Tíminn - 08.12.1989, Qupperneq 13
Föstudagur8. desember 1989
Tíminn 13
Jóla-framsóknarvist
Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn
10. desember kl. 14.00 í Danshöllinni (Þórs-
café).
í tilefni jólamánaðarins verða veitt glæsileg
verðlaun karlá og kvenna (jólamatarkörfur).
Aðgangseyrir kr. 400.-. Kaffiveitingar innifald-
ar.
Haraldur Ólafsson lektor mun flytja stutt ávarp
í kaffihléi.
Framsóknarfélag Reykjavíkur.
Akranes - Jólabasar
[ framsóknarhúsinu við Sunnubraut laugardaginn 9. des. frá kl. 11 -14.
Ýmsir jólamunir til sölu á góðu verði. LFK.
Akranes
Munið bæjarmálafundinn laugardaginn 9. des. kl. 10.30 í framsóknar-
húsinu við Sunnubraut. Bæjarfulltrúarnir.
Framsóknarvist - Rangæingar
Sunnudaginn 10. des. kl. 21.00 verður næst síðasta umferð í
þriggjakvöldakeppninni spiluð á Hvolnum.
Kvöldverðlaun. Heildarverðlaun eru helgarferð til Akureyrar fyrir tvo,
'að verðmæti kr. 25.000,-
Framsóknarfélag Rangæinga.
Suðurland
Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarfélaganna, Eyrarvegi 15,
Selfossi er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 15-17, sími 98-22547.
Lítið inn, kaffi á könnunni.
Stjórn KSFS.
Jólaglögg í Kópavogi
Framsóknarfélögin í Kópavogi bjóða félagsmönnum sínum, vinum og
samherjum upp á jólaglögg í „Opnu húsi“ að Hamraborg 5
miðvikudaginn 13. desember n.k. og hefst fagnaðurinn kl. 18.00.
Sérstaklega hvetjum við samherja af landsbyggðinni sem staddir eru
í bænum að líta við og ylja sér í skammdeginu.
Framsóknarfélögin í Kópavogi.
Freyjukonur - Hörpukonur
Jólafundur Freyju í Kópavogi verður haldinn að Hamraborg 5,3. hæð
fimmtudaginn 14. desember n.k. kl. 20.30.
Hörpukonur f Hafnarfirði eru boðnar á fundinn.
Verið allar velkomnar.
Stjórnin.
Jólahappdrætti Framsóknarflokksins
Dregið verður 23. desember n.k.
Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda gíróseðla fyrir
þann tíma.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í síma
91-24480.
Framsóknarflokkurinn.
Framsóknarmenn
Siglufirði og Fljótum
Munið matarfundinn í hádeginu föstudaginn 8. des. á Hótel Höfn.
Stjórnin.
Árnesingar - nærsveitir
Spilum félagvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi, föstudaginn 8.
desember kl. 20.30.
Síðasta kvöldið í 3ja kvölda keppni.
Mætum vel og stundvíslega.
Framsóknarfélag Borgarness.
Keflavík
Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Keflavík verður hald-
inn á Glóðinni laugardaginn 9. desember kl. 16.00.
Stjórnin.
Framsóknarfólk Norðurlandi vestra
Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár-
króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga
og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757.
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s.
43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19.
K.F.R.
Haraldur
Ólafsson
llllllllllllllllllllllllllll SPEGILL lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Talið f.v.: Linda Gray (1984) Mitzi Gaynor (1985) og Joan Coll ins (1989) - og virðast allar vera klæddar
sama kjólnuni
FékkJoan Collins
kjólinnáfornsölu?
Það hefur áreiðanlega farið held-
ur betur í skapið á leikkonunni
Joan Collins, þegar vikublað eitt í
Bandaríkjunum birti þessar mynd-
ir af þremur frægum leikkonum og
allar voru þær í eins kjólum. Ein-
hver glöggskyggn blaðamaður
hafði farið í myndasafnið og fundið
myndirnar. Vegna þess hve kjól-
arnir voru áberandi þá festust þeir
í minni blaðamannsins.
Þarna var þá komin mynd af
Dallas-stjörnunni Lindu Gray
(t.v.) frá árinu 1984 og þvínæst
leikkonunni Mitzi Gynor, en sú
mynd er tekin 1985 - og svo kemur
loks Dynasty-stjarnan Joan
Collins, en sú mynd er frá þessu
ári.
Því var slegið fram til gamans,
að líklega væru stórstjörnumar
farnar að spara og seldu hver
annarri samkvæmiskjólana sína.
Þess vegna var spurt: „Fékk Joan
Collins kjólinn á fornsölu, - eða
fékk hún hann gefins?“
Dennis Quaid (í „Sögu rokkarans“)
valinn í „úrvalsflokkinn“
Tímaritið US fékk nokkrar fræg-
ar konur til að velja tíu karla í
„úrvalsflokk", þ.e. þá kynþokka-
fyllstu og álitlegustu karlmenn í
hópi leikara sem þær þekktu.
I dómnefndinni var m.a. Emma
Samms (úr Dynasty o.fl.), breska
poppstjarnan Samantha Fox, Mel-
anie Mayron (úr „Á fertugsaldri")
o.fl. .
Leikarinn Dennis Quaid var hátt
á lista hjá þeim, og flestar nefndu
þær, að hann hefði algjörlega heill-
að þær upp úr skónum með leik
sínum í „Sögu rokkarans“, sem nú
er sýnd í Laugarásbíói. Þar leikur
Dennis Quaid rokkarann Jerry Lee
Lewis, sem kom hingað til lands
fyrir ca. 2 árum og spilaði og söng
á Broadway. - Og það er ekki nóg
með að Dennis Quaid leiki Jerry
Lee heldur hefur hann farið að
haga sér í einkalífinu ekki ósvipað
og fyrirmyndin, en Jerry Lee Lewis
var (og er víst) ekki beint náungi
fyrir ungan mann að taka sér til
fyrirmyndar.
Melanie Mayron (úr thirty-
something) segir m.a.: „Hann
Dennis hefur þetta prakkaralega
bros sem alveg heillar mig. Hann
er alveg ofsalega sjarmerandi!"