Tíminn - 08.12.1989, Side 7
Föstudagur 8. desember 1989
Tíminn 7
VETTVANGUR
Einar Freyr:
Munu Svíar geta fundið
morðingja Olofs Palme?
í sumar sem leið var Christer
Pettersson dæmdur af Borgarrétti
Stokkhólms til lífstíðar fangelsis
fyrir að hafa myrt Olof Palme
forsætisráðherra Svía þann 28.
febrúar 1986. Dómurinn var ekki
einhuga. Sex af dómurunum, sem
voru leikmenn, sakfelldu Petterson,
en lögmennimir tveir í dómnum
vildu sýkna hinn ákærða. Málinu
var áfrýjað til Svía hofréttar.
Þann 12. október sl. gaf Birgitta
Blom, forseti Svía hofréttar, út
opinbera tilkynningu þess efnis, að
ákærði Christer Pettersson hafi
verið sýknaður af ákærunni og væri
því frjáls ferða sinna. Skyldi hann
tafarlaust látinn laus. Jafnframt
var tilkynnt að dómurinn í heild
sinni yrði birtur 2. nóvember.
Dómur Svía hofréttar var einhuga
eða 7 á móti 0.
Samkvæmt skoðanakönnun er
meirihluti sænsku þjóðarinnar
sannfærður um það, að Christer
Pettersson hafi ekkí myrt Olof
Palme. Það er einnig ljóst að
sænska intelligensían er á sama
máli, og greindasti fangavörðurinn
sem gætti Pettersson er sannfærður
um sakleysi hans í þessu máli.
Loks má nefna bróður Olofs Palme,
Claás Palme, sem er lögmaður í
Jönköping, hann segir að það sé af
og frá að manngerð eins og Petters-
son hafi myrt Olof Palme, slíkt
komi bókstaflega ekki til greina.
Verjandi í málinu var Ame Lilj-
eros. Hann stóð sig mjög vel og er
nú mjög öfundaður af kollegum
sínum. Aðstoðarmaður hans var
Lars Ekman. Rétt er einnig að
minnast á Astrid Holgersson, en
hún er sálfræðingur sem sýndi
mikla þekkingu og hæfni í starfi
sínu í þessu máli.
Fram hafa komið nokkur hótun-
arbréf vegna þessa máls, kannski
frá hinum raunverulegu morðingj-
um, en um þá hlið málsins er ekki
tímabært að ræða eins og sakir
standa.
II.
Morðið á Olof Palme varð m.a.
til þess að koma upp um marga
embættismenn Svía og sýna, að
þeir voru ekki starfí sínu vaxnir.
Þeir féllu hver af öðrum úr embætt-
um sínum eins og úr slöngvistól
(katapult). Fyrstur varð Hans
Holmér, lögreglustjóri Stokk-
hólmsléns. Hann var neyddur til
að segja af sér. - Morðið á Olof
Palme er án efa pólitískt morð.
Kringumstæður og upplýsingar
benda á slíkt. Reynt hefur verið að
draga athyglina frá þessari stað-
reynd með ýmsu móti, einnig í
réttarhöldunum. Að vissu marki
minnti þetta mjög á aðstæðumar
kringum morðið á demókratanum
John F. Kennedy Bandaríkjafor-
seta 1963. Margir vissu þá, og vita
enn, að Warren-nefndin var sett á
laggimar í miklum flýti og var
skipuð hörðum pólitískum and-
stæðingum hins myrta forseta.
Margir sem vom í nánum tengslum
við þessa nefnd litu á Kennedy sem
kommúnista. Og Warren-skýrslan
fullyrti að Lee Harvey Oswald væri
morðingi Kennedys, þótt nákvæm-
ar rannsóknir sýni að hann sé
saklaus. Eins og góðar heimildir
sýna m.a. heimildakvikmyndir, þá
hefur morðið á Kennedy forseta
verið upplýst að nokkm leyti, kom-
ið hefur m.a. í ljós, að bæði
lögregla og leyniþjónusta ásamt
vissum glæpamanni hafa átt stóran
þátt í morðinu á á Kennedy for-
seta.
Utanríkisstefna bandarískra
republikana seinustu fjömtíu árin,
hefur m.a. vakið upp hryðjuverka-
starfsemi í Mið-Austurlöndum,
Suður-Ameríku og víðar. Eitur-
lyfja-mafíur víða um lönd eins og
t.d. kókaínmafían í Columbíu, er
fyrst og fremst afleiðing af slíkri
stefnu.
Olof Palme var andvígur slíkri
stefnu Bandaríkjanna, - en eins
og Kennedy hafði hannn ekki upp-
götvað þá staðreynd, að bandarísk-
ur kapitalismi er ekkert annað en
gamall anarkismi. Það er bæði,
pólitísk, sagnfræðileg og sálfræði-
leg staðreynd. Hinar miklu hættur
. á alþjóðavettvangi em fólgnar í
þessari staðreynd. Lifandi dæmi
um slíkan fmmstæðan vemleika er
viðtal við yfirmann CIA, William
Webster, í The New York Times
þannT7.10 sl., þar sem hann lýsir
yfir því, að CIA þurfi að fá betri
aðstöðu til að myrða þá stjóm-
málaforingja sem CIA og Banda-
ríkjastjórn er óánægð með.
Svo við snúum okkur aftur að
morðinu á Olof Palme er frá því:
að segja, að fyrst átti að kenna
Kúrdum um þetta morð, síðan
manni sem kallaður var „33-áring-
en“, svo aftur Kúrdum undir nafn-
inu PKK-sporið. Þetta leit út eins
og barátta milli lyginnar og sann-
leikans.
í byrjun ársins 1987 tekur rann-
sóknarlögreglumaðurinn Hans
Ölvebro við af Hans Holmér sem
leiðtogi í leitinni að morðingja
Olofs Palme.
En á bakvið tjöldin byrjar Ebbe
Carlsson, gamall vinur Hans
Holmérs, að koma ár sinni fyrir
borð. Þeir höfðu áður unnið saman
við að njósna um „kommúnista"
sem áttu að starfa við sjúkrahús í
Gautaborg. Holmér var þá yfir-
maður leyniþjónustu Svía, Sápo,
en Carlsson var fulltrúi í dóms-
málaráðuneytinu. Með erlendri
hjálp uppgötvaði Ebbe Carlsson
það sem nú er kallað PKK/Iran-
sporið, þar sem því er haldið fram,
að morðið á Olof Palme sé tengt
Kúrdum og íran.
Það er ekki ætlun mín að rekja
það mál hér, en það var Ebbe
Carlsson málið sem m.a. leiddi til
þess, að Anna-Greta Leijon,
dómsmálaráðherra, Nils Erik
Áhmansson, rfkislögregljustjóri og
yfirmaður Sápo Sune Sandström,
voru neydd til að segja af sér. Það
leit eklri vel út með leitina að
morðingja Olofs Palme árið 1988.
Það sumar stóðu yfir yfirheyrslur
stjómarskrámefndarinnar vegna
mistaka og óheiðarleika. Yfir-
heyrslum þessum var sjónvarpað.
ra.
Á meðan þessu fór fram vom í
undirbúningi réttarhöld vegna
meiðyrðamála. - Svo er mál með
vexti, að í desember 1987, kom út
bókin „Mordet pá Olof Palme -
Ett verkligt drama“ eftir Lars
Krantz, sjónvarpsframleiðanda og
rithöfund. í bókinni segir hann frá
tveim óeinkennisklæddum mönn-
um sem hann sá við strætisvagna-
stöð skammt frá morðstaðnum og
nokkmm mínutum eftir morðið á
Olof Palme.
Olof Palme. Vegna þess, að
mennimir höguðu sér mjög undar-
lega, veitti hann þeim sérstaka
athygli. Nokkm seinna komst
Krantz að því, að þetta vom lög-
regluþjónar sem þekktir vom fyrir
ofbeldi í starfi og ofstæki í stjóm-
málum. Krantz gefur rannsóknar-
lögreglunni skýrslu um það sem
hann sá, en máli hans er lítið sinnt
og ekki tekið alvarlega. Af þeim
ástæðum samdi hann þessa bók og
fékk hana útgefna. Hann gefur
upp nöfn þessara Iögreglumanna
sem hann gmnar að eigi einhverja
hlutdeild í morðinu á Olof Palme.
Þar var komið upp nýtt mál og sem
í Svfþóð fékk nafnið „lögreglu-
sporið“.
Ýmsir rithöfundar skrifuðu um
þetta mál m.a. blaðamaðurinn og
rithföfundurinn Sven Anér, sem
gaf út bókina „Polisspáret“. Þá
hefur sænska Ríkisútvarpið rás 1
rætt mikið um „lögreglusporið" og
talað við mörg vitni í þættinum
„Kanalen“.
Allar þessar miklu upplýsingar
urðu til þess að nokkrir söfnuðir
sænskra kommúnista tóku sér
einnig fyrir hendur að rannsaka
þetta mál. Þeir hafa samband við
ýmis vitni sem vom stödd á ýmsum
stöðum og í ólíkri fjarlægð frá
morðstaðnum. Þeir fá að sjá lög-
regluskýrslur og tala við lögreglu-
menn sem þeir þekkja. Síðan setja
þeir saman kort af þeim hluta
Stokkhólmsborgar þar sem morðið
var framið og sýna á kortinu hvar
hin ýmsu vitni hafa staðið og hvað
þau hafi séð á tímabilinu milli kl.
23.10 og 23.30, en morðið var
framið kl. 23.21. Kortið sýnir
marga menn með talstöðvar (walk-
ie-talkie) í ólíkri fjarlægð frá morð-
staðnum.
Svo að segja öllum vitnunum ber
saman um, að þannig hafi þetta
verið kvöldið sem Olof Palme var
myrtur. Lýsingin gefur til kynna að
morðið á Olof Palme hafi verið
skipulagt af einhverjum hóp
manna. Þannig minnir þetta mjög
á morðið á Kennedy forseta 1963.
Þetta mál hefur vakið mikla
athygli og ég sá og heyrði í sjón-
varpinu fyrrverandi dómsmálaráð-
herra Önnu-Greu Leijon segja
það, að rannsaka ætti öll spor,
einnig lögreglusporið.
Bæði Lars Krantz og blaðamenn
kommúnista voru dregnir fyrir
dómstóla fyrir að hafa birt opinber-
lega nöfn ákveðinna lögregluþjóna
Stokkhólmsborgar og grunað þá
um hlutdeild í morðinu á Olof
Palme.
IV.
Einmitt þegar athygli sænsku
þjóðarinnar beinist sem mest að
lögreglusporinu og blöð, sjónvarp
og útvarp, sérstaklega „Kanalen"
ræða mikið um lögreglusporið, þá
allt í einu er Christer Pettersson
tíndur upp af götunni. Lögreglu-
menn og saksóknarar reyna að
sannfæra Pettersson um það, að
best sé fyrir hann að mál hans sé
rannsakað svo hægt sé að sanna
sakleysi hans. Bæði Pettersson og
verjandi hans gera sér Ijóst að eins
og sakir stóðu var ekki um annað
að ræða en að mál hans yrði
rannsakað.
En þessi afstaða lögreglumanna
og saksóknara reyndist vera gildra.
Þeir ætluðu sér að setja máUð
þannig upp, að Christer Pettersson
yrði áreiðanlega dæmdur fyrir
morðið á Olof Palme.
Hans Ölvebro fullyrti í sjónvarp-
inu að ekkert vantaði nema að fá
Pettersson til að játa. Saksóknar-
inn, Jörgen Almblad, sagði við
fréttamenn, að Pettersson yrði áreið-
anlega sakfelldur. Þessi spádómur
Almblads minnti á orð nornanna í
Macbeth sem spáðu því að hann
yrði bæði konungur og ekki kon-
ungur. Jörgen Almblad varð bæði
sigurvegari og ekki sigurvegari.
Hann vann málið í Borgarrétti en
tapaði því í Svía hofrétti.
V.
Kvöldið sem Olof Palme var
skotinn var hann fluttur blóðugur
og meðvitundarlaus til Sabbats-
bergs sjúkrahússins, - en þar átti
sér stað fyrsta yfirheyrslan með
Lisbet Palme, konu Olofs. Hún
segir lögreglumönnunum frá því,
að maðurinn sem skaut hafi verið
klæddur bláum jakka og gæti vel
verið einn af þeim mönnum sem
hún sá fyrir utan bústað sinn, og
það væri hugsanlegt að hann til-
heyrði hinni króatlsku Ustasja-
hreyfingu. Lisbet minntist ekki
einu orði á andlit í þessari fyrstu
yfirheyrslu, og margt bendir til
þess að hún hafi ekki séð andlit
morðingjans. Fáeinum dögum
seinna birtist hin svokallaða fant-
om-mynd, eða teiknuð mynd, gerð
af vegifaranda, sagt var að myndin
gæti kannski verið lík morðingjan-
um. Þessa teiknuðu mynd drakk
Lisbet í sig.
Löngu seinna eða haustið 1988
talar saksóknarinn Jörgen Alm-
blad við Lisbet Palme, samkvæmt
vitninu Márten Palme syni Lisbet
og Olofs. Almblad segir henni frá
þremur grunuðum mönnum, við
getum kallað þá „J“, „0“ og „P“.
Hún fær að vita, að einn af þessum
grunuðu mönnum er afbrotamaður
og drykkjusjúklingur. Það er aug-
ljóst að Almblad hefur reynt að
stjóma hugmyndum Lisbetar eða
hafa áhrif á sjónarmið hennar.
Þegar svo Lisbet Palme mætir í
sakbendingu segir hún: „Þama
sér maöur hver er drykkjusjúkling-
ur“ og bendir á Christer Petters-
son. Þar með var morðinginn
fundinn. Jörgen Almblad var mjög
ánægður.
Hér mætti bæta því við, að
heima hjá hinum grunaða „Ö“
hefur fundist mikið af vopnum og
einnig sama tegund af byssukúlum
og notuð var til að myrða Olof
Palme. „0“ hafði einnig aðgang að
íbúð við Regeringsgatan 85, en þar
í nánd hvarf morðinginn skyndi-
lega að sögn vitnisins „Lars“ en
hann hljóp á eftir morðingjanum
til að reyna að vita hver hann væri.
Auk þess er „Ö“ tengdur lögregl-
unni.
Flest dagblöð Svía sögðu eðli-
lega frá réttarhöldunum t.d. birti
íhaldsblað Svía, Svenska Dagbla-
det, alla lokaræðu verjandans. Það
voru aðallega blöð sem tilheyrðu
sósíaldemókrötum sem voru áber-
andi hlutdræg og óheiðarleg, sér-
staklega Aftonbladet. Þegar t.d.
einn af blaðamönnum Aftonbladet
spurði, forseta Svía hofréttar,
Birgitte Blom, hvort hún væri viss
um það, að Christer Pettersson
hafi ekki myrt Olof Palme, þá
svaraði hún m.a.: „Sem lögmaður
þá á ég að líta á staðreyndir“.
f fréttaviðauka sænska sjón-
varpsins Aktuellt sagði kvenþulur-
inn að lokum: „Morðingja Olofs
Palme hefúr verið sleppt lausum“.
En verður Palme-morðið nokk-
urntíma leyst?
Ef Svíar eiga nokkurn tíma að
geta fundið hinn rétta morðingja
Olofs Palme lifandi eða dauðan,
þá verður leyniþjónusta Svía,
Sápo, að losa sig viö öll hin miklu'
áhrif frá ákveðinni erlendri leyni-
þjónustu, og ekki aðeins Sápo,
heldur öll lögregla Svía og sérstak-
lega rannsóknarlögreglan. Svfar
verða að gera sér ljóst, að þegar
um pólitísk morð er að ræða, þá er
það stóribróðir sem týgur að litla-
bróður, slíkt er regla en ekki
undantekning.
Ennfremur þurfa Svíar að sjá
um það, að þeir sem stjóma leitinni
að morðingja Olofs Palme, séu
eins heiðarlegir, eins gáfaðir, eins
klárir í kollinum, og eins vel með-
vitaðir um gildi starfs sfns og
forseti Svía hofréttar Birgitta
Blom.
Morðið á Olof Palme varðar
ekki aðeins Svfa, heldur öll
Norðurlönd, jafnvel allan heiminn.
Pólitfsk morð eru því miður tals-
vert algeng og enginn veit með
vissu, hvenær röðin kemur aftur að
Norðurlöndum, og kannski ein-
hverju öðru landi en Svíþjóð.
En nú hafa Svíar eignast nýjan
og mjög gáfaðan ríkislögreglu-
stjóra, Bjöm Eriksson, en framtíð-
in mun skera úr því, hvort honum
tekst að finna morðingja Olofs
Palme.
Gautaborg í október 1989.
Einar Freyr.