Tíminn - 13.09.1989, Page 8

Tíminn - 13.09.1989, Page 8
8 Tíminn Miðvikudagur 13. september 1989 Miðvikudagur 13. september 1989 Tíminn 9 i Eftir Arna Fyrirhugað er að rífa þakhæð og kvisti Bessastaðastofu og loftið yfir fyrstu hæð- inni, en burðarviðirnir eru illa farnir af fúa og mikill leki kominn að þaki og kvistum. Áformað er að hlaða vesturkvist upp að nýju lítið eitt breyttan, en austur- kvisturinn mun ekki verða endurbyggð- ur. Þakið verður að öðru leyti endurbyggt í óbreyttri mynd og úr upphaflegu timbri eftir því sem kostur er. Rishæðin mun innréttuð að nýju. ístaki hf. hefur verið falin endurbygging þaksins og standa vonir til að þeirri vinnu verði lokið snemma á næsta sumri. Til þess að verja Bessastaðastofu skemmdum á meðan á framkvæmdum stendur verður byggt yfir húsið. Nú er jafnframt unnið að undirbúningi næstu skrefa í endurbótum á forsetasetr- inu á Bessastöðum. Úttekt á tæknilegu ástandi og menningarsögulegu gildi hús- anna umhverfis húsagarðinn er nýlega Gunnarsson lokið. Endanlegt mat á niðurstöðum þeirrar úttektar liggur ekki enn fyrir, en á því verða endanlegar tillögur nefndar- innar um frekari framkvæmdir byggðar, og lagðar fyrir fjárveitinganefnd Álþingis þegar það kemur saman í haust. Áætlana- gerð að því er varðar önnur mannvirki á staðnum svo og heildaráætlun um nýtingu lands og gerð annarra mannvirkja er ekki hafin. Fimmtíu milljónir til endurbóta á þessu ári Það var skömmu fyrir þinglok síðast liðið vor að samþykkt voru á Alþingi lög um endurbætur og framtíðaruppbygg- ingu forsetasetursins á Bessastöðum. Samþykkt var fimmtíu milljóna króna fjárveiting til þessara verkefna á þessu ári, en ekki er ljóst hvað endurbæturnar koma til með að kosta í heild sinni. Lögin voru lögð fram af forsætisráðherra á seinustu vikum þingsins og afgreidd með nokkrum hraði, vegna þess að þá var orðið ljóst að mannvirki á Bessastöðum voru mun verr farin en áður hafði verið haldið. Samkvæmt lögunum skal lokið viðgerðum og enduruppbyggingu á Bessastaðastofu fyrir árslok 1990 og við- gerð og endurbyggingu annarra húsa sem tengjast Bessastaðastofu, fyrir árslok 1991. Ennfremur skal lokið á næsta ári gerð heildaráætlunar um nýtingu lands og uppbyggingu mannvirkja á Bessastöð- um. Úppbyggingu annarra mannvirkja en þeirra sem áður eru upp.talin, skyldi lokið innan sex ára frá gildistöku laganna. í júní skipaði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra nefnd til að annast, undir yfirstjórn ráðuneytisins, áætlana- gerð samkvæmt lögum þeim er sett voru m smxn 1 1] r n i l !li! II 1 i i| ■11 % II 11 i H ■ - B m 11 um endurbætur og framtíðaruppbygg- ingu forsetasetursins. í nefndinni eru: Baldvin Tryggvason, Gunnar Hall og Helgi Bergs fyrrverandi bankastjóri og er hann jafnframt formaður hennar. Nefnd- in hefur ráðið Pétur Stefánsson sem verkefnisstjóra, en arkitektar að verki þessu eru húsameistari ríkisins og Þor- steinn Gunnarsson arkitekt. Þáttur Friðriks fimmta Friðrik fimmti Danakonungur komst til valda árið 1746, en fram að þeim tíma hafði ríkt nokkur drungi í dönsku þjóð- lífi. Friðrik fimmti var hins vegar maður lífsglaður og hafði gaman af leikhúsum, konum og skemmtanalífi, en það sem mestu máli skipti fyrir íslendinga var það að hann var áhugamaður um byggingar- list. Konungurinn hafði sér til ráðuneytis fróða menn sem voru undir miklum áhrifum frá upplýsingarstefnunni, sem lék um Evrópu á þessum tíma. En megin inntak upplýsingarstefnunnar var trú mannsins á framfarir. Byggt í kjölfar ' upplýsingarstefnunnar Það var yfirlýst stefna danskra stjórn- valda á þessum tíma að bæta húsakost á íslandi og embættismenn hérlendirgengu á lagið með Skúla Magnússon fógeta í fararbroddi. í þessum meðbyr upplýsing- jarstefnunnar var ráðist í þrjár merkar steinhúsbyggingar, sem allar hafa þýðing- armikið gildi fyrir íslenska menningu og sögu. Þessar byggingar voru Viðeyjar- stofa er byggð var að frumkvæði Skúla fógeta, dómkirkjan að Hólum og loks Bessastaðastofa. Gagngerum endurbót- um í Viðey er lokið og um þessar mundir er verið að reka smiðshöggið á endur- byggingu Hóladómkirkju. Framkvæmd- - irnar á Bessastöðum standa hins vegar enn. Það var að frumkvæði Magnúsar Gísla- sonar að hafin var bygging Bessastaða- stofu. Hugmynd hans var að slá tvær flugur í einu höggi, byggja á sama tíma bústað fyrir landlækni á Nesi við Seltjörn og bústað fyrir sig sjálfan á Bessastöðum. Til þess að hanna Bessastaðastofu og Nesstofu var fenginn danski arkitektinn Jan Fortling, en hann var einmitt læri- sveinn þess manns er teiknaði kirkjuna að Hólum. Teikningarnar voru sendar upp til íslands og með þeim tveir múrar- ar, annar íslenskur, ásamt tveimur smiðum. Þeir áttu að sigla á milli Seltjarn- arness og Álftaness og klára þessi tvö hús. Tímamynd: Árni Bjarna Kostnaður langt fram úr áætlun Áður hafði verið numið grjót í Foss- voginum og siglt með það yfir til Bessa- staða. Fljótlega kom í ljós að steinninn sem hafði verið höggvinn og átti að duga í alla bygginguna reyndist hvergi nærri nógur og nægði einungis í sökklana undir henni. Magnús Gíslason stóð frammi fyrir því að byggingarnar tækju lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir og tók þá ákvörðun að láta Nesstofu ganga fyrir og þess vegna var þeirri byggingu lokið fyrr en framkvæmdunum á Álftanesinu. Lokið var við smíði Bessastaðastofu 1766 og reyndist hún miklu dýrari fram- kvæmd en gert hafði verið ráð fyrir, kostaði 4.300 ríkisdali. Magnús flutti inn að vorlagi það ár. Honum entist ekki aldur til langs búskapar þar, en hann lést um haustið 1766. Þá flutti inn í Bessa- staðastofu Ólafur Stephensen tengdason- Latínuskólinn til Bessastaða Ólafur sat ekki lengi á Bessastöðum, frekar en Magnús tengdafaðir hans. Hann flutti í burtu árið 1770, í hans stað komu embættismenn Danakonungs og síðastur í þeirra röð var Trampe greifi. I lok átjándu aldarinnar var tekið að gæta þeirrar þróunar sem haldist hefur síðan, sem er uppbygging Reykjavíkur. Um þetta ieyti gengu harðir jarðskjálftar yfir Suðurland og í þeim náttúruhamförum hrundu hús í Skálholti. Ein þeirra bygg- inga sem varð ónothæf var húsnæði Latínuskólans og þar eð skólinn stóð uppi húsnæðislaus bauð Trampe greifi það að starfsemi hans skyldi flutt til Bessastaða. Ef til vill var þetta ekki boðið af örlætinu einu saman, því að greifinn sá það fyrir sér að kæmi skólinn ekki til Bessastaða yrði honum fundinn staður í vaxandi bæ hinu megin við sundin, Reykjavík. Latínuskólinn var til húsa á Bessastöðum frá 1805 til ársins 1846. Þegar skólinn flutti inn var veitt nokkru fé til breytinga og endurbóta á Bessa- staðastofu, en herbergjaskipan hélst óbreytt þó svo að nýtingu þeirra væri breytt til muna. Árið eftir að Latínuskólinn flutti frá Bessastöðum komst Bessastaðastofa í einkaeign, er Grímur Thomsen festir kaup á henni, en faðir hans hafði verið* lengi skólaráðsmaður á staðnum. Hann bjó síðan á Bessastöðum til dauðadags eða allt til aldamótanna en þá kaupir Skúli Thoroddsen Bessastaðastofu. Skúli lét breyta og síðar var því breytt sem var breytt Skúli stóð fyrir talsverðum breytingum á húsinu og aðallega á útliti þess. Hann lét smíða kvisti á austur- og vesturhlið hússins og tók af gaflsneiðingarnar, en reisti báða gaflana upp í oddgafla. Skúli Thoroddsen bjó í Bessastaðastofu frá 1901-1908, en þá var hún leigð út til 1917 og er þá keypt af Jóni Þorbergssyni. Á eftir honum flutti inn Björgúlfur Ólafsson læknir og loks Sigurður Jónasson. Á þessum tíma voru gerðar nokkrar breyt- ingar á herbergjaskipan stofunnar og milliveggir rifnir niður. Árið 1941 gaf Sigurður íslenska ríkinu Bessastaðastofu í þeim tilgangi að hún yrði bústaður ríkisstjóra. Eftir það tekur Gunnlaugur Halldórs- son að sé það verkefni að breyta húsinu, og að hluta til í upprunalegt horf. Meðal breytinga er hann lét framkvæma var að breyta göflunum aftur í sneiðgafla, skipta um þakklæðningu og byggja anddyri framan við húsið. Næstu breytingar á Bessastöðum voru framkvæmdar þegar forseti íslands flutti þangað inn 1944. Þá var byggður móttökusalur og blómaskáli , við Bessastaðastofu. . . , SolS! I -' 4Z222-. ur hans. Algengir annmarkar húsa sem reist voru á þessum tíma voru að þök og gaflar iáku og kalkið hrundi af veggjum. Þetta var vandi sem Ólafur tók að sér að kljást við og stóð hann m.a. í bréfaskrift- um við fulltrúa dönsku stjórnarinnar þar sem hann gerði grein fyrir að skjalasafn amtsins lægi undir skemmdum vegna vatnsleka. Timbur í þaki er víða ónýtt fyrir löngu Skemmdir í burðarviðum hafa verið mönnum Ijósar strax árið 1901, en þá var steypt utan um þær. Þunnar fjalir blasa við er veggfóðrið hefur verið rifið af milliveggjunum. Þorsteinn Gunnarsson arkítekt segir byggingarsögu Bessastaðastofu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.