Tíminn - 18.10.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.10.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 18. október 1989 Tíminn 7 llllllllll VETTVANGUR Magnús Þorgrímsson sálfræðingur, formaður Geðhjálpar: Grundvallarmannréttindi Allir gera sér ákveðnar hugmyndir um grundvallaratriði sem þarf að uppfylla til að geta lifað mannsæmandi lífi. Kröfur okkar hafa stöðugt verið að aukast og við vitum að við gætum komist af með minna. Þetta, sem við teljum að við getum komist af með, teljum við sjálfsagða hluti. Einn af þessum sjálfsögðu hlutum er að eiga sér heimili. Heimili er griðastaður okkar þar sem við getum dregið okkur í hlé, sinnt hugðarefnum og endurnært okkur. Heimili er okkur öllum nauðsynlegt og ef við eigum ekkert slíkt finnum við fyrir verulegri heftingu og takmörkunum. En hluti þjóðarinnar á sér ekkert heimili. Viss hluti þeirra sem þjást af geðrænum vandamálum á sér ekk- ert heimili. Geðræn vandamál geta verið margs konar en ansi oft fylgja þeim vanlíðan og vanmáttur við að ráða við vissar kringumstæður. Þau kalla á þörf á stuðningi og það er margsannað að ákjósanlegt um- hverfi getur gert þau léttbærari og hjálpað fólki að yfirvinna þá fötlun sem fylgir þeim. Það að vera mein- uð full þátttaka í þjóðfélaginu og að hafa ekki þau grundvallarmann- réttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið og nauðsynlegan stuðning þannig að svo geti orðið gerir hlutina síst léttbærari og getur ekki talist ákjósanlegar aðstæður. Þegar ég segi að fólk eigi sér ekki heimili þá er ég ekki að tala um að fólk sofi á götunni, þó svo að í sumum tilfellum sé það ekki fjarri . lagi. Ég er að tala um fólk sem er óvelkomið þar sem það býr. Ég er að tala um fólk sem á það stöðugt yfir höfði sér að verða sett á götuna ef það uppfyllir ekki kröfur sem það ræður varla við. Ég er að tala um fólk sem neyðist eða er jafnvel neytt til að flytjast frá átthögum sínum í aðstæður og á staði þar sem það hefur enga löngun til að vera. Fólk sem býr við aðstæður sem takmarka möguleika þess til að þroskast. Aðstæður sem tak- marka möguleika þess til að geta uppfyllt nauðsynlegar þarfir. Að- stæður sem meina því eðlilega þátttöku i þjóðfélaginu. Fólk sem verður gegn sínum vilja að deila herbergi með öðrum og hefur ekki möguleika á einhverju sem er í áttina að einkalífi. Fólk sem gæti búið við heimilislegar aðstæður ef því væri veittur nauðsynlegur stuðningur. Heimili þýðir öruggt húsaskjól sem langt í frá allir hafa. Það eru líka aðstæður sem fólki eru pers- ónulegar, þar sem það finnur ör- yggi og persónulegt afdrep. Heim- ili snýst ekki bara um form, inni- haldið skiptir ekki síður máli. Til þess að svo megi vera þarf stundum að hlúa sérstaklega að fólki og veita því stuðning. Það eru margir sem búa einir í herbergiskytrum og sem eiga við fara út í búð og kaupa nauðsynleg- ustu hluti. Það er til fólk sem hefur ekki þrótt til að gera heimilislegt hjá sér. Það er ekki vegna þess að fólk hafi ekki löngun til þess arna. Þó svo að löngunin sé alltaf nauð- synleg til þess að framkvæma hlut- ina þarf meira til. Sérstaklega ef fólk þjáist af geðrænum vandamál- um. Það er til fólk sem þarf stuðning til þess að geta búið við aðstæður sem við köllum heimili. Margir af þeim sem ég hef nefnt sjá enga lausn framundan og eiga sér varla von um að breyting verði á þó svo að þeir þrái ekkert heitar. Of margar vonir hafa reynst tálvon- Gleymum ■ ekkil geosjúkum ■ 21.0kt. þannig geðræn vandamál að stríða að án þess að fá tilskilinn stuðning eru þeir ófærir um að byggja upp viðunandi aðstæður. Það er til fólk sem getur ekki eldað sér mat og hefur ekki þrótt til að læra það. Fyrir suma er það alger kvöl að Erum við tilbúin til að veita þessu fólki stuðning, jafnvel þó að það sé tími samdráttar og minnk- andi hagvaxtar? Þegar hagvöxtur var mestur voru aðstæður þess þær sömu. Ýmsu má um kenna en kannski er aðalástæðan sú að allt of fáir viðurkenna vandamál þessa stóra hóps. Kannski erum við svo upptekin af okkur sjálfum að við höfum ekki orku til að sjá svo um að aðrir geti einnig lifað mannsæm- andi lífi. Við getum endalaust fundið afsakanir til þess að fresta því að taka á málunum. Hvernig væri að byrja núna? Geðræn vandamál eru alls staðar nálæg. Þetta snertir okkur öll. Það þarf að gera stórátak í þessum málum og vanlíðan og sálarkvalir þeirra sem bíða kalla á að við tökum til hendinni strax. Eitt mikilvægt skref er að styðja söfnun Kiwanismanna fyrir heimili fyrir fólk með geðræn vandamál. Sýnum að okkur sé ekki sama um líðan annarra. Núna gefst tækifærið. Jafnframt verðum við að halda baráttunni áfram og láta ekki stað- ar numið fyrr en málefni fólks með geðræn vandamál verða komin í viðunandi ástand. Magnús Þorgrímsson sálfræðingur, for- maður Geðhjálpur, starfar sem sálfræð- ingur hjá svæðisstjórn Reykjavíkur um málefni fatlaðra, er með eigin sálfræði- stofu og starfar að málefnum fatlaðra og fólks með geðræn vandamál á margvís- legan hátt. Jón Gauti Jónsson, landfræðingur: Á að hryggjast eða gleðjast? Að undanförnu hafa fjölmiðlar verið að greina frá niðurstöðum nefndar sem forsætisráðherra setti á laggirnar sl. vetur til að gera tillögur um kynningu á íslandi erlendis. í stuttu máli virðist niður- staðan vera sú, að stefnt skuli að því að gera ísland að forystulandi á ýmsum sviðum alþjóðlegs samstarfs. Vissulega er tilefni til að fagna því að til eru þeir sem hugsa hátt og ekki skal gert lítið úr starfi nefndarinnar. Ein er þó sú hugmynd, sem varð þess valdandi að undirritaður vissi í raun ekki hvort ætti að hryggjast eða gleðjast. Þetta er sú hugmynd að við íslendingar skipum okkur í framvarðasveit í umhverfismálum í heiminum og að ísland verði miðstöð umræðu og samstarfs á því sviði. Vissulega væri óskandi að þetta gæti orðið að veruleika, en þarf ekki að huga að ýmsu áður en við getum farið að bjóða okkur fram til þessa mikilvæga hlutverks. Er ekki nauðsynlegt, og raunar for- senda þess, að við sjálf séum í fararbroddi á sviði umhverfismála? Er staða okkar sú í dag? Meginþorri íslendinga hefur reyndar íengi staðið í þeirri trú að við lifum hér í óspilltasta og lítt mengaðasta landi í heiminum. En er þetta tilfellið? Er staðreyndin kannski sú, ef grannt er skoðað, að við íslendingar höfum spillt og mengað umhverfi okkar meira en nokkur þjóð, sé miðað við höfða- tölu eins og okkur er svo gjarnt að gera. Ef það er reyndin, getum við þá með reisn boðið ísland fram sem þungamiðju umhverfismála- umræðu. Það er hugsanlega mögu- leiki, en þá verðum við að gera það með því hugarfari að ísland verði kynnt sem dæmi um það hvernig ekki eigi að standa að hlutunum. En er ástandið svona dökkt eins og hér er látið í veðri vaka? Lítum á nokkur dæmi. Mengun lofts Staðreynd mun vera að engin verksmiðja hér á landi, hvort sem hún tengist fiskvinnslu eða iðnaði, sendir frá sér fullkomlega hreinsað loft. Nokkrar verksmiðjur þ.á m. álverið og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hreinsa nokkur þeirra efna sem þær senda frá sér í loftkenndu ástandi. Yfir heildina litið sleppum við hins vegar út í andrúmsloftið mjög miklu magni af lofttegundum árlega, sem menga umhverfið á einn eða annan hátt. Það sem bjargar okkur hins vegar er hve hér er vindasamt. Slíkt er hins vegar engin afsökun þegar á reynir. Hvað varðar mengun frá umferð þá erum við þar, að sögn fróðra manna, langt að baki nágranna- þjóðum okkar, þó svo að við höfum á síðustu árum reynt að sýna ögn tilburði til að draga úr mengun frá bílum með því að flytja inn blýlaust bensín. Á meðan við látum þetta nægja hafa fjöl- margar þjóðir sett eða eru að setja lög um sérstakan hreinsibúnað á öll samgöngutæki. Mengun lagar Enn þann dag í dag lifir þorri Islendinga, að því er virðist, í þeirri trú að lengi taki sjórinn við og er þá sama hvort er átt við sorp eða skolp frá híbýlum og verk- smiðjum. Reyndar eru nú uppi tilburðir í þá átt á höfuðborgar- svæðinu að sleppa ekki í sjóinn því algrófasta. Þetta látum við okkur nægja meðan nágrannaþjóðir okk- ar hreinsa að meginhluta til það affall sem frá þeim fer. Mengun láðs Og hver er þá staða okkar á láði. Dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur reiknaði það eitt sinn út að ef kenna mætti landsmönnum beint eða óbeint um alla gróður- eyðinguna, þá hefði hver einasti íslendingur, sem hér hefði alið aldur sinn allt frá landnámi og til þessa dags eyðilagt einn fermeter af gróðurlendi á dag, alla daga lífs síns. Þetta þýðir að sjötugur ís- lendingur hefur eytt rúmlega 25.000 fermetrum af gróðurlendi. En það sem er þó sárgrætilegast er sú staðreynd, að enn er gróður og jarðvegur á undanhaldi. Reyndar hefur löggjafinn reynt að klóra í bakkann með því að veita nokkru fjármagni til uppgræðslu síðustu áratugi, en enn munum við eiga talsvert í land með að hafa snúið vörn í sókn. Hvort sem alla þessa gróðureyð- ingu má tengja manninum eða ekki, þá er það staðreynd að lík- lega hefur gróðureyðing hvergi verið meiri í heiminum síðustu aldir en hér á landi nema ef vera kynni í Afríku sunnan Sahara eyði- merkurinnar. Hvað varðar sorpeyðingu, þá er ástandið lítið betra þar. Meðan nágrannaþjóðir okkar eru að leeeia niður einnota umbúðir vegna þeirrar mengunar sem þær hafa í för með sér, erum við að innleiða þær. Meðan nágranna- þjóðir okkar eru að taka upp flokkun sorps og endurvinnslu í stórum stíl, ætlum við að láta nægja að pakka sorpinu saman til urðunar. Það er þó reyndar undan- tekningartilfelli því enn í dag látum við nægja að urða og brenna sorp og í flestum tilvikum án þess að huga að því hvort það geti seinna meira mengað útfrá sér. Þá er það staðreynd að fáar þjóðir hafa tekið á almennri um- gengni af slíkum vanmætti sem við Islendingar. Meðan fólk í London getur átt það á hættu að þurfa að borga allt að 10.000 kr. fyrir að henda frá sér vindlingi á götu, sektum við ferðamenn um heilar 3.500 kr. fyrir að brjóta lög og reglur og valda stórspjöllum á landi með gáleysislegum akstri sbr. tilvikið í Kili í vor sem leið. Þetta var þó reyndar undantekning, því yfirleitt látum við nægja góðlátlega áminningu fyrir slæma umgengni og spjöll á landi. Þessu til viðbótar má bæta því við að á undanförnum árum höfum við þurft að horfa upp á fallegar gróðumnjar á hálendinu breytast í svað án þess að gera nokkuð til varnar. Löggjafinn hefur ekki treyst sér til að framfylgja lögum og reglugerðum eða verið tilbúinn til að veita fjármagni til að koma í veg fyrir slík spjöll og allt sem heitir fræðsla um umhverfismál er í molum. í huga undirritaðs er því niður- staðan sú, að ef við gætum reiknað út mengun eða spjöll per íbúa landsins þá yrði sú tala nokkuð há og hærri en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Það sem hefur bjargað okkur hins vegar fyrir horn er sú staðreynd að við lifum hér fá í tiltölulega stóru landi. Það getum við hins vegar ekki gefið sem afsökun, ef við ætlum að bjóða okkur fram sem forystuþjóð á sviði umhverfismála. Það þarf svo sannarlega að taka til hendinni. Vonandi erum við tilbú- in til þess, en við megum ekki gleyma því að það kostar fjármuni og hingað til höfum við ekki verið ginkeypt fyrir því að verja fjármun- um til hluta, sem ekki gefa, helst fyrirfram, af sér einhvern arð. Jón Gauti Jónsson landfræðngur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.