Tíminn - 01.12.1989, Síða 14

Tíminn - 01.12.1989, Síða 14
14 Tíminn Föstudagur 1. desember 1989 l -i VÁ r bvr\r\uvy ■ «nr m REYKJAVÍK Guðmundur G. Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 2. desember kl. 10.30 veröur rabbfundur, „Létt spjall á laugardegi", haldinn í Nóatúni 21. Umræðuefni: EFTA-EB viðræðurnar. Guðmundur G. Þórarinsson mætir á fundinn. Fulltrúaráðið Konur á Suðurlandi Minnum ykkur á framhaldsaðalfundinn og 5 ára afmælisfagnaðinn í Hótel Selfoss miðvikudaginn 6. des. nk. kl. 20.00. Dagskrá: Lagabreytingar. Önnur mál. Myndasýning. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennum. Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu. , TÖLVUNOTE N D U R Við í Prentsmiðjunní Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. PRENTSMIÐJAN O / / SJJa Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 HOMELITE Rafmagns- keöjusagir Motor- keðjusagir ÞOR P ARrviÚLA 11 SSSVti 681500 t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa Júlíusar Bjarnasonar Akurey V-Landeyjum Haraldur Júlíusson Bjargmundur Júlfusson Ingigerður Antonsdóttir Lilja Júlíusdóttir Sveinbjörn Runólfsson og barnabörn. VETTVANGUR Hallur Magnússon Að henda 500 millj- ónumútum gluggann Flokksforysta Framsóknarflokkins og fjórnienningarnir í frægri þingmannanefnd Framsóknarflokksins eiga nokk- uð á samviskunni þessa dagana. Með vanhugsuðum aðgerðum sínum hafa þessir aðilar gert sitt til að henda 500 milljónum króna út um gluggann í fjármálaráðuneytinu á ári hverju. 500 milljónir sem ríkið átti að fá í tekjur af stóreignamönnum landsins sem vel eru aflögufærir og margir hverjir greiða mest lítið í sameiginlega sjóði landsmanna. Þetta gerist á sama tíma og fjárlagahallinn fer dagvaxandi og matarskattur gerir brauðstrit venjulegra fjölskyldna mun erfið- ara en eðlilegt getur talist. Flokkforystan og fjórmenning- arnir lögðu sitt til þess að 500 milljónum yrði hent út um glugg- ann með því að keyra samþykkt um afnám hæsta stigs eignaskatts gegnum aðalfund miðstjómar Framsóknarflokksins um síðustu helgi. Það að ástæðulausu. Eina röksemdin fyrir því að eignarskattsauki yrðu niðurfelldur er að skatturinn þrengdi hag ein- hvers ótilgreinds fjöldi ekkna, sem ekki hafa miklar tekjur en eiga stóra skuldlausa eign. Aftur á móti var ekkert rætt um það óréttlæti að stóreignamenn skuli ætíð sleppa við að greiða sanngjarnan hlut til samfélagsins. Enn einu sinni á að bjarga hinum ríku undan sanngjamri skattlagn- ingu með þeim röksemdum að sumir hinna verr settu yrðu einnig að greiða slíkan skatt. Það var gert þrátt fyrir að á miðstjómarfundin- um var bent á eðlilega og sann- gjama mannúðlega leið til að létta skattbyrði ekknanna á sama tíma og stóreignamenn reiddu fram eðli- legt framlag til samfélagsins. Leiðin er einföld. Því fólki sem missir maka sinn, býr í tiltölulega stóm skuldlausu húsnæði enn hefur ekki rúmar tekjur er gefinn kostur á að setja stóreignaskattgreiðslum- ar á vaxtalaust en verðtryggt skuldabréf með veð í eigninni. Þegar fólkið fellur frá er skatt- skuldin gerð upp, enda þarf fólk ekki peninga með sér yfir móðuna „Því fólki sem missir maka sinn, býr í tiltölu- lega stóru skuldlausu húsnæði enn hefur ekki rúmar tekjur er gefinn kostur á að setja stóreignaskattgreiðsl- urnar á vaxtalaust en verðtryggt skuldabréf með veð í eigninni. Þegarfólkiðfellurfráer skattskuldin gerð upp, enda þarf fólk ekki pen- inga með sér yfir móð- una miklu.“ miklu. Ríkið fær sinn eðlilega hlut án þess það skaði viðkomandi ekkju, eða ekkil á nokkurn hátt. Það sama gerist ef viðkomandi selur eign sína, þá er skattskuldin gerð upp. Með þessu sleppa stóreigna- mennirnir ekki við að greiða sann- gjarnan hlut til samfélagsins. Hins vegar er þeim ekkjum eða ekklum sem lenda í því að fá álagðan eignaskatt í sjálfsvald sett hvort þau velja þá leið sem að ofan er bent á. Hafi fólkið nægar tekjur til að greiða skattinn og vilji það heldur en að safna honum saman í skuldabréf þá er þeim það í sjálfs- vald sett. Ef erfingjar vilja halda eigninni skuldlausri af einhverjum ástæðum geta þeir hjálpað við eignaskattsgreiðslumar. Hér gefst frjálst val. Hins vegar er með þessari leið tryggt að það sé ekki einungis við, hið almenna launafólk sem greiðir skattana hér á landi, heldur er loks gengið að hinum ríku stóreigna- mönnum sem alltaf hafa sloppið við réttlátar skattgreiðslur. Á fyrmefndum miðstjómar- fundi lagði ég fram tillögu um að ofangreind leið yrði farin í stað þess að afnema hæsta stig eignar- skattsins. Eins og áður sagði knúði flokkforystan á um afnám eignar- skattsins réttláta, en kom tillögu minni fyrir kattamef án nokkurra raka. En Framsóknarfólki er þó ekki alls vamaðar, því í sérstakri atkvæðagreiðslu um tillögu mína hlaut hún stuðning 40% þeirra er greiddu atkvæði. Hér hefur verið reifuð sanngjöm og mannúðuleg leið til að gefa fólki sem missir maka sinn kost á að búa áfram í eign sinni, þó stór sé, allt til æviloka. Á sama tíma leggur það eðlilegan skerf til samfélags- ins, án þess það þrengi haginn á nokkum hátt. Og það mikilvæga er að hinir eiginlegu stóreignamenn greiða loks þann skatt af eignum sínum sem þeim ber. Hallur Magnússon LESENDUR SKRIFA Konur skilja við menn Þegar bréf þetta er ritað var ég að: enda við að lesa í Tímanum að 48% af almannatryggingafé færi til ein- stæðra foreldra. Þetta finnst mér forkastanlegt, svo ekki sé meira sagt, vegna þess að svona þyrftu þessi mál ekki að vera, ef vel væri gáð að siðferði í landi vom og ekki alltaf litið framhjá guðslögum. Meginhluti áðumefndra einstæðra foreldra er mæður, sem hafa bömin sín hjá sér, og virðist mér að þessum sérstæða þjóðflokki hafi verið sýnd heldur mikil samúð að undanfömu. Hér er á ferðinni nokkurs konar tískufyrirbæri, þótt ég vilji heldur kalla ástand þetta faraldur í þjóðfé- laginu. Konur skilja við menn sína, af minnsta tilefni oft á tíðum, og rjúfa látlaust heit sín, sem margar hafa gefið mökum sínum með tárin í augunum uppi við altari, að standa við hlið þeirra í blíðu og stríðu. En eins og einn prestur sagði í blaðavið- tali fyrir skömmu, þá hefur það gerst í okkar neysluþjóðfélagi að mökum er hreinlega „skilað" þegar gallar þeirra koma í ljós, eins og það eitt að ganga í hjónaband tryggi hjónum gallalausa lífsfömnauta. Öll emm við mannleg og breyskleikum háð og sambúð hlýtur því ávallt að fylgja ósamstaða eða ósætti annað slagið en úr því er hægt að greiða með samvinnu og tillitssemi. En nú standa konur ekki í slíku. Þær skilja við menn sína vegna þess að þeim er borgað fyrir það af samfélaginu og þjóðfélagið býður upp á þennan kost. I öllu þessu tali um einstæðar mæður er lítið sem ekkert spurt um stöðu feðranna. Það er eins og þeir komi þessu máli ekki við. Konumar heimta skilnað, halda bömunum, sparka mönnunum út og fá greitt fyrir það af almannatryggingarfé. Um tilfinningar feðranna og eigin- mannanna er lítið sem ekkert spurt. Þeir hafa gleymst í öllu þessu taíi um einstæðar mæður. Hversu lengi ætlar þjóðfélagið að styðja annað eins lögleysi? Eiginkonur, sambýliskonur, em nánast hvattar til að skilja. Ég held að svona þjóðfélag sé ekki á ham- ingjubraut; bæði stuðlar þessi lífs- máti að auknu siðleysi í kynferðis- málum, auk þess að bjóða lífshættu- legum kynsjúkdómum heim, sem geta orðið samfélaginu mjög út- gjaldasamir, svo ekki sé minnst á aukna tíðni brostinna hjartna, þar sem karlmenn em ekki tilfinninga- lausir, þótt þeim hafi verið kennt að fela þær innri hræringar hér áður fýrr og tíðkast víst ennþá í dag. Ég skora á stjómmálamenn að endurskoða þessi mál og hafa jafn- framt í huga orð Jesú Krists, sem setti fram eftirfarandi siðrænar kröf- ur til fylgjenda sinna: „Hver sem skilur við konu sína og gengur að eiga aðra drýgir hór, og hver sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór.“ (Lúk. 16:18) F.inar Ingvi Magnússon Já... en ég nota nú yfirleitt beltið! Bill bílllnn getur rétt staésettur VWVÖRUNAR MlHVRWNGUR sklpt öllu máli Það er þetta með ii. bilið milli bíla... JÚ uar~“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.