Tíminn - 08.12.1989, Page 3

Tíminn - 08.12.1989, Page 3
Föstudagur 8. desember 1989 Tíminn 3 Hestaskeifur sem hæfa Sleipni. Nýjung hérlendis: Skiptanlegur sóli og demparar á hrosshófa „Skeifurnar draga úr höggkraftinum sem leiðir upp eftir leggjum hestanna um allt að 80 af hundraði. Þetta hefur verið staðreynt með titringsmælum. Sleipnisskeifurnar hafa verið þrautreyndar í Danmörku um tíu ára skeið og nú er byrjað að selja þær um K. Eyjólfsson. Nú er fáanleg á íslandi ný gerð af hestaskeifum sem kenndar eru við reiðhest Óðins, Sleipni. Skeifur þessar eru í tvennu lagi og er svokölluð grunnskeifa úr ryðfríu stáli sem er negld á hófa hestanna á svipaðan hátt og um venjulegar skeifur væri að ræða. Við grunnskeifuna er því næst fest slitsóla með þar til gerðri töng og er það tiltölulega auðvelt. Slit- sólinn er gerður úr úreþani og það , er hann sem gleypir högg og titring en það er afar mikilvægt fyrir hesta ekki síður en menn, sem t.d. setja á fætur sér rándýra eróbikkskó til að hlífa liðum sínum. Höggdey- fingin er mjög mikilvæg, enda eru liðaskemmdir all tíðar í hestum, einkum keppnishestum. Fáanlegar eru margar gerðir slitsóla með ýmsu mynstri sem hvert hæfir sér- tækri notkun hestsins, m.a. eru til slitsólar með skaflajárnum. Sjálf grunnskeifan er úr ryðfríu stáli eins og fyrr segir. Hún slitnar mun minna en venjulegar skeifur og að sjálfsögðu mun minna en sjálfur slitsólinn og í Danmörku hefur reynslan sýnt, að sögn Ágústs, að sömu grunnskeifur hafa verið notaðar æ ofan í æ, jáma- tímabil eftir jámatímabil. Þá sagði hann að slitsólinn tolldi ömgglega við gmnnskeifuna og sárafá dæmi væru þess að slitsólarnir losnuðu frá henni. Um hann er auðvelt að alla veröldina,“ sagði Ágúst skipta og getur hvaða hestamaður sem er gert það. Söluumboð Sleipnisskeifanna, Sleipnir sport ísland h.f. í Kópa- vogi, heldur um þessar mundir námskeið í járnun og meðhöndlun skeifanna og ætlunin er að halda fleiri síðar. Sleipnisskeifurnar em kenndar við Sleipni, hest Óðins, sem var allra hesta bestur og fór jafnt yfir um láð, lög og loft, enda áttfættur. Sleipnir var sonur Loka, hins flá- ráða áss og Svaðilfara sem var hestur jötuns þess sem byggði virk- isgarð kring um Valhöll. Garðsmiðurinn vildi fá Freyju að verklaunum fyrir virkisgarðinn, en auk hennar sól og mána, lyki hann byggingunni innan tilskilins tíma. Jötninum vannst verkið vel enda dró Svaðilfari saman grjót í garðinn á nóttunni sem jötuninn hlóð upp um daga. Ásum leist því ekki á blikuna og sáu fram á að þurfa að greiða verkalaunin sem þeir höfðu lítinn áhuga á. í*á breytti Loki sér í meri sem hafði þau áhrif á Svaðilfara að hann sleit sig lausan og rann á eftir Loka í merarlíki. Við það tókst smiðnum ekki að ljúka verkinu og varð við það svo reiður að í ljós kom að hann var jötunn. Þá drap Þór hann en Loki fæddi Sleipni í fyllingu tímans. - sá Hilmar Æ. Þórarinsson og Ágúst K. Eyjólfsson eru umboðsmenn Sleipnisskeifanna á íslandi. Skeifurnar eru úr ryðfríu stáli en slitsólinn úr úreþani sem dregur mjög úr áraun á liðamót hestsins. Sett af Sleipnisskeif- um kostar um fimm þúsund kall gangurínn en sjálf grunnskeifan slitnar mjög lítið og endist miklu lengur en venjulegar skeifur. Slitsólamir em á hóflegu verði. Ttmamynd; Árnl Bjarna. Hjónin Jóhanna Guðmundsdóttir og Guðjón Pétursson. Styrktarfélag vangefinna: Stórgjöf frá hjónum Hinn 19. október síðastliðinn tók Styrktarfélag vangefinna við arfi eft- ir hjónin Jóhönnu Guðmundsdóttur f. 16. janúar 1897, að Þjóðólfshaga Holtum, d. 24. nóvember 1970 og Guðjón Pétursson f. 20. september 1902, á Stóru-Vatnsleysuströnd á Vatnsleysuströnd, d. 20. júlí 1989. Þau gengu í hjónaband 19. maí 1928. Jóhanna og Guðjón áttu enga skylduerfingja og höfðu með arf- leiðsluskrá, er gerð var árið 1970, ákveðið að allar eigur þeirra skyldu renna til Styrktarfélags vangefinna, er notaði þær eða andvirði þeirra í þágu starfsemi sinnar eins og segir í arfleiðsluskránni. Meðal þess sem féll í hlut félagsins er einbýlishús að Þykkvabæ 1 í Reykjavík auk tæplega 800 þúsund króna í bankabókum. í kaffisamsæti sem Styrktarfélagið hélt nokkrum nánum vinum og ætti- ngjum hjónanna af þessu tilefni lofaði Magnús Kristinsson formaður Styrktarfélagsins höfðingsskap þess- ara heiðurshjóna og kvað gjöfina mikla lyftistöng fyrir félagið. Undirskriftum safnað á Selfossi: Vilja ráðhús í kaupfélagshúsið Frá fréttarltara Tímans á Selfossi, Siguröi Boga Sævarssyni: Síðastliðinn sunnudag afhenti Kristján Einarsson á Selfossi, Karli Bjömssyni bæjarstjóra undirskrift- arlista, þar sem þess er farið á leit við bæjaryfirvöld að þau geri gamla kaupfélagshúsið að ráðhúsi bæjar- ins. í kring um 900 manns skrifuðu sig á listana og hefur nokkur stemmning ríkt í bænum vegna þeirra. Selfossbær og Samband sunn- lenskra sveitarfélaga keyptu í sam- einingu gamla kaupfélagshúsið á Selfossi á síðasta ári og hefur KÁ nú flutt alla starfsemi sína úr húsinu. Hugmyndin er sú að hluti kjaliara og jarðhæð verði notuð fyrir starfsemi bæjar og héraðsbókasafnsins. Skrif- stofur SASS verði á annarri hæð, en rishæð verði svo til sameiginlegra nota. Á síðustu ámm hefur bókasafnið verið í nokkmm húsnæðisskorti, sér- staklega eftir að því barst bókagjöf sr. Eiríks heitins Eiríkssonar sem taldi um 30 þúsund bindi. Kristján Einarsson skrifaði hins vegar nýlega grein í eitt héraðsblaðanna, þar sem hann hvatti til að fallið yrði frá þeim hugmyndum um að bókasafnið fengi þama inni, en þess í stað yrðu bæjarskrifstofumar fluttar í húsið og bókasafnsmál yrðu þá leyst með öðmm hætti. í kjölfar greinarinnar fóm af stað fyrmefndir undirskrift- arlistar þar sem skorað er á bæjar- stjóm að skoða þessa hugmynd og gaumgæfa til hlítar. bókarinnar. Tímamynd Árni Bjarna. Iðntæknistofnun og íslandsbanki sameinast um bókaútgáfu: Handbók atvinnulífsins Iðntæknistofnun íslands og ís- landsbanki hafa gefið út bókin, f mörg horn að líta - Handbók at- vinnulífsins. Bókinni er ætlað að verða hjálpartæki fyrir stjómendur og aðra þá sem áhuga hafa á stjórnun og rekstri fyrirtækja, að sögn Páls Kr. Pálssonar forstjóra Iðntækni- stofnunar. Fyrsti hluti bókarinnar er dagbók fyrir árin 1990 og 1991. í öðrum hlutanum em 17 sjálfstæðar greinar, sem skrifaðar eru af aðilum sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á viðfangs- efnum sem tengjast stjórnun og rekstri. Þriðji hluti bókarinnar nefn- ist Léttu þér leitina. En þar er að finna upplýsingar um helstu aðila atvinnulífsins, stofnanir og þjón- ustuaðila, upplýsingar um inn- og útflutning, fjölmiðla. Þá er einnig að finna eyðublöð fyrir áætlanagerð. Páll Kr. sagði að ástæðan fyrir útgáfu bókarinnar væri sú að mikil þörf væri fyrir slík handbók, enda ekki til neitt aðgengilegt rit til á íslenska markaðinum sem fjallaði um stjórnunarleg, tæknileg og mark- aðsleg atriði í rekstri. - ABÓ Lýðræðið sigrar Á fundi miðstjórnar Sambands ungra framsóknarmanna föstudag- inn 24. nóvember síðast liðinn var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Hin öra þróun síðustu vikna í Austur-Evrópu frá þrengingum forræðisins tU svigrúms lýðræðisins ber þess vitni að beint samband er milli lýðræðis og mannréttinda. Mannréttindi verða aldrei fótum troðin nema um stundarsakir. Hin frelsisþráandi lýður mun ávallt að lokum standa upp og svipta af sér fjötrum ófrelsisins. Það er nú að gerast í Austur-Evrópu. Miðstjórn Sambands ungra framsóknarmanna stendur heilshugar með umbótaöflunum sem þar standa í lýðræðisbaráttu, sendir þeim baráttukveðjur og vonar að sigurinn verði þeirra að lokum.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.