Tíminn - 04.10.1989, Qupperneq 16
RÍKISSKIP
NUTIMA FLUTNINGAR
Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu.
S 28822
ÁTTHAGAFÉLÖG,
FYRIRTÆKI OG
SAMVINNUBANKINN
j BYGGÐUM LANDSINS
28. landsfundur Sjálfstæðisflokksins settur á morgun:
Olík viðhorf
sett í salt?
Óútkljáð mál munu væntanlega setja svip sinn á 28.
landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem settur verður í Laug-
ardalshöllinni á morgun. Þar ber hæst grundvallar
skoðanaágreining á milli formanns og varaformanns
flokksins, Þorsteins Pálssonar og Friðriks Sophussonar,
varðandi sölu veiðileyfa. Um landbúnaðar- og byggðamál
eru einnig skiptar skoðanir innan flokksins, þó að
umræða þar að lútandi hafi ekki komist mikið upp á
yfirborðið. þeim sem ríkir milli Friðriks Soph-
Landsfundurinn mun verða ussonar og Porsteins Pálssonar í
settur kl: 17:30 á morgun og er sjávarútvegsmálum, hafi verið
gert ráð fyrir að honum Ijúki
síðdegis næstkomandi sunnudag.
Ekki náðist í Þorstein Pálsson
formann flokksins í gær, né heldur
varaformann, eða formann þing-
flokks Sjálfsstæðisflokksins, Ólaf
G. Einarsson, til að bera undir þá
hver væntanlega yrðu megin mál
þingsins. Ljóst er að þó þingflokk-
urinn og aðrar valdastofnanir inn-
an Sjálfstæðisflokksins hafa lagt
talsverða vinnu í málefnalegan
undirbúning fyrir landsfundinn
eru menn langt frá því að vera
sammála í mörgum grundvallar
málum.
Tíminn hefur ekki haft spurnir
af því hvort skoðanaágreiningi
rutt úr vegi. Þar er um mjög ólík
viðhorf að ræða. Friðrik er fylgj-
andi því að þeir sem nytja þá
auðlynd sem hafið er borgi eitt-
hvað fyrir það, og rökstyður þá
afstöðu sína með því að fiskimiðin
séu eign þjóðarinnar allrar, en
ekki einvörðungu þeirra sem
fiska. Formaður Sjálfstæðis-
flokksins er alfarið á móti því að
útgerðin borgi fyrir það að fá að
sækja fiskinn á miðin. Málamiðl-
unartillaga varaformannsins, er
hann hugðist leggja fyrir þingið,
gekk út á það að útgerðinni yrði
gert að borga fyrir kostnað vegna
stjórnunar fiskveiða og hafrann-
sókna. Á þetta gat Þorsteinn ekki
fallist. Deilan snýst um það hverjir
eigi fiskinn í sjónum.
Þegar þingflokkurinn á sínum
tíma hélt tveggja daga fund, þar
sem lögð voru drög að ályktunum
fyrir landsfund, voru landbúnað-
armálinn ekki útkljáð, en sett í
nefnd. Frá þeirri nefnd og mál-
efnanefnd flokksins kom ályktun,
sem var, svo notuð séu orð Friðr-
iks Sophussonar, „ekki ígultær“.
Þar eru menn sammála um að
minni ríkisafskipti af landbúnaði
væru æskileg, en það sem á eftir
kemur um aðlögun að markaðsað-
stæðum (sem grundvelli að hugs-
anlegri samkeppni við erlendar
landbúnaðarafurðir) túlka menn
á mismunandi hátt, eins og fram
hefur komið í Tfmanum.
Bæði formaður og varaformað-
ur Sjálfstæðisflokksins hafa lýst
því yfir að ekki sé óeðlilegt að
menn hafi mismundandi skoðanir
innan jafn fjölmenns stjórnmála-
flokks og Sjálfstæðisflokksins.
Það er aftur á móti ekki talið
líklegt, af viðmælendum Tímans,
að ólíkum skoðunum verði leyft
að skarast of mikið á þeim lands-
fundi sem framundan er. - ÁG
Bóndi á Austurlandi býöur neytendum upp á að
taka upp sínar kartöflur.og rófur:
Selur kílóið óupp-
tekið á hálfvirði
Á bænum Stangarási á Fljótsdals-
héraði er stundaður nokkuð sérstak-
ur búskapur. Ábúandinn, Björn
Hólm Björnsson, setur að vori niður
kartöflur, rófurog gulrætur, oggefur
neytendum kost á að taka upp-
skeruna upp í því magni sem þeim
hentar. Auk þessa selur bóndi þökur
og hey, sem m.a. er flutt út til
Færeyja. Eiginlegur bústofn eru
fjórar hænur og segir Björn bóndi
ekki standa til að fjölga þeim á
næstunni. „Þegar ég endurnýja þá
fæ ég mér kannski einar sex, eða
átta“, segir hann og hlær við.
Að sögn Björns Hólm eru fleiri
bændur á Austurlandi en hann sem
bjóða fólki upp á að taka upp þá
jarðávexti sem að það vantar og
sleppa þannig við allan milliliða-
kostnað. Þetta hafi mælst vel fyrir og
nær öll hans uppskera sé tekin upp
með þessum hætti. Með því að taka
upp sjálfir spara neytendur sér t.d.
helming af verði kartaflna eins og
þær kosta út úr búð, borga um 60 kr.
fyrir kílóið í stað 120.
Að sögn Björns hefur hann búið
lengi við jarðrækt, heysölu og þöku-
sölu. Kartöflu og rófuræktin er þó
ekki í stórum stíl, eða á milli þrír og
fjórir hektarar sem sett er í á hverju
ári. Hann segir fólk vera mjög ánægt
með að geta átt þess kost að taka
upp sjálft, en ekkert hámark er á
hvaða magn er tekið upp og menn
gætu þess vegna farið og tekið einu
sinni í matinn.
Nokkuð er um að bændur á Aust-
urlandi verki hey fyrir útflutning á
markað í Færeyjum. Það er Austfar
hf. sem sér um flutning á töðunni,
en bændur sjálfir greiða flutnings-
kostnað, útskipun og vörugjald.
Heyinu er skipað út á Reyðarfirði,
eða Seyðisfirði, en fyrir kílóið fæst
1,5 dönsk króna, eða 12,75 íslensk-
ar. Flutningskostnaður er að sögn
álíka upphæð, þannig að komið til
Færeyja kostar kílóið um 25 krónur.
Að sögn Björns hefur hann ekkert
selt af heyi til Færeyja ennþá, en
þangað fer heyið mest á veturna og
er þá tekið jafn óðum og þörf er á.
Salan er misjöfn á milli ára, Björn
kveðst t.d. einungis hafa selt níu
gáma í fyrra, en vanalega fari frá
honum um þrjátíu gámar af heyi til
Færeyja. -ÁG
PÓSTFAX
TÍMANS
687691
Iíniinn
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1989
Séð að nýju hjónagörðunum.
40 nýjar íbúðir
á stúdentagörðum
Nú í haust verða teknar í notkun 20 nýjar íbúðir á stúdentagörðum.
Fyrsta desember verða teknar í notkun 20 íbúðir í viðbót. Þar með
er lokið byggingu Nýju hjónagarðanna en í þeim eru 90 íbúðir. Nýju
íbúðirnar eru tveggja og þriggja herbergja. Mörg sveitarfélög á
landsbyggðinni hafa styrkt bygginguna með rausnarlegum fjárfram-
lögum.
Þrátt fyrir þessa aukningu á húsn-
æði fyrir háskólastúdenta er enn
mikil eftirspurn eftir húsnæði á stúd-
entagörðum. Nú eru 120 manns á
biðlista eftir íbúðum og 100 á biðlista
eftir einstaklingsherbergjum. Að
sögn Helga Lárussonar fjármála-
stjóra hjá Félagsstofnun stúdenta er
þörfin fyrir húsnæði mun meiri en
biðlistarnir gefa til kynna. „Fólk
sem veit að það er ekki í forgangshóp
er ekkert að ómaka sig við að sækja
um á görðunum af því að það veit
sem er að það fær ekki húsnæði þar.
Samkvæmt öllum könnunum sem
hafa verið gerðar um þörf á húsnæði
fyrir stúdenta, kemur fram að um
50% stúdenta leigir eða vill komast
í leiguhúsnæði. Það eru núna um
4300 stúdentar í háskólanum svo að
það má gera ráð fyrir að um 2150
einstaklingar hafi áhuga á að fá
leiguhúsnæði. Ef litið er á hin
Norðurlöndin þá kemur í ljós að
víða er 30-40% stúdenta á görðum
en við eru ekki með nema 5%.“
Háskólaráð hefur úthlutað Félags-
stofnun stúdenta lóð við væntanlega
Oddagötu sem verður í nágrenni við
núverandi hjónagarða. Nú er verið
að vinna að heildarskipulagi að
svæðinu og er reiknað með að þar
verði byggð hús með allt að 500
íbúðum og einstaklingsherbergjum.
Það er þó ekki enn búið að ákveða
endanlega fjölda herbergja og íbúða
en teikningar munu væntanlega
liggja fyrir eftir áramótin.
Félagsstofnun hefur sótt um lán
fyrir 30 íbúðum í viðbót. Helgi sagði
að óvíst væri hvenær hafin yrði
bygging á þeim. Það væri takmörk
fyrir því hvað stofnunin gæti fram-
kvæmt mikið í einu. Félagsstofnun
þarf sjálf að fjármagna 15% bygging-
arkostnaðar en fær það sem á vantar
lánað frá Húsnæðismálastofnun til
43 ára. Víða erlendis eins og t.d. á
Norðurlöndunum og í Englandi eru
svona garðar gefnir með því skilyrði
að samtök stúdenta sjái um viðhald
og rekstur.
Helgi sagði að viðhald og rekstur
garðana kostaði mikla peninga en að
þeir væru ekki reknir með tapi í dag
sem er mikil breyting frá því sem var
fyrir nokkrum árum síðan. Fram-
undan er þó gífurlega mikið við-
haldsverkefni sem eru gömlu hjóna-
garðarnir en það hús er stórskemmt
þó það sé ekki gamalt. -EÓ
Síðastliðinn þriðjudag afbentu fulltrúar ÁTVR og Plastprents Sveini Runólfssyni, landgræðslustjóra 1.3
milljónir króna er ætlaðar eru til eflingar starfssemi Landgræðslu Ríkisins í Gunnarsholti. Fjármunir þessir eru
afrakstur af sölu auglýsinga á plastpoka er Plastprent hefur framleitt fyrir ÁTVR frá 1. mars síðastliðnum. Var
þá svo kveðið á í samningum fyrirtækjanna, að Plastprent hefði heimild til að selja auglýsingar á pokana. Ágóða
af sölu auglýsinganna skyldi varið til Landgræðslunnar og er nú afrakstur af sölu fyrstu 7 mánaðanna kominn í
hennar hendur. Nokkur fyrirtæki hafa keypt auglýsingar af Plastprenti og stuðlað þannig að viðgangi
Landgræðslunnar.