Tíminn - 16.09.1989, Page 3

Tíminn - 16.09.1989, Page 3
helgin 13 Prestshjónin, Björn og Helga, sátu i Viðey, þegar séra Jón kom auga á ungmeyna með hið „hreina og þægilega yfirbragð". Vart höfðu þau felit þetta mál, ; þegar inn kemur bóndinn á Rauða- bergi. Hafði hann beðið J>ess, að prestur vaknaði, og var erindið að bera honum bréf frá sr. Markúsi, þar sem hann skýrir svo frá, að Kristín „hreint afsegi" að taka sr. Jóni. Hins vegar lætur sr. Markús þess getið, að önnur systir sín, Margrét að nafni, sé á austurleið með sér, og vilji hún fyrir sín orð fara til hans. Biður hann ! prest að skrifa sér hið bráðasta, ef ! hann vilji gera sér Margréti að góðu. Þetta mátti óneitanlega teljast vel boðið, en þar sem hér var um það að ræða að gera kaup að óséðu, var sr. Jóni samt nokkur vandi á höndum. Ræddi hann málið ýtarlega við dótt- ur sína, og „í því ráðslagi verður sú ályktun, að samviskufriður og ró- samt geð sé fyrir öllu“ og án þess muni hann ei aftur ná sínum „trufl- uðu sönsum". Skrifar hann síðan sr. Markúsi, tengdasyni sínum, bréf um hæl, þar sem hann tjáir honum, að sér bráðliggi á stúlkunni, eins og allir viti, en þó vilji hann ekki fá hana, ef henni sjálfri sé það þvert um geð. Er ekki að orðlengja, að hún reyndist fús til ferðarinnar, og „hagaði guðs forsjón því svo til, að sr. Jón leiddi hana inn í sín hús hinn 17. júlí, á sömu stund og réttu ári seinna en „Setbergsráðið" hrakti hann frá sér huggunarsnauðan og kvenmanns- lausan. Það má með sanni segja, að þetta yrði hinn mesti hamingjudagur fyrir sr. Jón, enda kveður hann svo sjálfur að orði, „að lífið hefði þá af sér pressast, ef guð hefði ekki lagt sér þessa stúlku til allrar uppþenkjan- legrar aðhjúkrunar". Þóttust þau og bæði sjá í hendi sér, að forsjónin hefði ætlað þeim eina og sömu hjónasæng, og stóð brúðkaup þeirra hinn 30. sept. um haustið. Bar það upp á hinn sama dag og sr. Jón hafði gengið að eiga fyrri konu sína. „Þannig leikur guð við mannanna börn og gerir marga hluti betur og yfirgnæfanlegar en nokkur kann um að biðja.“ Sr. Jón segir sjálfur svo frá, að hann hafi á þessu æviskeiði verið kominn á fremsta hlunn með að efast um guðs miskunnsemi, en við giftinguna hafi hann aftur öðlast fullkomna hugarhvíld, ásamt sætum og rólegum svefni, „hvar við burt- drifust allir vondir þankar, freisting- ar og innbyrlingar1'. Hann gat því aftur gengið glaðvær að hverju verki og fékk nú tvöfalda löngun „til að lofa guð og dýrka“. Er ekki ofmælt, að sú hafi verið höfuðiðja sr. Jóns þau ár, sem hann átti enn ólifað. Hér má taka það fram, að hin unga prestskona, frú Margrét Sig- urðardóttir, var að sínu leyti viðbúin hlutskipti sínu, enda verður ekki annars vart en að hún hafi tekið því með hamingjusömu jafnaðargeði. Hafði hana fimm árum áður dreymt, að til hennar kæmi maður, er segði við hana: „Þú átt að fara til sr. Jóns!“ Þóttist hún í svefninum inna mann- inn eftir, hvar sá sr. Jón væri, en |hann svaraði: „Hann er fyrir aust- lan.“ Sagði Margrét ýmsum draum sinn, og urðu bæði hún og aðrir til að leggja trúnað á hann. Þannig er það „reynt og prófað", segir sr. Jón, „að það stendur ei í mannsins frívilja að giftast eða giftast ei eða að eiga þá, sem hann vill, og ekki hina, er hann vill ekki ... Hlutföllum verður varpað, en þau falla sem drottinn vill. Svo var og um þessar systur. Ég hafði fullan hug á að fá þá fyrri mér til aðstoðar og hafði þar í fylgi með mér eina þá bestu menn. Mér og öllum sýndist það hið besta ráða- neyti, en þar fyrir hafði ég mesta kostnað og mæðu. En þessi síðari kom til mín án allrar mæðu og fyrirhafnar og var mér þó í allmörgu hentugri en hin.“ Með svo dásamleg- um hætti hafði guð staðið við fyrir- heit það, sem hann hafði gefið honum veturinn áður, en þá þótti sr. Jóni sem við sig væri mælt: Ekki þessa, heldur hina til huggunar skal eg gefa þér. Skulu þrautir þínar lina, þegar þú henni giftur er. Þetta var á þeim tíma, þegar hugur hans beindist að Ingibjörgu meðhjálparadóttur, og bjóst hann ' þá við, að vísan benti til hennar, en nú sá hann, að almættið hafði í náð sinni og visku ályktað öðruvísi. „Lofaður veri guð, sem þannig enti á mér öll fyrirheiti, viðvaranir, inn- föll og annað, hvað hér að laut!“ Ginseng: Næringarrík rót eða náttúrulyf? ginsengs vaxið hröðum skrefum á Vesturlöndum þrátt fyrir hátt vérð á Gingseng jurtin á uppruna sinn að rekja til Kóreu. Hún er sveipjurt af svokallaðri umbelliflóru og er því fjarskyldur ættingi annarra þekktra lækningajurta á borð við rússneska rót (síberíuginseng) og hina íslensku ætihvönn. Fyrstu sagnir um lækn- inga- og hressingarmátt ginsengs eru frá Kóreu og eru taldar 5000 ára gamlar. í elstu kínversku lyfja- skránni Jijuzhang, sem fyrst var gefin út 48-33 f.Kr. er ítarlega getið um ginseng. Þar er því haldið fram að neysla ginsengs komi fólki í andlegt jafnvægi, dragi úr spennu, bæti minni, skerpi sjón og örvi hugsun. Fyrsta kínverska kennslu- bókin í læknisfræði (Shanghan Lun), sem kom út 200 árum síðar tekur mjög í sama streng, þar er m.a. ráðlagt að gefa ginseng við: streitu, þreytu, afkastarýmun, einbeitingar- skorti, öldrunareinkennum auk kyndeyfðar. Þar fyrir utan var gin- seng talið heilsufarslega styrkjandi og hafa fyrirbyggjandi áhrif gagnvart ýmsum sjúkdómum. Okkur Vestur-| landabúum kann að þykja þessi' upptalning full yfirdrifin en stað- reyndin er sú að nýjustu vísindalegar rannsóknir staðfesta flest það sem Kínverjar höfðu áður haldið fram og sýna ótrúlega nákvæmni þeirra. , Heimsveldisstefna Fljótlega bámst fréttir af ginseng- rótinni til keisarans í Kína, sem sölsaði Kóreu undir sig. Fyrir um 1000 ámm var villt vaxandi ginsengi nánast útrýmt. En það var þá talið meira en þyngdar sinnar virði í gulli. Keisarinn sló eign sinni á allt ginseng í Kóreu og bannaði verslun með það að viðlagðri dauðarefsingu. Keisar- inn og nánustu hirðmenn hans not- uðu einungis rautt eðalginseng, sem innihélt hæst hlutfall virkra efna. Það var unnið úr 6 ára gömlum TÓtum, sem uxu á miðhálendi Kóreu jí 800-1000 metra hæð. Var þeim istofni nánast gjöreytt þegar hafin 'var sérstök ræktun á honum í svo- jnefndum leynigörðum fyrir u.þ.b. i800 ámm. i Nýlegar rannsóknir - Gamalt vín á nýjum belgjum Ekki em margir áratugir síðan ginseng fór að berast til Vesturlanda í einhverjum mæli. En neysla þess hefur vaxið jafnt og þétt hin síðari ár. Vísindamenn em almennt sam- mála um að ginseng auki aðlögunar- hæfni manna enda eru rússneskir geimfarar látnir taka inn ginseng í öllum geimferðum. Prófessor I. Breckhan frá Vladivostok lýsir auk- inni aðlögun þannig: „Ginseng hefur einstaka hæfileika til að verja lífkerf- ið gegn streitu, meiðslum og sýkingu auk þess að flýta fyrir bata.“ Dr. Finn Sandberg prófessor í lyfjafræði við háskólann í Uppsölum, gerði víðtæka könnun meðal nemenda. Tilraun þessi stóð í 33 daga og sýndi mjög jákvæða útkomu meðal þeirra nemenda, sem tóku inn ginseng. Dr. Sandberg telur að engin lyf úr gervi- efnum gætu gefið slíkan árangur án skaðlegrahjáverkana. Dr. Sandberg komst að þeirri niðurstöðu að gin- seng yki almennt viðnám gegn skað- legum efnalegum og lífrænum áhrif- um. Prófesor Petkov við lyfjafræði- deild læknaháskólans í Sofíu, höfuð- borg Búlgaríu, hefur rannsakað ginseng í 20 ár. Hann hefur sýnt að ginseng geti komið að gagni við sumum andlegum truflunum, þ.e. hugsýki og þunglyndi. Petkov telur að með neyslu ginsengs komist starf-1 semi heilans á hærrastig. Fjölmargar tilraunir á dýrum og mönnum hafa I sýnt að rautt ginseng frá Kóreu jafnar blóðþrýsing og lækkar kóle-1 steról. Fjöldi kannana sýnir að gin-1 seng eykur skynjun, einbeitni og nákvæmni. Aðrar kannanir sýna að ginseng eykur úthald, sem talið er að stafi af betri súrefnisnýtingu. StoH Kóreubúa • Eins og nærri má geta hefur neysla hremu ginsengi. Nú er svo komið að Vesturlandabúar neyta meira magns af „ginsengi“ en heimsframleiðslan er. Þetta sýna bæði neytendakann- anir og opinberar skýrsíur. Kóreska | ríkið hefur brugðist hart við þessari þróun með lagasetningu, sem gildir i þó eingöngu um rautt gingseng. Bestu ræktunarsvæðin eru frátek- in fyrir rautt ginseng. Kóreska ríkis- einkasalan hefur einkaleyfi á ræktun, vinnslu og dreifingu á rauðu ginsengi. Lögin fela m.a. í sér að jarðvegurinn fái að minnsta kosti 10 ár til að jafna sig að uppskerunni lokinni, vegna þess að rótin merg- sýgur alla næringu úr jarðveginum. Ræturnar skulu vera a.m.k. 6 ára þegar þær eru handtíndar. Jafnframt ákvarða lögin Iágmarksfjarlægð milli plantna. Notkun tilbúins áburðar eða annárra aukaefna er stranglega bönnuð. Vinnsla á rauðu eðal- ginsengi er einungis heimiluð úr bestu rótunum. Að síðustu segja lögin í smáatriðum til um hvernig vinnsla skuli fara fram. Ef ginsengið hefur staðist öll próf er gefin út ríkisábyrgð til söluaðila. Rautt ginseng eitt allra ginsenga inniheldur öll virk hollefni auk fjör- efna og steinefna. Samkvæmt nýlegri könnun, sem gerð var í Danmörku á 13 mest seldu ginsengtegundunum og skyldum jurtum reyndist mikill munur á einstökum tegundum. Les- endum til fróðleiks læt ég þessa töflu fljóta með. Virkefni eru mæld í milligrömmum í hverju grammi: Síberískt ginseng hylki............ 1,7 Ekta Panx ginseng G 1000 ......... 24,2 Kóreskt Panax ginseng 1000 ....... 19,2 Action rússnesk rót .............. 14,2 Tai-ginseng ...................... 13,9 Gericomplex....................... 20,4 Ginsana G 115 ..................... 5,8 Gerimax .......................... 37,6 Panax 600 ginseng.................. 6,0 Kóreskt ginseng hylki............. 28,9 Hrein sterkt ginseng.............. 20,3 Raut kóreskt ginseng............. 70,1 Rautt kóreskt ginseng extrakt . . . 167,0 Indriði Karlsson, bóndi Grafarkoti, V-Hún.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.