Tíminn - 16.09.1989, Side 11
Laugardagur 16. september 1989
HELGIN W 21
WÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKA
Barbara Ann Roam hvarf frá heimili sambýlismanns síns.
Kom fyrrum elskhugi hennar vid söguna?
- Kannski okkur takist að leysa
þetta þrátt fyrir allt, sagði hann um
leið og þeir Simcox fóru.
í>eir óku beina leið til House
Springs og höfðu 'þar uppi á Neil
Moore. Hann viðurkenndi fúslega
að hafa átt vingott við Barböru
Roam áður en hún flutti til nýs vinar
síns í Hillsboro en að hann hefði
sjálfur ekki séð hana í nokkra mán-
uði. Aðspurður um bréfið kom hann
gjörsamlega af fjöllum og vissi auð-
sjáanlega ekkert um það.
- Það er handskrifað, sagði
Simcox. - Við getum fengið rithand-
arsérfræðing til að skera úr um hvort
þú hefur skrifað það.
- Ykkur er það velkomið, sagði
Moore. - Ég veit ekki um hvað
málið snýst en ef einhver myrti
Barböru, var það ekki ég.
Rithandasérfræðingurinn var
snöggur að skera úr um að Moore
hefði ekki getað skrifað bréfið.
- Fjárinn sjálfur, varð Uebinger
að orði. - Ég sem var svo viss um að
við værum að leysa þetta.
Uebinger varð hugsi. - Mér fannst
alltaf skrýtið að líkinu var fleygt þar
sem næsta víst var að það fyndist.
Gæti verið að Hillsboro-náunginn
hefði gert það og síðan skrifað
bréfið til að koma sökinni á Moore?
- Hann viðurkenndi að hafa verið
hérna daginn áður en líkið fannst,
sagði Simcox. - Hins vegar hvarf
konan viku áður en koffortið fannst
og læknirinn staðhæfir að konan í
því hafi ekki verið látin lengur en í
sólarhring áður.
- Ég kann ekki skýringu á því,
sagði Uebinger. - Ég held samt að
við ættum að ræða aftur við náung-
ann.
Eftir að hafa hringt aftur til Buer-
gers fóru Uebinger og Simcox aftur
til Hillsboro. Þar biðu þeirra lög-
reglustjórinn og hinn 32 ára Ralph
Cecil Feltrop en svo hét maðurinn
sem tilkynnti hvarf Barböru. Honum
var lesinn réttur hans og tjáð að
hann væri grunaður um að hafa myrt
Barböru. Hann kvaðst fús til að
svara öllum þeim spurningum sem
lagðar yrðu fyrir sig.
- Þá skulum við byrja á að segja
þér að bréfið til safnaðarins í Char-
lotte var ekki skrifað af Neil Moore,
tilkynnti Simcox. - Þú viðurkenndir
að hafa verið í Augusta þegar koff-
ortinu með líkinu í var fleygt þar. Þú
heimsóttir heldur ekki Moore eins
og þú sagðir okkur.
- Við getum borið saman rithönd
þína og bréfið, bætti Uebinger við.
- Ef þú ert í alvöru að leita fyrirgefn-
ingar, ættirðu að byrja á að segja
sannleikann.
Þegar Feltrop hikaði, sagði
Simcox: -Líkið í koffortinu var af
Barböru, við getum sannað það
núna og að líkindum finnast heima
hjá þér sannanir um að þú myrtir
hana og hjóst síðan höfuð og útlimi
af líkinu. Viltu ekki segja okkur
hvað gerðist?
Vildi ekki vekja barnið
í framburði sínum viðurkenndi
Feltorp að búkurinn í svarta koffort-
inu væri af Barböru Roam. Eftir að
þau komu frá móður hennar á föstu-
deginum hefðu þau haldið áfram að
rífast heiftarlega. Þegar hann fór að
hátta hafi Barbara komið æðandi að
honum með hníf og hótað að drepa
hann.
- Ég reyndi að ná hnífnum af
henni, staðhæfði Feltorp. - Hún
skarst á háls og ég sver að það var
slys.
Hann kvaðst hafa orðið viti sínu
fjær af skelfingu þegar hann gerði
sér ljóst að Barbara var látin og að
enginn myndi trúa því að dauði
henni væri slys. Hann sagðist hafa
reynt að troða líkinu í koffortið en
það reynst of stórt. Þá tók hann til
bragðs að sækja öxi og höggva
höfuðið og fæturna af. Það setti
hann í ruslapoka en hugsaði svo með
sér- að ef líkið fyndist gæti það
þekkst á höndunum, svo hann hjó
handleggina af líka.
Meðan á þessu gekk svaf dóttir
Barböru í hjólhýsinu. Feltorp ætlaði
að losa sig við líkið en óttaðist að
vekja barnið svo hann greip til þess
ráðst að setja líkhlutana í frystikist-
una. Þar voru þeir á meðan Feltorp
fór með barnið til frænku sinnar.
Hann sagði henni að Barbara hefði
yfirgefið þau og hann hefði ekki
hugmynd um hvar hún væri.
Það var ekki fyrr en móðir Bar-
böru kom að spyrja um hana að
Feltorp ákvað að losa sig við líkið úr
frystinum. Hann óttaðist að einhver
kynni að koma og leita. Þá datt
honum í hug að ef hann fleygði því
í grennd við heimili fyrrum vinar
Barböru, Neils Moore, gæti grunur
faliið á Moore. Þess vegna skrifaði
hann bréfið til safnaðarins í Char-
lotte og undirritaði með nafni Neils.
Eftir að Feltorp fleygði koffortinu
við Duke Road fór hann með pok-
ann með höfðinu og útlimunum og
losaði sig við hann í tjörn skammt
frá heimili Moores.
Frystingin tafði rotnun
Feltorp vísaði lögreglunni á tjörn-
ina og benti á staðinn þar sem hann
hafði fleygt pokanum. Mikið rétt. í
pokanum voru höfuð og útlimir
Barböru.
Þegar farið var yfir upplýsingarnar
seinna, sagði Uebinger. - Það var
frystingin sem ruglaði lækninn í
ríminu. Hún tafði fyrir eðlilegri
rotnun.
Ralp Cecil Feltorp kom fyrir rétt
í Hillsboro og mánudaginn 27. júní
var hann sekur fundinn um morð að
yfirlögðu ráði. Það tók kviðdóm
aðeins 14 mínútur að komast að
niðurstöðu um það en fjórar klukku-
stundir að krefjast dauðadóms.
Samkvæmt lögum áfrýjast dauð-
adómur sjálfkrafa til hæstaréttar en
hver sem niðurstaðan verður er
næsta víst að Feltorp verður ekki
frjáls maður um langt árabil.
IIIIIIIIIIIIIHlililll LÖGREGLUMANNSÞANKAR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllM
Samskipti og afskipti
Lögreglustarfið er þess eðlis að
samskipti við fólk eru þungamiðj-
an. Samskiptin eru af margvísleg-
um toga og mismunandi eðlis.
Ýmist er að fólk leitar sjálfviljugt
til lögreglu um úrlausn einhverra
mála, eða að Iögreglan hefúr sjálf
frumkvæði samskipta. Þeir sem
leita til lögreglunnar, gera það af
ólíkum orsökum; allt frá því að það
festir fingur í flöskustút, upp í
miklu mikilvægari málefni.
Eðlilega verða þessi samskipti
ÖU misjafnlega ánægjuleg fyrir
báða aðUa og má skipta þeim gróft
í jákvæð og neikvæð.
Jákvæð
samskipti ■■■
Nokkuð drjúgur hluti starfans
fer í margháttaða aðstoð við borg-
arann. Aðstoðin getur spannað
ótrúlegt svið. Oft er það svo að
þegar í nauðirnar rekur og fólki
verður ráðafátt, verður lögreglan
þrautalendingin. Þá er hringt á
lögreglustöðina og borið upp er-
indið. Lögreglan leysir úr málinu
eða vísar því til þeirra sem það
stendur nær. Því ekki eru þetta allt
erindi sem varða lögregluna sem
fólk ber upp. En reynt er eftir
megni að greiða götu manna og
skUja við þá ánægða.
Gamla starfsheiti lögreglu-
mannsins er „lögregluþjónn“.
Heitið er mjög „gegnsætt" og vísar
til þess að sá sem það ber, fer með
framkvæmdavald og þjónar gild-
andi lögum og reglum. Þeir eru æði
margir sem kjósa að leggja kol-
rangan skilning í hugtakið. Þegar
lögregla hefur afskipti af slíkum,
heyrast glósur eins og þær að
„lögregluþjónar" séu eða a.m.k.
eigi að vera „þjónar fólksins"
o.s.frv. Þjónkunin á þá einatt að
felast í því. að veita föðurlega
ámininngu og klappa þeim á koll-
inn sem hafa gerst á einhvem hátt
brotlegir við gildandi rétt, fremur
en að beita sektum eða öðrum
úrræðum. Það er ekki hlutverk
lögreglu að darka um bæinn og
rétta páskaegg að brotamönnum
með áminningu að innihaldi í máls-
háttar stað. En þá fyrst kastar
tólfunum þegar fólk hringir í þessa
sína þjóna eða æðir í veg fyrir þá á
götum úti og ætlast til að þeir aki
því á milli bæjarenda og/eða skutli
bílunum þess spottakom á grund-
velli þess að það sjálft er sauðölv-
að. Það bregður jafnvel við að
lögreglumenn em á erfiðum vett-
vangi að fást við viðkvæm mál, að
þessi fyrirbæri koma, rífa upp
hurðimar á lögreglubílunum,
pikka í axlir lögreglumannanna og
sífra um að fá sér ekið dálítinn
spöl. Það jaðrar við að þetta sé
skoplegt.
Víst reynir lögreglan að liðsinna
þeim sem em hjálpar þurfandi en
eins og sést á þessum dæmum er
stundum gengið of langt.
■■■ og neikvæð
Lögreglan er misjafnlega vinsæl
manna á meðal og em ýmsar
ástæður fyrir því. Sériega er hún
þymir í augum afbrotamanna. En
ekki aðeins í þeirra augum. Sumir
þeirra sem lögreglan hefur afskipti
af fyrir jafnvel minniháttar yfir-
sjónir, fyllast þótta og þykkju og
hafa hom í síðu lögregíunnar æ
síðan. Vinsælt er að leita höggstað-
ar á stéttinni allri hvenær sem þess
er kostur. Illa þroskuðum einstakl-
ingum gleymist nefnilega oft að
leita orsaka vandræða sinna á sjálf-
um sér - að líta í eigin barm. Þá
verður lögreglan kjörinn blóra-
böggull og sem slíkur, efst á baugi
í umfjöllun fullorðinna í bamaaf-
mælum og 1 saumaklúbbum. Sumir
em dragfúlir og ókurteisir þegar
þeir era stöðvaðir fyrir minniháttar
umferðarlagabrot sem þeir em ber-
ir að að hafa framið vísvitandi.
Hinu skal ekki neitað að af og til
verður mönnum á í starfi sínu og
ömgglega er heldur engin stétt
manna hrein af gölluðum eintök-
um. En varast skal að hafa ímugust
á heilli stétt hundraða manna í
kjölfar stuttra viðskipta sem em
þolandanum ókær en sem hann
hefur með framferði sínu kallað
yfir sig.
Menn fara oftast í einhvers kon-
ar vamarstöðu við afskipti lög-
reglu. Sumir verða slegnir felmtri
og em bljúgir en ýmsir aðrir álíta
sókn bestu vömina. Þeir síðamefn-
du tala ýmist eða hrópa um að
lögreglan hafi engan rétt til að gera
það sem hún er að gera og/eða að
hún sé að gera mistök. Stundum
ráðast menn að lögreglunni til að
auka orðum sínum áherslu. Það er
rangt. Almenna reglan er *sú að
lögreglumenn þekkja mjög vel rétt
sinn og skyldur sem réttarheimildir
boða og vinna samkvæmt því.
Menn hafa ekki ákvörðunarvald
um það sjálfir hvemig lögreglan
meðhöndlar þeirra mál á vettvangi.
Með jákvæðri framkomu og sam-
vinnu leysast flest mál farsællega.
Sumir sem ella hefðu getað endað
sín mál með greiðslu smávægilegr-
ar sektar fyrir framið brot, hafa
kosið að ljúka þeim með kæmr á
bakinu fyrir árás á lögreglumenn
og kröfur um bætur vegna tjóns á
fatnaði eða jafnvel líkamstjóns.
Afskipti
ímyndaðu þér að þú sért verk-
fræðingur við mælingastörf úti und-
ir bemm himni. Þú ert að vinna
starf sem þú hefur sérstaka menntun
til að gegna og býrð að þjálfun,
reynslu og hæfni. Þú kappkostar
að vinna starf þitt af samviskusemi
og eftár bestu getu. Eða að þú sért
jarðfræðingur í feltvinnu, verka-
maður í uppskipun eða hvaðeina.
ímyndaðu þér til viðbótár að þú
hafir vart stundlegan frið fyrir
afskiptasömu fólki, oft dmkknu,
illu viðskiptis og æstu. Þú sætir
jafnvel skömmum og árásum á
meðan á vinnunni þinni stendur. f
framantöldum starfsgreinum áttu
slíkt tæplega á hættu. Þetta hendir
þó iðulega í lögreglustarfinu. Sér-
staklega getur ástandið orðið erfitt
þar sem múgur fólks er. Lögreglu-
menn em auðkenndir í klæðaburði
og með einkennum og em eins og
endurskinsmerki meðal fólks. Það
gerist iðulega þar sem lögreglu-
menn em að störfum, sérlega þar
sem framkvæmd er handtaka, að
það þyrpist að fólk til að segja sína
meiningu um aðferðir og
framkvæmd. Ég hef tvennt að
segja því fólki. Annars vegar skyldi
enginn skipta sér af því sem ekki
varðar hann. Hins vegar ætti fólk
ekki að leggja dóm á og tala um
það sem það hefur ekki þekkingu
á. Stundum segir fólk „abbababb-
tveir á móti einum“ þar sem tveir
lögreglumenn hjálpast að við að
yfirbuga handtekinn mann. Rétt
eins og það væri sérstakur dreng-
skapur að annar stæði hjá svo
leikurinn yrði jafnari. Eins fá lög-
reglumenn að heyra spumingar
eins og þá hvem fjandann sá hand-
tekni hafi gert þeim, þeir skuli bara
láta hann í friði.
Raunin er sú að ekki er allt sem
sýnist. Þó handtökuaðferðir sýnist
þjösnalegar þá em þær það yfirleitt
ekki í reynd. Þær em æfðar með
það að augnamiði að vinna bug á
mótþróa sem fljótast og sem ömgg-
ast, án meiðsla. Og í öllum tilfell-
um em forsendur fyrir handtökum.
Það skiptir ekki máli hvort áhorf-
andi veit forsenduna, hún er alltaf
til staðar.
Sumir áhorfendur ganga lengra
en bara að tjá sig í töluðu máli.
Sumir hrækja á lögreglumenn,
berja þá og sparka í þá. Þeir sömu
ávinna sér handtöku og þunga
refsingu. Þeir hafa hlotið losaralegt
uppeldi. Það verður manni aftur
tilefni til umþenkinga um almenn-
an skort á aga í þessu samfélagi.
En hér er ekki pláss fyrir þær
pælingar.
Júlíus Ó. Einarsson.