Tíminn - 01.12.1989, Page 6

Tíminn - 01.12.1989, Page 6
6 Tíminn Föstudagur 1. desember 1989 Iiniiiiii MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu f 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Áróður og málefni Þegar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, fór að krefjast þess í þingræðu á mánudaginn, að ríkisstjórnin ætti að segja af sér, varð ýmsum á að brosa að slíkri augnablikshug- dettu. En nú hefur komið í ljós að Þorsteini er alvara í hug. Hann stendur að því að bera fram formlegt vantraust á ríkisstjórnina ásamt kvennalistakonum og fulltrúum hins svonefnda Frjálslynda hægri flokks. Þegar þess er gætt að ríkisstjórnin vinnur að framkvæmd mjög mikilvægra mála og hefur að flestra áliti haft fullt vald á málefnum sínum, þá kemur mönnum þessi vantrauststillaga spánskt fyrir sjónir. Vantrauststillaga nú er tilraun til þess að bæta áróðursstöðu Sjálfstæðisflokksins í kjölfar þess að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru farnar að skila árangri. Ekki fer milli mála að rekstrar- og fjárhagsstaða útflutningsfyrirtækja hefur farið batnandi eftir að aðgerða ríkisstjórnarinnar fór að gæta. Þrátt fyrir samdrátt efnahagslífsins vegna óstjórnar Þorsteins Pálssonar og liðsmanna hans 1987-1988 hefur núverandi ríkisstjórn tekist að draga mjög úr samdráttaráhrifunum og þar með komið í veg fyrir það fjöldaatvinnuleysi sem ýmsir voru að spá að myndi skella yfir þjóðina á þessu ári. Til slíks hefur alls ekki komið. Þess ber líka að geta að viðskiptahalli landsins hefur minnkað mikið og er að öllu leyti viðráðan- legri en var fyrir einu ári. Vaxtabyrði fyrirtækja hefur verið létt og á mikinn þátt í batnandi afkomu þeirra, auk þeirrar víðtæku fjárhagslegu endur- skipulagningar sem orðið hefur í sjávarútvegsfyrir- tækjum um allt land. Hinar umfangsmiklu endurreisnaraðgerðir í út- flutningsframleiðslunni hafa ekki síst verið lyfti- stöng fyrir landsbyggðina. Sjávarútvegsstarfsemi og útflutningsframleiðsla fer að miklu leyti fram úti um land. Hagur landsbyggðar stendur og fellur með afkomu sjávarútvegsins. Ráðsmennska Þor- steins Pálssonar og félaga hans í Sjálfstæðisflokkn- um fyrir einu og hálfu til tveimur árum var að leggja atvinnulífið á landsbyggðinni í rúst. Á liðlega eins árs valdaferli núverandi ríkisstjórnar hefur átt sér stað endurreisn atvinnulífs á útgerðar- stöðum á landsbyggðinni. Sjálfstæðismönnum er í mun að breiða yfir þennan góða árangur ríkisstjórnarinnar með mál- þófi á Alþingi og tali um alvarlegan ágreining í ríkisstjórninni. Áróðurstilburðir sjálfstæðismanna eru e.t.v. mannlegir en þeir eru ótímabærir. Núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumum á mjög erfiðum tímum þegar fyrra stjórnarsamstarf, sem sjálfstæðismenn áttu að veita forystu, hafði brugðist. Eins og nú háttar, þegar ríkisstjórnin er í miðjum klíðum að koma fram stórum verkefnum og hefur sýnt góðan árangur með efnahagsaðgerð- um sínum, ætti síst að vera tilefni til að eyða tíma í vantraustsumræður. GARRI Kvennafar í Þá er loksins búið að skrifa bók um einn hluta yfirstéttarinnar á ísiandi. Þessi hluti yfirstéttar fyrir- finnst í utanríkisþjónustunni, sem Danir töldu á sínum tíma að við værum ekki færir um að hafa á eigin hendi. En það fór nú svo að íslendingurinn lét ekki herraþjóð segja sér að hann væri ófær um að tala við útlendinga. Síðan hefur utanríkisþjónustan verið að þróast. Hún varð snemma lokuð og hátign- arleg stofnun með þung og efnis- mikil fortjöld hátíðleikans. En á bak við þessi tjöld virðist sem mannlíf hafi veríð með skrautleg- asta móti, enda erum við kunn að því að vera vertiðarfólk, þar sem aflað er skemmtana og veraldlegs atlætis í skorpum. Það er af þessu vertíðarfólki, og sjóbúðavist utan- ríkisþjónustunnar sem Heba Jóns- dóttir segir frá í bók, sem kennd er við hina fyrrverandi sendiherrafrú. Samkvæmt umsögn í Pressunni felast á bak við fortjöld hátíðleik- ans smáskítleg auðgunarbrot, drykkjuskapur og kvennafar, og má á því sem þegar hefur verið skrifað um bókina, draga þá álykt- un að utanríkisþjónustan saman- standi af „blönderbösser“ mestan part. Utan skrifstofutíma Nú er þess að gæta, að utanríkis- þjónusta hefur margvíslegum verk- efnum að sinna, þótt hún sé ein- ungis þjónusta okkar litla lands. Verk eru þar unnin án nokkurra þeirra áfalla, sem í sögur þarf að setja. öðru máli gegnir hvað starfsfólk, sendiherrar, fulltrúar og konur þeirra aðhafast. Það frá- sagnarverða, sbr. bók sendiherra- frúarinnar, hendir utan vinnutíma eða þá í boðum sem varla teljast til skrífstofuvinnu. Yfirleitt eru ekki samdar bækur um slikt frístunda- rjátl. En nú hefur það gerst og er þá þess að vænta að friðurínn sé úti hjá þeim, sem nefndir eru á nafn í HEBA JÓNSDÖTTIR ■ -* bókinni í margvíslegum undarleg- um stellingum eða þá við undarleg- ar athafnir. Víst má telja að svona bók verði hnekkir fyrir utanríkis- þjónustuna, vegna þess að við höfum ekki endUega á að skipa þrautræktuðum aðalsmönnum, heldur sonum og dætrum sjó- manna og bænda, sem tala gjaman tæpitungulaust, a.m.k. í frístund- um sínum. Afhjúpunarbók En frásagnir af lýsingum sendi- herrafrúarinnar benda eindregið til þess að á ferðinni sé ein af þessum afhjúpunarbókum, sem svo algengar era erlendis, en þykja erfiðar hérí fámenninu. Afhjúpun- arbækur þykja því betri varningur sem þær eru berorðarí. Slíkar bæk- ur era einkum skrifaðar um kvik- myndaleikara og frægt fólk og stjórnmálamenn. Aftur á móti hafa utanríkisþjónustur fengið að vera í fríði vegna þess að frásagnagleðin hefur öll farið í njósnasögur, sem tengjast utanríkisþjónustu að ein- hverju leyti. Vitað er að aUs staðar þar sem fólk er að störfum, og einkum þar sem um er að ræða fólk sem býr við töluverða einangrun í dipló útlöndum, gerist ýmislegt, sem á takmarkað eríndi í bækur. Hægt er að hugsa sér að slík afhjúpunarbók yrði skrifúð um íslensku utanríkis- þjónustuna, ef nauðsyn þætti bera til að að umbylta þar og breyta. Bók sendiherrafrúarínnar er ekki þess eðlis. Hún er fyrst og fremst lýsingar frúarinnar á margvíslegu basU hennar sjálfrar, paUadómar um sendiherra og frúslur þeirra, og snertir þjónustuna lítið nema hvað lesandinn þykist eflaust þekkja betur tU mannlega þáttaríns hjá starfsUðinu. Þessar ályktanir era dregnar af þeim upplýsingum, sem birst hafa á prenti um bókina. En hún virðist hafa komið út í gær. Frúin hvergi smeyk Sendiherrafrúin hefur lýst í blaðaviðtaU að mikil viðbrögð hafi orðið í kríngum bókina, sem tók höfundinn fjórtán ár að skrifa. Ýmsir hafa reynt að telja frúna af því að skrifa bókina, en hún lýsir því yfir að hún sé fyrir löngu komin ofan af því að vUja samneyta fólki í utanríkisþjónustunni. Þá stendur í Pressunni að útgefendur hafi rifist um að gefa bókina út. Það má vel vera, enda hafa t.d. kvennafars- sögur af íslendingum selst ágæt- lega. Sjálf segir frúin: „Það verður sjálfsagt aUt vitlaust þegar bókin kemur út, því þaraa era opinskáar lýsingar á ýmsu, en þetta er allt sannleikur. Ég er hvergi smeyk.“ Þá vitum við það, að frúin er a.m.k. ekki hrædd við eigið verk. Aftur á móti hefúr gengið þrálátur orðrómur um að einhverjir aðrír séu smeykir, sem kannski vonlegt er. Utanríkisþjónustan hefur feng- ið högg undir beltið eftir því sem þegar er vitað. Stofnun, sem hefur gert í því að vera finasta stofnun landsins, og sú eina sem lætur sig skipta hvar fuUtrúar hennar sitja í boðum, hefur fyrir duttlunga örlag- anna misst niður um sig úti á götu. Garrí lllllllllllll VITT OG BREITT Þvingaður sparnaður Um langt skeið hefur mikið verið kvartað yfir að ofboðslegar fjárupphæðir skorti á í íbúðarhús- næðiskerfið, sem lýtur opinberri forsjá og öllum þeim lögmálum sem þar gilda. Fullvissan um að moka þurfi árlega fúlgum, sem jafnvel Ali Baba mundi aldrei dreyma um að komast yfir, í þetta kerfi varð til þess að það var bætt og endurbætt, sem sagt stag á stag ofan, eins og fatnaður fátæklinga leit út í kreppunni, og húsbréfa- kerfi var stoppað í kerfisflíkina. Svo bregður við að sáralítii eftir- spum er í svona lánafyrirgreiðslu og þrátt fyrir biðraðir eftir hús- næðislánum, sem hvergi gefa marg- frægum biðröðum Austur-Evrópu eftir, er biðraðamenningin á Is- landi ekki meiri en svo að þeir sem komnir eru í raðarenda hirða ekki um að taka kerfislánin og bygg- ingameistarar sem móverkið er skapað fyrir eru í öngum sínum og kunna ekki að kalkúlera fremur en aðrir hver nýbyggingaþörfin er og enn síður lögmálið einfalda um framboð og eftirspurn. Markaðs- setningarfræðin er komin í staðinn og fjölgar gjaldþrotum í réttu hlut- falli við mögnun hjáfræðinnar um markaðssetninguna. Prósenta og réttlæti Félagsmálaráðherra og stjórn Húsnæðismálastofnunar rífast nú sem aldrei fyrr um prósentuna. Vill ráðherra hækka vextina í 4,5% en stjórnarmenn telja 3,5% vexti af lánum stofnunarinnar alveg nóg. Allir eru samt sammála um að þetta séu félagslegir vextir. Til að viðhalda biðraðamenning- unni í íbúðamögnunarkerfinu er lífeyrissjóðum launþegafélaganna gert að lána ríkiskerfinu meginpart sjóðanna og sér ríkið svo um niðurgreiðslur vaxta eftir kúnstar- innar reglum og ríkir slíkur jöfnuð- ur í þeim lánafyrirgreiðslum að auðkýfingar sem fá margfalda rentu af aurunum sínum hjá fjár- mögnunarfyrirtækjum og öðrum lánastofnunum njóta niður- greiddra lána ríkisstofnunar á framfæri launþegasjóða til jafns við fátæklingana sem allir þykjast alltaf vera að gera eitthvað fyrir. En launamennirnir sem eiga al- mennu lífeyrissjóðina verða að borga 9% vexti af lánum úr eigin sjóðum, og finnst hvergi sú félags- hyggjuvera sem sér neitt athuga- vert við kaup af þessu tagi. Margir -fátækir- smáir Smám saman er að kvikna ofur- lítil skilningstýra hjá því fjölefli sem tókst að stofnsetja á níunda tug lífeyrissjóða og hefur fram undir þetta haft vægast sagt tak- markaðan skilning á hvað lífeyrir er. Lánabrall og allskyns mislukk- uð rentuprósenta gera það að verk- um að allir þessir mörgu, fátæku og smáu sjóðir sjá sér ekki fært að borga lífeyri, sem stendur undir. Það sem þetta sjóðafargan gerir er að greiða niður tryggingabætur fyrir ríkið á sama tíma og skattpen- ingar eru notaðir til að verðbæta lífeyrisbætur opinberu lífeyrissjóð- anna (þessa sem allir alþingismenn og embættismenn þiggja sín eftirla- un hjá). Eitt af brýnni hagsmuna- málum launþegarhreyfinganna utan bankamanna og opinberra starfsmanna, er að hætta að spara ríkinu útgjöld til að það geti gert enn betur við alla þá sem eru á opinberru jötunni og sjá verður til þess að höfuðstóll lífeyrissjóðanna renni ekki inn í ríkiskassann. Einn af æðstu prestunum í al- menna sjóðafarganinu setti fram þessar skoðanir á nýafstöðnum sambandsstjórnarfundi ASÍ. Það er sannarlega tími til kom- inn að einhver af trúnaðarmönnum almennra launþega fari að afla sér skilnings á hvernig þvingaður skylduspamaður er plataður út úr fóíki án þess að það fái rönd við reist. Og það þarf að koma á framfæri hvílík ósvinna það er að svíkja fólk um eigin lífeyri, sem það hefur unnið fyrir með súrum sveita til að spara ríkinu peninga svo að það geti borgað forgangs- stéttum þjóðfélagsins enn ríflegri lífeyri og það miklu fyrr á ltfsleið- inni en öðmm þegnum þessa lands. Launþegaforkólfar vinnumark- aðsins ættu að fara að finna sér „viðmiðunarstéttir" meðal hinna opinbem eins og þeir opinberu hafa gert með svo ágætum árangri til að skara eld að sinni köku. Svo ætti einhver að fara að reikna út hvað 250 þúsund manns þurfa að búa í mörgum rúmmetr- um með það í huga hvað telst innan siðlegra marka. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.