Tíminn - 18.10.1989, Page 13

Tíminn - 18.10.1989, Page 13
Miðvikudagur 18. október 1989 Tíminn 13 IfflEONBOGflNN 0% KVIKMYNDAHÁTIÐ VERÐUR ^ FRAMLENGD TIL 20. OKTÓBER. MYNDIR Á VEGUM HÁTÍÐARINNAR VERÐA EKKI SÝNDAR EFTIR 20. OKTÓBER! Ptslarganga Judith Hearne Maggie Smith og Bob Hoskins fara á kostum i hluWerkum piparmeyjarinnar og lukkuriddarans. Leikstjóri: Jack Clayton Sýnd kl. 5 Bönnuð innan 14 ára Úrslitaorrustan (Le dernier combat) Fyrsta mynd franska leikstjórans Luc Besson, höfundar „Subway" og „The Big Vitnisburðurinn (Testimony) Stórbrotin bresk mynd um aevi rússneska tónskáldsins Dimitri Shostakovich með óskarsverðlaunahafanum Ben Kingsley í aðalhlutverki. Leikstjóri: Tony Palmer Sýnd kl. 9 ATH. AÐEINS EIN SÝNING í A-SAL Vitnisburðurinn (Testimony) Stórbrotin bresk mynd um ævi rússneska tónskáldsins Dimitri Shostakovich með óskarsverðlaunahafanum Ben Kingsley í aðalhlutverki. Leikstjóri: Tony Palmer Sýnd kl. 5 og 9 Fjölskyldan (La Famiglia) Ein þekktasta mynd hins vinsæla ítalska leikstjóra Ettore Scola. Aðalhlutverk: Vittorio Gassman, Fanny Ardant Sýnd kl. 5 og 7 Köll úrfjarska, kyrrtlíf (Distant Voices, Still Lives) Nærgöngul bresk verðlaunamynd um fjölskyldulif í heljargreipum. Leikstjóri: Terence Davies Sýnd kl. 9 og 11.15 Bönnuð innan12ára Hættuspil (Agent Trouble) Létt frönsk spennumynd í anda gömlu meistaranna. Aðalhlutverk: Catherine Deneuve Leikstjóri: Tony Gatliff Sýnd kl. 5 og 7 Eldur í hjarta mínu (Une flamme dans mon coeur) Erótískt meistaraverk svissneska leikstjórans Alain Tanner. Sýndkl. 9 og 11.15 Bönnuð innan 16 ára E-salur Pelle sigurvegari Sýnd kl. 5 og 9 Miðaverð 350,- kl. 5,9 og 11.15 Miðaverð 250,- kl. 7 og 7.30 Eftir að kvikmyndahátíð Listahátíðar lýkur mun Regnboginn á ný taka til sýninga kvikmyndirnar Björninn, Dögun, Gestaboð Babettu og Móður fyrir rétti. Steingrímur Jóhann Haukur Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn að Hlégarði, sunnudaginn 22. október 1989, kl. 17:00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og þar með talið kjör fulltrúa á kjördæmis- þing framsóknarmanna á Reykjanesi sem haldið verður í Kópavogi sunnudaginn 5. nóv. n.k. Umræður verða um fyrirhugaða urðun á sorpi að Álfsnesi í Kjalarneshreppi. Ennfremur á dagskrá komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. Að aðalfundi loknum verður gert hlé til skrafs og viðræðna til kl. 19:15, en þá hefst kvöldverður. Gestir fundarins verða: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og frú Edda Guðmunds- dóttir. Jóhann Einvarðsson alþingismaður og frú Guðný Gunnarsdóttir. Haukur Níelsson, fv. hreppsnefndarmaður, og frú Anna Steingríms- dóttir. Fólki sem ekki hefur tök á að mæta til aðalfundar er bent á, að það er velkomið með gesti sína í hlé eftir aðalfund og síðan til kvöldverðarins. Vinsamlega hafið samband vegna kvöldverðarins við Gylfa vs. 985-20042, heimas. 666442, og við Helga í vs. 82811, 985-21719, heimas. 666911, hið fyrsta. Stjórnin. SPEGILL fillllll III <0* Greta Garbo lék ekki aðeins stórnjósnarann Mata Hari á hvíta tjaldinu, heldur var hún sjálf í raunveruleikanum í bresku leyniþjónustunni. Greta Garbo var bresk- ur njósnari í stríðinu Sænski ambassadorinn í London, Leif Leifland, hefur skrif- að bókina „Svarti listinn" sem er nýkomin út. Þar staðhæfir hann að kvikmyndastjarnan fræga, Greta Garbo, hafi verið njósnari fyrir leyniþjónustu Breta (MI6) í seinni heimsstyrjöldinni. Garbo fékk það verkefni að njósna um sænska „ryksugu- og kæliskápakónginn“ Axel Wenner- Gren, en hann var á svörtum lista hjá bandamönnum í stríðinu og lá hann undir grun um að njósna fyrir Þjóðverja. Leifland sendiherra hefur eytt miklum tíma í að rannsaka hvers vegna Axel Wenner-Gren var grunaður um njósnir, ■ og segist hafa afsannað að hann hafi verið njósnari. Leif Leifland hefur rann- sakað leyniskjöl beggja vegna Atl- antshafsins og í FBI-skjölum (leyniþjónustu Bandaríkjanna) fann hann ýmsar getgátur um að Wenner-Gren hefði verið í sam- bandi við Þjóðverja, - og jafnvel komið við sögu þegar breska far- þegaskipinu „Athenia“ var sökkt vestur af írlandi. Það vakti grun að hann var staddur í lúxussnekkju sinni ekki langt frá staðnum þar sem skipið sökk. „Wenner-Gren var of lítið gef- inn til að geta verið njósnari," segir Leifland í bók sinni, þar sem hann segir frá einfeldningslegum tillög- um hans til að vinna að friði. Wenner-Gren hafði, sem fulltrúi hlutlauss lands, reynt að hafa sam- band við Þjóðverja og koma tillög- um sínum á framfæri. Hann lagði þær fyrst fyrir Hermann Göring og breska stjórnmálamanninn Neville Chamberlain, en hvorugur tók tillögurnar alvarlega. Síðan sneri Wenner-Gren sér tii Roosevelt, forseta Bandaríkjanna með tillög- ur sínar, - en það varð aðeins til að hann komst á lista yfir grunaða njósnara hjá leyniþjónustunni. Garbo og Wenner-Gren í samkvæmi hjá Chaplin Þegar Wenner-Gren kom svo til Bandaríkjanna fékk Greta Garbo það hlutverk að veiða upp úr honum ýmislegt varðandi samband hans við Þjóðverja og fylgjast með honum í Bandaríkjunum, en hún þekkti hann frá Svíþjóð. Það var Sir Alexander Korda sem var milli- göngumaður á milli leyniþjónust- _ unnar bresku og leikkonunnar. Þau Garbo og Wenner-Gren voru boðin í samkvæmi hjá Charlie Chaplin til að endurnýja kynm þeirra. Greta Garbo var ekki síðri njósnari í raunveruleikanum en þegar hún lék Matha Hari f kvik- myndinni. Wenner-Gren hafði ekki hugmynd um að hún njósnaði um hann og sendi skýrslur til MI6. Greta Garbo vildi sýna að hún væri ekki hlutlaus í stríðinu Leifland ambassador segist halda að Greta Garbo hafi tekið þetta að sér af því að hún vildi gjarnan að fram kæmi hver afstaða hennar væri í stríðinu, þó hún kæmi frá hlutlausu landi. Hann segist ekki hafa komist yfir nema lítið eitt af skjölum um starf Garbo, en þau megi ekki birta fyrr en eftir dauða hennar. „Kæliskápakóngurinn var of lítið gefínn til að verið gæti að hann væri njósnari,“ segir sænski sendiherrann í London, Leif Leifland. )

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.