Tíminn - 08.12.1989, Page 5
Föstudagur 8. desember 1989
Tíminn 5
Um 75 milljarða hækkun þjóðartekna 1986-88 fór öll í launa- og vaxtahækkanir:
Launahækkanir meiri
en allir raunvextir
Hlutur atvinnurekstrarins í vergum þjóðartekjum minnk-
aði um meira en þriðjung á tveim árum - úr 32,1% árið 1986
niður í 20,6 árið 1988- samkvæmt úttreikningum hagdeildar
Seðlabankans skiptingu þjóðartekna og greiddum raunvöxt-
um undanfarin ár. Öfugt við það sem ýmsir hafa haldið á lofti
hafa útgjöld atvinnuvegnanna aukist miklu meira vegna
launahækkana heldur en vegna innlendra vaxtahækkana.
Launahlutinn í vergum þjóðartekjum stækkaði á tveim árum
úr 64% upp í 72,3%, eða um meira en 8% - sem er hærra
hlutfall en fór til greiðslu allra raunvaxta af innlendu
fjármagni árið 1988. Hlutdeild raunvaxta jókst sömu ár úr
3,9% upp í 7,2% af þjóðartekjum.
TAFLA VI1-5 SJSIPTING þJóPARTEKNA fjÍUjajrftar Kr. 1986 1987 1988 1989
Laun og tengd gjöld 82,3 117,5 147,0 165,2
Rekstrar- og eignatekjur 26,5 25,0 28,5 37,0
Raunvaxtatekj ur 5,0 7,4 14,6
Rekstrarafgangur 21,5 17,6 13,9
Hreinar þjóðartekjur 108.8 —142.5 175.5 202,2
Afskriftir 19,7 23,6 27,9 32,9
Vergar þjóftartekjur 128,5 166,1 203,4 235,1
Hlutföll %l Af hreinum bióftartekium: Laun og tengd gjöld 75,6 82,5 83,8 81,7
Rekstrar-og eignatekjur 24,4 17,5 16,2 18,3
Raunvaxtatekj ur 4,6 5,2 8,3
Rekstrarafgangur 19,8 12,3 7,9
Hreinar þjóðartekjur 100,0 100,0 100,0 100,0
Afskriftir 18,1 16,6 15,9 16,3
Af verqum bió»artek-ium;
Laun og tengd gjöld 64,0 70,7 72,3 70,3
Raunvaxtatekjur 3,9 4,5 7,2
Afskriftir og rekstrarafg. 32,1 24,8 20,6
Þannig rciknast Seðlabankanum til að „þjóðarkakan“ hafi skipst - í
hlutföllum og milljörðum króna - síðustu fjögur árin. Ef hlutur atvinnuveg-
anna í „kökunni“ hefur minnkað meira en helming á tveim árum þarf líklega
engann að undra þá erfiðleika og gjaldþrotahrinu í atvinnulífinu sem yfir
hefur dunið á þessu ári.
„Launahegðunin er þannig megin-
orsök þrenginga atvinnurekstrarins.
Árið 1989 hefur launahlutdeildin
aðeins að sáralitlu leyti gengið til
baka. Búast má við talsverðri lækk-
un raunvaxta, metinna á verðlags-
kvarða (framfærsluvísitölu) svo sem
rétt er talið bæði í þjóðhagsreikning-
um og alþjóðlegum samanburði",
segir m.a. í skýrslu Seðlabankans.
I ljósi títtræddrar tekjurýrnunar
launþega á yfirstandandi ári vekur
athygli, að Seðlabankinn áætlar
launin á árinu í heild álíka hátt
hlutfall vergra þjóðartekna eins og
árið 1987, um 70,3%. Kaupmáttar-
rýrnun hefur því að meðaltali fylgt
rýrnun þjóðartekna frá árinu 1987.
Hæst fór hlutfall launanna þó árið
1988. En þá hækkuðu laun (og
launatengd gjöld) í þjóðfélaginu í
kringum 2 milljarða kr. að raungildi
frá árinu áður, á sama tíma og
vergar þjóðartekjur hins vegar
minnkuðu um 2 milljarða kr. að
raungildi (miðað við lánskjaravísi-
tölu). Þegar þar við bættist veruleg
hækkun raunvaxta sama ár þarf
líklega engan að undra að eitthvað
færi undan að láta í atvinnulífinu.
Þegar borin eru saman árin 1986
til 1988 kemur fram að í beinum
krónum talið hækkuðu vergar þjóð-
artekjur í kringum 75 milljarða
króna (úr 128 í rúma 203 milljarða).
Þessir 75 milljarðar fóru allir upp í
launahækkanir (65 milljarðar) og
hækkun raunvaxta (10 milljarðar).
Hlutur atvinnuveganna upp í allan
annan kostnað var nánast upp á
krónu sá sami og næstu tvö ár á
undan, um 42 milljarðar ár hvert. Ef
atvinnuvegirnir hefðu hins vegar
haldið sama hlutfalli þjóðartekna í
rekstrarafgang og afskriftir og 1986
átti þeirra hlutur að hafa hækkað í
um 65 milljarða árið 1988 - þ.e.
orðið um 23 milljörðum kr. hærri
heldur en raun varð á. Þetta 23ja
milljarða „tap“ atvinnuveganna
svaraði t.d. til meira en þriðjungs af
fjárlögum íslenska ríkisins það sama
ár.
Enn aumari verður útkoman þeg-
ar litið er á rekstrarafganginn einan,
þ.e. að frádregnum launakostnaði,
raunvöxtum og afskriftum. Eigin
tekjur atvinnuveganna voru komnar
niður í aðeins tæplega 7% þjóðar-
teknanna árið 1988, í stað nær 11%
árið áður og tæplega 17% árið 1986.
f krónum talið minnkaði hreinn
rekstrarafgangur þannig úr nær 22
milljörðum kr. í tæpa 14 milljarða
kr. þessi tvö ár á sama tíma og
verðlag hækkaði um 45%. í raun-
krónum svarar þetta til um 17 millj-
arða kr. rýrnunar á hreinum rekstr-
arafgangi atvinnuveganna á tveggja
ára tímabili.
Vergar þjóðartekjur eru áætlaðar
um 235 milljarðar kr. á þessu ári,
sem er 15,6% hækkun síðan í fyrra,
og þýðir því í raun töluverðan
samdrátt. Þar af hlutur launa og
launatengdra gjalda áætlaður rúm-
lega 165 milljarðar kr., eða rúmlega
70%, álíka og árið 1987, sem áður
segir. Hvert hlutfall raunvaxta verð-
ur af þjóðartekjum þessa árs hefur
Seðlabankinn ennþá ekki lagt mat á,
og þar með heldur ekki hve stórum
hluta atvinnureksturinn heldur eftir
af þeim 29,7% þjóðarteknanna sem
er umfram launakostnaðinn einann.
Sem áður segir miðar Seðlabank-
inn hér við skiptingu vergra þjóðar-
tekna en ekki landsframleiðslu.
Munurinn á þessu tvennu fellst að
meginhluta í vaxtagreiðslum af er-
lendum skuldum.
Á landsgrundvelli (landsfram-
leiðsla) eru því bæði heildartekjur
og fjármagnsgjöld hærri sem því
svarar. -HEI
Sverrir Hermannsson segir skýrt og skorinort frá
ýmsu sem ekki hefur fengist staðfest til þessa:
Moggaritstjórar
mynduðu stjórn
„Þess ber að geta, að það var ekki
Þorsteinn Pálsson fyrst og fremst,
sem myndaði ríkisstjóm Sjálfstæðis-
flokks, Framsóknarflokks og Al-
þýðuflokks í júlíbyrjun 1987. Aðal-
driffjaðrir þeirrar stjómarmyndunar
vom ritstjórar Morgunblaðsins,
Matthías og Styrmir; Matthías með
kunningsskap sínum við Steingrím
Hermannsson og Styrmir með vin-
skap sínum og venslum við Jón
Baldvin Hannibalsson."
Þessi orð standa í bókinni um
Sverri Hermannsson, Skýrt og skor-
inort eftir Indriða G. Þorsteinsson
sem komin er út og er tilvitnunin hér
að ofan ekki einsdæmi um atvik í
stjómmálum síðustu ára sem leynt
hafa farið til þessa.
„í fyrri hluta bókarinnar segir frá
uppvaxtarámm Sverris vestur við
Djúp, menntaskólaámm á Akur-
eyri, háskólaárum í Reykjavík. Síð-
ari hluti fjaliar um stjórnmálastarfið,
stj ómmáíamennina, kosningaferða-
lögin og framboðsfundina í Austur-
landskjördæmi, og síðast en ekki
síst innri málin í flokki Sverris sjálfs,
Sjálfstæðisflokknum. Frásögninni
lýkur þegar Sverrir verður banka-
stjóri 1988,“ segir á bókarkápu.
Bókin um Sverri Hermannsson er
230 bls. auk nafnaskrár í bókarlok.
Fjöldi mynda er í bókinni bæði úr
stjórnmálum og einkalífi Sverris.
Útgefandi er Almenna bókafélagið.
-sá
Samráðsfundur ríkisstjórnarinnar og vinnuveitenda:
Samið verði fyrst á
almennum markaði
Fulltrúar atvinnurekenda komu
til samráðsfundar við ríkisstjórnina í
gærmorgun. Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra sagði í
samtali við Tímann að á þessum
fundi hafi komandi kjarasamningar
verið til umræðu og staðan og horfur
á næsta ári í atvinnu- og efnahags-
málum. Þórarinn V. Þórarinsson
framkvæmdastjóri VSÍ segir að þeir
hafi staðfest það að þeir væru full-
komlega sammála ríkisstjóminni að
samið yrði fyrst á hinum almenna
vinnumarkaði, áður en ríkið tæki til
við sína samningagerð.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra tjáði vinnuveitendum að
nú væri ríkisstjórnin að ljúka þeim
björgunaraðgerðum sem ráðist var í
fyrir rúmu ári. Hann sagði að við
núverandi aðstæður gætu atvinnu-
fyrirtækin frekar starfað en áður
var, þó honum væri ljóst að erfiðleik-
ar væru víða miklir. Þórarinn sagði
að þeir væru sammála þessu að því
leytinu til að tími skuldbreytinga af
þessum toga er liðinn. „Það verður
engu bjargað með frekari skuld-
breytingum,“ sagði Þórarinn, hins
vegar sæju þeir þess víða dæmi að
skuldbreytingatilefni kynnu að vera
að byggjast upp aftur. Það sem
fyrirtækin verða að fá núna, að sögn
Þórarins, er stöðugleiki í verðlags-
og launamálum.
„Nú verður því að linna að mestu
að komið sé til ríkisstjórnar og sagt,
nú verður hitt og þetta að gera til að
unnt sé að reka heilbrigt atvinnulíf í
þessu landi," sagði Steingrímur.
Ríkisstjómin á að skapa grundvöll-
inn og tryggj a að hann sé fy rir hendi,
en ekki vera að með puttana í hvers
manns koppi, eins og stundum er
sagt.
Eru aðilar á því að ríkisstjórnin sé
búin að skapa grundvöllinn? „Menn
vilja lengi meira, en þó koma fram
hjá þeim að búið væri að lækka
raungengið í það sem þeir ættu að
geta búið við á næsta ári. Breytingar
á raungenginu til hins verra, t.d.
með óhagstæðum samningum telja
þeir ekki koma til greina, en þeir
töldu það viðunnandi eins og það
er,“ sagði Steingrímur.
Þórarinn V. Þórarinsson sagði að-
spurður að auðvitað hefði ríkis-
stjórnin náð árangri á þessu ári við
að skapa fyrirtækjunum rekstrarskil-
yrði. „Það sem gerst hefur er að
raungengi hefur lækkað mjög mikið.
Menn í sjávarútvegi og atvinnulífinu
töldu og telja enn að það hefði verið
skynsamlegar að þessi raungengis-
lækkun hefði átt sér stað miklu fyrr,
þannig að tapið hefði ekki hrannast
upp og eigið fé þessara fyrirtækja
brunnið upp. Það breytir því ekki að
raungengið hefur þokast stórkost-
lega mikið til réttrar áttar og allt
önnur rekstrarskilyrði eru í útflutn-
ingsgreinunum. Það sem eftir stend-
ur eftir undangengin ár, allt frá
1986, þá hefur gengið mjög harka-
lega á eigið fé fyrirtækjanna og þau
eru ekkert farin að byggja það upp í
dag,“ sagði Þórarinn.
Hann sagði að fiskvinnslan virtist
vera hætt að tapa í sínum rekstri, en
hins vegar ekki farin að byggja upp
eigið fé á nýjan leik, þannig að
rekstrarerfiðleikar í þeirri grein
væru út af fyrir sig ekki að baki. Hins
vegar væru aðrar greinar s.s.
verslun, þjónusta og byggingastarf-
semi í mjög mikilli kreppu og yrðu
það á næsta ári. „Samdrátturinn
kemur til með að bíta þar mjög
harkalega og allar eiga þessar at-
vinnugreinar það sammerkt að þær
koma ekki til með að þola nýja
verðbólguholskeflu, það gildir það
sama fyrir fyrirtækin og fólkið,“
sagði Þórarinn.
Forsætisráðherra sagði að hjá
vinnuveitendum hefði það komið
mjög sterklega fram að þeir teldu að
þeim yrði að treysta til að gera
samninga, þó vissulega vildu þeir
hafa breiðara borð fyrir báru. „Hins
vegar segja þeir að slíkir samningar
kunni að verða all erfiðir, en þeirra
viðræður við ASÍ séu útaf fyrir sig
ennþá mjög jákvæðar en eigi tölu-
vert í land, sem von er,“ sagði
Steingrímur.
„Það er almenni vinnumarkaður-
inn sem á að marka launaþróunina.
Það getur ekki verið hlutverk ríkis-
ins og starfsmanna þess að ákvarða
það hver launaþróunin eigi að verða
á íslandi á næsta ári,“ sagði Þórar-
inn. -ABÓ
ÖKUMENN
Athugiö aö til þess aö við komumst feröa okkar þurlum við aö losna
viö bifreiöar af gangstóttum Kærar þakkir
______________ Blmdir og sjónskertir
yr™ © Blindrafélagið