Tíminn - 24.10.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.10.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 24. október 1989 LANDSPITALINN Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á bæklunar- lækningadeild 1 12-G nú þegar eða eftir sam- komulagi. Nýir hjúkrunarfræðingar fá skipulagða aðlögun með hjúkrunarleiðbeinanda sem miðar að því að starfsmaðurin nái sem bestum tökum á hjúkruninni á deildinni. Upplýsingar gefur Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, símar 60-1366 eða 60-1300. Umsóknir sendist Önnu Stefánsdóttur. RÍKISSPÍTALAR VETRARHJOLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu. Mjög lágt verð. STÆRÐIR: 145R12 155R12 135R13 145R13 155R13 165R13 175X13 175/70R13 185/70R13 175R14 185R14 185/70R14 195/70R14 165R15 Gerið kjarakaup Sendum um allt land. BARÐINN Skútuvogi 2, Reykjavík Símar 91-30501 og 84844 S.I.B.S. dagurinn 1989 í dag 24. október af afmælisdagur Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Af því tilefni eru fyrirtæki og stofnanir sambands- ins, Reykjalundur í Mosfellsbæ og Múlalundur við Hátún 10 opin almenningi frá kl. 13-16 og verður starfsemin kynnt gestum. Afmæliskaffi verður í Hótel Lind við Rauðarárstíg í kvöld kl. 20.30. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu Sigríðar Önnu Sigurjónsdóttur Engjavegi 45, Selfossi Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Ljósheima, Self- ossi, fyrir góða umönnun. Axel Jónsson Guðjón Axelsson ÁsdísÁgústsdóttir Ingigerður Axelsdóttir Sigurjón Einarsson Jón Axelsson Erla Axelsdóttir BirgirSchram barnabörn og barnabarnabörn. t Dóttir mín og systir okkar Ingibjörg Guðrún Hilmarsdóttir fórst af slysförum 21. október Margrét Þorláksdóttir Haraldur Páll Hilmarsson Þorlákur Ingi Hilmarsson Sigurbjörg Kristín Hilmarsdóttir Þessa tvo ungu og upprennandi trillukarla rakst fréttaritari Tímans á við Rif á dögunum. Þeir voru búnir að draga uppog sögðust hafa fískað vel í sumar og haust. En nú þarf að gagna frá bátnum fyrir veturinn, enda enginn tími til að stunda sjómennsku með skólanum. Tímamynd: Ægir Stýrimannaskólinn í Reykjavík lítt sóttur af borgarbúum: Sigla um úthöf in í skólastofunni Nemendur Stýrirnannaskólans í Reykjavík munu seinna í vetur geta hafið siglingar til fjölda hafna í Evrópu innan veggja skólans. Þarer nú unnið að uppsetningu „siglinga- hermis" sem nýlega var keyptur frá Noregi. í „skólabrúnni“ og öllum þeim tækjum sem henni fylgja og virka eins og um borð á skipi í siglingu á færni nemenda við raun- verulegar aðstæður að aukast til muna og þar með öryggi sjómanna. Með þessum nýju tækjum stendur Stýrimannaskólinn aftur jafnfætis stýrimannaskólum í nágranna- löndunum, sem allir hafa verið búnir sams konar tækjum, síðast skólinn í Færeyjum fyrir ári. Siglingahermir- inn leysir af hólmi úr sér genginn 15 ára gamlan ratsjársamlíki skólans, cn slík tæki eru orðin að safngripum erlendis. í frétt frá Stýrimannaskólanum segir að þetta sé mjög fullkomið kennslutæki; tölva sem stýrir brú þriggja skipa og í hverri brú öli helstu siglingatæki eins og ratsjá, dýptarmælir, lóran og himintungla- tæki, ásamt stjórntækjum til gang- skiptingar véla og stýris. „Hermin- um“ er stjórnað frá stjórnstöð kennara og fylgja honum sjókort af mestu umferðarleiðum Evrópu og 5 sjókort af siglingaleiðum við ís- landsstrendur. Með þessum tölvu- stýrðu kortum verður siglt eins og á raunverulegri siglingu: Ratsjármynd af landi, dýptar- og lórantölur breyt- ast eins og gerist á raunverulegri siglingu. Stýrimannaskólinn hefur fengið loforð fjármálaráðherra fyrir því að unnið verði að kaupum „fiskveiði- samlíkis" á næsta ári. En slíkt tæki var t.d. tekið í notkun við stýri- mannaskólann í Þórshöfn í Færeyj- um á þessu hausti. Alls luku 83 nemendur skipstjórn- arprófum frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík á þessu ári og auk þess 34 Frá Guttormi Óskarssyni. Hjá sláturhusi Kaupfélags Skag- firðinga var slátrað 32.007 fjár að þessu sinni sem er 2.187 kindum færra en 1988. Þar af voru dilkar 30.110 og var meðalvigt þeirra 14.503 kg., sem er 0,107 kg. meira en í fyrra. Þess má geta til fróðleiks að haustið 1981 var alls lógað 59.556 dilkum hjá sláturhúsi K.S. og segir „pungaprófi“, þ.e. með 30 rúmlesta réttindi. Stýrimannaskólinn í Reykjavík hefur þá sérstöðu meðal framhaldsskóla borgarinnar að að- eins brot af nemendum skólans eru borgarbúar. Af þessum 83 skip- stjóraefnum eru t.d. aðeins 13 Reyk- víkingar, en alls 25 búsettir á höfuð- borgarsvæðinu í heild. Á hinn bóg- inn eiga 27 þeirra heimili á Vestur- landi og Vestfjörðum. Stýrimannaskólinn var settur í 99. skipti í byrjun september. Til skól- ans mættu þá 92 af 111 nemendum sem höfðu verið innritaðir. -HEl þetta nokkuð um samdráttinn í sauð- fjárframleiðslunni á þessu tímabili. Nú er eftir að slátra nokkru af fullorðnu fé fyrir Framleiðnisjóð vegna bænda, sem eru að hætta sauðfjáreign. í hinu sláturhúsinu sem rekið er hér, Slátursamlagi Skagfirðinga, var slátrað 14.600 fjár og reyndist með- alvigt þar 14,3 kg. Stórgripaslátrun er nú hafin á nautgripum og hrossum. Sauöárkrókur: Sauðf járslátrun lokið Úrval, Útsýn og Úlfar Jakobsen: Ráðið hefur verið I stjórnunarstöður Ráðið hefur verið í stjórnunar- stöður ferðaskrifstofanna Úrvals, Útsýnar og Úlfars Jakobsen og voru ráðningarnar tilkynntar á starfs- mannafundi á föstudag. Þá hefur verið ákveðið að efna til hugmynda- samkeppni um heiti á sameiginlega ferðaskrifstofu fyrirtækjanna. Fjármálastjóri nýju ferðskrifstof- unnar verður Björn Ingólfsson, sölu- stjóri leiguflugsferða verður Anna Guðný Aradóttir, sölustjóri áætlun- arflugsferða verður Dröfn Björns- dóttir, stjórn Úlfars Jakobsen verður í höndum Halldórs Bjarnasonar og sölustjóri innflutnings erlendra ferðamanna verður Bryndís ívars- dóttir. Framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækisins er sem kunnugt er Knútur Óskarsson. Starfsmannafjöldi ferðskrifstof- anna þriggja er um fimmtíu manns. Ekki liggur fyrir hver starfsmanna- fjöldi hins nýja fyrirtækis verður, en um næstu mánaðamót verður vænt- anlega tilkynnt um frekari skipan starfsmanna. Sem áður sagði er efnt til hug- myndasamkeppni um heiti á sameig- inlega ferðaskrifstofu fyrirtækjanna. Nafnið sem leitað er að verður að vera stutt og laggott, og þjált í framburði, bæði á íslensku og er- lendum málum, segir í fréttatilkynn- ingu. Öllum er heimil þátttaka í samkeppninni og er skilafrestur til 10. nóvember. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.