Tíminn - 01.12.1989, Page 10

Tíminn - 01.12.1989, Page 10
10 Tíminn Föstudagur 1. desember 1989 DAGBÓK Unnið að undirbúningi jólabasar Sjálfsbjargar. Jólabasar Sjálfsbjargar Jólabasar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrennis, verður haldinn laugardag og sunnudag 2. og 3. des. í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, Reykja- vík, 1. hæð og hefst salan kl. 14:00 báða dagana. Inngangur að vestanverðu. Mikið úrval af munum á góðu verði, jólaskreytingar og jólavörur og margt fleira. Happdrætti og kaffisala með hlað- borði. Jólapappírssala Lionsmanna í Hafnarfirði Lions-klúbbur Hafnarfjarðar verður með sína árlegu jólapappírssölu 2. og 3. desember. Allur ágóði af sölunni rennur til lfknarmála í Hafnarfirði. Klúbburinn hefur m.a. styrkt heimili fyrir þroskahefta, einnig heimili fyrir vangefna á Klettahrauni 17, svo og hefur klúbburinn styrkt St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði með tækjakaupum, m.a. gefið tæki og verkfæri, sem notað er til að skera upp við brjósklosi í baki, þannig að nú geta læknar í Hafnarfirði framkvæmt slíkar aðgerðir. Einnig styrkir Lions- klúbbur Hafnarfjarðar ýmis málefni inn- an Lionshreyfingarinnar. Hringur Jóhannesson sýnir í Listasafni ASÍ Laugard. 25. nóv. var opnuð sýning á málverkum Hrings Jóhannessonar í Lista- safni AS{ við Grensásveg. Þann 16. desember verður síðan opnuð sýning á verkum Hrings á Akureyri og á gamlársdag.þann 31. des. verður opnuð sýning á verkum listamannsins á Egils- stöðum. Jafnframt sýningu á verkum Hrings kemur út bók um listamanninn á vegum Listasafns ASl og Lögbergs. Bókina skrif- ar Aðalsteinn Ingólfsson, en Björn Th. Bjömsson ritar formála. í Listasafni ASÍ eru seldar listaverka- bækur, litskyggnuraðir og listaverkakort. Þar er til sölu hin nýja bók um Hring. Hringur Jóhannesson er fæddur í Haga í Aðaldal 1932. Hann nam við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík 1949- ’52. Sýningin er opin virka daga kl. 16:00- 20:00 og um helgar kl. 14:00-20:00. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Haukur Halldórsson sýnir í ÓLKJALLARANUM Nýlega opnaði myndlistamaðurinn Haukur Halldórsson sýningu á myndum sínum í ölkjallaranum á bak við Dóm- kirkjuna. Þar eru til sýnis 32 myndir unnar með sérstakri aðferð sem listamað- urinn kallar „heliograf" til aðgreiningar frá hefðbundinni grafík Haukur Halldórsson er fæddur 1937 í Stóra-Ási á Seltjamamesi. Hann stund- aði nám hér heima og f Danmörku. Hann hefur tekið þátt f nokkrum samsýningum og haldið fjölda einkasýninga í Reykja- vfk, Ólafsvík, Keflavík, Núrnberg, St. Andrews í Skotlandi, Leirvík á Suðureyj- um og síðast á Akranesi. Þessi sýning er níunda einkasýningin. Heidi sýnir í Hlaðvarpanum Laugardaginn 2. desember kl. 14:00 opnar Heidi Kristiansen sýningu í Gallerí Hlaðvarpanum að Vesturgötu 3B. Sýnir hún þar myndteppi saumuð með ásaums- (applikation) og quilt-tækni. Á sýning- unni verða 22 myndverk, flest unnin á þessu ári. Heidi er frá Þrándheimi í Noregi og lærði þar. en sfðan 1980 hefur hún verið búsett á Islandi. Heidi hefur áður haldið einkasýningar, bæði hér og í heimalandi sínu. Hún hefur einnig átt verk á samsýningum í báðum löndunum. Sýningin er opin alla daga kl. 12:00- 18:00 fram til 17. desember. Bima sýnir í Ásmundarsal Nýlega opnaði Bima Kristjánsdóttir þriðju einkasýningu sína. Hún sýnir í Ásmundarsal til 3. descmber. Salurinn er opinn virka daga kl. 14:00-18:00 en um helgar kl. 14:00-19:00. Nítján verk eru á sýningunni. Aðventukvóld í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. desember Digranessöfnuður efnir til aðventu- kvölds í Kópavogskirkju kl. 20:30 á sunnudagskvöld. Fyrsta aðventuljósið er tendrað. Þá flytur Þorbjörg Daníelsdóttir, form. sóknarnefndar, ávarp, kirkjukórinn syng- ur undir stjórn Guðmundar Gilssonar, strengjasveit leikur með. Óli Þ. Guðbjartsson kirkjumálaráð- herra flytur ræðu, kór Snælandsskóla syngur undir stjórn Björns Þórarinssonar, dr. Sigurbjöm Einarsson biskup flytur eigin Ijóð, Elín Ósk Óskarsdóttir syngur einsöng við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar. Að lokum verður helgistund með al- mennum söng. Laugardagsganga Hana nú Vikuieg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, 2. desember. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „Nú ríkir svartasta skammdegið. Ný- lagað molakaffi og skemmtilegur félags- skapur er svar okkar til móður náttúru. Og til að gera náttúruöflin undirgefin mætum við í bæjarröltið í hlýjum fatnaði og vel útbúnu skótaui. Skaflajárn eru sjálfsögð í hálku og ófærð. Munið að skemmtilegustu göngurnar eru oft í verstu veðrunum," segir í fréttatilkynningu frá Frístundahópnum Hana nú í Kópavogi. Afmælissýning Ágústs Petersen í Nýhöfn: „FLÝTTU ÞÉR HÆGT“ Laugardaginn 18. nóvember var opnuð afmælissýning Ágústs Petersen, en hann verður áttræður um þessar mundir. Á sýningunni, sem hefur hlotið yfir- skriftina „FLÝTTU ÞÉR HÆGT“ eru mannamyndir og landslagsmálverk, mál- uð með olíu og flest unnin á sl. tíu árum. Sýningin í Nýhöfn er sölusýning. Hún er opin kl. 10:00-18:00 virka daga og kl. 14:00-18:00 um helgar. Henni lýkur 6. desember. Spænskur pennavinur í Þýskalandi - en skrífar áensku Borist hefur bréf, stutt og laggott, frá manni í Göttingen í V-Þýskalandi. Hann segist vera spænskur að ætt, einhleypur (nefnir ekki aldur) og langar til að skrifast á við íslenskar stúlkur. Utanáskrift til hans er: Fernando Girau Goetheallee 10 3400 Göttingen West Gcrmany Félagsvist Skaftfellingafélagsins Skaftfellingafélagið spilar félagsvist í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, á sunnudag, 3. desember kl. 14:00. Hátíðardagskrá stúdenta l.desember Þann 1. desember minnast stúdentar fullveldisins með fjölbreyttri hátíðardag- skrá. KI. 10:00 verður gengið með blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðin- um við Suðurgötu. Þar flytur Arnór Hannibalsson prófessor ávarp um Jón Sigurðsson og hugsjónir hans. Kl. 11:00 verður messa í kapellu Há- skólans. Þórður Kr. Þórðarson prédikar, en sr. Sigurður Sigurðsson þjónar fyrir altari. Sigurður Kr. Sigurðsson guðfræði- nemi syngur einsöng við undirleik Kjart- ans Sigurjónssonar guðfræðinema. Félagsstofnun stúdenta hefur opið hús að hjónagörðum, Suðurgötu75 kl. 12:00- 14:00. Kafliveitingar verða síðan í boði Félagsstofnunar í Háskólabíó kl. 13:30- 14:00. Hátíðarsamkoman hefst kl. 14:00 í Háskólabíó. Flutt ávörp, Háskólakórinn syngur og einnig Bubbi Morthens. Kynnir er Valgeir Guðjónsson. Málþing verður í Odda, þar sem tekið verður á þema dagsins, „Er menntun of dýr?“ og einnig verður menningarvaka í Norræna húsinu. Að lokum er háskólastúdentum „boðið í bíó“ að sjá sænsku stórmyndina „Ex- periment in Murder". Kirkjudagur Seltjarnamessafnaðar Seltjamamessöfnuður heldur kirkju- dag sinn hátíðlegan að venju fyrsta sunnudag í jólaföstu, 3. des. Er þetta í fyrsta skipti sem dagurinn er haldinn hátíðlegur í kirkjunni eftir vígslu hennar í febrúar sl. Guðsþjónusta verður kl. 11:00 með þátttöku fermingarbarna og kveikt fyrsta Ijósið á aðventukransinum. Stólvers syng- ur Anna Júlíana Sveinsdóttir ópemsöng- kona við undirleik Gyðu Halldórsdóttur og sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, predikar og þjónar fyrir altari. Kristileg samkoma verður kl. 20:30 um kvöldið. Form. sóknarnefndar, Kristín Friðbjarnardóttir, setur samkomuna. Sr. Frank M. Halldórsson segir frá aðventu og jólum í Texas í máli og myndum og sr. Guðmundur Óskar Ólafsson flytur hug- vekju. Sigrún Valgerður Gestsdóttir óp- erusöngkona syngur við undirleik Gyðu Halldórsdóttur. Þá verða kertaljósin tendmð frá altarinu og dagskránni lýkur með ritningarlestri og bæn sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur. Eftir samkomuna bjóða konur úr Vina- samtökunum til kaffidrykkju á neðri hæð kirkjunnar. Björg sýnir í Slunkaríki Laugardaginn 25. nóvember hófst sýn- ing Bjargar Þorstcinsdóttur í Slunkaríki á Ísafirði. Fyrir utan myndlistarnám hér heima nam Björg myndlist í Þýskalandi og Frakklandi. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim og einkasýning- ar hennar eru orðnar á annan tug, - nú síðast í Norræna húsinu í október sl. Verk Bjargar má sjá í fjölmörgum söfnum hér heima og úti í heimi. í Slunkaríki mun hún sýna 12 olíukrít- armyndir unnar á síðasta ári. Sýningin hefst á laugardag kl. 16:00 og stendur til 9. desember. Slunkaríki er opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 16:00-18:00. Kjarvalsstaðir um helgina Nú stendur yfir sýning í austursal á Kjarvalsstöðum á verkum norska málar- ans Arvid Pettersen. í vestur- og vesturforsal sýnir Jóhanna Bogadóttir borgarlistamaður málverk og teikningar. í austurforsal sýnir Ingibjörg Styrgerð- ur vefnað. Þessar tvær síðarnefndu sýningar standa til 3. desember. Kjarvalsstaðir eru opnir kl. 11:00-18:00 daglega og er veitingabúðin opin á sama tíma. SMÍÐAGALLERÍ Mjóstræti 2B Lilja Eiríksdóttir hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu í Smíðagallerí, Mjóstræti 2B. Hún sýnir 22 olíumyndir og eru þær flestar málaðar á síðustu tveimur árum. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og laugardaga kl. 14:00-17:00. Félagsvist Breiðfirðingafélagsins Breiðfirðingafélagið í Reykjavík verð- ur með félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 3. desemberog hefst kl. 14:30 stundvíslega. Góð verð- laun. Kaffiveitingar. AUir velkomnir. Aðventusamkoma Kórs Strandamanna Kór Átthagafélags Strandamanna efnir til aðventusamkomu sunnudaginn 3. des- ember kl. 17:00 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Fjölbreyttur söngur, bjöllukór o.fl. Kaffiveitingar. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00- 17:00. Safnaðarfélag Ásprestakalls Jólafundur Safnaðarfélags Áspresta- kalls verður haldinn þriðjudaginn 5. des- ember kl. 20:30 í safnaðarheimilinu. Fundarefni: Jólahugvekja og föndur. MIHHIIIII BÆKUR IIIIBT'1''.lJ:liUlllllllllllllllllTllrV.,l,l;lllBIIIIIIIIIIIIIIIII Reykjaætt Niðjatal Eiríks Vigfússonar bónda og dbrrn. á Reykjum á Skeiðum og kvenna hans Ingunnar EiríksdótCur «'K Guðrúnar cldri Kolbeinsdóttur Isienskl ættfræðísafn Niðjatal VI,3 Niðjatal Reykjaættar Út er komið hjá bókaforlaginu Sögusteini þriðja bindi Niðjatals Reykjaættar í ritröðinni íslensk ættfræðisöfn. Reykjaætt er rakin frá Eiriki Vigfússyni, bónda og dbrm. á Reykjum á Skeiðum, og konum hans Ingunni Eiríksdóttur og Guðrúnu Kolbeinsdóttur. Eiríkur bjó allan sinn búskap á Reykjum. „Hann var stórgáfaður og skemmtilegur, mætur maður, fámáll en jafnan glaður." Niðjar Eiríks á Reykjum eru í dag orðnir á annan tug þúsunda og er áætlað að verkið verði í fimm bindum. Reykjaætt er eitt umfangsmesta niðjatal sem unnið hefur verið á Islandi. Mörg þúsund ljósmyndir prýða verkið. Áður eru komin út hjá bókaforlaginu Sögusteini eftirfarandi ættfræðisöfn og niðjatöl: Húsatóftaætt - Gunnhildargerðisætt - Galtarætt — Knudsensætt 1-2 - Hallbjarnarætt -Reykjaætt 1-2 - Ófeigsfjarðarætt — Hreiðarsstaðakotsætt 1-2. Áskrifendur Ættfræðisafna Sögusteins og aðrir áhugamenn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta pantanir sínar sem fyrst svo engar tafir verði á heimsendingu. Bókaforlagið Sögusteinn hefur nú nýverið skipt um aðsetur og eru skrifstofur og afgreiðsla Sögusteins nú að Hafnarstræti 18, 101 Reykjavik. Símanúmer Sögusteins er óbreytt 1-34-50 og 1-86-75. Eyjabálkur í einni bók Út er komin hjá Máh og menningu „stórbók" semhefurað geyma þrjár skáldsögur EinEtrs Kárasonar, Þar sem djöflaeyjan rís, Gulleyjan og Fyrirheitna landið. Saman mynda þessar sögur eina heild og hafa þær stundum verið nefndar „Eyjabálkurinn". Þar sem djöflaeyjan rís, fyrsta sagan um fólkið í Thulekampi, hefur áður verið prentuð i fjórum útgáfum, leikgerð hennar verið sýnd við góða aðsókn hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og nú er verið að gefa bókina út á Norðurlöndunum. Þetta er fjölskyldusaga sem lýsir fjölskniðugu mannlifi braggahverfanna í Reykjavík eftir strið. Gulleyjan gerist á gullnu árum fjölskyldunnar í Thulekampi og er beint framhald Djöflaeyjunnar. Sagt er á eftirminnilegan hátt frá brúðkaupi Dollíar og Grettis, jólahaldinu í Gamla húsinu og draumnum um Ameríku, næturflandri Badda og flugmannsferli Danna. Fyrirheitna landið er nýjasta skáldsaga Einar og jafnframt lokabindi Eyjabálksins. Hún gerist nokkru síðar en hinar bækurnar og segir frá för til fyrirheitna landsins, Ameríku. Sögumaður er Mundi, sonur Dollíar, og með honum í för eru bróðir hans, billjardséníið Bóbó, og skáldið og sérvitringurinn Manni, sonur Fíu og Tóta. Þeir halda á slóðir frumherja rokksins, lenda í ýmsum ævintýrum og hitta loks gömlu hetjuna Badda, sem býr í hjólhýsi með Gógó móður sinni. Af þessu verður einstök saga um hetjumyndir, sársauka, draumóra og uppgjör. Stórbók Einars Kárasonar er 482 bls., kápumynd gerði Guðjón Ketilsson, en Oddi hf. prentaði. IBHENRIK CAVLLNG CönH, 1 ijcIIUI herrann Ib H. Cavling Höfundinn þarf vart að kynna fyrir íslenskum lesendum, slíkar hafa vinsældir bóka hans verið hérlendis í gegnum árin. í þessari nýjustu bók Cavlings er söguþráðurinn ekki síður hugnæmur og spennandi en í hinum fyrri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.