 10. ágúst 1989 GARRI ÞJOÐIRUSU Einhver mesta ruslhelgi lands- manna er liðin, þegar stór hluti þjóðarinnar leggst út og skilur náttúrlega ýmislegt eftir á tjald- stæðum og útihátíðum, sem síðar er gengið í að hreinsa. Þannig hefur þetta alltaf verið og ekki er landið enn sokkið ú rusl. Nú er hins vegar komin upp hreyfing sem er svo umsvifamikil, að stór hluti bama og unglinga vinnur að því að safna dósum til að afhenda í sér- stakar stöðvar fyrirtækis sem nefn- ir sig Endurvinnsluna, og er svona einhvers konar sósíalfyrirbæri í rusli. Ekki nennir Garri að elta ólar við uppruna slíks sósíalisma í rasli, en fyrirtækið er í hæsta máta hjákátlegt, einkum þegar haft er í huga að allir sæmilega dannaðir staðir sjá fyrir þvi að sorphirða er í lagi, en sorphirðar fara um á farartækjum og hirða rusl úr til þess gerðum öátum við hús hvers manns og koma því fyrir kattamef. En Endurvinnslan á að vera merkilegra fyrirtæki, enda er nú farið að borga peninga fyrir raslið, og auðvitað hefur sjálf Endur- vinnslan drjúgar tekjur. Hún ku einkum starfa í dósum, en áfram er hent pappír, sem þó er unninn úr skógum, en enginn hefur séð sér hagnað i þvi að endurkaupa hann ef það mætti verða til að bjarga nokkrum trjám. Það þykir bara svo ómerkilegt og lítill bissness. Aftur á móti tókum við upp á þvi að flytja inn áfengt öl í dósum og þá losnaði eitthvað um botnfrosinn sósíalismann og skilningarvitin í bisnesslífinu, en þegar það tvennt fer saman kemur út eitthvað sem gæti líkst beyglaðri bjórdós. Þessi dósasöfnun kemur þeim hluta þjóðarinnar, sem talinn er með heilbrigðum sönsum alveg á óvart. Böm sjást rogast með stóra, svarta raslapoka til áfangastaða, sem Endurvinnslan hefúr ákveðið. En á sama tima aka öskuvagnar sína vana rútu úr hverfum, þar sem ruslið er hirt úr tunnum, út á öskuhauga á meðan þeir fyrirfinn- ast og jörð verður ekki svo heilög að megi grafa það. Einhveijir aurar era í boði og þá er ekki að sökum að spyrja. Sú var tíðin að tómar brennivínsflöskur voru keyptar á meðan það þótti borga sig og einstaka gamalmenni drýgði við- vist sina með þvi að safna þeim. Svo var þessum kaupum á tómu gleri hætt. Vegna tilkomu bjórsins og goss í dósum hefur einhverjum spekingnum fundist að við væram loks orðin svo forfrömuð í nýtísku neyslu, að grípa yrði til sérstakra ráða til að losna við þetta nýja rasl - dósimar. Síðan eru stórir flotar af fólki uppteknir við að safna dósum í kappi við öskukallana, og koma þeim í viðtökuhöfn hjá Endur- vinnslunni. Samkvæmt fjölmiðlun er þessi skrípastofnun orðin eitt helsta fyrirtæki þjóðarinnar, og væntanlega það sem kemur til með að bera sig, eitt fyrirtækja. Það var vonum seinna að við tókum upp á því að drekka gos og bjór úr dósum. Helst mætti álíta að það að sjúga mismunandi holla drykki úr dósum hefði slíka forfrömum í för með sér að teljast verður lán að ekki vora sett upp sérstök klósett, þar sem vænta mátti alveg eins, fyrst dósir era orðnar merkilegra rasl en annað rusl, að það sem félli sem úrgangur út af líkamanum þyrfti sérstakar skálar. En Endur- vinnslan hefúr sem betur fer ekki dottið ofan á það ráð í kappi sínu við við öskukalla og annað sem VÍTT OG BREITT Fyrir u.þ.b. 30 árum fór sá sem þessar línur ritar í ferðalag allt vestur til Seattleborgar á Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna og kom við á heimleið í „tvíburaborgun- um“ Minneapolis og St. Paul í Minnesotaríki. Sveit mín, Aðaldalur Á báðum þessum stöðum gafst tækifæri til þess að hitta Vestur-ís- lendinga, suma sem höfðu flust á barnsaldri vestur um haf og marga sem fæddir voru og uppaldir vestra. Allt þetta fólk reyndist ættrækið og fann til íslensks uppruna síns, og margt af því talaði íslensku, en mismunandi vel. Meðal þeirra Islendinga sem ég hitti var skáldkonan Jakobína Johnson, öldruð orðin og hafði þá átt heima vestra í meira en 70 ár, því að hún fluttist aðeins fimm ára úr Aðaldal vestur til Manitoba með foreldrum sínum, Maríu og Sigurbimi á Fótaskinni. Sigurbjöm Jóhannsson var ágætlega skáld- mæltur. Sagt er að hann hafi ekki farið af íslandi með fúsu geði. Um það vitnar vísa sú, sem hann kvað yfir vinum sínum, þegar hann sigldi á brott: hún var blómi íslenskra skáld- kvenna á sinni tíð. Ekki fer milli mála að allur þroski hennar í íslenskri málbeitingu, og bók- menntaþekking hennar, verður til undir handarjaðri föður hennar. í því var heimilið eins og mennta- skóli og háskóli. Engum skólum var til að dreifa sem gátu leyst það hlutverk af hendi í kanadískri fmmbýlingssveit. Hún gekk síðan kanadískan menntaveg og varð fyrr en varði jafnvíg á tvær tungur.' Enskan var henni svo töm, að hún var ekki síður ritsnillingur og skáld á þá tungu. Gnauðar mér um grátna kinn gæfu mótbyr svalur. Kveð ég þig í síðsta sinn, sveit mín, Aðaldalur. Þegar vestur kom settist þessi fjölskylda að í svo einangraðri sveit vestur af Winnipegvatni, að þar gat hún haldið sínum íslensku menningarháttum næstum óáreitt af utanaðkomandi áhrifum. Jakob- ína Johnson ólst því upp sem hver annar Þingeyingur og gat ræktað meðfædda málsnilld sína og skáld- gáfu á íslensku. Það gerði hún svo vel að hún telst meðal íslenskra góðskálda, að ekki sé minnst á að Ættræknin og tungan Þegar ég hitti Jakobínu Johnson, aldraða konu í Seattle, barst talið að framtíð íslenskunnar meðal Vestur-íslendinga og þeim vonum að tungan lifði ásamt íslenskri þjóðrækni yfirleitt meðal þeirra. Það kom mér að vissu leyti á óvart hversu opinská hún var um þá skoðun sína, að skilyrði þess að viðhalda tungunni væru óhagstæð. Hún sagði, að íslenskukunnáttan væri að fjara út, við það yrði ekki ráðið. Hins vegar lagði hún mikla áherslu á að íslensk ættrækni meðal tengist aukinni drykkju úr dósum. Fáránleikinn í mörgu þvi sem við tökum okkur fyrir hendur og tengist breytingum á neysluvenjum og mörgu öðra er heyrir til nýjum siðum er alveg með eindæmum. Endurvinnslan hefur áreiðanlega þótt sniðug hugmynd, ein af þeim sem alltaf koma upp, þegar nýir eyðsluþættir halda innreið sína. En hún er þess eðlis að hún átti auðvitað aldrei að verða neitt ann- að en hugmynd. Við höfúm alveg getað séð fyrir öllu rusU, sem hér feUur tU og mun faUa tU, án þess að komið sé á fót einhverju extra uppa fyrirtæki, sem skipuleggur þjóðina í að safna dósum. Áður en bjórhroUurinn altók menn höfðum við notað dósir tU margvíslegra hluta, án þess að Endurvinnslunn- ar væri þörf. Við höfúm soðið niður í dósir og flutt inn dósamat í stóram stfl án þess að hér væra dósir út um allt. Nú gæti einhver sagt, að ástæðu- laust sé að gagnrýna upphlaup eins og Endurvinnsluna. Þeir fái pen- inga fyrir þær dósir sem þeir safna og þetta verði mikið og gott fyrir- tæki. Gott og vel. Þeir geta náttúr- lega ekki búist við því að stórir hópar safnara nenni því ævilangt að safúa dósum, og enginn tekur sig tU að drekkur slík ókjör af vökva úr dósum, að það skipti Endurvinnsluna máU, drekki hann bara tU að geta skipt við Endur- vinnsiuna. Það kemur þess vegna að því, og það af sjálfu sér, að Endurvinnslan deyr úr hráefnis- skorti, vegna þess að þótt nokkrir aurar fáist fyrir dós nennir enginn að standa í slíkum peðringi þegar öskukaUamir koma í hverri viku tU < að hirða rasUð eins og þeir hafa alltaf gert. Garri Vestur-íslendinga gæti haldist lengi, vitundin um upprunann væri ljós og lifandi. Hún vildi þvf að allur þjóðræknisfélagsskapur ein- beitti sér að því að viðhalda ætt- rækninni sem slíkri fremur en gera sér háar hugmyndir um að Vestur- íslendingar væru almennt tvítyngd- ir eins og hún var sjálf, almæltir á tvær tungur. Við nánari kynni mín af Vestur- íslendingum, ,ekki síst í Winnipeg og Gimli, hefur mér orðið Ijóst að Jakobína Johnson var raunsæ í þessu efni. Hún sagði rétt til um það að ættræknin helst lengi meðal Vestur-íslendinga, þótt menningar og starfsumhverfi og kanadískur (eða bandarískur) þegnskapur þeirra sé ekki jarðvegur fyrir fæmi í tungu innflytjendanna, forfeðra í þriðja, fjórða eða fimmta lið. Hundrað ár íslendingadagurinn á Gimli var haldinn fyrir skömmu í 100. sinn. Hann er eitt sýnilegasta sameining- artáknið meðal Kanadamanna af (slenskum ættum. Þessi tákn eru þó miklu fleiri, ekki síst íslenska deildin við Winnipegháskóla og bókasafnið sem henni fylgir. Með- an þess nýtur að íslendingadagur- inn er hátíðlegur haldinn með myndarbrag ár eftir ár, þá er ljóst að íslenskur uppruni er þúsundum Kanadamanna, og e.t.v. mörgum sem búásunnan landamæra, lifandi menningararfleifð. Hins vegar verðum við að sætta okkur við það að skáldhneigðar stúlkur á vestur-íslenskum heimil- um fara nú ekki í sporin, hennar Jakobínu Sigurbjamardóttur, sem var sjö ára Þingeyingur í kanad- ískri sveit, þegar fyrsti íslendinga- dagurinn var haldinn fyrir 100 ámm. Ingvar Gíslason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.