Tíminn - 08.12.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 8. desember 1989
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Framhaldssagan langa
Viðræður iðnaðarráðherra hvers á fætur öðrum,
svo að árum skiptir, og fjölskipaðra nefnda á þeirra
vegum við erlenda málmbræðslumenn, er að verða
einhver hin lengsta framhaldssaga íslenskra atvinnu-
mála sem um getur.
Viðræðurnar hafa það að markmiði að semja við
erlend málmbræðslufyrirtæki um að þau setjist að á
íslandi til þess að stunda þar starfsemi sína, enda í
boði af íslendinga hálfu næg raforka, ef málm-
bræðslurnar geta greitt rétt verð fyrir orkuna.
Fljótt á litið sýnist þetta fremur einfalt mál. ísland
er auðugt að orkulindum, sem augljós hagur er að,
að séu virkjaðar, málmbræðslufyrirtæki þurfa um-
fram allt á mikilli og ódýrri orku að halda til þess að
framfleyta sér og eru því best komnar sem næst
orkustöðvunum. Þrátt fyrir það virðist það vera
seiglu- og þolinmæðisverk að tengja þessa hagsmuni
orkuseljenda og orkukaupenda saman, sem bendir
til þess að ekki sé auðhlaupið að því fyrir íslendinga
að útvega sér álver eftir pöntun, hvað þá að raða
þeim niður á landshlutana eftir því hvernig óskir
berast þar um.
Núverandi iðnaðarráðherra hefur ekki síður en
fleiri í hans stöðu verið ötull og ósérhlífinn í leitinni
að málmbræðslufyrirtækjum sem vildu nýta sér
íslenska orku. Áhugi hans hefur vissulega vakið
vonir margra um að framundan væru miklar fram-
kvæmdir í virkjunarmálum og á stóriðjusviðinu.
Það hefur reyndar komið í ljós að almennur áhugi
á stóriðju hefur vaxið upp á síðkastið og andstaðan
gegn þessari atvinnugrein minnkað. Ástæða þess er
vafalaust sú að mengunarvarnir eru fullkomnari en
var og menn þykjast sjá að hægt sé að treysta íslenskt
forræði fyrir erlendum iðnaðarrekstri í landinu betur
en gert var þegar samið var við Alusuisse fyrir
aldarfjórðungi. Þeir samningar voru afar umdeildir,
enda í meira lagi frumstæðir eftir því sem gerist í
þróuðum ríkjum með fulla sjálfsvirðingu. Þess
háttar samningar verða auðvitað ekki endurteknir.
Nú hefur það gerst hina síðustu daga að þríefldur
hópur álbræðslufyrirtækja, svokallaður Atlantalhóp-
ur, sem iðnaðarráðherra og stóriðjunefnd hans hafa
kunngert þjóðinni að hafi verið mjög álitlegur
viðsemjandi, er að leysast upp að því leyti að
Alusuisse hefur sagt sig úr hópnum og eftir standa
tvær álbræðslur, önnur sænsk, hin hollensk, og
verður haldið áfram að fá þær til að setjast að á
íslandi.
Iðnaðarráðherra sagði í viðtali við Tímann í gær
að áhugi Hollendinganna og Svíanna væri mikill á að
koma upp álveri á íslandi. Ekki er ástæða til að draga
orð ráðherrans í efa. Hins vegar liggur á bak við þau
orð öll samanlögð reynsla íslenskra iðnaðarráðherra
árum og áratugum saman, að áhugi útlendra málm-
bræðslumanna á viðskiptum við íslendinga er teygj-
anlegt og óskýrgreint hugtak. Reyndar er áhuginn
svo teygjanlegur að þanþolið í honum ætlar að
endast iðnaðarráðherrum og stóriðjunefndum í
langa framhaldssögu áður en henni lýkur.
GARRI
Ljón á Melrakkasléttu
„En margs hafa gerst dæmi í
forneskju“, sagði Jón gamli lærði,
þegar hann var að velta fyrir sér
hvort hann ætti að leggja trúnað á
þá sögu að Ijónaflokkur hefði geng-
ið á land á Melrakkasléttunni með
liafís. Þótt ekki væri sagan senni-
leg, þá fannst þeim gamla samt rétt
að hafa áðumefndan fyrirvara á -
„margs hafa gerst dæmi í fom-
eskju“. Litlu sennilegri en sagan af
Ijónunum, hefðu nýleg tíðindi frá
A-Þýskalandi þótt fyrir svo sem
hálfu ári. Svo er að heyra sem að á
því gamla forstands og skikkelsis
þjóðarheimili séu allir slagbrandar
af lömunum gengnir og skólastrák-
ar og hispursmeyjar grúski nú
óhindrað í koppum og keröldum
öryggislögreglunnar. Þessir aðilar
eiga meira að segja að hafa gert sig
heimakomna í sjálfum herbúðum
alþýðuhersins, en þar á bæ höfðu
menn sannarlega ekki orð á sér
fyrir að þýðast neinskonar leika
eða lausung. í Ijósi alls þessa er
dæmi Jóns lærða, sem ekki þorði
með öllu að hafna hinum lygileg-
ustu historíum, íhygli- og kannske
eftirbreytnivert.
Það má enda til sanns vegar færa
að forneskjan geymir mörg áþekk
dæmi og nú finnast í A-Þýskalandi
- og raunar nýrri tímar einnig. í
furðulegum eyríkjum í Karabíska
hafinu og fyrír ekki löngu á Filipps-
eyjum hafa virðulegir stjórnarherr-
ar mátt lúta að áþekku. Hafi þeim
gefist ráðrúm til, hafa þeir einn
daginn ekki átt annars úrkosta en
halda í hvellinum brennu á skjölun-
um um viðburðaríkan feríl á stjórn-
arstóli og hraða sér að því búnu úr
landi á vit innistæða á svissneskum
bönkum, sem þeir af hyggindum
hafa ætlað sér til ellinnar.
En líkt og Jón lærði átti bágt
með að trúa sögum um Ijón á
Melrakkasléttu, hefur mönnum
reynst erfitt að setja sér fyrir sjónir
„suður-amrískan“ hasar í ríki Hon-
eckers. Menn áttu ekki von á að
þar hefðu leikið lausum hala svo
rómantískir persónuleikar og raun
er á orðin og vanalega hafa boríð
nöfn á borð við Signor Maggio,
Rubirosa, Tittorelli eða önnur
nöfn með létt-sikileyskum blæ. Nú
hafa ýmsir af þeim einmitt veríð
grípnir, þar sem þeir stóðu við
pappírstætingamaskínuna eða
voru að hlessa flugvélar undarleg-
um dokúmentum, gulli og gim-
steinum eða öðrum ámóta spennu-
söguvamingi, ef menn eiga að þora
að trúa, fremur en Jón lærði. Allt
mundi þetta sanna að í alþýðulýð-
veldinu voru karlar ekki slík dauð-
yfli og margur ætlaði. Kemur enda
í Ijós að vandi ætlar að verða að
finna sæmilega trúverðuga persónu
til þess að taka við nýrri stjóm i
landinu. Nær hver maður er gmn-
aður um að hafa óhreint í poka-
hominu og ráðherrum skákað út
og inn í mesta fáti. Almenningur
veit enda ekki hvort við úlf eða
lamb er að eiga, eftir því sem fleira
spyrst út af sjónhverfingalist ráða-
stéttarínnar á löngum ferli.
Hið háaldraða prúðmenni, Erích
Honecker, hefur nú veríð settur í
svonefnt stofufangelsi og má hann
líklega einu gilda, þar sem hann er
hrörlegur orðinn og hefði hvort
sem er ekki hugsað sér til mikils
hreyfings. Karl reyndist þó sjálfum
sér trúr til hinstu stundar og lét það
verða sitt hinsta verk að láta deila
út patrónum í rífila pilta sinna í
Leipzig, ef vera mætti að enn værí
ráðrúm til að verja „heiður fjöl-
skyldunnar“ í gömlum og ósvikn-
um Chicago-anda. Ekki var það
honum að kenna að menn urðu of
svifaseinir eða bragðust. Söm var
hans gjörðin og má honum þykja
flestu aftur farið.
Garri
VÍTTOG BREITT
Söguskoðuná haus
Söguritun og túlkun sögunnar er
sérgrein kommúnista. Hugmynda-
fræði þeirra byggist á að móta
atburðarás eftir hentugleikum og
illvirkin eru afsökuð með því að
þau séu „söguleg nauðsyn". Þessi
marx-lenínski draugagangur geng-
ur aftur í kommaflokkum um allan
heim og víða um lönd veit fólk lítið
um hvað snýr upp og hvað niður í
veraldarsögunni vegna sögu-
skoðunar marxista og handbenda
þeirra.
Á hinum síðustu og bestu tímum
þykir víst lítil kurteisi að bendla
menn við marxisma á íslandi af
næsta óskiljanlegum ástæðum, því
að það er rétt eins og að norður
undir Dumbshaf berist engar fréttir
af skipbroti valdastétta þeirra ríkja
sem byggt hafa tilveru sína á marx-
lenínskri hugmyndafræði og því
valdi sem fylgir þvt að ráða yfir
vopnum.
Þar sem Mörlandinn er eins
seinn að taka við sér og raun ber
vitni þykir sjálfsagt enn góð fyndni
sem draup úr rauðum penna hér
um árið, að að tækniundur sem
fundið var upp af Kaldeum fyrir
einhverjum þúsundum ára hafi
fyrst borist til íslands um aldamótin
síðustu og þótt merk nýjung. Það
voru hjólbörurnar.
Hvenær vitneskjan um marxíska
söguskoðun berst til landsins ræðst
af því hvenær það verður söguleg
nauðsyn, að hafa skuli það sem
sannara reynist.
Undirskriftir reglugerða
í öllu írafárinu um brennivíns-
kaup ráðamanna á kostnaðarverði
kom upp sú skrýtla, að fjármála-
ráðherra hafi veitt vel í boði sem
stofnað var til vegna þess að Lúð-
vík Jósepsson hafi fært út fiskveiði-
Lúðvík. Ólafur.
lögsögu. Ekki munu aðrir hafa
verið boðnir en tryggir meðlimir
allaballasafnaðarins, sem þuldu
sína söguskoðun hver yfir öðrum
og fer vel á því.
Hins vegar er söguskoðun Lúð-
víks um landhelgisútfærslur og
þorskastríð orðin nokkurt fjöl-
miðlaefni vegna bókarkorns sem
sett hefur verið saman um hans
hlið málanna.
Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra, á sannarlega
sinn ágæta þátt í útfærslum auð-
lindalögsögu og var ódeigur að
skrifa undir reglugerðir þar um.
En að flokkur hans og hann
sjálfur hafi verið þar einn að verki
er söguskoðun sem aðeins hæfir
marxistum.
Allt væri nú þetta í sæmilegu lagi
ef reglugerðaráðherrann bæri gæfu
til að hrósa sjálfum sér og ofmeta
hlutverk sitt án þess að væna aðra
um svik og allt að því landráð. En
marxísk söguskoðun er söm við sig
og þýðir kannski ekki þar um að
fást.
Svikabrigsl
í viðtölum við fjölmiðla hjakkar
sjávarútvegsráðherrann fyrrver-
andi í gömlum sporum og rembist
við að koma svikaorði á samráð-
herra sína í einhverjum mikilvæg-
ustu úrlausnarefnum sem þjóðin
hefur staðið frammi fyrir.
Að halda því fram að Ólafur
Jóhannesson hafi gefist upp í
strangasta þorskastríði sem íslend-
ingar hafa háð og að láta að því
liggja að hann hafi jafnvel gengið
erinda andstæðinganna, er sögu-
túlkun sem jafnvel marxisar ættu
að varast.
í fréttum ríkisútvarps lék Lúðvík
lausum hala með svikabrigsl sín og
hélt þar blákalt fram að íslendingar
hafi gefist upp fyrir andstæðingun-
um í þorskastríði og gert við þá
smánarsamninga. Þarna var verið
að auglýsa nýja bók um marxista-
kappann Lúðvík, sem stóð einn
gegn öllum og vann aleinn sín
þorskastríð.
Auðvitað gildir einu hvað marx-
ísk söguskoðun vill hafa satt um
landhelgisbaráttu íslendinga fyrr
og síðar. Það er óhrekjandi stað-
reynd að Ólafur Jóhannesson, þá-
verandi forsætis- og dómsmálaráð-
herra, leiddi 50 mílna baráttuna til
sigurs og að á honum mæddi stríðs-
reksturinn öðrum mönnum fremur
og farsæl samningagerð að lokum.
Hann átti einnig sinn stóra þátt í
að ná viðurkenningu á 200 mílna
auðlindalögsögu.
Hér er ekki verið að halda fram
þeirri fásinnu að Ólafur Jóhannes-
son hafi verið einn að verki, því að
baki honum stóð flokkur hans
einhuga og reyndar öll þjóðin.
En að vera að halda því fram að
allaballar hafi einir staðið í land-
helgisbaráttu og að allir aðrir hafi
verið að svíkja og að Ólafur Jó-
hannesson hafi verið handbendi
andstæðinga, er svo fráleitt að það
sæmir ekki einu sinni marxískri
söguskoðun að láta slíkt í ljósi.
Annars þarf ekki annarra vitna
við en leiksloka. En af þeim sýnist
Lúðvík ekki hafa frétt. OÓ