Tíminn - 24.10.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.10.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 24. október 1989 V-Skaftafellssýsla: BANASLYS í LANDBROTI Átján ára stúlka, Ingibjörg Guð- rún Hilmarsdóttir til heimilis í Kópa- vogi beið bana í bílsslysi á Landbrotsvegi, skammt frá bænum Syðri-Vík um klukkan sex á laugar- dag. Stúlka um tvítugt og maður um þrítugt, voru farþegar í bifreiðinni og voru þau flutt á sjúkraliús í Reykjavík til rannsóknar. Stúlkan mun hafa fengið höfuðhögg, en meiðsli hennar ekki talin alvarleg. Maðurinn slapp ómeiddur. Ingibjörg sem var ökumaður mun hafa misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl skömmu áður en hún kom að blindhæð. Bíllinn lenti á vegar- skilti sem skiptir veginum í tvær akreinar á hæðinni og valt bíllinn a.m.k. tvær veltur ogstöðvaðist í um 20 metra fjarlægð frá skiltinu. Stúlk- an kastaðist út úr bifreiðinni og er talið að hún hafi látist samstundis. Sjónarvottur sem varð að slysinu kom fljótt á vettvang og tilkynnti síðan um hvernig komið van Enginn sem í bílnum var notaði bílbelti. -ABÓ Nýjung í íslensku skemmtanalífi: Hommabar við Laugaveginn „Við erunt búin að gera tilraun með þetta þennan mánuð og það hefur gengið alveg ágætlega," sagði Hjördís Ingólfsdóttir veitingamaður á veitingahúsinu að Laugavegi 22 og sú tilraun sem hún talar um er að reka efri hæð veitingahússins, þar sem áður var kráin Ölkeldan til húsa, sem krá sem sérstaklega er ætluð fyrir kynhverfa. Hjördís sagði að ýmislegt hefði verið gert til að laða hina kynhverfu að veitingahúsinu, meðal annars væru haldnar sérstakar sýningar um helgar með söng og gleði. „Þetta var hugmynd sem fæddist meðal okkar sem rekum veiting- ahúsið og við ákváðum að fram- kvæma hana. Þá vissum við af sam- kynhneigðu fólki sem hafði verið að æfa ýmiskonar efni og langaði að koma því á framfæri. Það hefur hins vegar vantað stað til að flytja efnið. Jafnframt hefur vantað stað þar sem þetta fólk getur verið í ró og næði ekki verið að angra það eða ráðast á það eins og stundum gerist á veitingahúsum," sagði Hjördís. -sá Ðorgfirðingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu, Borgarnesi föstudaginn 27. október n.k. kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Kvenréttindafélag íslands um breytingar á dagvistarmálum: Krefst undirbún- ings og samstöðu Á ráðstefnu sem Kvennréttindafélag ísiands gekkst fyrir nýlega um leikskólastigið, kom fram að ekkert samráð var á milli nefndar á vegum félagsmálaráðuneytis sem sem skilaði frumvarpi um yfirstjórn dagvistarmála og nefndar sem vinnur að lagafrumvarpi um leikskólastigið á vegum menntamálaráðuneytis. Mun sú nefnd Ijúka störfum innan örfárra vikna. Fyrir allnokkru síðan skilaði nefnd á vegum félagsmálaráðu- neytis af sér frumvarpi um félags- málalöggjöfina sem fyrirhugað er að leggja fljótlega fyrir Alþingi. f frumvarpinu er gert ráð fyrir að yfirstjórn dagvistarmála flytjist úr menntamálaráðuneytinu til félags- málaráðuneytis. Eftir því sem komist verður næst eru rökin fyrir þessari breytingu þau að í sveita- stjórnarlögunum segir á einum stað að dagvistarmál heyri undir sveita- stjórnarmál. Einnig telur nefndin rétt að byggja upp félagsmálaþjón- ustu í kringum leikskólana í land- inu. Þessari tillögu hefur alfarið verið hafnað af menntamálaráðuneytinu og auk þess hefur Fóstrufélag íslands, Kennarasamtökin og For- eldrasamtökin í Reykjavík sent frá sér ályktanir þar sem tillögunni er hafnað. Rök þessara aðila eru þau að visst samhengi eigi að vera milli leikskólans og grunnskólans og þessir tveir málaflokkar eigi því að heyra undir sama ráðuneyti. f tilkynningu frá Kvenréttinda- félaginu segir að félagið vari alvar- lega við breytingum á yfirstjórn dagvistarmála á þessu stigi og telur að málið í heild krefjist meiri undirbúnings og víðtækari sam- stöðu. Á sama stað minnir Kvenrétt- indafélagið á stjórnarsáttmála nú- verandi ríkistjórnar þar sem segir að sérstakt átak verði gert í dagvist- armálum og sett verði rammalög- gjöf um forskólastigið. SSH Innilegar þakkir færi ég öllum vinum, samstarfs- mönnum og félögum sem glöddu okkur hjónin á níræðisafmæli mínu 7. okt. sl. með heimsóknum, gjöfum, blómum og kveðjum. Sérstakar þakkir til bæjarstjórnar Akureyrar, Kaup- félags Eyfirðinga og Flugleiða hf. Jakob Frímannsson. Kýr óskast Óska eftir aö kaupa 2-3 ungar kýr eða kvígur sem bera fyrir áramót. Upplýsingar í síma 91-667087. TÖLVU- NOTENDUR. Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Stmi 45000 Vetrar- hjólbarðar Hankook hágæðahjólbarð- ar frá Kóreu á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarðaskipting- BARÐINN hf. Skutuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. Námsmannahreyfingin: Vonbrigði ítrekuð Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna hefur ritað Svavari Gestssyni menntamálaráðherra bréf það sem vonbrigði nefndarinnar með fjárlagafrumvarpið eru ítrekuð. Segir í bréfinu að fjárlögin geri ekki ráð fyrir 6.7% hækkun námslána 1. janúar og menntamálaráðherra hafi ekki mótmælt þeirri ákvörðun. í bréfinu minnir samstarfsnefndin aftur á samkomulag sem gert hafi verið milli námsmannahreyfinganna og ríkisvaldsins í febrúar síðastliðn- um þar sem gert var ráð fyrir 20.1% hækkun námslána gegn hækkun tekjutillits úr 35% í 50% af tekjum. Námsmenn hafi staðið við sinn hluta samkomulagsins og bíði þess að ríkisvaldið geri slíkt hið sama. Um nefnd þá er menntamálaráð- herra sagðist ætla að skipa í kjölfar fyrra mótmælabréfs samstarfsnefnd- arinnar segir: „Námsmannahreyf- ingarnar lýsa sig reiðubúnar til sam- starfs í nefnd þeirri er þér nefnið í svarbréfi yðar. Ljóst er þó að náms- mannahreyfingarnar eru mótfallnar því að deilda skertu framlagi milli sinna umbjóðenda og vara við þeim skérðingarhugmyndum sem ýjað er að í greinargerð með fjárlagafrum- varpinu." í lok bréfsins varar samstarfs- nefndin við því að Lánasjóðurinn sé fjármagnaður með lántökum. Nú þegar sé ljóst að um fjórðungur engan vanda heldur auki þær fjár- ráðstöfunarfjár sjóðsins fari í af- þörf sjóðsins þegar til lengri tíma sé borganir og vexti. Lántökur leysi litið. SSH Vetrarstarf Bridgefélags Vestur-Húnvetninga Hvammstanga er hafið. Á Norðurlandsmóti í tvímenningi sem haldið var á Hvammstanga 14. október sl. barómeter var spilaður með þátttöku 26 para. Myndi sýnir þau pör sem lcntu í þrem efstu sætunum. I fyrsta sæti urðu þeir Anton Haraldsson og Pétur Guðjónsson frá Akureyri með 224 stig, í öðru sæti þeir Jón Sigurbjörnsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson frá Siglufirði með 174 stig og í þriðja sæti höfnuðu þeir Einar Svansson og Eyjólfur Sigurðsson, Sauðárkróki með 140 stig. ABÓ/ Tímamynd öm NORDURLANDSMÓT í TVÍMENNING

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.