Tíminn - 16.09.1989, Qupperneq 12
22 HELGIN Laugardagur 16. september 1989
60 ára svindl af hjúpað
Árið 1929 birtust í tímaritinu The London lllustrated
nokkrar Ijósmyndir sem teknar höfðu verið í loftbar-
dögum fyrri heimsstyrjaldar. Myndirnar eru að flestu
leyti einstæðar: þær eru einu myndirnar sem til eru af
þessum loftorrustum, raunverulegur þátttakandi í
þeim tók myndirnar í hita bardagans, og þær eru
furðulega skýrar miðað við aðstæður. Myndirnar hafði
tekið breskur orrustuflugmaður og áhugamaður um
Ijósmyndun: hann festi myndavélina á flugvélarvæng-
inn og bjó svo um að þegar hann skaut fyrsta skotinu
í hverri ferð, smellti myndavélin af. (Á þessum tíma
voru glerplötur notaðar og aðeins hægt að taka eina
mynd í einu). Myndirnar sýndu því í rauninni útsýni
Ijósmyndarans í þann mund er hann skaut fyrsta skoti
hverrar loftorrustu. Áður en lauk komu fram um 50
myndir af þessu tagi og hafa atriði úr þeim gengið
aftur í kvikmyndum eins og „The Great Waldo Pepper“
og fjölda annarra.
Eigandi myndanna reyndist vera
ekkja ljósmyndarans, frú Gladys
Cockburn-Lange, sem nú var gift
aftur í Bandaríkjunum. Hún neit-
aði jafnan að skýra frá nafni fyrra
manns síns, sem farist hafði undir
lok stríðsins. Báðir stríðsaðilar
bönnuðu stranglega ljósmyndun úr
herflugvélum sínum, en ekkjan
skýrði svo frá að myndirnar hefðu
verið teknar með vitund yfirmanns
flugvélasveitarinnar, sem væri
ennþá í hernum, og að hún vildi
ekki valda honum óþægindum.
Vegna deilna, sem spunnust út af
sanngildi myndanna, reyndi Scot-
land Yard árangurslaust að grafast
fyrir um nafn ljósmyndarans og
gekk svo langt að flugmála-
ráðherra Breta gaf hinum óþekkta
yfirmanni ljósmyndarans synda-
kvittun vegna óhlýðni í starfi,
þannig að frúin gæti skýrt frá nafni
ljósmyndarans. En allt kom fyrir
ekki; hin dularfulla frú Cockburn-
Lange lét sig aldrei og fór á endan-
um með leyndarmálið í gröfina.
Þrátt fyrir harðar deilur um
ljósmyndirnar, voru þeir þó miklu
fleiri sem trúðu því að þær væru
ófalsaðar. Aðrir bentu á, að til
þess að geta tekið svo margar
bardagamyndimar hefði flugmað-
urinn þurft að fljúga miklu fleiri
árásarferðir en raunar var mögu-
legt; ennfremur var svo að sjá, sem
hann hefði breska flugvél í sigtinu
á nokkrum myndanna - væri nefni-
lega að skjóta á eigin félaga. En
þrátt fyrir efasemdir sumra, a.m.k.
í upphafi, hafa myndimar mótað
hugmyndir manna um loftorrustur
fyrra stríðsins.
Núna fyrst, 60 árum eftir að
Cockburn-Lange myndirnar birt-
ust fyrst, er kominn botn í málið.
Þar var að verki flugsagnfræðingur-
inn Peter M. Grosz, þá styrkþegi á
Smithsonian-stofnuninni í Wash-
ington, sem lýsti niðurstöðum
„leynilögreglurannsóknar" sinnar
í tímaritinu WWl Aero (Tímariti
áhuga- og fræðimanna um fyrra
stríðs flugvélar, 1984 og ’85). Fyrir
tilviljun komst Grosz yfir kvittun
fyrir sölu á Cockburn-Lange mynd-
um í Bandaríkjunum, sem Gladys
nokkur Archer hafði undirritað.
Með aðstoð rithandarsérfræðings
og ritvélasérfræðings hjá Leyni-
þjónustunni (CIA) fékk hann
staðfest, að Gladys Archer og
Gladys Cockburn-Lange vom ein
og sama konan - undirskriftin var
hin sama og reikningarnir vélritað-
ir á sömu ritvél.
Gladys Cockburn-Lange var til-
búningur. Gladys Archer hafði
hins vegar verið gift kanadískum
ævintýramanni að nafni Wesley
Archer, sem gekk í breska flugher-
inn undir lok fyrra stríðsins en of
seint til að taka þátt í nokkrum
Ioftbardögum. í Evrópu kynntist
hann konuefni sínu, Gladys, sem
var hjúkrunarkona á hersjúkra-
húsi. Archer var margt til lista lagt,
m.a. var hann prýðilegur módel-
smiður og Ijósmyndari og fékkst á
árunum milli styrjaldanna mikið
við módel- og leiktjaldasmíði fyrir
kvikmyndir, fyrst í Evrópu en
síðar í Bandaríkjunum. Peter
Grosz tókst að sýna fram á það, að
enda þótt líkönin á myndunum
væm vel gerð, voru þau ekki
gallalaus, m.a. fann hann að „rifin"
í vængjum einnar vélar voru einu
offá!
Myndirnar hefur Wesley Archer
gert í fjáraflaskyni og telur Peter
Grosz saman í greininni umtals-
verðar tekjur þeirra hjóna af til-
tækinu gegnum tíðina. Aðferð
Archers var sú, að hann smíðaði
líkan af hinum ýmsu gerðum orr-
ustuvéla fyrra stríðs og ljósmynd-
aði þau hvert í sínu lagi frá ýmsum
sjónarhornum hangandi á þræði.
Síðan bjó hann til „senur“ með því
að leggja ljósmyndaplöturnar
hverja yfir aðra og framkalla þann-
ig nýja mynd. Með því að endur-
taka þetta nokkrum sinnum fékkst
sú náttúrlega áferð sem vænta
máttl af mynd sem tekin var við
þær erfiðu aðstæður sem lýst var að
ofan.
Meðfylgjandi eru tvær Cock-
burn-Lange myndir, sem Peter M.
Grosz lánaði góðfúslega.
Sig. St.