Tíminn - 13.09.1989, Síða 14
14 Tíminn,;
HIIIIIHHIIIIIIIIIHIili I'ITI QND lllllllllllllllllllllllllllillllllEllllilllililllllllllllliaillllllllllllllllllllllllllÍÍÍ
FRÉTTAYFIRLIT
Miövikudagur 13. september 1989
Öfgastefnur sækja í sig veðrið:
PRAG - Austur-þýski lög-
fræðingurinn Wolfgang Vogel
sinnir nú þeim sérkennilega
starfa að ganga á milli sendi-
ráða Vestur-Þýskalands í hin-
um ýmsu höfuðborgum Aust-
ur-Evrópu og telja þaulsætna
landa sína á að hverfa heim. í
gær tókst honum að fá 250
manns, er vermt hafa bekki í
sendiráði Vestur-Þjóðverja í
Prag síðan í apríl, til að létta
heimsókninni og fara heim.
Fólkinu var heitio opinberri að-
stoð við útvegun vegabréfsárit-
ana vestur yfir. Um 170 Austur-
Þjóðverjar létu þó ekki skipast
við fagurgala Vogels og sitja
áfram sem fastast.
GENF - Ráðamenn hugleiða
nú að taka fyrir að nýju umsókn
Kínverja um aðild að GATT-
sáttmálanum um viðskipti og
tollaívilnanir. 96 þjóðireru aðil-
ar að sáttmálanum og hugðust
Kínverjar bætast í þann höp,
en umsókn þeirra var lögð til
hliðar eftir júní-blóðbaðið á
Torgi hins himneska friðar.
Kína var meðal stofnþjóðanna
1948 en kommúnistastjórnin
hætti aðild er hún komst til
valda. Nú eru breyttir tímar og
sóttu þeir um að nýju fyrir
þremur árum.
NÝJA-DELI - Mikið jaml,
japl oa fuður reis í Indlandi
nýverið er syni Rajivs Gandhi,
forsætisráðherra landsins, var
veitt skólavist í einum fremsta
háskóla landsins. Hinn 17 ára
gamli Rahul Gandhi fékk að-
eins 6,1 á inntökuprófinu, en
aðrir þurftu að ná 8,0. Pilturinn
þótti hins vegar meistaraskytta
með riffli og varð hittni hans
honum til bjargar. Telst slíkt og
þvílíkt til íþróttaafreka, þar í
landi, og því réttlætanlegt að
leyfa drengnum að „skjóta sig
inn í skólann."
DOVER - Díana, spúsa
Karls Bretaprins, var fengin til
að tendra í hátíðlegri brennu í
gær. Til eldsneytis voru notuð
fjögur tonn af maríjúanadufti
er tollgæslan breska hefur ver-
ið að sanka að sér gegnum
tíðina.
VARSJÁ - Pólska þingið
lagði i gær blesun sína yfir
hina nýju stjórn Mazowieckis.
Forsætisráðherrann fékk að-
svif á meðan hann flutti stefnu-
ræðu sína og er ofþreytu kennt
um. Stjórn Steingríms er bein-
línis fámenn miðað við þá
pólsku: Ellefu ráðherrar eru úr
röðum Samstöðu, fjórir úr röð-
um kommúnista, einn er óháð-
ur en sjö teljast til Bænda-
flokksins og Lýðræðisflokks-
ins. Kommunistar hafa fögur
orð uppi um stuðning og holl-
ustu við hina nýju stjórn.
BONN - Vestur-þýskum yfir-
völdum til mikillar hrellingar
skrönglast nú hundruð Wart-
burg- og Trabant-farkosta inn
á „átóbanana", þvert í blóra
við mengunarlöggjöf þarlenda
sem er í strangara lagi. Yfirvöld
hyggjast þó sjá í gegnum fing-
ur við apparöt þessi, enda
eigendurnir austur-þýskir
flóttamenn er ekki hafa fjár-
hagslegt bolmagn til að kaupa
Benz og BMW fyrsta kastið.
Vandamálið verður hvort eð er
ekki langvarandi, því vara-
hlutalager fyrir bílaflota aust-
anmanna mun vera af skorn-
um skammti vestan tjalds -
nema þá kannski á íslandi.
Uppstokkun fyrir stafni
í norskum stjórnmálum
Verkamannaflokkur Gro Harlem Brundtland, forsætisráð-
herra Noregs, er haldið hefur um stjórnartaumana í norskum
stjórnmálum síðastliðin þrjú ár, tapaði verulegu fylgi í
þingkosningunum á mánudag. Flokkurinn, er áður hafði 77
þingsæti af 157, fékk nú 63 sæti af 165 og neyðist til að bera
meir í víurnar við Vinstri sósíalistaflokkinn, eigi stjórn hennar
að halda velli.
Verkamannaflokkurinn hefur
ekki hlotið verri útreið í kosningum
síðan 1930. Eru úrslitin túlkuð sem
höfnun kjósenda á hinum hefð-
bundnu valkostum norskra stjórn-
mála, því helstu andstæðingar
stjórnarinnar, miðju- og hægriflokk-
arnir, fóru einnig hrakfarir. Hugsan-
legt er talið að þessi öfl, ersamanlagt
hafa 84 sæti á þinginu, leggist á eitt
um að fella minnihlutastjórn Verka-
mannaflokksins en öllu er óvissara
hvort samvinnan endist þeini í
stjórnarsæng.
Öfgarnar til hægri og vinstri fara
út úr kosningum þessum með blakt-
andi fánum. Framfaraflokkur Carls
Hagen hlýtur að teljast hafa hreppt
vinninginn, ásamt með Sósíalska
vinstriflokknum. Hinn fyrrnefndi
hafði fyrir tvö þingsæti en hlaut nú
22, en hinn síðarnefndi bætti hag
sinn úr 6 þingsætum í 17. Hagen er
nú formaður þriðja stærsta flokks
Noregs og hefur lýst því yfir að hann
hyggist greiða atkvæði með van-
trauststillögu á stjórn Brundtland er
þing kemur saman í næsta mánuði.
Ekki er þó ljóst hvoru megin vallar
stuðningur Framfaraflokksins muni
liggja er yfir lýkur, því miðju- og
hægriflokkarnir, er taldir eru líkleg-
astir til myndunar nýrrar stjórnar,
hafa leitt Carl Hagen og flokk hans
hjá sér, sökum öfgafullrar stefnu
flokksins. Framfaraflokkurinn vill
skera niður hið rándýra velferðar-
kerfi, stemma stigu við innflytjend-
um, lækka skatta og selja sem mest
af ríkisfyrirtækjum. Sósíalski vinstri-
flokkurinn er algerlega á öndverðum
meiði; vill aukna velferð, aukin
ríkisútgjöld og herta stefnu í um-
hverfismálum. Þá hefur flokkurinn
úrsögn úr NATO á stefnuskránni og
vill halda Noregi utan við EBE í
lengstu lög.
Búist er við þreifingum á næstunni
milli hægri manna, Kristilega þjóð- er talið að Jan Syse, forsætisráðherr-
arflokksins og Miðflokksins um aefni hægri manna, leiði viðræðurn-
hugsanlegastjórnarmyndun. Líklegt ar.
„Traustir vinir og bandamenn,“ segja Rússar.
Útþrá austur-þýskra borgara:
Rússneski björninn
hefur upp raust sína
Fremur lítið hefur farið
fyrir áliti Sovétmanna á þró-
un mála við ungversku landa-
mærin. Tass-fréttastofan
sovéska birti þó á mánudag
harðorða frétt í garð vestur-
þýskra fjölmiðla er frétta-
stofan sagði blása út umfjöll
un um málið og hvetja aust-
ur-þýska borgara til ólög
legra aðgerða.
indreka austantjalds til bæna og
sagði þá hundsa ákvæði alþjóðarétt-
ar með því að gefa út vestur-þýsk
vegabréf til handa borgurum annars
ríkis. Einnig varaði sovéska frétta-
stofan við því að brotthlaup tugþús-
unda Austur-Þjóðverja yrði nýtt sem
vatn á myllu krafa um sameiningu
þýsku ríkjanna.
I gær sagði talsmaður sovéska
utanríkisráðuneytisins, Gennady
Gerasimov, að með því að greiða
fólki umferð um vestur-Iandamæri
sín hefðu ungversk stjórnvöld stigið
„afar óvenjulegt skref" og kvað
ráðamenn f Moskvu hafa miklar
áhyggjurafástandimála. Gerasimov
forðaðist þó að bera ungversk stjórn-
völd beinum sökum og sagði ástand-
ið ekki snerta Sovétmenn beint.
Hann vísaði þó í fyrrgreind ummæli
Tass, þar sem segir meðal annars:
„Austur-Þýskaland er órjúfanlegur
hluti Varsjár-sáttmálans og jafn-
framt traustur vinur okkar og banda-
maður. Það skyldu allir þeir gera sér
grein fyrir er vega vilja að fullveldi
þess og sjálfstæði.“
Einnig tók Tass vestur-þýska er-
Heimiliserjur hjá Sabena:
AFKASTAVERKFALL
RASKAR ÁJETLUN
Belgíska flugfélagið Sabena
neyddist til að fella niður flest flug
sín í gær, vegna áframhaldandi
aðgerða þeirra 1200 flugfreyja og
þjóna er hjá félaginu vinna. Flug-
liðar krefjast sérstakra uppbóta á
eftirlaun og samræmingar á kaup-
töxtum, þannig að sömu laun séu
greidd fyrir sömu vinnu. í stappi
hefur staðið milli aðila síðan 17.
ágúst og hafa mismunandi uppá-
tæki starfsfólksins fært áætlun fé-
lagsins úr skorðum þann tíma.
Carlos Van Rafelghem, forstjóri
flugfélagsins, kvaðst í gær ekki
tilbúinn að hækka síðasta boð sitt
til starfsfólksins en flugliðar hafa
hafnað því. Sabena íhugar nú að
skerða launagreiðslur til þeirra
starfsmanna er ekki haldi sig á
mottunni.
EBE:
Ótti Banda-
ríkjamanna
með öllu
ástæðulaus
Talsmaður Efnahagsbandalags
Evrópu sagði í gær, að áhyggjur
Bandaríkjamanna vegna eflingar
innbyrðis viðskipta í aðildarlöndum
EBE væri með öllu tilhæfulausar.
„Við sjáum enga ástæðu til að biðjast
afsökunar á kerfi okkar,“ sagði tals-
maður bandalagsins er hann var
spurður álits á ummælum Cörlu
Hills, viðskiptafulltrúa Bandaríkja-
stjórnar í fyrradag. Hills lét þau orð
falla, að 1992 yrði bandarískum
fyrirtækjum bolað frá hinum sameig-
inlega markaði, nema því aðeins að
þau settu upp dótturfyrirtæki í Evr-
ópu. EBE-talsmenn telja að hertar
reglur, er mæla svo fyrir að skýrt
skuli kveðið á um framleiðsluland
ljósritunartækja, kunni að hafa orð-
ið bandarískum fyrirtækjum tilefni
til að halda að upp væru runnir tímar
innflutningshafta og verndartak-
markana í Evrópu. Reglur þessar
hefðu hins vegar verið settar til að
sporna við undirboðum og hindra
japanska RICOH-fyrirtækið í að
komast hjá innflutningsgjöldum
með því að selja ríkjum bandalags-
ins vörur er settar hefðu verið saman
í Bandaríkjunum.
Utanríkisráðherra Breta, John
Mayor, sagði í gær að þjóð sinni væri
áfram um að sýna heilindi í samstarf-
inu við önnur lönd EBE og því væru
Bretar reiðubúnir að taka frum-
kvæðið að efnahagssamruna land-
anna 1992. Jafnframt kvað utanríkis-
ráðherrann óhugsandi að rjúfa nein
tengsl við Bandaríkjamenn. Hann
kvað þær skoðanir fráleitar, að
bandalagið væri að byggja hafta-
múra um viðskiptasvæði sitt og kvað
markaðinn áfram mundu verða op-
inn öðrum viðskiptaþjóðum. Mayor
sagðist þeirrar skoðunar að verndar-
tollar væru ætíð til skaða, innan
Evrópu sem utan.