Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.07.1990, Blaðsíða 1
14.-15. júlí 1990 wm:^rW:& Bessastaðaskólinn Saga Bessastaða á sér margar hliðar. Um aldir var staðurinn aðsetur umboðs- manna hins danska konungsvalds og því löngum lítt vinsæll af almenningi, sem þangað þurfti að sækja til þess að gegna vinnukvöðum fyrir hirðstjóra og höfuðsmann — og á Bessastöðum var þrælakistan og kóngsins jám. En saga staðarins á sér líka bjartari hliðar. Þar bjuggu skáldið Grímur Thomsen og stjómmálaskörungurinn Skúli Thorodd- sen og síðar ríkisstjóri vor og þá forseti. En sterkustum Ijóma stafar þó af skólan- um sem bjó að heiman þá Fjölnismenn og aðra öndvegismenn vora og átti að kennifeðrum menn á borð við Svein- björn Egilsson og Hallgrím Scheving. Hér sgjum við frá tildrögunum að stofrí- un skólans, högum hans og starfshátt- um og vonum að margur þykist að fróð- arí. Þegar Hólaskóli var sameinaður Hólavallarskóla, biskupsstóllinn á Hólum lagður niður og eignir hans boðnar til kaups að tillögu þeirra Magnúsar Stephensens og Vibes amtmanns árið 1801 var það ætlun þeirra Magnúsar að þar með yrði Hólavallaskóli endurbættur til stórra inuna, enda var það ein höfuðrök- semdin í þessu máli að Hólavallar- skóli og Hólaskóli þyrftu gagngerðra endurbóta, með er trauðlega yrði ffam komið nema með þeim hætti að þeir væru sameinaðir. Eins og þá stóð hrukku tekjur Hólavallaskóla naum- lega fyrir þeim kostnaði er hér hvíldi á og var þó allt við neglur numið og algerlega vanrækt að halda skólahús- inu við. Hér þurfti að auka kennsluna til muna og stórbæta aðbúð nemenda og kennara. Líkt var ástatt um Hóla- skóla. Hér var um tvennt að velja: Búa áfram við tvo úrelta og ófull- komna skóla er engar horfur voru á að bættir yrðu i náinni framtíð eða sameina þá og freista þess að koma upp einum góðum skóla í stað tveggja lélegra. Þetta var sjónarmið Magnúsar Stephensens og með nið- urlagningu Hólastóls og sölu stóls- eignanna mátti tryggt kalla að nægi- legt fé fengist til þess að kosta nýjan og góðan latinuskóla er svaraði kröf- um timans. En þótt að þessu ráði væri þá þegar horfið lét stjórnin sér hægt um frekari framkvæmdir. Vildi hún fyrst sjá hversu gengi um sölu stóls- eignanna og eiga svo ekkert á hættu um kostnaðinn af nýskipan skóla- mála á íslandi. Raunasaga Leið svo nokkur tími að ekkert var aðhafst i þessu máli. Skólahúsið á Hólavelli reyndist illa og mörg voru bágindi þau sem skólapiltar þar urðu að sæta af þessum vðldum. Sú rauna- saga byrjaði snemma og varð þvi átakanlegri sem lengur leið. Upp úr aldamótum, er harðna tók i ári, bætt- ist vistaskortur og hreint og beint hungur ofan á kuldann og dragsúginn í skólahúsinu er nú hrörnaði æ meira. Reyndar var hvorugt þetta, sultur og vosbúð, nýtt í sögu Hólavallarskóla. Hvort tveggja hafði fylgt honum frá upphafi. En nú keyrði úr öllu hófi. 7. apríl 1804 ritaði Geir biskup Vídalín settum stiftamtmanni, Ludvig Erich- sen, bréf um hagi skólans. Höfðu skólasveinar þá fyrir þremur dögum gert nokkra menn úr sínum hópi á fund biskups til þess að kæra neyð sína fyrir honum. Var þá svo ástatt á Hólavelli að um helmingur skólapilta var veikur af skyrbjúg, nokkrir þeirra rúmfastir, en hungursneyð yfirvof- andi sökum skorts. Var þetta sannað með nægum vottorðum. Af þessum orsökum fóru piltar þess á leit við biskup að þeim yrði sleppt úr skólan- um innan hálfs mánaðar. Stiftarnt- maöur svaraði bréfi þessu fáum dög- um siðar, féllst alveg á beiðni skóla- Fyrsti rektor Bessastaðaskóla. Steingrímur Jónsson, síðar biskup. sveina og kvað tilmæli þessi koma sér síst á óvart og hefði hann séð þetta fyrir síðastliðið haust og talið þá álitamál hvort halda ætti skólan- um áfram, eins og þá var komið húsakynnum hans og horfum um út- vegun matvæla. Þannig lauk skóla- haldi á Hólavelli. Verður þvi og trauðlega neitað að stiftsyfirvöldin höfðu á undanfömum árum litlum umbótum fram komið á högum skól- ans. En ríkisstjómin átti samtefalaust mesta sök á því hvernig komið var. I ársJok 1803, þremur mánuðum áður en Hólavallarskóli valt um koll, hafði fjármálastjórnin tekið við rðskum 55 þús. rd. fyrir seldar eignir Hólaskóla. Skorti hana þvi ekki fé til þess að ráða bætur á vanhögum skólans, og er þetta glöggt dæmi um furðulegt hirðuleysi um hagi landsins sem rík- isstjórnin sýndi reyndar hvað eftir annað á þessum árum. Bráðabirgða- viðgerð á skólahúsinu á Hólavelli var talin kosta 700-800 rd. og hennar hafði verið æskt oftsinnis undanfarin ár. En slikt hafði engan árangur borið og ekkert um það hirt, þótt við borð lægi að skólinn legðist niður og land- ið yrði skólalaust um eitt ár eða tvö, eins og nú kom á daginn. Umkomu- leysi og vanmætti islenskra srjórn- valda í þessu máli var hér reyndar vel við hæfi, því að þótt þau kynnu allvel að barma sér, vottar hvergi fyrir því að þau geri sér ljóst að þau áttu kröfu til þess, þjóðarinnar vegna, að nauð- synlegt fé væri fram lagt til viðhalds skólanum, áður en i fullt öngþveiti var komið. Féð var hendi nær og það var i rauninni eign skólans. Enginn vissi þetta betur en sjálf stjórnarvöld- in. Aform um nýtt fyrirkomulag skólans, er á orði var haft, skipti hér engu máli. Slikt heimilaði ekki nið- urniðslu gamla skólans og þrot hans löngu fyrr en þau áform væru búin til framkvæmdar. Nes, Viöey eða Bessastaöir Sumarið 1804 ákváðu stiftsyfirvöld að enginn skóli yrði haldinn næsta vetur 1804-1805. Kennslumála- stjórnin í Kaupmannahöfri ákvað þó með bréfi til biskups og stiftamt- manns 18. sept. 1804 að veita þeim heimild til að taka á leigu hentugt húsnæði handa skólanum í Reykja- Skólinn að Bessastöðum átti aðeins að verða til bráðabirgða, en starfaði ífjörutíu ár. Þráttfyrir að skipulag hans vœri á margan hátt úrelt stendur ekki meiri Ijómi afannarri menntastofnun í sögu landsins vik eða nágrenni hennar og yrði skól- inn haldinn þar til bráðabirgða, en ef þetta tækist ekki skyldi gera við skólahúsið, svo fremi að það þætti ekki of kostnaðarsamt. Nú var bæði að ráðstöfun þessi var of seint ftam komin til þess að unnt væri að gera nokkuð að gagni i þessu efhi fyrir þann vetur, er nú fór í hönd, enda málið örðugt viðfangs. í Reykjavík var ekki um að ræða annað húsnæði en fangahúsið og kom til inála að skipta um og flytja fangana á Hóla- völl, en að betur athuguðu máli þótti það ekki tiltækilegt, enda hneigðust flestir að þvi að flytja bæri skólann úr Reykjavik vegna dýrtíðar þar og óhagræðis um öflun vista og svo illra áhrifa af bæjarbrag þar á nemendur skólans. Komu þvi næst til greina Nes, Viðey og Bessastaðir. Viðey þótti álitlegust þessara staða en hún lá ekki laus fyrir. Nes kom naumast til greina og Bessastaðir þóttu við fyrsta álit hafa fátt að bjóða, er gott og hentugt skólasetur krafði, nema það helst að þeim var vel í sveit kom- ið. Að vísu var þar húsrými allmikið, en að sjálfsögðu miður hentugt og allmjög úr sér gengið. Stefán Þórar- insson, settur stiftamtmaður, hefði helst kosið að horfið væri að hinni gömlu hugmynd hans um tvo latinu- skóla, en hún fékk engan byr nú fremur en fyrr. Niðurstaðan varð sú, að leggja til við stjórnina að skólinn yrði til bráðabirgða fluttur að Bessa- stöðum. Fangahúsiö fremur en Bessastaöi En hér stóð svo á að amtmaður i vesturamtinu, er við tók eftír fráfall

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.