Tíminn - 24.10.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.10.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 24. október 1989 Timiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddurólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Island og EBE í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar er kveðið svo á í upphafi utanríkismálakaflans að markmið utanríkisstefnu íslendinga sé að „treysta sjálfstæði landsins og gæta hagsmuna þjóðarinnar í alþjóðleg- um samskiptum.“ Ef til vill finnst einhverjum að orðalag af þessu tagi sé upptugga sjálfsagðra hluta. Varla þurfi að taka það fram í hvert skipti sem ríkisstjórn sest að völdum að hún ætli að treysta og viðhalda sjálfstæði landsins og láta ekki ganga á íslenska þjóðarhagsmuni í alþjóðlegum samskiptum. Við nánari skoðun munu þó flestir viðurkenna að yfirlýsing sem þessi er í rauninni óhjákvæmileg grundvallarsetning í málefnasamningum íslenskra ríkisstjórna. Utanríkismál eru meðal mikilvægustu þjóðmála hér á landi og því nauðsynlegt að orða sem skýrast meginmarkmið utanríkisstefnunnar. Eins og upphafsorð utanríkismálakafla málefnasamnings ríkisstjórnarinnar bera með sér er það sjálfur útgangspunktur utanríkisstefnunnar að „treysta“ sjálfstæði landsins, sjá til þess að því verði í engu haggað. Allt sem gert er í utanríkismálum hlýtur að miðast við þessa setningu og krefst þess að sjálfstæð- ishugtakið sé svo vel skýrgreint að það misskiljist ekki. Á því er enginn vafi að þegar rætt er um að treysta sjálfstæði íslands er átt við það að íslendingar haldi þeim fullveldisrétti sem þeir eiga nú að landslögum og alþjóðarétti. Málefnasamningurinn gerir ráð fyrir því að í engu verði slakað á um þennan rétt. Sú mikla áhersla sem lögð er á sjálfstæðisyfirlýsinguna í tímabundnu plaggi á borð við stjórnarsáttmála er vitnisburður um það að ríkisstjórnin heldur í heiðri viðteknum skilningi á hvað sé fullveldi íslands og hefur síst í huga að gera þar á nokkra tilslökun. A grundvelli þessa skilnings taka íslendingar virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi. Þetta meginmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu mótar að sjálfsögðu viðhorf íslenskra stjórnvalda til Evrópubandalagsins. Það má ljóst vera að íslending- ar geta ekki orðið aðilar að Evrópubandalaginu nema með því að afsala sér fullveldi í mikilvægum atriðum. íslensk stjórnvöld hafna því öllum hug- myndum um inngöngu í EBE, en munu „búa íslenskt atvinnulíf undir þær breytingar sem verða á viðskipt- aháttum og efnahagsstjórn í Evrópubandalaginu á næstu árum. Sérstaklega verður unnið að því að laga íslenskt efnahagslíf að hinum nýju aðstæðum og tryggja viðskiptastöðu íslenskrar atvinnustarfsemi án aðildar að (Evrópu-) bandalaginu.“ Ekki er vafi á því að þessi „aðlögun“ íslensks efnahagslífs að þróun Evrópubandalagsins er hvort tveggja í senn eitt mikilvægasta og vandasamasta viðfangsefni íslenskra ríkisstjórna á næstu árum. Hins vegar er óþarfi að gera slíkt úr þessu máli eins og íslendingar séu að búa sig undir sjálfan dómsdag- inn í efnahags- og viðskiptamálum. Það er þeim mun meiri ástæða til að hvetja ríkisstjórnina til að slá ekki af markaðri stefnu sinni, að Sjálfstæðisflokkurinn er nú farinn að boða það opinskátt að íslendingar eigi að afsala sér fullveldi sínu og sækja skilyrðislaust um aðild að Efnahagsbandalaginu. GARRI Veruleiki á hvolfi Guðmundur Magnússon sagn- fræðingur, sem fyrir 10 árum gekk undir nafninu Guðmundur „Maó“ Magnússon sökum öfgafullrar vinstrimennsku, en er nú kunnur sem einn öfgafyllsti frjálshyggju- maðurinn meðaí ungra sjálfstæðis- manna, skrifaði í D V grein í síðustu viku þar sem hann fann Blaða- prentsblöðunum, Tímanum, Þjóð- viljanum og Alþýðublaðinu, allt til foráttu. Einkum þótti Guðmundi, sem eitt sinn var Guðmundur Maó, fréttir þessara blaða lítilsigldar, og kallaði pólitískar samsuður sem væru nú eitthvað annað en fréttirn- ar í DV og Mogga. Garrí minntist þess við lestur greinar Guðmundar að þessi fyrrum aðstoðarmaður menntamálaráðherra var aðalhug- myndafræðingur Birgis ísleifs þeg- ar finna þurfti stöðu við Háskóla íslands handa Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Var þá altalað að Guðmundur þessi hefði skrifað röksemdafærsluna fyrír ágæti Hannesar vinar síns og skoðana- bróður, en þessir tveir menn hafa undanfarin misseri tekið að sér að vera helstu sérfræðingar landsins um ágæti frelsisins og óhefts mark- aðsbúskapar. Hróp þessara merk- isbera frelsisins hafa þó ekki náð eyrum margra, enda Islendingar skynsöm þjóð að upplagi og eðlis- greind. Vegsemd þeirra félaga hef- ur þó orðið einna mest innan Sjálfstæðisflokksins, en jafnvel þar er litið til þeirra sem eins konar sértrúarflokks, ungra manna með hlutverk. Minnisvarðar þeirra eru því í samræmi við annað, greinar eftir Guðmund í D V eins og sú sem hér er til umræðu og lektorinn skrífar sögu Sjálfstæðisflokksins í myndurn og máli, sem menn eru farnir að útnefna sem “sennilega eitt metnaðarlausasta verk sem skrífað hefur veríð um íslensk stjórnmál.“ En hverjar eru syndir þeirra dagblaða, Tímans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins, sem Guðmundur ræðst svo heiftarlega á? Jú, frétt- irnar eru pólitískar samsuður, eins og áður segir, og eftir því sem ætla mætti af grein frelsisberans eru þau gefln út fyrir almannafé. Garri V VP - — cVy hefur áður heyrt lummuna um að Blaðaprentsblöðin séu á ríkisjöt- unni og hefur sú kcnning komið fram í mörgum myndum. Það er rétt hjá Guðmundi frelsisbera að þingflokkar fá ákveðið fé til útgáfu- mála í hlutfalli við þingstyrk. Þar fær Sjálfstæðisflokkurinn mest. Með sömu röksemdafærslu og Guðmundur kýs að beita, mætti segja að skattborgarar væru að borga vini Guðmundar stórfé til að skrifa sögu Sjálfstæðisflokksins. Munurinn á Garra og Guðmundi er hins vegar sá að Garri er frjáls- lyndur lýðræðissinni, sem getur vel unnt Sjálfstæðisflokknum, eða þingflokki hans, að ákveða sjálfur hvernig hann ver sínum útgáfupen- ingum. Guðmundur hins vegar er öfgasinni, maður sem ekki þolir eðlilega umræðu um málefni og skilur ekki að frelsið sem hann lofar í orði nær líka til þess mikla meirihluta sem er ekki múlbundinn af kreddufestu ákveðinnar hug- myndafræði. Þess vegna er honum illa við að þingflokkar hafi þann möguleika að styðja við bakið á útgáfu dagblaða, sem ekki eru ofurseld pólitísku eftirliti Sjálf- stæðisflokksins, vill hclst að þing- flokkarnir fái sem minnst um það að segja hvernig þeir verja útgáfufé sínu. Honum til huggunar má geta þess að þingflokkar hafa það í hendi sér hvort þeir veita blöðum einhvern stuðning og mun allur gangur vera á því hvort þeir gera það og í hve miklum mæli. Hins vegar stjórnast Guðmundur í þess- um skrifum sínum í DV af sömu hvötum og hann stjórnaðist þegar hann sem aðstoðarmaður ráðherra þurfti að útvega skoðanabróður sínum vinnu, þ.e. að hvað sem það kostar þarf að koma öfgum frjáls- hyggjunnar á framfæri og skipa talsmönnum hennar sem bestan sess og að hvað sem það kostar þá þarf að koma höggi á alla þá sem ekki lúta beinni hugmyndafræði- legri stjórn merkisbera frjálshyggj- unnar. Frelsið er hjá Guðmundi og félögum hans frelsi fyrir talsmenn frjálshyggjunnar. Daginn sem Guðmundur Magn- ússon fékk grein sína birta voru aðalfréttir Tímans af jarðskjálftum í Kaliforníu og af óvenjulegum fjárstofni í Skagafirði sem hafði fleiri rifbein en aðrar kindur á landinu. Daginn áður hafði Tíminn greint frá umræðum á kirkjuþingi og skuldum sem ríkisstjórnin hefur orðið að afskrifa. Það er eingöngu í höfðum sem mótast af þeim eiginleikum sem að ofan er lýst sem þeirri hugsun getur svo mikið sem skotið upp, að kalla fréttir Tímans „pólitískar samsuður sem ekkert eigi .skylt við tíðindi dagsins". Svo illa getur öfgakennd hugsjónamennska leikið menn að þeir sjá veruleikann á hvolfi og svo er nú faríð fyrir Guðmundi Magn- ússyni. Þegar þetta er haft í huga hljóta Tímamenn að verða hamingjusam- ir við skrif Guðmundar því þau sýna að blaðinu hefur tekist það sem segir í blaðhausnum: „að boða frjálsly ndi og framfarir í 70 ár“. Garri VÍTTOG BREITT 111111! lllllli Pólitiskt mál Ekki fer milli mála að Sjálfstæð- isflokkurinn stefnir að því að koma íslendingum í Evrópubandalagið eins fljótt og hægt er. Þetta kom skýrt fram í áliti „aldamótanefnd- ar“ flokksins sem kynnt var á landsfundi fyrir þremur vikum og bergmálar í orðum formanns og varaformanns flokksins. íhaldið og EBE Af þessu má ráða að það verður eitt af áhersluatriðum Sjálfstæðis- flokksins, þegar til mótunar kosn- ingastefnuskrár kemur, að berjast fyrir þessu hugsjónamáli sínu. Þótt það sé í sjálfu sér virðingarvert að flokkurinn fer ekki í launkofa með stefnu sína í þessu máli, þá er það á hinn bóginn harmsefni og al- vörumál að þessi stærsti stjórn- málaflokkur þjóðarinnar skuli hafa tekið slíka stefnu í svo afdrifaríku máli. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lent í því sem formaður ungra miðflokksmanna í Svíþjóð sagði um hugarfar margra ráðamanna þar í landi, að þeir væru farnir að „leggja ofurást á Evrópubandalag- ið“ og vildu öllu til kosta til að tengjast því stórveldi sem Evrópu- bandalagið á að verða. Einórð afstaða gegn áróðri Það mun víst rétt vera að bæði í Noregi og Svíþjóð vinna áhrifa- mikil öfl að því að sannfæra al- menning um að framtíðarhags- munir þjóðanna hvíli á því að ganga í Evrópubandalagið. Áróðurinn fyrir þessu er svo út- breiddur að ýmsir óttast að and- mæli gegn því séu þegar farin að hljóma sem hjáróma rödd. Eigi að síður hefur sænski Mið- flokkurinn hert á andstöðu sinni gegn slíkum málflutningi. Formað- ur Miðflokksins, Olof Johansson, hélt fyrir skömmu ræðu á flokks- þingi þar sem hann réðst harðlega gegn þeim forystumönnum í stjórnmálum og efnahagsmálum sem „dreymir um að setja á laggirn- ar pólitískt og efnahagslegt stór- veldi í Vestur-Evrópu.“ „Þetta stórveldi á að vera til jafnvægis við ofurveldi Bandaríkja Norður-Am- eríku og Japans,“ sagði Olof Jo- hansson. Formaður sænska Miðflokksins sagði það sína skoðun að framtíð Evrópu ætti ekki að felast í slíku stórveldi, heldur því sem hann kallaði margbreytni þjóða og ríkja, hugmynda, máls og menningar. Hann sagði það stefnu síns flokks að horfa til þess konar Evrópu, þar sem sjálfstæð lýðræðisríki ynnu saman og þar sem álfan öll í fjölbreytni sinni fengi að lifa og dafna. Olof Johansson er með þessum orðum að hafna hugmyndum ým- issa stjórnmálamanna og tækni- krata í hópi iðnaðarforkólfa og embættismanna að Svíar gangi í Evrópubandalagið. Orð formanns Miðflokksins bera þvf vitni að áróðurinn fyrir Efnahagsbandalag- inu er orðinn magnaður í Svíþjóð, en þau sýna það líka að þessi áróður á einarða andstæðinga. Fjölmiðlaumræðan Hér á Islandi er sama hætta fyrir hendi og í Svíþjóð að ljóst og leynt verði áróðurinn fyrir Evrópu- bandalaginu látinn síast inn í þjóð- ina. Flest sem sagt er í fjölmiðlum um Evrópubandalagið stefnir að sama brunni: Að gylla fyrir fólki „efnahagslega nauðsyn“ þess að ísland verði fyrr eða síðar aðili að þessu stórveldi. Fréttaþáttur í Sjónvarpinu sl. sunnudagskvöld hafði þann blæ á sér að sannfæra áheyrendur um að hagvöxtur væri útilokaður nema innan þessa bandalags. Það fór um þennan þátt, eins og flest sem á borð er borið í fjölmiðlaumræðum um EBE, að ekki var minnst á stjórn- skipulag bandalagsins og valddreif- ingu innan þess. Með tilliti til þess að núverandi ríkisstjóm er andvíg inngöngu fslands í Evrópubanda- lagið er tímabært að gera þjóðinni sem skýrasta grein fyrir málinu í heild. Evrópubandalagsmálið er pólitískt mál og á að ræðast á pólitískum grundvelli. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.