Tíminn - 01.12.1989, Side 16

Tíminn - 01.12.1989, Side 16
AUGLYSINGASÍMAR: 680001 - RÍKISSÍUP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN L ÍBYGGÐUM LANDSINS MLM:iii;na’iMiii:ifJiin PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRttSTUR 68 50 60 VANIR MENN Tímimi FÖSTUDAGUR 1.DESEMBER 1989 Ríkisstjórnarflokkarnir ná saman um tillögur um framkvæmd virðisauka, eitt 24,5% skattþrep um áramót og sem svarar 14% endurgreiöslu á matvæli. Tvö þrep verði athuguð: Eitt 24,5% skattþrep í virðisauka um áramótin Samþykkt hefur verið í ríkisstjórninni að skattþrep virðisaukans verði 24,5%, en endurgreiðsla á matvælum nemi sem svarar 14% skattstigi. Skatturinn kemur til framkvæmda um áramót. Þetta var niðurstaða ríkisstjórn- arfundar síðdegis í gær. Lækkun skattprósentu virðisauk- ans úr 26% í 24,5% þýðir um 1,9 milljarða tekjutap fyrir ríkissjóð. Verðlagsáhrif þessa verða um 1/ 2% lækkun framfærsluvísitölunnar og81/2% lækkun á kjöti ogmjólk. Ríkisstjórnin kom tvívegis sam- an til fundar í gær, í fyrra skipið um hádegið og síðan aftur á milli klukkan fimm og sex, en í millitíð- inni héldu þingflokkar stjórnar- flokkanna fundi sína þar sem tekin var fyrir tillaga Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra, varðandi virðisaukaskattinn. Til- lagan var samþykkt af öllum flokk- unum og síðan af ráðherrum stjórnarinnar á seinni fundinum. Til að vega upp á móti tæplega tveggja milljarða tekjumissi ríkis- sjóðs verður tekjuskattur hækkað- ur um 2% og verður því 37,7% eftir áramót. Ráðgert er að auknar tekjur ríkisins af þessari hækkun verði um 2,4 milljarðar, en helm- ingur þeirrar upphæðar, eða 1,4 milljarðar renna til hækkunar barnabóta og persónuafsláttar. Reiknað er með að tekjuskattur á orkufyrirtæki skili um 250 milljón- um í ríkissjóð og mengunarskattur sem samsvarar 3000 krónum á meðal bifreið skili um 350 milljón- um. Eitt skattþrep mun verða í virð- isaukanum sem tekinn verður upp um áramótin en með því eru tvö þrep þó ekki úr sögunni. í plaggi því sem samþykkt var í gær segir að „athugun á framkvæmd viðrðis- aukaskattsins muni haldið áfram án tafar. Athugað muni hvort megi ná meiri lækkun á matvælum með tveimur þrepum, enda sé inn- heimta skattsins tryggð og tekjutap rfkissjóðs bætt. Taka verði jafn- framt tillit til þeirrar ákvörðunar sem tekin verði um virðisaukaskatt í Vestur-Evrópu almennt." Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra skýrði frá þessari niðurstöðu við umræður í samein- uðu þingi í gærkveldi, þar sem tekin var fyrir vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkis- stjórnina. Með því að verja 1,4 milljörðum áf þeim 2,8 milljörðum sem 2% hækkun tekjuskatts skilar í ríkissjóð, til þess að hækka pers- ónuafslátt og barnabætur hækka skattleysismörk um rúmlega þús- und krónur. Þau yrðuþáum 52.500 krónur í stað 51.500 króna. Þetta er heldur minni hækkun er gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Barnabætur munu hins vegar hækka meira en gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Niðurstaðan úr þessu verður sú að skattbyrði lágtekjufólks og barnafjölskyldna verður svipuð á fyrri helmingi næsta árs og hún var á þessu ári, en heldur þyngri að meðaltali á árinu öllu. Skattbyrðin þyngist þó mest hjá hátekjufólki. - ÁG Fyrirgreiðslupólitík gagnvart flokksgæðingum stefna Sjálfstæðis- flokksins? Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi: DAVÍD GEFUR TÓNINN Davíð Oddsson borgarstjóri hefur, nýkominn úr Florídasólinni, tekið upp hanskann fyrir flokks- bróður sinn Júlíus Hafstein í lóða- málinu við Lágmúla. í viðtali við DV nýverið hafði borgarstjórinn það á orði að mál þetta væri einskonar reyksprengja sem Al- freð Þorsteinsson varaborgarfull- trúi frantsóknarmanna hefði kast- að fram á rneðan sólin bakaði hann sjálfan á suðlægari breiddargráð- um. í Morgunblaðinu í gær segir Davíð einnig að málið sé ekki þannig vaxið að efni séu til að Júlíus skili lóðinni og f rauninni hafi Alfreð gcngið óeðlilega fram í málinu, bersýnilcga ekki til þess að ieita sannleikans heldur eingöngu til að þyrla upp moldviðri og í þessu máli hefði verið veist að Júlíusi á ósanngjarnan hátt. Alfrcð Þorsteinsson sagði í gær að greinilegt væri af þessum um- mælum borgarstjóra og varafor- Alfreð Þorsteinsson borgarfuUtrúi. manni Sjáifstæðisflokksins að hann legði blessun sína yfir fyrirgreiðslu- pólitík til flokksgæðinga. Tónninn hefði hér verið gefinn. Alfreð sagði sfðan: „Með ummælum sfnum í Morg- unblaðinu í gær tekur borgarstjóri, Davíð Oddsson, fulla ábyrgð á lóðarmálinu í Lágmúla. Málið snýst því ekki lengur um athæfi eins borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins heldúr er það orðið að flokksmáli, því að auk þess að vera borgarstjóri er Davíð Oddsson jafnframt varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Ég hef orðið þess áþreifanlega var að almenningur fordæmir þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í þessu lóðarmáli, þar á meðal ýrasir sjálfstæðismenn. Þeir töldu víst að borgarstjóri myndi skerast í leikinn og fá Júlíus Hafstein til að skila lóðinni, en annað hefur kom- ið á daginn, samanber viðtalið við Davíð Oddsson borgarstjóri. borgarstjóra í Morgunblaðinu í gær. Það sem stendur óhaggað í máli þessu er sú staðrcynd að borgar- fulltrúi er að reisa 7(M) fcrmetra atvinnuhúsnæði á besta stað í bæn- um undir fyrirtæki sem rekið er gegn um símsvara og hcfur enga þörf fyrir þetta húsnæði. Það liggur ennfremur fyrir að skipulagi þessa svæðis var breytt úr útivistarsvæði í lóðir undir verslun- ar- og skrifstofuhús borgarfulltrú- anum í hag. Ennfremur liggur fyrir að lóðin var aldrei auglýst. Loks má á það benda að greiðsl- ur gatnagcrðar- og byggingarleyfis- gjalda voru með óvenjulegunt hætti þó að embættismenn borgar- innar reyni að kióra yfir það. Þegar svona grímulaust er að málum staðið hljóta borgarbúar að spyrja hvort ekki sé víðar pottur brotinn. Ég bcndi á að gangverð lóðar- innar í Lágmúla er sex til átta milljónir samkvæmt upplýsingum kunnugra aðila. Það þýða þrjár til fjórar milljónir í vasa borgarfull- trúans, hafi hann selt lóðina eða hyggist hann selja hana nteð einum eða öðrum hætti. Ég bendi loks á að Júlíus Haf- stein borgarfulltrúi hefur haft heilt ár til að skila lóðinni inn, eða allt frá þeim tíma að hann seldi O. Johnson & Kaaber rekstur fyrir- tækisins um síðustu áramót. Þann- ig cr það engin afsökun að erfitt sé að skila lóðinni þar sem bygginga- framkvæmdir séu hafnar," sagði Alfreð Þorsteinsson. -sá Framleiðsla heimamerkja, til að líma á nýju númeraplöturnar, er hafin. Merkin eru með mynd af skjaldarmerki kaupstaðar eða sýslu. Bifreiðaskoðun íslands: HEIMAMERKI Á ÖKUTÆKI Bifreiðaskoðun íslands hefur haf- ið framleiðslu og sölu á heimamerkj- um sem svo má kalla, til að setja á skráningarnúmer bíla. Merkin eru skjaldarmerki kaupstaðar eða sýslu og eru límd á þar til gerðan reit fremst á númeraspjaldinu. Þegar nýja skráningarkerfið tók gildi hvarf um leið auðkenning bíla eftir sýslum og kaupstöðum. Þessi merki ættu því að verða bifreiðareig- endum kærkomin, þar sem á tímabili sáu menn nýja númerakerfinu það helst til foráttu að ekki væri hægt að þekkja hvaðan viðkomandi bifreið var. Alls er um 50 gerðir merkja að ræða og er það Bifreiðaskoðun ís- lands sem sér um framleiðslu merkj- anna. Þau kosta eitt hundrað krónur og eru fáanleg hjá Bifreiðaskoðun íslands um allt land og á nokkrum bensínstöðvum. -ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.