Tíminn - 12.12.1989, Síða 14

Tíminn - 12.12.1989, Síða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 12. desember 1989 Vinningstölur laugardaginn 9. des. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 2.438.224 O plljsíö'AÍÍL^ Z. 4af5^P 5 84.769 3. 4 af 5 124 5.896 4. 3af5 4.069 419 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.298.084 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur LindaJónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavik GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur EsterFriðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 isafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Níelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut54 96-71555 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 Svalbarðseyri ÞrösturKolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Sveinbjörn Lund Brúargerði 14 96-41037 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir FjarðarbakkalO 97-21467 Neskaupstaður Birkir Stefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður MarinóSigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíð 19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Ojúpivogur Jón Biörnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli ísleifsson Hafnarbraut16A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli 2 98-31293 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur JónínaogÁrný Jóna Króktún 17 98-78335 Vik IngiMárBjörnsson Ránarbraut9 98-71122 Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut29 98-12192 LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNCIÐ? Viðgeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Sími 84110 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRflÐA A\ VALDA PÉR SKADA! ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur-Úrvalsdeild: Haukar heillum horfnir - Njarðvíkingar léku án Patriks Relefords og Jóhannesar Kristbjörnssonar Með mikilli baráttu tókst Njarð- víkingum að. bjarga sér frá sínum þriðja ósigri í röð, er þeir sigruðu Hauka 82-85 í Hafnarfirði á sunnu- daginn. Leikurinn var mjög spenn- andi, en lengst af var körfuknatt- leikurínn ekki burðugur, mikið um mistök og hittni léleg. Haukar hófu leikinn vel, ákveðnir í að sigra Njarðvíkinga, sem léku án Patriks Releford og Jóhannesar Kristbjörnssonar en þeir voru í leik- banni. Helgi Rafnsson lék með lið- inu eftir nokkurt hlé og var hann afar mikilvægur. Haukar gerðu 6 fyrstu stigin í leiknum og höfðu yfir 10-6 eftir 5 mín. leik. Njarðvíkingar tóku þá mikinn sprett, jöfnuðu og hófu að byggja upp gott forskot. Staðan varð 19-31 og 29-45 en sá munur var sá mesti sem á liðunum var í leiknum. Með þriggja stiga körfu Teits Örlygssonar á síðustu sek. fyrri hálfleiks höfðu Njarðvík- ingar 14 stiga forskot 36-50 þegar gengið var til búningsherbergja í leikhléi. Haukarnir hittu illa í fyrri hálfleik og feilsendingar þeirra voru tíðar. í síðari hálfleik hófu þeir að leika meira uppá Jonathan Bow, sem fór þá í stöðu miðherja og gafst það vel. Bow skoraði hverja körfuna á fætur annarri og áður en varði höfðu Haukar náð forystu í leiknum 62- 61. Njarðvíkingar náðu strax aftur frumkvæðinu og því héldu þeir til leiksloka. Munurinn var þetta 2-6 stig, en þriggja stiga skot Pálmars Sigurðssonar á lokasekúndum leiks- ins rúllaði af hringnum og Njarðvík- ingar fögnuðu 82-85 sigri. ísak Tómasson var óstöðvandi í liði Njarðvíkinga á lokamínútunum og síðustu körfu sína í leiknum skoraði hann á ævintýralegan hátt með gegnumbroti. Pá hitti hann vel úr vítaskotunum sínum, en bakverð- ir Haukanna brutu hvað eftir annað á honum þegar hann var að reyna körfuskot. Sigur Njarðvíkinga verður að telj- ast nokkurt afrek því þeir höfðu mun lágvaxnara liði á að skipa og breiddin hjá þeim var miklu minni en hjá Haukum. Þá misstu þeir hávöxnu leikmenn sína, þá Kristin Einarsson og Helga Rafnsson af leikvelli með 5 villur. Kristin þegar 14 mín. voru til leiksloka og Helga þegar 3:30 voru eftir. Hefði Helgi fengið sína 5. villu fyrr í leiknum hefðu úrslitin sjálfsagt orðið á aðra leið, en Helgi átti góðan leik og var mjög mikilvægur, hann hefur þó ekkert æft með liðinu að undanförnu og hljóp aðcins í skarðið vegna áðumefndra leikbanna. Teitur Örlygsson lék vel, sérstak- lega í vörninni og Friðrik Rúnarsson var eini maðurinn á vellinum í fyrri hálfleik sem gat hitt úr langskotum. Af einhverjum ástæðum fékk hann lítið að spreyta sig í síðari hálfleik. Haukaliðið var algjörlega heillum horfið í þessum leik, ef undan er skilinn fyrri hluti síðari hálfleiks. Þá var Jonathan Bow óstöðvandi en einhverra hluta vegna var ekki hald- ið áfram að leika uppá hann að sama marki síðustu 10 mín. leiksins. Henning Henningsson var sá eini sem lék af eðlilegri getu, en hann braut oft klaufalega af sér í vörninni. Pálmar, Jón Arnar og fvar Ásgríms. léku langt undir getu, en ívar Webst- er var sterkur í fráköstunum að vandá. Athygli vakti hvað Reynir Krist- jánsson fékk lítið að spreyta sig og eins að Eyþór Árnason skyldi ekkert fá að koma inná allan leikinn. Dómarar vom þeir Kristinn Ósk- arsson og Jón Otti Ólafsson og höfðu þeir góð tök á leiknum. Stigin Haukar: Bow 26, Henning 20, Pálmar 16, Webster 10, Jón Arnar 6, ívar 3 og Reynir 2. UMFN: fsak 21, Teitur 117, Friðrik Rúnars. 14, Helgi 13, Friðrik Ragnars. 10, Kristinn 8 og Agnar 1. BL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.