Tíminn - 03.11.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.11.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 3. nóvember 1989 Bygging sumarbústaða Athygli sveitarstjórna sem eru að fjalla um leyfis- umsóknir fyrir byggingu sumarbústaða félagasam- taka og einstaklinga er vakin á ákvæðum í byggingarreglugerð nr. 292/1979 og breytingum á grein 6.10.4. sem tóku gildi 1. ágúst 1989. Þar segir m.a.: Ekki má reisa sumarhús, né önnur áþekk hús, nema þar sem skipulag ákveður. Um skipulagn- ingu sumarbústaðahverfa gilda ákvæði 4.3.7. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Nú er skipulag ekki fyrir hendi og getur byggingarnefnd þá gefið leyfi fyrir einstökum sumarbústöðum eða áþekk- um húsum enda liggi fyrir umsögn frá viðkom- andi jarðanefnd, heilbrigðisnefnd og náttúru- verndarnefnd, ásamt samþykki hlutaðeigandi sveitarstjórnar og skipulagsstjórnar ríkisins, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1964. SKIPULAG RIKISINS LAUGAVEG) 166,105 REYKJAVÍK - S. 29344 Vetrar- hjólbarðar Hankook há- gæðahjólbarð- ar frá Kóreu á U lágu verði. • M A*? y£ Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjól- barðaskiptingar BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. FRAMfiÚDAN BÍLRÚÐUÍSETNINGAR OG INNFLUTNINGUR SMIÐJUVEGI 30 ® 670675 RÚÐUÍSETNINGAR í ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA EIGUM FLESTAR RÚÐUR Á LAGER PÓSTSENDUM NEYÐARÞJÓNUSTA Á KVÖLDIN OG UM HELGAR KJARTAN ÓLAFSSON ® 667230 GUNNAR SIGURÐSSON S 651617 ■ tvivr\uo a Hnr FUF Hafnarfirði Rabbfundur verður haldinn laugardaginn 4. nóv. kl. 11.00 f.h. Dagskrá: Fyrirhugað kjördæmisþing. ATH: Rabbfundir verða eftirleiðis á sama tíma á laugardögum kl. 11.00. Stjórnin t Systir mín og frænka okkar Steinunn Ásmundsdóttir frá Víðum Hagaseli 26, Reykjavík verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Vilborg Á. Þorberg Þórhallur Geirsson Sigrfður Aradóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, dóttur, systur, tengdamóður og ömmu Aldísar Björgvinsdóttur Sigurður Sigurbjörnsson Sigurður Freyr Sigurðsson Hjördís Gunnarsdóttir Tómas Kristjánsson Björgvin Gunnarsson Hildigunnur Guðlaugsdóttir Björgvin Jónsson Rakel Guðmundsdóttir Sigurlína Björgvinsdóttir Jón Már Björgvinsson Guðmundur Björgvinsson Sigrfður G. Björgvinsdóttir og barnabörn. Ný og harðari flokkun mjólkur? Hollustuvernd ríkisins hefur um nokkurt skeið rætt um að taka upp nýja flokkun á mjólk. Ef af þessu verður þýðir þessi breyting að gerðar verða auknar kröfur um gæði mjólkurinn- ar. Hollustuvernd hefur einnig rætt um að verðfeUa mjólk ef frumutala hennar fer yfir visst hámark. Frumutalan hækkar m.a. ef júgurbólga er mikil í kúnum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort og hvenær þessar breytingar koma til framkvæmda. Fyrir um tveimur árum voru reglur um flokkun mjólkur hertar. Þetta var gert með reglugerð um mjólk og mjólkurvörur sem sett var af Ragn- hildi Helgadóttur þáverandi heil- brigðisráðherra. Gildandi reglur gera ráð fyrir því að mjólk í fyrsta flokki innihaldi innan við 100 þúsund gerla í hverjum millilítra, mjólk í öðrum flokki 100-500 þúsund gerla og mjólk í þriðja flokki innihaldi yfir 500 þúsund gerla í hverjum milli- lítra. Nú eru uppi hugmyndir um að herða þessar reglur enn frekar. Hægt er að flokka alla gerla í hitaþolna gerla og kuldakæra gerla. í reglu- gerðinni um mjólk og mjólkurvörur er mjólkurstöðvum gefinn kostur á að flokka mjólk hj á sér á eftirfarandi hátt: Flokkur Hitaþolnir Kuldakærir ____________gerlar/ml_____gerlar/ml 1. 0-10.000 0-50.000 2. 10.000-50.000 50.000-200.000 T_________50.000-ogfl. 200.000- ogfl, Hjá Hollustuvernd ríkisins, sem hefur yfirumsjón með framkvæmd reglugerðarinnar, hefur komið til tals að taka upp þessa flokkun á mjólk hjá mjólkurframleiðendum. Fram til þessa hefur þessi flokkun verið notuð til aðstoðar við mjólkur- eftirlit en ekki til verðfellingar á mjólk. Halldór Runólfsson dýralæknir hjá Hollustuvemdar ríkisins var spurður að því hvort það yrði mikil breyting fyrir bændur ef þessi breytta flokkun yrði tekin upp. „Flestir bændur myndu eftir sem áður verða með fyrsta flokks mjólk. Þetta er þó nokkuð mismunandi eftir mönnum. Ég geri ráð fyrir að í vissum tilfellum sé það erfiðara fyrir bændur að ná fyrsta flokki, en eftir sem áður eru þetta nokkuð víð mörk. Þetta snýst um hreinlæti, góða meðferð á mjólk og góða kælingu. Það skiptir mjólkurbúin vemlegu máli hvernig hráefni þau fá.“ Tengjast þessir gerlar gallaðri mjólk vegna júgurbólgu? „Nei, þeir gera það ekki. Júgur- bólga eykur fmmutölu í mjólk. Það hefur verið rætt um að gera þá tölu að reglugerðarákvæði en það er ekki í dag.“ Hvað er það sem knýr á um þessar breytingar á flokkuninni? „Mjólkurvömrnar hjá okkur eru í mjög góðu lagi. Málið snýst aðallega um að skapa mjólkurbúunum betra hráefni þannig að þau geti nýtt það betur. Þar með ætti að takast að lækka verð á mjólkurvörum.“ Hollustuvemd ríkisins gerir tillög- ur um reglugerðarbreytingar en síð- an þurfa heilbrigðis- og landbúnað- arráðuneytin að samþykkja þær. Halldór Runólfsson sagði að ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvort lagt yrði til að tekin verði upp ný flokkun á mjólk. Hann sagði hins vegar að þetta hefði verið rætt um nokkurn tíma. -EÓ LÝSA ÁHYGGJUM VEGNA DOUNREAY Klettur svæðisfélag smábátaeigenda á Akureyri samþykkti samhljóða ályktun, þar sem lýst er áhyggjum vegna ákvörðunar um uppbyggingu endurvinnslustöðvar í Dounreay í Skotlandi. Fundurinn skorar á alla hagsmunaaðila í fiskveiðum og vinnslu að sameinast um hörð mótmæli gegn nefndri endurvinnslustöð. „Slys við Dounreay myndi þýða að mengun þaðan kæmi til íslands eftir um það bil sex ár, sem gæti þýtt að fiskveiðar í efnahagslögsögu eða hluta hennar myndu leggjast af,“ segir í ályktuninni. -ABÓ Gunnar Bjarnason fyrrv. hrossaræktarráöunautur harðneitar aö hætta að nota gamla númerakerfiö fyrir kynbótahross: GEF SKÍT í ÞAU LÖG SEM HEIMILA AÐEINS BUNADARFELAGSKERFID „Það er eins og ráðunautarnir séu í stríði við gamlan kall eins og mig sem aldrei hefur verið þægur, önnur skýring er ekki sjáanleg á þessu númeramáli. Fólk skUur ekki hin nýju hrossanúmer Búnaðarfélags íslands. Verði það lögbundið að þau ein skuli notuð þá gef ég skít í þau lög og nota áfram ættbókartölu en birti þeirra tölu samhliða,“ sagði Gunnar Bjarnason fyrrverandi hrossaræktarráðunautur og höfundur Ættbókar og sögu íslenska hestsins. Hann sagði ekki rétt með farið hjá Þorkeli Bjarnasyni hrossaræktar- ráðunauti í opnugrein Tímans s.l. miðvikudag um deilur á ársþingi Landssambands hestamanna, að Gunnar Bjarnason hafi byrjað að skrásetja ættbók hesta með raðnúm- erum - hafi sjálfur fundið upp gamla raðnúmerakerfið. Gunnar sagðist hafa tekið við hrossaræktarráðu- nautsstarfi af Theódóri Arnbjörns- syni frá Ósi í Miðfirði sem byrjað hefði árið 1920 að skrásetja hesta eftir að hafa kynnt sér erlendis hvernig hross væru skráð og ættfærð. Theódór auðkenndi hross með rað- númerum og Gunnar sagðist hafa haldið áfram skráningu á sama hátt og fyrirrennarinn. Theódór hefði skráð alla vetur- gamla ásetta hesta svokallaðri regist- erskráningu og hefði hrossunum ver- ið gefin raðnúmer í skránni. Þegar essi hross hefðu síðan verið sýnd efðu þau sem hlutu fyrstu verðlaun verið skráð í einskonar úrvalsskrá, svonefnda Elite-ættbók og var að- eins þessi úrvalsættbók birt í tíð Theódórs. „Ég tók síðan við þessu verki og skráði þessa ættbók fyrir úrvalshross - þau sem fengu verðlaun. Einnig leituðum við uppi hross í afskekkt- um héruðum sem að ætt og útliti áttu að okkar mati að hefjast upp. Þessi hross settum við í ættbók einnig, en áður en ég tók við 1957 voru þessar upplýsingar ekki birtar nema með höppum og glöppum og með þær farið eins og einkamál ráðunaut- anna. Þetta þótti mér ófært í ljósi al- menns áhuga á hrossarækt og ræktun reiðhesta. Því hóf ég að reyna að gefa þetta út, en á því hafði Búnað- arfélagið engan áhuga. Það hafði hins vegar Prentverk Odds Björns- sonar á Akureyri og þar kom að því að Ættbók og saga var gefin út árið 1968. Nú eru komnar út fjögur bindi af verkinu og það fimmta kemur út fyrir næstu jol,“ sagði Gunnar. Erlendis, einkum í Evrópu er mikill áhugi fyrir íslenska hestinum og að sögn Gunnars er mikill fjöldi fólks þar, jafnvel þúsundir manna sem velta mjög fyrir sér sögu og ræktun íslenska hestsins og styðst verulega við ættbækur hans. „Þetta fólk skilur ekki hin nýju númer Búnaðarfélagsins. Því finnast númerin heilagar tölur, t.d. Sörli 71: Það veit að Sörii er frá Svaðastöðum, fæddur 1920 og Ófeigur 802; það er Ófeigur á Hvanneyri." - En þar sem þetta er vafalaust skynugt fólk. Má ekki kenna því nýja númerakerfið? „Nei, málið er ekki svona einfalt. Það er í lagi með númer Búnaðarfé- lagsins og ég tek þau upp í minni bók þannig að alltaf má biðja um upplýs- ingar úr tölvu Búnaðarfélagsins eftir þeim. Ég er því ekki að hundsa númerin, en ég vil hafa leyfi til þess að halda áfram að nota þau gömlu enda eru þau skráningarnúmer bundin hefð á ákveðinni menningu; hestamennskunni. Þeir útlendingar sem ég hef skipti við eíska þessi númer, þeir átta sig á þeim, þau eru stöðug og þau eru áframhaldandi. Númer Búnaðarfé- lagsins gefa ekki svo miklar upplýs- ingar að ástæða sé til að taka þau upp. Þau geta þó verið ágæt fyrir þá sem sitja við tölvuna en engin ástæða til að setja þau í ættbækur sem fara um allt land og út um heim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.