Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. maí 1990 HELGIN 21 SAKAMÁL síðar að hafa ekki hugmynd um hvemig stóð á því að hann hélt á hnífnum eða hvers vegna hann var sjálfiir með nokkur stungusár á fótleggjunum. Hann sagðist hafa stungið og stungið en rankað við sér þegar hann sá bílljós í Qarska. Þá hefði hann dröslað líki Ant- honys upp í aftursætið í hans eigin bíl, farið á sínum og lagt honum nokkru fjær, komið aftur og ekið bíl Anthonys 140 km leið, grafið líkið og síðan hringt til kunningja síns og beðið hann að aka sér heim. Þar sagðist hann hafa lent í um- ferðarslysi. -Ef hann hefði framið verknaðinn í skyndireiði þá hefði skynsemin tekið yf- irhöndina eftir tvær stungur eða svo, sagði saksóknari. -Þá hefði reiðin runnið af, maðurinn séð hvað hann var að gera og umsvifalaust komið fómarlambinu á sjúkrahús. í staðinn hélt David áfram að stinga og þegar hann var orðinn uppgef- inn setti hann alblóðugt líkið inn í bíl og ók því nokkru seinna langa leið til að grafa það. Þetta ber ekki vott um stundar- bijálæði. Þetta er úthugsaður verknaður. Tilfinningaskortur Eftir að David sagði sögu sína skýrði McGaughey hvers vegna hann færi fram á dauðadóm: -Hann sat fyrir fómarlambi sínu og vissi að Anthony ætlaði að aka Claire heim. Þegar hann sá bílinn elti hann og ákvað að þvinga hann út af veg- inum. Hann bætti við þeirri óhugnanlegu staðreynd að þar sem meinafræðingar heíðu úrskurðað að Anthony gæti hafa verið á Hfi í 20 mínútur eftir að honum var troðið inn í bílinn, þá mætti bæta mannránsákæm við morðákæruna. McGoughey lagði ennffemur áherslu á það atriði í krufningsskýrslu að hnífs- stungumar hefðu verið 101 talsins og það benti ekki til annars en að morðingj- ann skorti gersamlega manneskjulegar tilfinningar á borð við samúð eða iðrun og að hann hefði vitað hvað hann var að gera. David Moshenek sat allan tímann á ákærendabekknum með höfuðið hátt og sýndi aldrei minnstu svipbrigði. Honum virtist alveg sama hver úrslitin yrðu. Dauðadómur þýddi að hann yrði tekinn af lífi i rafmagnsstólnum, samkvæmt lögum Indíanaríkis. Veijandi Davids byrjaði á að draga í efa að Anthony hefði verið lifandi eftir þessa meðferð þegar honum var stungið í aft- ursæti bíls síns. Hvað varðaði fyrirsátina visaði hann til þeirra orða Claire að Dav- id hefði ekki verið fýrir utan þegar Ant- hony skilaði henni heim. Hann tíndi ennfremur til að David hefði aldrei komist á sakaskrá áður og að hann hefði verið undir miklu tilfinningalegu álagi. -Samkvæmt ffamburði annarra var hann með Claire á heilanum. Hann lauk máli sínu í tölu til kviðdóms á þessa leið: -David er búinn undir langa inni- setu með hræðilegu fólki. Þar verður hann í stöðugum ótta um líf sitt!! Það tók dómarann 15 mínútur að taka ákvörðun: -Mér finnst hvorki hægt að sanna að Anthony hafi verið á lífi þegar hann var settur inn í bílinn né heldur að um fyrirsát hafi verið að ræða og þar með er dauðadómur útilokaður. Stúlkan geðbilaðist Hins vegar sagöi dómari að David Mos- henek væri án efa oíbeldismaður og þess vegna hættulegur samfélaginu. Því yrði hann dæmdur í 60 ára fangelsi. Það var 31. janúar 1989. Vcgna þess hins vegar að hann hefði játað strax og hafnað rétti til áffýjunar mildaðist dómurinn. Þegar allt kemur til alls getur David Moshenek sloppið úr fangelsi eftir 30 ár þaðan í ffá. Viðbrögð við dómnum voru misjöfn. Sjálfur sýndi David alls engin og veij- andi hans kvaðst verða að sætta sig við þetta. Fjölskylda Anthonys Barrix tók dómn- um á hinn bóginn illa og vildi að dauða- dómi yrði fullnægt hið fyrsta. Claire átti í miklum erfiðleikum tilfmningalega, eftir að missa ástvin sinn og vita að vinur hennar var sekur um það. Hún fékk læknishjálp, sagðist hlíta úrskurðinum og vilja gleyma þessu öllu sem fýrst, enda ætti hún lífið framundan, aðeins 19 ára. I VORVERKIN Öll tækin til á lager Hafið samband við sölumenn Sími 91-760000 HÖFÐABAKKA 9 112REYKJAVIK SÍMI 91 -670000 Mkðsoðfig oc ALFA-LAVAL Haugdælur BSA dæludreifararog haugsugur *: v BÖGBALLE áburðardreifarar Avinnsluherfi keðjukastdreifari « &TRIMA Moksturstæki á allar tegundir dráttarvéla ^kIwVh- eða án ~2Lláréttiarma., /Oa a a KT' jarðtætarar v ■ "S -V | . L.Z' k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.