Tíminn - 16.09.1989, Síða 10
20
HELGIN
Laugardagur 16. september 1989
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKA
Týnda konan kom smám
saman í leitirnar
Fyrst fannst koffort meö búknum í en höfuðið og
útlimirnir komu ekki í leitirnar fyrr en morðinginn
vísaði á það. Hann sór að dauði konunnar hefði
verið slys en kviðdómur trúði því varlega.
kom heim, hefði Barbara verið farin
og eitthvað af eigum hennar líka.
- Þá taldi ég þetta bara venjulegt
heimilisrifrildi og hugsaði ekki mikið
um það, hafði maðurinn sagt.
Tveimur dögum síðar kom svo móð-
ir Barböru og spurði eftir dóttur
sinni.
Bóndinn ók eftir Duke
Road á leiðtil smábæjarins
Augusta í fimm km fjar-
lægð og skammt vestur af
St. Louis í Missouri. Það
var 16. mars 1987. Hann
talaði í lágum hljóðum við
sjálfan sig og formælti
borgarbúum sem notuðu
vegina fyrir ruslahauga.
- Hvernig skyldi þeim þykja að cg
æki mykjunni minni í heimreiðar
þeirra? rumdi í honum.
Skyndilega steinþagnaði hann,
hemlaði snögglega, og ók síðan
aftur á bak þangað sem hann hafði
séð eitthvað óvenjulegt í ruslinu
meðfram veginum. Hann leit nánar
á það og sá að það var gljáandi svart
koffort, alveg nýtt að sjá og voru
leðurólar spenntar um það.
- Hver í ósköpunum fleygir svona
löguðu hér? spurði bóndinn sjálfan
sig um leið og hann steig út úr
bílnum til að athuga þennan eigulega
hlut nánar.
Koffortið var svo þungt að bónd-
inn ályktaði að eitthvað væri í því.
Hann átti í nokkrum erfiðleikum
með ólarnar en loks tókst honum að
leysa þær og lyfta lokinu.
- Hjálpi mér allir heilagir, hrópaði
bóndinn, saup hveljur nokkrum
sinnum, en snerist svo á hæli, stökk
upp í bílinn og setti nýtt hraðamet á
leiðinni að skrifstofu lögreglustjóra
St. Charles-umdæmis.
Það óð ósköpin öll á honum þegar
hann skýrði fyrir fulltrúanum hvern-
ig hann hafði komið auga á koffortið
og farið út til að athuga það nánar
og innihald þess.
- Hvað var í því? spurði fulltrúinn.
- Nakin kona, svaraði bóndinn. -
Að minnsta kosti hluti af henni. Það
vantaði höfuðið, handlegginaogfæt-
urna. Það var bara búkurinn.
Bóndinn vísaði nú Uebinger lög-
reglustjóra og fulltrúum hans á stað-
inn og benti þeim á koffortið. Hann
hafði ekki ýkt um óhugnanlegan
fund sinn. í koffortinu var nákvæm-
lega það sem hann hafði sagt.
Meðan teknar voru myndir af
koffortinu og innihaldi þess, kannaði
lögreglan umhverfið sem var sannar-
lega eins og ruslahaugur meðfram
veginum svo langt sem augað eygði.
Þetta voru einkum umbúðir af alls
kyns skyndimat og gosdrykkjum.
Hver var í koffortinu?
Þegar ekki fundust fleiri líkams-
hlutar fóru menn að velta fyrir sér
hvers konar maður hefði fleygt koff-
ortinu þarna og af hvaða ástæðum.
- Ég held að náunginn hafi ætlast
til að það fyndist, sagði Uebinger
lögreglustjóri. - Annars hefði hann
farið spottakorni lengra og fleygt
þessu í Missouri-fljótið.
Þar sem ekkert á vettvangi gaf
vísbendingu um hver konan væri
eða hvernig hún hafnaði þarna, var
farið með koffortið á stöðina og það
síðan afhent réttarlækni í St. Louis.
Uebinger hringdi til morðdeildar
lögreglunnar í borginni eftir aðstoð
og upplýsingum.
Hann varð þess vísari að verið var
að rannsaka hvarf 18 ára stúlku frá
Crystal City. Hún starfaði í stór-
markaði og hafði seinast sést á gangi
í Aðalstræti eftir vinnu á miðviku-
dagskvöld.
Nú var talið að hún gæti verið sú
sem í koffortinu var en læknirinn
útilokaði það fljótlega. Við rann-
sókn kom í Ijós að konan var að
minnsta kosti þrítug og hafði fætt
barn á síðustu fimm árum. Hún var
um það bil 163 sm og 70 kíló,
dökkhærð. Engin áverkar voru á
búknum og ekki var unnt á ákvarða
dánarorsök.
Lítið var á koffortinu sjálfu að
græða. Það var illa smíðað, líklega
heimatilbúið og hafði nýlega verið
lakkað svart.
Skömmu eftir að skýrt var frá
fundinum í útvarpi, var hringt frá
manni búsettum á svæðinu. Hann
kvaðst hafa ekið eftir veginum á
sunnudaginn og séð þá bíl ekið
löturhægt einmitt þar sem koffortið
fannst. Bíllinn hafði síðan snúið við
og ekiö til baka. Maðurinn lýsti
bílnum sem hálfgerðu hræi, dældótt-
um og illa förnum skutbíl, nokkuð
komnum til ára sinna. Hann hafði
séð ökumanninum bregða fyrir en
kvaðst ekki kannast við hann sem
búseta á svæðinu.
Bréf með morðjátningu
Uebinger lögreglustjóri afhenti
fjölmiðlum þessar upplýsingar og
bað hvern þann sem kynni að kann-
ast við bílinn og hafa séð hann á
svæðinu að gefa sig fram við lögregl-
una. Hann lagði áherslu á að bíllinn
væri ekki endilega settur í samband
við líkið í koffortinu og því skyldi
ökumaður gefa sig fram svo hægt
væri að útiloka hann.
Skipulögð leit fór fram meðfram
Duke Road beggja vegna en ekkert
frekara fannst. Áríðandi var að
finna hendur eða höfuð konunnar
svo hægt yrði að bera kennsl á hana.
Ekki vantaði að hringt væri frá
ýmsum landshlutum og sagt frá týnd-
um konum en ekkert var hægt að
staðfesta að svo stöddu.
Á þriðjudeginum var hringt til
Uebingers lögreglustjóra frá trúar-
söfnuði í Charlotte í Norður-Karól-
ínu. Maðurinn sagði að venjulega
væru öll bréfaskipti við yfirmenn
safnaðarins trúnaðarmál en í bréfi
sem nýlega barst, lét sendandi að því
liggja að hann hefði framið morð og
spurði hvort Guð myndi fyrirgefa
sér ef hann hefði gert það óvilj andi.
Undirskrift bréfsins var „Neil“ en
ekki var sagt hver hafði verið
myrtur, hvar eða hvenær. Bréfið var
sent frá Augusta í Missouri þann 17.
mars.
Uebingar hafði áhuga á bréfinu
þar sem það var sent sama dag og
koffortið fannst. Hann bað um að
það yrði sent til nákvæmrar rann-
sóknar.
Rithandasérfræðingur gat sagt
það eitt að bréfið væri skrifað af
karlmanni sem hefði verið í miklu
uppnámi. Ekkert tengdi bréfið lík-
inu í koffortinu nema að það var
sent frá Augusta sama dag og koff-
ortið fannst.
Meðal þeirra sem hringdu til Ue-
bingers vegna týndra kvenna var
Walter Buerger í Jefferson-um-
dæmi. Hann sagði að menn sínir
hefðu leitað konu sem væri ámóta að
hæð og þyngd og konan í koffortinu
og dökkhærð líka.
Sambýliskonan hvarf
Buerger sagði að sjónvarpsvið-
gerðamaður á staðnum hefði komið
til sín og tilkynnt hvarf sambýliskonu
sinnar. Hún hét Barbara Ann Roam,
var 27 ára og starfaði sem gengil-
beina á veitingastað í Hillsboro.
Maðurinn sagði Buerger lögreglu-
stjóra að hann hefði á tilfinningunni
að Barbara hefði bara yfirgefið sig
en vildi tilkynna hvarf hennar til að
ganga úr skugga um að ekkert hefði
komið fyrir hana.
Maðurinn sagði að þau Barbara
hefðu á föstudeginum áður farið til
Gray Summit til að heimsækja móð-
ur hennar. Barbara hefði reiðst þeg-
ar hann vildi fara heim eftir stutta
stund og þau rifust alla leiðina heim
í hjólhýsið. Hann fórsíðan til vinnu
á laugardagsmorgun og þegar hann
- Hún var í miklu uppnámi, sagði
Walter. - Hún sagði okkur að dóttir
sín myndi ekki undir nokkrum kring-
umstæðum skilja barnið sitt eftir og
hún þóttist viss um að eitthvað hefði
komið fyrir hana.
Lögreglumennirnir Kemp og
Speidel fengu það verkefni að at-
huga málið nánar. Þeir fóru á veit-
ingastaðinn þar sem Barbara starf-
aði. Þar var þeim sagt að hún væri
öndvegisstarfsmanneskja og allir
hefðu orðið forviða þegar hún kom
ekki til vinnu.
Einni starfssystur hennar varð að
orði: - Ég er ekki hissa þó hún færi
frá þessum ónytjungi sem hún bjó
með. Ég hef oft séð'hana með
marbletti og margsinnis sagt henni
að hún þyrfti ekki að láta fara svona
með sig.
Lögreglumennirnir fóru í hjól-
hýsahverfið þar sem Barbara og
vinur hennar höfðu búið. Aðrir
íbúar sögðu að þau hefðu alltaf verið
að rífast og slást og orðbragð þeirra
hefði verið með ólíkindum óþverra-
legt. Svo virtist sem fólk hefði verið
sammála um að þessi sambúð gengi
aldrei lengi og enginn orðið hissa á
að Barbara hefði yfirgefið hann.
Dánartíma
skeikar um viku
Þegar Buerger lögreglustjóri hafði
lokið frásögninni um árangur manna
sinna, spurði Uebinger hann hvenær
þetta hefði gerst. Buerger sagði að
maðurinn hefði tilkynnt hvarf Bar-
böru þann 9. mars en hún hefði
horfið þann sjöunda.
- Þá er þetta ekki okkar mál, sagði
Uebinger. - Koffortið fannst 16.
mars og læknirinn sagði að konan
hefði verið myrt sólarhring áður.
- Afsakaðu að ég tafði þig sagði
Buerger og kvaddi. - Við vorum svo
vissir af því lýsingin var svo lík.
Vegna lýsingarinnar á dældaða
skutbílnum hringdi bensínaf-
greiðslumaður í Augusta og sagði að
þannig bíll hefði komið á sunnudag
um hálfsex-leytið. Það var hálftíma
eftir að hann sást á Duke Road.
Maðurinn gat aðeins lýst öku-
manninum lauslega þar sem hann
hafði keypt bensínið í sjálfsala.
Hann hefði verið stórvaxinn og mað-
urinn var ekki viss um að geta þekkt
hann aftur.
- Bara að við gætum fundið bílinn,
sagði Simcox lögreglufulltrúi.
- Ég er alltaf að hugsa um þetta
frá Buerger, sagði Uebinger. - Get-
ur verið að lækni skjátlist um viku
við að ákvarða dánartíma.
- Það efast ég um, svaraði Simcox.
- Þeir gera ekki margar skyssur.
- Ég ætla samt að hringja aftur til
Buergers, sagði hinn og gerði það. -
Veistu hvernig bíl náunginn á sem
tilkynnti hvarf sambýliskonu sinnar?
- Ég skal komast að því, svaraði
Buerger. - Kemp og Speidel fóru að
hitta hann. Innan skamms kom Bu-
erger í símann aftur og sgaði: - Þeir
segja að hann sé á illa útlítandi
skutbíl.
- Grunaði mig ekki, varð Uebin-
ger að orði.
- Ertu orðinn skyggn eða hvað?
vildi Buerger vita. - Af hverju
spyrðu?
- Heldurðu að þú getir náð honum
ef við komum til að yfirheyra hann?
spurði Uebinger án frekari skýringa.
- Það er ekkert vandamál, hann
vinnur hérna á staðnum. Hvenær
komið þið?
- Eftir klukkutíma.
Bréfið falsað
Þegar Uebinger og Simcox komu
á staðinn beið maðurinn þeirra á
skrifstofu Buergers. Simcox kom
beint að efninu og spurði hann hvort
hann hefði verið í Augusta sunnu-
daginn áður.
- Ég var það, svaraði maðurinn
strax.
- Hvert var erindi þitt? var hann
spurður.
Maðurinn útskýrði að hann hefði
farið til House Springs að heimsækja
fyrrum vin Barböru, Neil Moore
sem bjó þar hjá foreldrum sínum.
- Þegar Barbara fór frá mér, hélt
ég kannski að hún hefði farið aftur
til hans, svaraði maðurinn. - Ég
frétti að þið hefðuð fundið Iík af
konu í kassa og fór að hugsa margt.
Kannski kom hún hingað og þeim
lenti saman með þeim afleiðingum
að hann drap hana og bútaði hana
niður.
Uebinger sneri sér nú að Buerger
lögreglustjóra og sagði honum frá
bréfinu til safnaðarins í Karólínu
sem undirritað var „Neil“.