Tíminn - 08.12.1989, Page 15
Föstudagur 8. desember 1989
Tíminn 15
ÍÞRÓTTIR
Webster blokkerar Bo einu sinni sem oftar.
Tímamynd Pjetur
Góöur sigur Tindastóls í úrvalsdeildinni í körfuknattleik:
Valur Ingimundar
skaut Hauka niður
Sigur Tindastóls gegn Haukum í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik í
gærkvöldi var aldrei verulega í
hættu. Hins vegar varð oft darrað-
Körfuknattleikur:
Stórsigur UMFG
Grindvíkingar unnu stóran og ör-
uggan sigur á ÍR 97-65 er liðin
mættust í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í Grindavík í gærkvöldi.
Leikurinn var jafn framan af, en
um miðjan síðari hálfleik tóku
Grindvíkingar góðan sprett og náðu
13 stiga forystu 27 gegn 14. Áfram
héldi Grindvíkingar og munurinn
var orðinn 24 stig þegar blásið var til
leikhlés 56-32.
ÍR-ingar náðu ekki að klóra í
bakkann í síðari hálfleik. Grindvík-
ingar hittu vel og kláruðu dæmið
örugglega, 97-65 eins og áður sagði.
Guðmundur Bragason var yfir-
burðamaður hjá Grindvíkingum og
skoraði 31 stig, en næstir komu
Steinþór Helgason með 15, Svein-
bjöm Siurðsson með 14 og Banda-
ríkjamaðurinn Ron Davis með 14
stig.
Hjá IR skoraði Tómas Lee flest
stig eða 20, Jóhannes Sveinsson
gerði 10, Björn Bollason og nafni
hans Steffensen gerðu 8 stig hvor.
ardans á fjölunum í Firðinum þegar
leið á seinni hálfleikinn þegar Hauk-
ar gerðu örvæntingarfullar tilraunir
til að saxa á forskot Tindastóls. En
allt kom fyrir ekki því Tindastóll
sigraði með 95 stigum gegn 84.
Það var að vísu um miðjan fyrri
hálfleikinn að hagur Haukanna var
ekki slæmur. Þá náðu þeir að jafna
19-19 og komust yfir 22-19. En þá
var draumurinn búinn. Valur Ingi-
mundarson breytti honum í martröð
með stórleik, en hann skoraði hverja
glæsikörfuna af annarri. Af þeim 47
stigum sem Tindastóll skoraði í fyrri-
hálfleik átti Valur heiðurinn af 30.
Þá höfðu Haukarnir skorað 36 stig.
Haukamir byrjuðu af nokkmm
krafti og náðu að minnka muninn í
6 stig í byrjun hálfleiksins. En með
ömggum leik gerðu Tindastóll út um
leikinn og náðu 20 stiga forskoti um
miðjan síðari hálfleik.
Haukamir lögðu þá allt í sölumar
og eygðu vonarglætu þegar tæpar
þrjár mínútur voru til leiksloka og
staðan 84-73. Þá missti Tindastóll út
af með fimm vill'ur þá Sturlu Örlygs-
son og Sverri Sverrisson sem stýrt
hafði leik Stólanna. Darraðardans-
inn var gífurlegur og beittu Hauk-
amir pressuvörn til að freista þess að
vinna boltann. Árangur þess var sá
að Haukamennimir Jonatahan Bow
og Henning Henningsson fuku einn-
ig út af með fimm villur. Tindastóll
náðu alltaf að svara fyrir sig þegar
Haukarnir skomðu körfu og lauk
leiknum eins og áður segir 95-84
Tindastól í vil.
Stigin:
Haukar: Henning 21, fvar Á. 15,
Webster 14, Bow 14, Pálmar 13,
Reynir 3, Jón Amar 3.
Tindastóll: Valur 46, Bo 29, Sverrir
8, Pétur 8, Ólafur 5
Körfuknattleikur:
Keflavík sigrar
Valsmenn 97-75
Valsmenn sóttu ekki gull í greipar
Keflvíkinga í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í gærkvöldi. Leikurinn fór
fram í íþróttahúsinu í Keflavík og
voru Keflvíkingar ekki á þeim bux-
unum að láta Reykvíkingum eftir
stigin. Keflvíkingar sigruðu Valsara
með 97 stigum gegn 75. Staðan í
hálfleik vara 43 stig gegn 38, Keflvík-
ingum í hag.
KR sigrar
Njarðvík
KR sigraði Njarðvík 77-75 í æsi-
spennandi leik í gærkvöldi.
1x2 1x2 1x2 1x2 1x2
Get-raunir!!!
Þrefaldi potturinn gekk
út um síðustu helgi eins
menn vita, því alls voru
tólfurnar sjö talsins. Hver
og einn fékk í vinning
530.521 kr. en í hlut hvers
og eins sem hafði 11 rétta
kom 4.200 kr. Alls komu
218 raðir fram með 11
réttum.
Úrslitin voru nokkuð
samkvæmt bókinni, í það
minnsta voru engin mjög
óvænt úrslit á borð við þau
sem orðið hafa á liðnum
vikuin.
Fylkir var áfram sölu-
hæsta félagið með 50.690
raðir. Fram kom næst með
43.503 raðir og í þriðja
sætinu var KR með 34.242
raðir. Önnur félög á topp 10
Iistanum með 16-26 þúsund
raðir voru í réttri röð: ÍBK,
Valur, Selfoss, ÍA, Víking-
ur, KA og UBK.
SOS hópurinn leiðir nú
hópleikinn með 104 stig, en
næstir koma hóparnir
HULDA og TVB16 með
103 stig. í 4.-7. sæti eru
síðan FYLKISVEN,
FÁLKAR, SÍLENOS og
MAGIC-TIPP með 101
stig. Prír hópar voru með 12
rétta um síðustu helgi og 33
hópar með 11 rétta.
Getspeki fjölmiðlanna
var með eindæmum góð um
síðustu helgi, enda lítið um
óvænt úrslit. Dagur og Al-
þýðublaðið náðu 9 réttum
og aðrir miðlar voru
skammt undan. Staðan í
fjölmiðlaleiknum er nú
þessi þegar tvær vikur eru
eftir: Alþýðublaðið 77, DV
og Bylgjan 75, Dagur 74,
RÚV 70, Stöð 2 69, Morg-
unblaðið, Þjóðviljinn og
Hljóðbylgjan 68, Stjarnan
65 og Tíminn 61.
Á morgun sýnir Sjón-
varpið beint frá leik Boruss-
ia Dortmund og Werder
Bremen í v-þýsku úrvals-
deildinni. Leikurinn hefst
kl. 14.30 og sölukerfinu
verður Iokað 5 mín. áður
*eða kl. 14.25. Yfirferð ætti
að vera lokið um kl. 17.30.
B.Dortmund-W.Bremen: 1
Lið Borussia Dortmund
hefur staðið sig vel fram til
þessa, meðan Werder
■ Bremen hefur átt í nokkru
basli. Ætli sjónvarpsáhorf-
endur verði ekki vitni að
heimasigri.
Charlton-Millwall: X
Hinn dæmigerði jafnteflis-
leikur í ensku deildinni, en
hafa ber þó í huga að allt
getur gerst þegar þessi lið
eigast við. í fyrra vann
Millwall stórsigur þegar þeir
sóttu Charlton heim.
Coventry-Arsenal: 2
Það þarf að fara fjögur ár
aftur í tímann til þess að
finna tapleik Coventry gegn
Arsenal á heimavelli.
Reyndin verður sú á morg-
un að meistararnir fagna
sigri.
Liverpool-Aston Villa: 1
Aston Villa hefur ekki náð
að sigra Liverpool á Anfield
Road nú síðari árin og
ósennilegt er að breyting
verði þar á nú, þótt gengi
Villa liðsins hafi verið með
besta móti upp á síðkastið.
Man. United-C.Palace: 1
Nú mætast þessi lið loks í 1.
deild eftir nokkurt hlé, því
Palace er nýkomið upp úr 2.
deild. Ekki er líklegt að
gestirnir fari með stig með
sér frá Manchester að þessu
sinni.
Nott.Forest-Norwich: 1
Þessi lið eru bæði skammt
frá toppi deildarinnar og
samkvæmt hefðinni ætti
Forest að vinna sigur í þess-
um leik.
QPR-Chelsea: X
Botnlið QPR nær að hirða
stig af Chelsea liðinu sem er
í fremstu röð um þessar
mundir. Langt er síðan
Chelsea hefur farið með öll
stigin frá Loftus Road.
ShefT.Wed.-Luton: 1
Wednesday liðið hefur ver-
ið í nokkurri sókn uppá
síðkastið eftir mjög slaka
byrjun. Þessi leikur er einn
þeirra sem liðið verður að
vinna til þess að eiga mögu-
leika á að bjarga sér frá falli
í 2. deild.
Southampton-Man.CHy: 1
Southampton hefur verið í
fremstu röð það sem af er í
vetur og liðinu ætti því ekki
að verða skotaskuld úr því
að leggja City á The Dell.
Tottenham-Everton: 1
Þessi lið eru nú stödd um
miðja deild og þurfa því
bæði á sigri að halda til þess
að færast ofar í töfluröðinni.
Þau eru bæði hálfgerð jójó
Iið og því erfitt um vik að
spá í úrslit leiksins. Heima-
völlurinn hefur löngum gert
gæfumuninn og ætli svo
verði ekki einnig að þessu
sinni.
Wimbledon-Derby: X
Síðustu tvö árin hefur
Derby ekki sótt gull á greip-
ar Wimbledonmanna og því
er varla við meiru að búast
af gestunum en að þeir nái
jafntefli.
Ipswich-Sunderland: 1
Þessi lið eru með í barátt-
unni um þriðja sætið í 2.
deild, en Sheffield United
og Leeds eru að stinga af.
Ætli Ipswich hafi það ekki
og kræki í þrjú dýrmæt stig.
BL
FJÖLMIÐLASPÁ
LEIKIR 9. DES, '89 -I £ > o z z s p ii ij* II t tr < e •3 tri .2 a. z < 3 -J úá É w 2 <. Z a 1 Q □ 3 1 •J < z < —> 3 1 2 r SAMTALS
1 X 2
B. Oortmund - W. Bremen 1 2 1 2 1 1 1 1 X X 2 6 2 3
Charlton - Millwall 2 X X 2 i 2 X i 1 1 1 2 4 3 4
Coventry - Arsenal 2 2 2 2! 2 2 2 1 1 2 2 2 0 $
Liverpool - Aston Villa 1 1 1 1 1 1 1 1 i 1 1 11 0 0
Man. Utd. - C. Palace 1 1 1 11 1 1 1 1 1 1 11 0 0
Nott. For. - Norwich X nr 1 X 1 1 1 1 X 1 1 8 3 0
Q.P.R. - Chelsea T 2 X 2 2 2 2 1 2 X 2 2 2 7
Shett. Wed. - Luton T 1 1 xix 1 X X X 1 X 5 6 0
Southampton - Man. City i 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0
Tottenham - Everton 1 1 1 X! 1 X 11 1 1 X 8 3 0
Wimbledon - Derby X X X 2 i 2 X X X 1 X 1 2 7 2
Ipswich - Sunderland 1 1 1 1 í X 1 1 1 1 1 1 10 1 0