Tíminn - 02.12.1989, Qupperneq 18

Tíminn - 02.12.1989, Qupperneq 18
30 Tíminn Laugardagur 2. desember 1989 llllllllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ....llllllllllllllllllllllllllllll ........I.............III KAIIPSTAÐUR /MIKUG4RDUR ÍMJÓDD OG EDDUFELLI MARKAÐUR VID SUND ■ VESJURÍBÆ ENGIHJALLA ■ MÐVANGI vældu í heimskunnar kór / vertu þar staddur sem drepið er góðleikans fræ / öskraði lygina all the way to the sky / úrþvíað smásálin verður í fjöldanum stór.“ Andstæða hirtingar- og háðkvæð- anna eru lýrisk ljóð, náttúrustemmn- ingar (núitasöngvar), tvær sonnett- ur, frelsi I og II, en þar er snilldar- lega farið með þversagnir: „þitt frelsi það var fangaklefans ró / en freistingin þín staðfesta og því / var sál þín eins og barn í berjamó / og bið þín líkust ferðalagi í / veröld þar sem alt er altaf nýtt / engu verður nokkurntíma breytt / tíminn líður einsog ekkineitt / og enginn getur fortíðina sýtt / en framtíðin er for- kastanlegt dót / og fegurðin svo dásamlega ljót.“ Svipmyndir daganna, fílósófískar íhuganir, sjálfsháð og skens blandast í „13 janúardagar 1986“. í „Eybúa- sögu“ segir frá ey úti í hafi og mótun þeirra sem tóku sér þar bólfestu og þó ekki, eybúanum sem „aldrei ratar heim / nema umhverfis hnöttinn.“ Tilfmningaleg fjölbreytni er ein- Siglaugur Brynleifsson: Gaman og alvara Þorgeir Þorgeirsson: 70 kvæði (1958-1988). Leshús 1989. Þorgeir Þorgeirsson er kunnur fyrir skáldsögur, leikrit, ritgerðir, greinar og þýðingar. Höfuðeinkenni hans sem rithöfundar eru vand- virkni, næmur smekkur á mál og máltón og þar með mjög persónuleg- ur stíll sem fáum er gefinn. Þótt ÞÞ sé einkum þekktur sem prósahöfundur er hann einnig ljóð- skáld og sérstætt skáld að því leyti að kvæði hans eru mjög sundurleit. Efnisþanið er einstakt. í þessu vali eru gamankvæði, háðsk ádeilukvæði, beinskeyttar út- listanir á falsi, lygi og sýndar- mennsku. ÞÞ tekst að yrkja skemmtilega um leiðinlegustu og hvimleiðustu fyrirbrigði samfélags- ins, svo sem hátíðlega kontórista og andrúmsloft hræsninnar í velferðar- blaðrinu (ráðuneyti og velferð) og ekki má gleyma umfjöllun um for- sjónarskarann (blaðafregnir). Meðal beinskeyttustu kvæðanna er „Reykjavík" en þar eru m.a. þessar línur: „en verslaðu, steldu og kenni þessa ljóðaúrvals, merkingin fer ekki milli mála. Það eru furðu- mörg góð skáld yrkjandi nú á dögum, en eins og eðlilegt er þá er enn fjölmennari sá hópur sem hlotið hefur fulldrjúgan skáldfíflahlutinn og yrkir að því er virðist samkvæmt tískukröfum „nýju gagnrýninnar" og „krufningarkenningum" bók- menntafræðinga sem þrælbundnastir eru kreddukenningum um þýðingar- leysi textans í prósa og póesíu. En samkvæmt þeim kenningum er text- inn ekkert en útskýring og útlistun bókmenntafræðinnar allt. Krufning og skýring eru því hinar eiginlegu bókmenntir, ekki ljóðið eða sagan. Allir þeir sem hafa skemmtun og unun af að lesa vel ort, hnyttin og lýrísk ljóð ættu að afla sér þessarar bókar - því að hún er í senn skemmtilegur, frumlegurog vandað- ur texti og íslenskur kveðskapur. UTLA BLODSUGAN LEGG- UR LAND UNDIR FÓT Þjóðræknisfélag íslands fimmtíu ára: Afmælisins minnst á Hótel Borg með hátíðarfundi í gær, föstudaginn 1. desember, voru liðin fimmtíu ár frá stofnun Þjóðræknifélags íslendinga og af því tilefni efnir stjórn félagsins til sér- staks hátíðafundar þann 3. desem- ber. Hann er haldinn á Hótel Borg og hefst klukkan 16 stundvíslega. Heiðursgestur verður forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir og biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, flytur ávarp. Saga Þjóðræknifélagins verður rakin á fundinum í stórum dráttum, Nú er þriðja bókin um litlu vam- píruna eftir Angelu Sommer-Boden- burg komin út. Henni verður eflaust allt frá því er alþingismennirnir Jón- as Jónsson frá Hriflu, Ásgeir Ás- geirsson, síðar forseti íslands og Tlior Thors beittu sér fyrir stofnun félagsins, en einmitt þeir þrír sátu í fyrstu stjórn þess. Á fundinum verður greint frá framtíðaráformum félagsins og nýj- um viðhorfum til þjóðræknismála. Kaffiveitingar verða fram bornar og á undan leikur Lúðrasveit Reykjavíkur. vel tekið af fyrri lesendum og einnig þeim sem höfðu ánægju af því að horfa á sjónvarpsþættina um litlu vampíruna síðastliðinn vetur. Hér eru Anton mennskur strákur og Runólfur blóðsugustrákur aðal- söguhetjurnar. Samskipti þessara tveggja ólíku vina er ekki þrautalaus og nokkuð fyndinn á köflum. Því foreldrar Antons trúa alls ekki á blóðsugur og Anton lifir í stöðugum ótta við það að einhver af blóðsugun- um í fjölskylduhópi Rúdólfs gleymi sér óvart og fái sér sopa úr honum. í þetta sinn ber bókin titilinn „Litla vampíran á ferðalagi" og eins nafnið gefur greinilega til kynna þá fjallar hún um ferðalag sem stendur til að Anton fari með foreldrum sfnum. Antoni líst ekki meira en svo á þessa hugmynd foreldra sinna og fær Rúdolf til að koma líka. Undir- búningur ferðarinnar er hið versta vandræðamál, því Runólfur verður að taka líkkistuna sína með. Þessi bók er hin ágætasta afþrey- ing, en þó eru samskipti Antons við foreldra sína og annað fullorðið fólk nokkuð einhæf og neikvæð Ef allt fullorðið fólk er svona leiðinlegt og vitlaust, verða börnin sem það elur upp eitthvað skárri? Litla blóðsugan er þýdd á tslensku af Jórunni Sigurð- ar og gefin út af bókaútgáfunni Nálinni. -HM 200 'g T»- tWIXKJW QG t BMSIURIHH EFNAGERÐIN AKUREYRI SÍMI 96-21400 T/OfiJ ER FYRIRTAK FLÓRU KAKÓ VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI BÖRNIN SVNÖJA JÓIALÖG ; • M-. ° . o . Æý '■■■■■< '0% .***'•• 2 s % Börnin syngja Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér Börnin syngja jólalög. Þessi fallega og vinsæla bók er nú komin aftur en hún hefur verið ófáanleg um nokkurn tíma. Þetta er jólasöngbók með nótum og hér er að finna 18 alþekktjólalög og sálma, svo sem Göngum við í kringum, Adam átti syni sjö, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Gekk ég yfir sjó og land, Nú er Gunna á nýju skónum, Heims um ból, í Betlehem er barn oss fætt og fleiri sálma og söngva sem sungnir eru á jólunum. Lögin eru öll skrifuð og hljómsett á einfaldan hátt. Bókina prýða stórar og fallegar litmyndir. Ólafur Gaukur valdi lögin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.