Tíminn - 12.12.1989, Qupperneq 8

Tíminn - 12.12.1989, Qupperneq 8
8 Tíminn Þriðjudagur 12. desember 1989 Þriðjudagur 12. desember 1989 Tíminn 9 Þannig mætti t.d. rýna sérstaklega í hugmyndir einstakra hópa sem sendu svör inn, svo sem foreldrafélaga o.fl. og þannig gæti könnunin áfram orðið uppspretta umræðna og hugmynda. Gerður S. Óskarsdóttir aðstoðarmað- ur menntamálaráðherra í málefnum framhaldsskólanna sagði að þótt þau atriði sem oftast voru nefnd af þeim sem þátt tóku í könnuninni og hefðu þannig hafnað í efstu sætum listans, þýddu það ekki að þau mál sem sjaldnar bar á góma væru eitthvað síður mikilvæg. „Það er líka mjög mikilvægt að fá inn tillögur og rökstuðning sem kannski aðeins örfáir nefna. Það eru að mínu áliti oft mjög mikilvægar ábendingar sem liggja í svörum er tengjast málum sem fáir nefna. Það er því mikils virði fyrir ráðunevtið að hafa fengið þær ábendingar og dýr- mætt að geta flett þeim upp þegar heildarstefna verður mörkuð,“ sagði Gerður Óskarsdóttir. Gerður sagði það einnig mikilvægt að könnunin hefði hleypt af stað umræðu meðal kennara sem annars hefði vart farið af stað á þeim tíma sem hún gerði. „Ég vona að kennarar haldi áfram að horfa með þessum hætti á það sem verið er að gera í skólamálum. í>að er ekki hægt að gera allt í einu og menn verða að velja og hafna, bæði þegar á heildina er litið og eins þegar talað er um einstaka skóla. Þannig tel ég að umræðan sjálf hafi skilað heilmiklu í sjálfum hópunum meðan þeir unnu að svörum sínum. Ég hef orðið þessa vör mjög víða,“ sagði Gerður. Ný menntamálastefna „Það er gjarnan talað um skólana í stigum þótt auðvitað hljóti að vera ákveðin samskipti milli skólastiganna enda skarast þau víða. Menntamála- ráðuneytið er nú með í undirbúningi frumvarp um leikskólastigið en um það er brátt fullbúins stefnumótun af okkar hálfu og ríkisstjórnarinnar," sagði menntamálaráðherra. Hann sagði að auk þess væri nú tilbúið frumvarp um endurskoðuð grunnskóla- lög. Þá lægi nú hér fyrir könnun á því í hvaða röð fólk vildi ganga í þau verkefni sem fyrir liggja í skólamálum, einkan- lega hvað varðar grunnskólann. „Við höfum ný framhaldsskólalög og munum nú næstu vikur ganga frá miklum reglugerðabunka um framhaldsskóla. Pá erum við með í gangi umræðu í öllum skólum um innra starf skólans. Varðandi háskólastigið erum við líka með sérstaka umræðu um stefnu fyrir háskólastigið en slíka stefnu hefur satt að segja sárvantað til þessa. I þeim efnum höfum við kallað til mikinn fjölda af fólki frá háskólum og skólum á mörkum háskóla og framhalds- skóla og sérskólum. Við gerum ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki á næsta ári með því að þá liggi fyrir annaðhvort greinargerð um heildarstefnumótun í háskólamálum á íslandi, eða þá frumvarp til laga um háskólastigið allt, þar sem verði tekin fyrir málefni Háskóla íslands, Kennara- háskólans, Háskólans á Akureyri o.fl. Fimmta stigið sem við svo nefnum er síðan endurmenntun og fullorðins- fræðsla sem örugglega verður sá þáttur sem lang mest mun breytast á komandi árum. Þar mun verða feiknarleg fjölgun vegna þess að fólk mun í vaxandi mæli sækja í alls konar endurmenntun. Það verður óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir endurmenntun og fræðslu síðar á ævi- skeiði fólks. Þessi þáttur er í vinnslu í ráðuneytinu og við erum með í undirbúningi frum- varp til laga um fullorðinsfræðslu. Það verður stofnuð sérstök deild í ráðuneyt- inu sem fara mun með málefni fullorðins- fræðslu og endurmenntun. Okkur sýnist að á miðju næsta ári getum við verið komin með heildar- stefnu fyrir allt íslenska skólakerfið. Auðvitað verður ekki um að ræða stefnu- mótun í eitt skipti fyrir öll heldur verða þessi mál í heild í stöðugri endurskoðun. Ég tel þó að það sé mjög dýrmætt fyrir alla aðila; bæði skólana og ráðuneytið að svona stefna verði til,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra. Eftir Stefán Ásgrímsson „Við fundum talsvert fyrir því þegar við komum í menntamálaráðuneytið í fyrra að það vantaði heildstæða stefnu í skólamálum. Menn hafa verið að taka ákvarðanir í skólamálum sem hafa oft á tíðum verið býsna tilviljanakenndar. Auðvitað hefur verið til stefnurammi þar sem lögin hafa verið en á þessu eina ári sem við höfum verið í ráðuneytinu hefur verið að þróast almenn heildar- stefna í skólamálum. Þátttakendur í þessari stefnumótun hafa verið starfsmenn ráðuneytisins, kennarar og skólastjórar en nú höfum við opnað þetta fyrir aðra, svo sem foreldrafélögin og fleiri slíka. Ég held að það hljóti að vera mikill styrkur í því upp á framtíðina að gera fyrir kennarasam- tökin, skólana sjálfa og embættismenn ráðuneytisins að svona stefnumótandi vinna liggi fyrir,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra í gær þegar hann kynnti niðurstöður könnunar eða um- ræðu um skólamál á íslandi sem mennta- málaráðuneytið hleypti af stað í upphafi þessa árs. Hvað er mikilvægast? Menntamálaráðuneytið sendi fyrir- spurn í upphafi ársins til allra grunn- skóla, framhaldsskóla, foreldrafélaga, stéttarfélaga, sveitarfélaga og þingflokka landsins og spurt var hvaða verkefni menn teldu að væru mest aðkallandi í skólastarfi á grunn- og framhaldsskóla- stigi næsta áratuginn. Svör við fyrirspurn ráðuneytisins um forgangsverkefni í skóiamálum sýna að langflestir svarendur telja brýnast að fá meiri og fjölbreyttari námsgögn, komið verði á einsetnum skóla og aukin áhersla verði lögð á verk- og listgreinar í skólum. Auk þess leggja svarendur mikla áherslu á bætt kjör kennára, starfsaðstöðu þeirra og möguleika á endurmenntun. Félagsvísindastofnun Háskólans hefur nýlega flokkað og unnið úr þeim svörum sem bárust og raðað í forgangsröð sem ræðst af því hversu margir töldu viðkom- andi atriði skipta mestu. Ráðuneytið óskaði eftir svörum í byrj- un þessa árs eins og fyrr segir og voru svör að berast fram eftir vorinu, einmitt þegar launabarátta BHMR stóð sem hæst og var hvað hörðust. Af þeim sökum er eins og vænta má mjög ofarlega á baugi hjá svarendum bætt kjör kennara, endurmenntun og símenntun kennara, bætt starfsaðstaða kennara, kennaramenntun, réttindamál kennara, vinnutími, minni kennslu- skylda og fleira og fleira. Mikill áhugi á skólamálum Að sögn Svavars Gestssonar mennta- málaráðherra voru viðbrögð framar von- um og bárust svör frá 355 aðilum og stóðu um 3700 svarendur að baki þessum svörum. Þá hefði komið skýrt í ljós að fólk hafði lagt mikið á sig og svör hefðu verið efnismikil. Ráðherra sagði að könnunin eða fyrir- spurnin hefði verið gerð í tvennu lagi: Sent var út bréf í ársbyrjun þessa árs þar sem menn voru beðnir að nefna 4-10 atriði sem þeir teldu að mestu skiptu í skólastarfi næstu tíu ára. Svör hefðu • verið að berast fram eftir s.l. vori. Síðan hefði enn verið sent út bréf þar sem svarendur voru beðnir að raða þeim atriðum sem mestan stuðning hefðu fengið í forgangsröð. Þegar þau svör bárust hefði síðan Félagsvísindastofnun Háskólans verið falið að vinna úr þeim. „Við teljum að þessi svör og niðurröðun svarenda sé hvorttveggja mjög mikilvæg viðmiðun fyrir menntamálaráðuneytið þegar það raðar verkefnum næstu tíu ára í for- gangsröð. Við munum taka mið af svörunum við stefnumörkun næstu ára á sviði skólamála, hvort sem um er að ræða stóra málaflokka eða smáa. Mikilvægar upplýsingar Við teljum að hér hafi verið safnað í mjög dýrmætan sjóð upplýsinga um viðhorf fólks til skólamála, verðmætt safn hugmynda og rökstuðnings og í beinu framhaldi af þessu mun ég beita mér fyrir því að það verði haldnir fundir með starfsliði menntamálaráðuneytisins þar sem ég mun brýna fólk á því að hafa þennan lista til hliðsjónar þegar ákvarð- anir verða teknar í skólamálum á næstu árum,“ sagði Svavar Gestsson. Athygli vekur þegar forgangsröðin er athuguð að flestir sem svöruðu töldu að mestu skipti að starfsemi Námsgagna- stofnunar og námsgagnagerð yrði efld, en 55% þeirra sem svöruðu, töldu þenn- an þátt mestu skipta fyrir skólastarfið. í öðru sæti urðu verk- og listgreinar en 48% töldu að efling þeirra skipti sköpum. í þriðja sæti varð einsetinn skóli, í fjórða bætt kjör kennara, í fimmta samfelldur skóíadagur, í sjötta fækkun nemenda í bekkjum, en í nýja grunn- skólafrumvarpinu sem liggur fyrir Al- þingi er einmitt gert ráð fyrir því. í sjöunda sæti kom jafnrétti til náms, í áttunda íslenskukennsla og menning- armál, í níunda endurmenntun og sí- menntun kennara og í því tíunda mötu- neyti og skólamáltíð. Alls eru tiltekin á þessum lista sextíu atriði og sagði menntamálaráðherra að mörg þeirra hefðu þegar verið tekin á forgangslista ráðuneytisins. Eitt slíkra mála er lengri skóladagur og sagði hann að það mál hlyti að verða eitt af forgangs- verkefnum ráðuneytisins á næstu árum. Menntastefna til næsta áratugar „Grundvallaratriði er þó að þessi könnun er liður í stefnumótum í skóla- málum á íslandi til næstu tíu ára. í þessari röð vili ráðuneytið að höfðu samráði við fólkið í landinu fara í verkin,“ sagði Svavar Gestsson mennta- málaráðherra. Dr. Jón Torfi Jónasson gerði síðan grein fyrir niðurstöðum fyrirspurnar menntamálaráðuneytisins og á hvern hátt Félagsvísindastofnun hefði flokkað svör og svarendur og þær ályktanir sem draga mætti af þeim. Hann sagði að könnunin hefði verið algerlega opin. Fólk hefði verið beðið að senda inn hugmyndir sínar. Ekki hefðu verið settar neinar skorður við því hvað mætti taka fram. Hugmyndirnar hefðu síðan verið flokkaðar í sextíu flokka. Þá hefðu svarendur verið flokkaðir eftir því úr hvaða viðfangshópi þeir hefðu verið. Þá hefðu t.d. kennarar sem svöruðu verið flokkaðir eftir því hvort þeir væru grunn- eða framhaldsskólakennarar. Eins hefðu svarendur verið flokkaðir eftir lands- fjórðungum þannig að úr niðurstöðum væri hægt að lesa viðhorf og þarfir einstakra landshluta. Þannig væri hægt að vinna úr könnuninni feiknarlega mikl- ar upplýsingar. Misjafn tónn eftir búsetu „Það sem er sérstakt við þessa fyrir- spurn og sem gerir hana skemmtilega í úrvinnslu er að í svörunum er misjafn tónn og fólki er greinilega töluvert niðri fyrir þegar það svarar. Það er alveg ljóst að fólk hefur hugsað málin vandlega og vill fá úrbætur, það er alveg ljóst,“ sagði Jón Torfi Jónasson. Hann sagði að greinilegt að undir sjötta lið; jafnrétti til náms, bæru svörin þess merki að fólki hefði verið mjög niðri fyrir og tíðum talið skorta nokkuð á að jafnrétti til náms væri staðreynd. í þeim efnum væri misræmi eftir landshlut- um. Margir hefðu fært skýr og sterk rök fyrir þeim skoðunum. Dr. Jón Torfi sagði að niðurstöðurnar hefðu verið flokkaðar þannig að áfram megi flokka svörin og lesa úr þeim. Kennararforeldrarog stjórnmálamenn telja að námsgagnagerð og Námsgagnastofnun skipti mestu í íslenskaskólakerfinu. Svavar Gestsson menntamálaráðherra: Ný heildarstef na fyrir skólakerf ið .

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.