Tíminn - 03.11.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.11.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. nóvember 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR___________________________________1 Jón Gunnarsson: Neytendasamtökin úti að aka? Geislun, asbest og „danska veikin íslenskir neytendur og innri markaður EB Geislun, asbest og „danska veikin“ Þessu tengjast ekki síður þær aðferðir, sent notaðar eru til að auka á geymsiuþol vöru. í EB er heimilt að beita geislun í því skyni, en það er óvíða annars staðar tíðkað og aðeins að því er varðar ákveðnar tegundir matvæla og fóð- urvöru. Upplýsingar um það, hvort vara hefur verið geisluð eða ekki, eru að jafnaði ekki settar í vöru- merkingu, og reynir því hér bæði á fyrsta, annað og sjötta atriðið í kröfum alþjóðasamtaka neytenda. Hér er rætt um geislun, og er þá ekki úr vegi, að minnst sé á áhrif Chernobylslyssins á kornuppskeru innan EB. Þar spilltist hveitiupp- skera eins aðildarríkisins, Grikklands, svo mjög, að uppskera ársins 1986 var ekki talin markaðs- hæf. Engu að síður fór hún öll á markað, þótt Becquérel-tala mæld- ist mun hærri en jafnvel Evrópu- bandaiagið telur innan hættu- marka. Bókhaldsuppgjör eftir á gerðu ljóst, að svo hafði farið, hveitinu gríska hafði verið dembt saman við aðrar hveitibirgðir EB og það selt. Enn eitt dæmi um það stig sið-ferðislegrar ábyrgðar- kenndar, sem einkennt hefur við- horf Evrópubandalagsins til heil- brigði neytenda. Ekki er dýrunum óhætt heldur; um það vitnar dauði 300 kálfa á Fjóni snemma á þessu ári. EB-merkt fóður frá Hollandi hafði orðið þeim að fjörtjóni. Hér er erfitt að sjá annað en framin séu og í raun fyrirskipuð skipulögð brot á annarri kröfu alþjóðasamtaka neytenda, kröf- unni um fuilar upplýsingar um þá vöru, sem neytandi kaupir. Evrópubandalagið hefur raunar ekki sagt sig úr WHO enn, og í sumum tilvikum er skaðsemi efna raunar viðurkennd, en engu að síður bannað að geta þeirra í vörumerkingum. í öðrum tilvikum hefur EB neitað að viðurkenna skaðsemi efna, enda þótt skýr. læknisfræðileg rök liggi fyrir. Á það hefur reynt í Danmörku; þar er um að ræða ,dönsku veikina" sem svo er nefnd í Brússel og er einn alvarlegasti atvinnusjúkdóm- ur málara. Svo er að sjá, að EB telji, að sá sjúkdómur sæki á Dani eina EB-þjóða. Hann kemur fram í heilaskemmdum og hefur verið rakinn til 13 efna, sem málarar nota við starf sitt. Þessi efni voru gerð merkingarskyld í Danmörku. EB lagði hins vegar blátt bann við því að getið væri fleiri en þriggja þessara efna, og þeim úrskurði hafa Danir orðið að hlíta. Sama máli gegnir um asbest. Af því efni stafar ekki umtalsverð hætTa að mat EB. Um ofnæmisvaldandi efni er áþekka sögu að segja. Nákvæm og sundurliðuð merking hefur ver- ið tíðkuð á Norðurlöndum. EB hefur einfaldað þá merkingu og gert aðildarríkjum að fara að þeim staðli, merkja slík efni aðeins á tvo vegu, nefna þau ,ofnæmisvald- andi“ eða aðeins ,ertandi“, eftir því hvort ofnæmi hlýst við innönd- un eða snertingu. (Hyggjum að kröfu 7 hér ofar). Kemur þetta Neytendasamtökunum við? Neytendasamtök og neytendavernd Myndin er hin sama, hvar sem hugað er að umhyggju EB fyrir hagsmunum neytenda. Ýmist er sniðið að minnstu hugsanlegu lág- markskröfum eða vísvitandi fyrir- skipað að leyna neytendur eigin- leikum þeirrar vöru, sem sett er á markað. Heiðarlegraframleiðenda geta jafnvel beðið viðurlög, merki þeir vöru sína af samviskusemi. í þessu samhengi virðast þær verða næsta léttvægar, 4. og 5. krafan hér að ofan, krafan um bótarétt, reynist vöru ábótavant, og opinberan íhlutunarrétt, sé á rétt neytanda gengið. Og hvar eru þau lög í EB nú sent neytendur geta í raun sótt nokkra vernd til í ljósi dæma sem þessara? Ákvæði 3, sent varðar frjálst vöruval, rýrnar að gildi, eftir því sem lágmarksstöðlum er hvarvetna komið á í EB og þeir oftar en ekki gerðir að hámarksstöðlum jafnframt. Nokkurt umhugsunar- efni kann það einnig að vera ís- lenskum iðnrekendum, að gerist Seinni hluti ísland aðili að EB, verður tæpast óátalið lengur að setja upp skilti með orðum á við ,Vcljum íslenskt“, .Styrkjum íslenskan iðnað“, „Styrkjum íslenskan land- búnað“. (Saknaðarlaust yrði Neyt- endasamtökunum okkar að líkind- um um hið síðasttalda; þau standa í þeirri trú, að matvæli séu svo dæmalaust ódýr í EB, og gleyma þá að taka með í bókhaldið þá staðreynd, að 2/3 hlutar allra fjár- laga í EB hafa til þessa gengið til landbúnaðar, niðurgreiðslu, eftir- lits og þess kostnaðar sem það bakar bandalaginu að eyðileggja tæp fimm tonn af landbúnaðarvör- um á mínútu dægrið um kring. Svo að EB-borgarar geta þá leitt getum að því, hvert allir þeir fjármunir séu sóttir, meðan þeir naga „ódýru" kjúklingana sína. Hver veit nema þetta séu einhverjir dýrustu kjúklingar heims, þegar allt er til reiknað). En allt um það; værum við fullgildur aðili að EB, yrði vitaskuld tóint mál að tala um ,heimamarkað“ og lítil tök á að vinna neytendur til atfylgis við uppbyggingu atvinnuveganna hér. Forbrugerrádet danska hefur verið óspart á fordæmingar á framkomu EB við neytendur. En um viðhorf íslenskra neytendasamtaka viröist enn gegna ööru máli. Að vísu kostar það samtökin sjálfsagt tíma og þrek að rækja þá meginhugsjón sína í neytendavernd að útrýma landbúnaði á íslandi. Tími kynni þó að vinnast þeim til að huga að því, hvernig merkingarskyldu neysluvöru er háttað í EB, og hvernig íslenskar reglugerðir reyn- ast í samanburði við boð og bönn Evrópubandalagsins. E.t.v. ekki síður hitt, að með afnámi landa- mæra í innri markaði EB, hverfa einnig hin fáu „ósýktu svæði“ innan EB, að því er búfjársjúkdóma varðar. Danmörk hefur til þessa t.a.m. notiö þeirrar skilgreiningar í viðskiptum við Bandaríkin. Eftir tilkomu innri markaðar hefur kaupandi vitaskuld enga tryggingu fyrir því að danskt svín sé danskt svín lengur. Og vitaskuld eru danskir bændur hnuggnir yfir þessu; einmitt sömu mennirnir og mestan áhuga höfðu á EB-aðild 1973. Útflutningur til EB-landa er kominn niður fyrir helming heild- arútflutnings Dana auk þess. Bændurnir dönsku telja sér koma þettavið. Égspyr: Telja Neytenda- samtökin mál af þessu tagi koma sér við eða ekki? Hafa þau talið ómaksins vert að kynna sér þau? Og þá e.t.v. að kynna þau öðrum jafnvel? Hér væri gott að fá grein- argóð svör. Mánuður til stefnu? Þegar þetta er skrifað fara fram umfangsmiklar viðræður um sam- starf EFTA og EB. Um einstök atriði þeirra viðræðna hafa fulltrú- ar íslands því sem næst engar upplýsingar veitt almenningi hér- lendis; Alþingi er einnig ófrótt um það sem í vændum kann að vera. Upplýsingar um raunveruleg um- ræðefni samninganefndanna hefur til þessa þurft að sækja til erlendra aðila. Vita menn til dæmis, að samninganefndir EFl’A-ríkja hafa samþykkt sem grundvöll viðræðna það, sem á ramrnri stofnana- frönsku er kallað ,acquiscommun- autaire", sem nterkir. að að öðru jöfnu skuii miðað við þær reglur, sent EB liefur þegar sett? EB gaf tóninn strax fyrir upphaf viðræðn- anna, Jacques Delors, formaður Framkvæmdastjórnar EB áréttaði, að í engu yrði hvikað frá þegar settum reglunt bandalagsins. Fyrir því hafa EFTA-ríkin sæst á að víkja. Svo ójafn er leikurinn. Hitt er Ijóst, að þessi mál á að afgreiða á hlaupum. EB er sem sagt farið að hafa sín áhrif á starfskipan Alþingis og tímamörk. Alþingi fær naumast mánuð til að fjalla um niðurstöður viðræðnanna, þegar þær birtast nú í mánaðarlok. Illt að Alþingi skuli þurfa að una slíkunt kostum, vcra til þess neytt að fjalla um jafnþung- væg og umfangsmikil mál án þess að ráðrúm gcfist til viðhlítandi meðferðar. Og ckki síður illt, að almenningur í landinu skuli svik- inn unt þær upplýsingar frá fulltrú- unt sínum, scm hann á heimtingu á og eru forsenda þess, að hann geti rnyndað sér skoðanir á málinu að einhverju marki. Ekki veit ég, að hve miklu leyti mál í ætt við þau ofantöldu hcfur boriö á góma í yfirstandandi við- ræðum EFTA og EB. Neytenda- samtökin ættu að sjá sóma sinn í því að fræða okkur um það hið bráðasta. Og ntál á borð við þau, sem ég hef rakið varða vitaskuld miklu fleiri aðila hérlendis, allar þær stofnanir, sem sinna neytenda- vernd í einhverri mynd. Stofnanir, sem sinna heilbrigðiseftirliti, lyfja- innflutningi, eftirliti með fóður- vöru, vinnustaðavernd o.fl. o.fl. Og ekki varða þau síst okkur hin, neytendurna. „Nú getum við selt í Evrópu draslið, sem við þurftum að senda til Afríku áður“, ku hafa heyrst í Brússel. Sönn saga, ef til vill. VIÐSKIPTALÍFIÐ GATT-viðræðurnar I Uruquai síðla árs 1988 fóru fram viðræður á milli fulltrúa þeirra 96 landa, sem standa að Alþjóðlegu samþykktinni um tolla og verslun (GATT), um lækkun tolla og niður- fellingu hafta, beinna og óbeinna. Á fundi ráðherra þeirra í Montreal í desember 1988 virtust viðræður þeirra vera að fara út um þúfur. En aftur var tekið til, og lauk viðræðun- um í Genf 8. apríl 1989. Þá varð jafnframt samkomulag um megin- stefnuna í helstu málaflokkum í viðræðunum, sem upp voru aftur teknar í júlí í sumar. Það dró Financial Times svo saman 10. apríl 1989: 1. Tollar: Álíka lækkun þeirra sem í Tokyo-lotunni, þ.e. um 30% að meðaltali. 2. Önnur höft: Samkomulagsgerð um ábendingar til stjórnvalda um leiðir til að fella þau niður. 3. Náttúruleg auðæfi: Lækkun tolla á fiskafurðum, skógarafurðum, öðrum málum en járnkenndum, og steinefnum, hefur þegar verið haffist handa um þær tollalækkanir. 4. Vefnaðarförur: Sundurliðaðar samningaviðræður fari fram til að setja þær undir venjulegar GATT- reglur. 5. Búvörur: Hugaðverði aðúrbót- um á komandi árum. Styrkir til landbúnaðar standi í stað. 6. Hitabeltis-afurðir: Iðnaðar- löndin hafa þegar að nokkru orðið við óskum vanþróaðra landa. 7. Reglugerð GATT: Aðildarlönd komi sér saman um breytingar á henni. 8. Verslunarsamningar á milli margra landa: Endurskoðaðar verði þær reglur, sem á var fallist í Tokyo- lotunni, (einkum) um styrki og hlut- deild stjórnvalda. 9. Varnaglar: Samið verði um varnaðarráðstafanir gegn snöggu innflæði varnings. 10. Styrkir og gagnráðstafanir: Upp verði tekinn leiðarvísir um ólögmæti styrkja. Unnið er að samantekt slíks leiðarvísis. 11. Hugsmíðar: Um þær skulu settar reglur (og ekki gert upp á milli framfylgdaraðila). 12. Fjárfesting: Lítt hefur áfram miðað í þeim efnum, þótt Japanar knýi á. 13. Jöfnun deilna: Nýjar reglur verði settar, til að úrskurður í deilum falli fyrr og til að úrskurði málum verði betur hlítt. 14. Starfsemi GATT: Upp verði tekið reglulegt eftirlit með stefnu aðildarlanda í viðskiptamálum. 15. Þjónustuliðir: I meginatriðum hefur verið fallist á niðurfellingu hafta á þeim landa á ntilli. Hafin er útfærsla þeirra á hinum ýmsu sviðum þjónustu. Stígandi. Delors-áætlunin Um skipan peningamála í Efna- hagsbandalagi Evrópu í náinni framtíð var birt nefndarálit - Delors- áætlunin svonefnda - um miðjan apríl í vor og var álitið helsta dagskrármálið á fundi forsætisráð- herra aðildarlandanna í Madrid í júní í sumar. Delors-áætlunin boðar stofnun seðlabanka EBE, samfellingu stefnu aðildarlandanna í peningamálum og skorðun gengis á milli gjaldmiðla þeirra (enn frekar). í áætluninni er lagt til, að þessu marki verði náð í þremur áföngum. Á fyrsta áfanganum verða ekki breytingar á fjármálalegum stofnun- um aðildarlandanna, en unnið verð- ur að samfellingu stefnu þeirra í efnahags- og peningamálum. Fyrir lok áfangans skulu öll aðildarlöndin eiga hlut að evrópska peningakerf- inu, EMS. Á öðrum áfanga mun lagður grunnur að evrópskri skipan seðla- banka (European System of Central Banks, ESCB) og Rómarsamningn- um breytt í því skyni (en til breytinga á honum þarf samþykki allra aðildar- landanna). Ábendingar, en ekki forsögn, mun stjórnarnefnd EBE senda aðildarlöndunum varðandi hámark halla á fjárlögum (og mun aðeins þurfa til þeirra meirihluta í ráðherranefndinni). Hin evrópska skipan seðlabanka mun ekki heyra undir ríkisstjórnir aðildarlandanna. Þrengd verða mörk leyfilegs fráviks frá hinu gagnkvæma gengi gjald- miðla aðildarlandanna. Þriðji áfanginn hefst með afnámi þessa leyfilega fráviks. Frá ráðherra- nefndinni munu koma fyrirmæli í stað ábendinga varðandi stærð halla á fjárlögum og stefnu í efnahagsmál- um. Ráðherranefndin, í samráði við þingið í Strasbourg, hlýtur íhlutun- arvald um fjárlög aðildarlanda. Þá er gert ráð fyrir, að hin evr- ópska skipan seðlabanka móti stefn- una í peningamálum og fylgist með framfylgd hennar í aðildarlöndun- um. Hún fengi til umráða varasjóði frá seðlabönkum aðildarlandanna og sæi um íhlutun á alþjóðlegum gjald- eyrismörkuðum, eins og á er þörf. Fáfnir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.