Tíminn - 08.12.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.12.1989, Blaðsíða 16
 AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FUJTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvogötu. SJM2Í , , PÓSTFAX TÍMANS 687691 DAGAR TIL JOLA Tíminn FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989 Kaupsýslumenn og forystumenn í atvinnujrfi á spástefnu Stjórnunarfélags Islands: Spyrja himintungl um efnahagsþróun Á næsta ári má búast við hægum bata í efnahagsmálum. Afstaða Júpíters við Neptúnus bendir til góðs fiskerís. Samstaða Satúrnusar og Neptúnusar sýnir að mestu erfiðleikar í fiskeldi og loðdýrarækt eru að baki. Þá er útlit fyrir að ferð Júpíters í gegnum Ljón- og Meyjarmerki haustið 1990 og 1991 geti skapað þenslu og vaxtarmögu- leika, líkast til í sambandi við erlenda markaði, ferðamál, stóriðju og virkjunarframkvæmdir. Þetta kom fram á spástefnu Stjórnunarfélags íslands í gær, en þar flutti Gunnlaugur Guðmunds- son stjörnuspekingur erindi um horfur í efnahagsmálum. Á erindið hlustuðu forystumenn í atvinnulífi, m.a. forstjórar og framkvæmda- stjórar virtra stórfyrirtækja. Gunnlaugur segir að erlendir stjórnmálamenn og stjórnendur fyrirtækja leiti í auknum mæli ráða hjá stjörnuspekingum. Ronald Reagan studdist t.d. mikið við ráð stjörnuspekinga í sínum stjórnar- athöfnum. Það var stjörnuspeking- ur sem ráðlagði honum að halda leiðtogafund í Reykjavík og hann átti einnig mikinn þátt í að breyta áliti forsetans á Sovétríkjunum og Míkhaíl Gorbatsjov. Sem dæmi um umfang stjörnu- spekinnar í Bandaríkjunum má nefna að um fjögur þúsund stjörnu- spekingar eru starfandi þar í landi. Áhrif þessarar speki á viðskiptalíf- ið eru mikil sem sést m.a. af því að gefin eru út fjögur tímarit sem sérhæfa sig í upplýsingum fyrir þá sem nota fjárfestingamarkaðina m.a. í Wall Street. Áhrif stjörnuspekinnar á við- skiptamenn á íslandi hafa líka vaxið eins og sjá má af því að stjörnuspekingur var fenginn til að spá um framtíð efnahagsmála á íslandi á spástefnu Stjórnunarfé- lags íslands. Gunnlaugur stjörnuspekingur útskýrði fyrir spástefnugestum grundvallaratriðin í stjörnuspeki og rakti með dæmum hvernig stiórnmál og markaðsmál sveiflast til í takt við gang himintunglanna. Gunnlaugur segir að um þessar mundir sé að verða afgerandi skil Niðurstaða fundar sjávar- útvegsráðherra og hags- munaaðila í sjávarútvegi: Fallið frá veiðibanni Á fundi sjávarútvegsráðherra með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi vegna loðnunnar, var ákveðið að falla frá þeim hugmyndum að stöðva veiðar, enda þótti ástæða ekki til. Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði að breyttar aðstæður frá því sem var um síðustu helgi, hafi leitt til þessar- ar niðurstöðu. Loðnusjómenn hafa ekki verið að kasta á smáloðnuna eins og var um helgina, heldur hefur það litla sem veiðst hefur verið nokkuð stór loðna. Þá er einnig hafís kominn á verulegan hluta miðanna og þar sem ýmsir hugðust hætta leit og veiðum í bili þótti ekki ástæða til að grípa inní, með sama hætti og til stóð um síðustu helgi. Þá var einnig rætt á fundinum hvemig að leit skuli staðið í þeim leiðangri sem nú stendur yfir og hins vegar eftir áramót. Engin ioðnuveiði var á miðunum í fyrrinótt og er hafísinn kominn inná það veiðisvæði sem bátarnir hafa verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Á sunnudag er búist við suðaustan eða austan áttum og ætti þá hafísinn að reka til baka. -ABÓ Fyrstur mætti á fundinn Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og skenkir Halidór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra honum kaffi í bolla í morgunsárið. Tímamynd Árni Bjurau á mjög mörgum sviðum þjóðmála vegna þess að a.m.k. þrenn stjörnukerfi em nú að ganga í gegnum tímamót. Gunnlaugurseg- ir að það þurfi ekki að koma neinum á óvart að Berlínarmúrinn og kommúnisminn hafi hrunið á síðustu vikum. Eitthvað verði jú að láta undan. Um efnahagserfiðleika íslend- inga sagði Gunnlaugur: „Ég tel að núverandi erfiðleika íslendinga megi að hluta til rekja til þess hversu lokaður og úreltur markað- urinn er. Við höfum búið við haftabúskap og forræðiskerfi sem er lítt skapandi fyrir einstaklings- framtak í landinu. Ég vil setja okkur á bás með austantjaldsþjóð- um að því leyti að stefna í mörgum af grunnatvinnugreinum okkar, s.s. landbúnaði ogfiskveiðum, hef- ur dregið vígtennurnar úr sköpun- armætti einstaklingsins.“ Gunnlaugur ræddi síðan um helstu breytingar sem framundan eru í efnahagsmálum landsmanna. Hann sagði alveg ljóst að kvóta- kerfi í sjávarútvegi og landbúnaði yrðu lögð niður á næsta eða allra næstu árum. Leyfður yrði innflutn- ingur á landbúnaðarvörum, mörg- um búum yrði lokað og fiskiskipum lagt. Hann sagði að næsta ár myndi einkennast af áframhaldandi hreinsun í efnahagslífinu. í heild- ina yrði þó hægur bati. Að síðustu bar spekingurinn þau skilaboð til forystumanna atvinnu- lffsins að ekki væri ástæða til annars en að vera hress. Fundar- menn fögnuðu Gunnlaugi innilega með dúndrandi lófataki. -EÓ Hæstiréttur úrskuröar um gæsluvarðhalds- úrskurð í stóra kókaínmálinú: Maðurinn laus úr varðhaldi Maðurinn sem setið hefur í gæslu- varðhaldi síðan 12. maí sl. grunaður um að hafa smyglað til landsins einu kílói af kókaíni og dreift hluta þess hér á landi var látinn laus í gær. Þetta kom til eftir að Hæstiréttur úrskurðaði að kærður gæsluvarð- haldsúrskurður sakadóms í ávana- og ftkniefnamálum skyldi úr gildi felldur, en hann hafði úrskurðað að gæsluvarðhaldið yrði framlengt til þar til undirréttardómur hefði geng- ið í máli hans, en þó ekki lengur en til 15. febrúar 1990. Ákæra á hendur manninum og tveim öðrum var gefin út þann 11. október s.l. fyrir brot gegn 173. gr. almennra hegningarlaga. Þeim er gefið að sök að hafa staðið fyrir stórfelldum innflutningi og dreifingu á kókaíni og geta sannaðar sakir varðað allt að tíu ára fangelsi. Játningar hinna tveggja með- ákærðu í þessu máli liggja fyrir og hafa þeir báðir lýst þætti mannsins í málinu. Auk þess hefur maður einn borið að hafa selt kókaín í umboðs- sölu fyrir hinn ákærða og neytandi nokkur viðurkennt að hafa keypt efni af manninum. Farið hefur verið fram á að dómur í máli þessu, sem manna í milli hefur verið nefnt Stóra kókaínmálið, yrði fjölskipaður. Dómsmálaráðuneytið hefur talið að lagaheimildir til slíks skorti og liggur nú lagafrumvarp fyrir Alþingi um það mál þannig að tafist getur að málið verði dómtekið. -sá Kúrdinn: Fékk land- vistarleyfi Dómsmálaráðuneytið hefur veitt kúrdanum Mustafa Kocka, tímabundið landvistarleyfi á ís- landi. Hann starfar nú sem vinnu- maður hjá Birni Björnssyni á Ytri-Löngumýri í A-Húnavatns- sýslu. Þar hyggst hann dvelja fram á vor en ætlar þá að reyna að fá vinnu við Blönduvirkjun. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.