Tíminn - 02.12.1989, Page 2

Tíminn - 02.12.1989, Page 2
2 Tíminn Laugardagur 2. desember 1989 Útvarpsráð sammála um sjónvarpsþáttinn Fólkið í landinu: Ekkert athugavert við þáttargerðina Útvarpsráð varð sammála um það á fundi sínum í gær að ekki væri ástæða til að gera neinar athuga- semdir við efnistök og stjórn sjón- varpsþáttarins Fólkið í landinu sem sendurvarútþann 18. nóvembers.l. Ólt'na Þorvarðardóttir stýrði þættinum og viðmælandi hennar var Gunnar Bjarnason fyrrverandi ráðu- nautur og greindi hann frá störfum sínum og skoðunum á ýmsum mönn- um og málefnum. Gunnar greindi meðal annars frá störfum sínum í þjónustu Búnaðarfélags íslands og stuttum ferli sínum sem skólastjóri búnaðarskólans að Hólum í Hjalta- dal en flest af því sem um þessi mál var sagt í þættinum hefur áður komið fram opinberlega, meðal ann- ars í bók Gunnars; Líkaböng hringir. Tíu starfsmenn Búnaðarfélagsins skrifuðu útvarpsráði bréf eftir að þátturinn hafði verið sendur út. í bréfinu var farið hörðum orðum um þáttinn sjálfan og um Gunnar Bjarnason og mælst til þess við ráðið að það rannsakaði gerð hans og ályktaði um málið. Starfsmennirnir fullyrtu í bréfinu að Gunnar hefði farið með ellióra í þættinum, vanvirt minningu látinna heiðursmanna og það sæmdi ekki Sjónvarpinu að stuðla að útbreiðslu fordóma og óhróðurs um bændur og þá sem starfað hafa í þágu landbún- aðarins, lífs og liðna. Ólína Þorvarðardóttir stjórnandi þáttarins tók saman greinargerð um þáttinn fyrir fund útvarpsráðs og eftir að hafa kynnt sér hana urðu útvarpsráðsmenn sammála um ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við efnistök í þættinum. -sá Þjóöleikhúsinu lokað vegna viðgerða í febrúar n.k. Leikstarfsemi heldur áfram annars staðar og leikarar og sviðsfólk áfram í starfi: Sextíu fara í launalaust f rí Þrefalt í lottó og getraunum Um helgina verður þrefaldur pottur bæði í lottói og getraun- um. Spáð er að heildarvinnings- upphæð í lottói verði 12-13 millj- ónir. Hæst hefur upphæðin orðið 14,6 milljónir. í getraunum eru horfur á að vinningsupphæðin verði í kringum fjórar milljónir. _________________-EÓ Borgarafundur á Hótel Borg Borgarskipulag Reykjavíkur efnir til borgarafundar á Hótel Borg mið- vikudaginn 6. desember 1989 kl. 20.00. Á fundinum verða kynnt drög að hverfaskipulagi fyrir borgarhluta 1. gamla bæinn, þ.e. svæðið vestan Snorrabrautar og norðan Hring- brautar. Óskað er eftir athugasemdum og ábendingum íbúa viðkomandi borg- arhluta við skipulagið. -ABO „Þjóðleikhúsinu verður lokað vegna viðgerða í endaðan febrúar og vegna þess hefur verið gert sam- komulag við það fólk sem missir vinnuaðstöðu vegna viðgerðanna að það taki launalaust leyfi meðan við- gerðir fara fram,“ segir Gísli Al- freðsson Þjóðleikhússtjóri. Það fólk sem fer í launalaust leyfi nú er að stærstum hluta tímavinnu- fólk sem ekki er á launum þegar leikhúsið er lokað vegna sumarleyfa. Um er að ræða um sextíu manns; starfsfólk mötuneytisins, Þjóðleik- húskjallarans, ræstingafólk, fólk sem vinnur í fatageymslu og vísar til sætis í leikhúsinu. Þjóðleikhússtjóri sagði að leikarar og annað starfsfólk leikhússins myndi starfa áfram enda legðist leikstarfsemi ekki niður heldur héldi áfram á litla sviðinu, farið yrði í leikferðir um landið og sýnt yrði sennilega í húsi íslensku óperunnar í Gamla bíói. Jafnframt væri ætlunin að opna með glæsibrag í endurbættri Þjóðleikhúsbyggingu og æfingar fyr- ir þann atburð væru þegar ákveðnar. Þjóðleikhússtjóri sagði að endur- nýja ætti öll lagnakerfi í húsinu sem væru orðin ónýt og væri það stærsti þátturinn í endurbótunum. Meining- in væri síðan að nota tækifærið í leiðinni og endurhanna áhorfenda- salinn þannig að aðstaða áhorfenda yrði til muna betri enda myndi sætum jafnframt fækka eitthvað. Þjóðleikhússtjóri sagði langt frá því að með breytingum á áhorfenda- salnum ætti að elta einhverja tíma- bundna tísku í gerð leikhúsa. Tilhög- un hússins nú væri með sama sniði og leikhús Grikkja og þeir gallar sem ætlunin væri að lagfæra hefðu þegar verið ljósir fyrir fjörutíu árum. Vonast er til að Þjóðleikhúskjall- arann verði hægt að opna aftur tveim mánuðum eftir að viðgerðir hefjast en að öðru leyti verður húsið lokað um tíu mánaða skeið. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra sagði þegar hann var inntur eftir breytingum á innviðum Þjóð- leikhússins að ákvörðun yrði tekin um þær fyrir jól en hann hefði farið rækilega yfir málið með húsameist- ara ríkisins og byggingamefnd hússins. -sá Söngvarinn Jóhann Már og undir- leikarinn Lára Rafnsdóttir. Efværiég söngvari Út er komin ný hljómplata sem ber nafnið „Ef væri ég söngvari". Þar syngur Jóhann Már Jóhannsson bóndi í Keflavík Skagafirði við undirleik Láru Rafnsdóttur 18 sönglög. Nokkur þessara laga hafa komið út á plötu áður, en flest eru þau að koma út nú í fyrsta sinn. Áður hefur Jóhann sent frá sér plötuna „Bóndinn" og hlaut hún mjög góðar viðtökur. Jóhann Már hefur verið bóndi síðustu 17 árin en alltaf haft sönginn sem nokkurskonar aukabúgrein. söngferill Jóhanns hófst í karlakórn- um Geysi á Akureyri og síðar í karlakór Bólstaðarhlíðar og þá í karlakómum Heimi Skagafirði. En nú hin seinni ár hefur Jóhann Már eingöngu sungið sem einsöngvari á tónleikum og öðrum samkomum víða um land. Raddblær Jóhanns Más þykir minna mjög á rödd föður hans Jóhanns Konráðssonar Akur- eyri og segja má að Jóhann Már njóti sín einkar vel í þessum íslensku alþýðulögum sem á plötunni eru. Jóhann annast sjálfur útgáfu og dreifingu plötunnar. Mjölframleiðendur gera sér vonir um að loðnan leynist á vestursvæðinu: Gef um ekki upp vonina „Það er erfitt að dæma um það hvernig horfir enn sem komið er. Ég held að menn séu almennt á því að gefa ekki upp alla von,“ sagði Jón Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda í samtali við Tímann, aðspurður hvernig þeim litist á frumniðurstöð- ur loðnuleitar Hafrannsóknastofn- unar. Jón sagði að menn gerðu sér vonir um að loðnan leyndist á vestursvæð- inu, þar sem þess væru dæmi að hún hafi hagað sér svona áður. „Það er það eina sem við getum gert í stöðunni. Ef við förum að gefa upp alla von núna, þá þýðir það ósköpin öll,“ sagði Jón. Eru þetta einhver merki um að vertíðin verði styttri í ár og ekki verði hægt að veiða þau 900.000 tonn sem kvótinn segir til um? „Það er ekkert hægt að segja um það á þessari stundu. Fari hún að veiðast bráðlega þá getum við alveg klárað kvótann og þó meira væri,“ sagði Jón. Hver vika sem líður styttir hins vegar hina hefðbundnu vertíð þar sem náttúru loðnunnar verður ekki frestað, en hrygningartími hennar hefst í byrjun apríl og veiðar þar með úr sögunni. Ef svo vildi til að loðnan væri ekki á vestursvæðinu sem ókannað er, hver er þá staða verksmiðjanna? „Þetta hefur svo sem riðið yfir áður, í upphafi áratugarins. Menn komust nú frá því, þó svo að það væri þungt högg, en hins vegar er staða iðnaðar- ins í dag öllu erfiðari en þá var,“ sagði Jón. Hann sagðist telja að verksmiðjurnar hafi almennt verið betur undir það áfall búnar þá heldur en núna, því þær hafa ekki búið við of góða afkomu þennan áratuginn til að mæta svona löguðu. „Ég þori engu að spá og vil eiginlega ekki leyfa mér einu sinni að hugsa svo langt,“ sagði Jón. En ef niðurstaðan yrði sú að loðnan gæfi sig ekki, sagði Jón að það yrði voðalegt. -ABÓ Tímamynd: Ámi Bjama 1. des. hátíð stúdenta Stúdentar við Háskóla íslands héldu fullveldisdaginn 1. desember hátíðlegan sem fyrr með veglegri dagskrá sem stóð allan daginn. Há- tíðarsamkoma var í Háskólabíói síð- degis og flutti Sigmundur Guð- bjarnason rektor ávarp auk þess sem Thor Vilhjálmsson rithöfundur flutti annál 1. desember undir yfirskrift- inni: Menntamenn þá og nú. Um morguninn lagði Jónas Frið- rik Jónsson formaður stúdentaráðs blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Síðdegis var haldið málþing í Odda, þar sem umræðuefnið var „Er menntun of dýr?“ Hátíðarhöldunum lauk með því að stiginn var dans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.