Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur14. júlí 1990 HELGIN 15 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL óreglulega og komið var fram á sum- arið 1986 áður en fimmta morðið var ífamið. I það skiptið var fómarlamb- ið Giovanna nokkur Bicchi, svo gömul vændiskona að hún var þá þegar sest í helgan stein, enda átti hún eftir hálfan mánuð í 65 ára ald- urinn. Lík hennar var veitt upp úr ánni Pó skammt ffá þorpinu Torre Beretti, 35 km austan við Torino. Fiskimaður á ánni fann líkið flækt í tijárótum við árbakkann 3. september. Læknirinn taldi víst að Giovanna hefði verið kyrkt fjórum dögum áður. Henni hafði verið misþyrmt og aldur henn- ar var morðingjanum engin hindrun í að hafa mök við hana allnokkrum sinnum meðan á pyndingunum stóð. — Henni var nauðgað, þótt svo að hún væri vændiskona, sagði læknir- inn. — Náunginn er sennilega ófær um að hafa mök við konu nema pynda hana. Hann klippti af henni geirvörtumar með alllöngu millibili. Svo virtist sem sá tími hefði verið langur og enginn minntist þess að hafa séð Giovönnu eftir 26. ágúst. — Hún var ekki pynduð allan tímann, fullyrti læknirinn. — Enginn áverki var eldri en tveggja daga þegar hún lést. Marinelli taldi að þama gæti falist vísbending. Giovönnu hafði verið saknað í tvo daga áður en pynding- amar hófust og þann tíma gat hún hafa verið með morðingja sínum. — Ef við getum fúndið vitni sem sá hana á þessum tveimur dögum gæt- um við komist að hvar hún dvaldi, sagði hann við Daria. — Sendum út myndir af henni í sjónvarpinu. Sú tilraun mistókst alveg. Ekki ein einasta manneskja hringdi til lög- reglunnar og þótt margir hefðu kynnst Giovönnu á löngum þjón- ustuferli hennar virtist enginn þeirra hafa séð hana þessa tvo daga sem hún hvarf. — Manninum virðist nægja að fómarlambið sé vændiskona, komin af léttasta skeiði, sagði Marinelli. — Háralitur og annað útlit virðist ekki skipta máli. — Honum virðist líka sama hvem- ig hann myrðir þær að pyndingum loknum, sagði Daria. — Hann kyrk- ir, lemur með svipu eða rotar með grjóti. — Pyndingamar em þó alltaf eins, benti læknirinn á. — Hann brennir, klippir, sker og heggur af. — Það er heldur ekki um margt annað að ræða, sagði Marinelli þurr- lega. — Samt er margt athyglisvert. Hann sýnir ekki mikið hugmynda- flug en hann hlýtur að eiga allmikið af píningartólum. Skurðimir virðast alltaf eftir sama hnífinn. — Það er ekki hægt að þekkja hnífinn af skurðunum, lagði tæknimaður til málanna. Líkiö datt í sundur — Kannski gætum við haft uppi á einhveijum sem hefúr keypt svona tæki, sagði Marinelli, tilbúinn að gripa hvaða hálmstrá sem væri. — Líklega em þetta allt venjuleg eldhúsáhöld, hnífar, skæri eða ef til vill blómaklippur, taldi læknirinn. — Hvað um handjámin? spurði Daria. — Það er rétt, samþykkti læknirinn. — í flestum tilfellunum mátti sjá merki eftir handjám á úlnliðum kvennanna, en ég held að ekki sé erf- itt að útvega sér þau. Til em fyrirtæki sem selja slíkt í póstkröfú þeim sem em eitthvað afbrigðilegir. — Athugaðu það, skipaði Marinelli Daria. Hann vildi reyna hvað sem var. Daria var viss um að það væri tíma- sóun. Ótal aðilar seldu alls kyns drasl gegnum póst: spennitreyjur, svipur, handjám, keðjur, grímur og hvaðeina sem gat verið kynferðislega örvandi fýrir afbrigðilegt fólk. Seljendur vom ekki á því að gefa upp nöfú við- skiptavina og þótt þau hefðu fengist með dómi, taldi Marinelli að þetta yrði eins og að leita að nálinni marg- Giæsimennið Giancarto Guidice leit ekki við öðrum konum en mið- aldra vændiskonum. Kynni þeirra af honum voru þjáningarfull og banvæn. ffægu í heystakknum. — Slepptu þessu bara, sagði hann. — Við verðum að bíða eftir næsta morði. Næsta fómarlamb var Clelia Mollo, 58 ára vændiskona sem hafði þó haldið sér svo vel til að hún gat hæg- lega virst fertug. Lík hennar fannst í skurði við þorpið Cigliano 14. nóv- ember en læknirinn taldi hana hafa verið myrta fimm dögum fyrr, líkast til á sunnudegi. Clelia hafði verið kyrkt með sokka- buxum, líklega sinum eigin en að öðm leyti var líkið nakið. Hún hafði verið pynduð svo illilega að þegar líkinu var lyft á plastdúkinn duttu hlutar af því. Daria óttaðist ekki lengur að verða færður til í starfi. Enginn annar í lög- reglunni kærði sig um að koma ná- lægt þessum óþverramálum, þótt nú orðið hefði Daria raunar ekkert haft á móti því að verða færður. — Skrýtið að hvergi skuli finnast vísbending, sagði Marinelli. — Er alveg víst að tæknideildin hafi ekki fundið neitt? — Engin þeirra var myrt þar sem hún fannst, sagði Daria. — Þeim var bara fleygt til að losna við þær. Þær vom vanar að leggja lag sitt við ókunnuga og höfðu líklega aldrei séð manninn fyrr. Það er ekkert til að rekja. — Ég skil ekki að nokkur vændis- kona skuli enn vera á ferli við þjóð- vegina, sagði Marinelli. — Það hefúr ekki verið svo lítið fjallað um þessi morð. — Þær verða að borða, útskýrði Daria. — Þær velja á milli þess að fá aura fyrir mat og verða myrtar — Það er hægt að vinna fyrir sér á annan hátt, sagði Marinelli. Hann var síður en svo rólegur en bjóst þó ekki við fleiri morðum þetta árið. Yfirleitt leið lengra á milli þeirra en tveir mánuðir. Beöið eftir skyssu I þetta sinn varð bilið mun lengra. Það var kominn 6. maí 1987 þegar lík sjöunda fómarlambsins fannst í malargryfju við smábæinn Vigone. Læknirinn taldi víst að konan hefði verið myrt 26. apríl sem enn einu sinni reyndist sunnudagur. — Það er sami maðurinn, enginn vafi leikur á því, fúllyrti hann. — Ég þekki handarverk hans hvar sem er. Nú hefúr hann líklega verið að flýta sér. Þessi er ekki jafnilla leikin og hinar. Samt var hún svo illa leikin að útilokað var að bera kennsl á hana. Allir fingumir höfðu verið höggnir af og andlitið skorið og barið svo að jafnvel nánasti ættingi hefði ekki þekkt hana. Ekki var tilkynnt hvarf neinnar konu sem stærð, háralitur og aldur gat átt við en konan hafði verið milli fertugs og fimmtugs. — Hún hlýtur samt að hafa verið vændiskona, sagði Marinelli. — Hann hefur ekki myrt neinar aðrar hingað til. — Hann gerir skyssu fyrr eða síðar, sagði Daria mæðulega. Hann vissi að það var ekki hans sök hversu illa gekk að finna morðingjann en samt hafði hann sektarkennd og sama mátti raunar segja um flesta, líka Marinelli sjálfan. Sjö konur höfðu verið hryllilega pyndaðar og myrtar án þess að nokkuð benti til hver gerði það. Rannsóknin hlaut að vera í lágmarki því það var ekkert að rannsaka. Þótt Daria hefði ekki verið of bjart- sýnn þá hafði hann rétt að mæla. Þann 28. júní 1987, mánuði eftir morð óþekktu konunnar, breytti „hórumorðinginn“ mynstri sínu og gerði skyssur sem leiddu til þess að hann náðist. Atburðarásin hófst um klukkan tvö síðdegis í grennd við þorpið Rocc- etta Tanaro, þegar hin 36 ára Maria Rósa Paoli staðnæmdist við vegar- brúnina og rétti upp þumalfingurinn. María Rósa átti athyglisverðan feril að baki. Hún hafði á árum áður verið meðlimur hryðjuverkahóps, en um þrítugt gafst hún upp á þrotlausum, erfiðum æfingum og næturvökum og sneri sér að vændi í staðinn. Hins vegar var hún enn andvíg auðhyggju og vann ekki nema þegar hana vant- aði fýrir nauðsynjum. I þetta sinn var hún einfaldlega að leita sér að bílfari til næsta bæjar. Mynstrið breytist Sá sem tók hana upp í var glæsileg- ur, ungur maður á Lancia Delta-bíl. Hann var kurteis í framkomu en bauð Maríu Rósu þó að koma með sér heim, þiggja drykk og kannski fara í bað. María Rósa hafði átt erfitt undanfarið og þótt henni veitti sann- arlega ekki af að fara í bað, afþakk- aði hún boðið. Útgangurinn á henni reyndist þó banvænn því hún leit út fýrir að vera allnokkru eldri en hún Giovanna Bicci var 65 ára og aö mestu leyti sest í helgan stein sem vændiskona. Hún hlaut óhugnanlegan dauðdaga. var. Hún var 36 ára og því of ung fýrir „hórumorðingjann" en hann var viss um að hún væri komin yfir fer- tugt. Það skerpir skilningarvitin að vera þjálfaður hryðjuverkamaður og Mar- ía Rósa sá eitthvað ógeðfellt í fari unga mannsins þrátt fýrir snyrti- mennsku hans og alúð. Hún fékk að- eins sekúndubrot til að gera sér ljóst hvað það var þegar hann stöðvaði bílinn við vegarbrúnina, dró upp byssu, lagði að enni hennar og hleypti tvisvar af. María Rósa lést samstundis og án nokkurra pyndinga. Það voru betri örlög en hefðu beðið hennar ef hún hefði látið freistast af tilboðinu um baðið. Maðurinn ók nú áfram og fleygði líkinu í næsta kirkjugarð. Hann var ekki kominn nema 5 km lengra þegar hann var stöðvaður af vegalögreglumönnum sem voru að athuga ástand bíla sem voru á ferð- inni. Ekkert var athugavert við skil- ríki mannsins. Hann hét Giancarlo Guidice og var flutningabílstjóri, til heimilis í Torino. Hins vegar var hann greinilega afar óstyrkur og það vakti grunsemdir lögreglumannanna. Þeir ákváðu að athuga bílinn örlítið nánar og fúndu þá nánast ferskt blóð í farþegasæt- inu. Andartaki síðar rak lögreglu- maður augun í byssuhlaupið upp úr veski í aftursætinu og Guidice var færður á lögreglustöðina. Getulaus án pyndinga Alveg uppnuminn af spennunni ját- aði hann strax morðið á Maríu Rósu Paoli, þótt hann vissi raunar ekki nafn hennar og vísaði lögreglunni á líkið í kirkjugarðinum. Guidice var þegar ákærður fyrir morð en engan grunaði þá að hann væri hinn margumræddi „hórumorð- ingi“. Það var ekki fýrr en gerð var húsleit heima hjá honum og ótrúlegt magn af hnífum, skærum, handjám- um og öðrum pyndingartólum fannst, að Marinelli var gert viðvart. Fingrafor þriggja fómarlamba fúndust í íbúðinni en þótt Guidice játaði morðið á Mariu Rósu, þóttist hann ekkert vita um önnur morð. Það var ekki fýrr en eftir nærri tveggja mánaða yfirheyrslur að hann gafst loks upp og játaði öll morðin. Hann gat þó ekki sagt hver óþekkta konan var, aðeins að hún hefði verið kölluð Carla. Giancarlo Guidice hélt því fram að hann gæti ekki fengið kynferðislega fullnægingu nema með því að pynda konur eldri en 40 ára. Hann var sett- ur í geðrannsókn og úrskurðaður ólæknandi geðveikur. Þann 31. mars 1989 var hann dæmdur til að dveljast ævilangt á stofúun fýrir geðveika glæpamenn. $tTRIMA MOKSTURSTÆKI Á ALLAR DRÁTTARVÉLAR tm mm SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 Mlásoiðfuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.