Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 4. ágúst SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Bíll Denise fannst í gilbrekku. í fyrstu virtist þetta slys en reyndist morð. Kunningjafólk hennar sem neytti fíkniefna vissi aö hún var með peninga í veskinu. Konan bauö henni í ökuferð sem hún kom ekki aftur úr. Fjögurra barna móðir skotin og rænd vegna fíkniefna Denise Stawkowski var smábæjarstúlka sem gerði mikil mistök. Hún var 25 ára, gift og fjögurra bama móðir. Það elsta var sjö ára en það yngsta sjö mán- aða. Denise virtist hafa allt að lifa fýrir en hún galt fyr- ir mistök sín á hryssingslegrí nóttu. Það var 19. febrú- ar 1989 og staðurínn vegur við úthverfi borgarinnar Lincoln í Nebraska. Skrifstofii lögreglustjóra í Lancaster umdæmi var gert viðvart klukkan hálffjögur um nóttina. Ökumaður sem leið átti um veginn kvaðst hafa séð bíl sem greinilega hefði runnið út af glcrhálum veginum og niður í djúpt gil. Hann kvaðst hafa stansað en ekki séð neinn í bílnum eða utan við hann. Hann fór ekki niður í gilið til að athuga málið nánar heldur í næsta síma og tilkynnti atburðinn. Fulltrú- ar lögreglustjóra sem voru á eftir- litsferð á svæðinu voru sendir á staðinn. Biilinn var Chevrolet nokkuð kom- inn tii ára sinna. Hann hafði stansað á trjágróðri áður en hann náði gil- botninum. Lögreglufúlltrúamir klifú niður ísaðan gilbarminn og fúndu ökumanninn í ffamsæti bílsins. Það var ung kona. Blóð rann úr höfði hennar og sætið var þegar orðið gegndrepa. Lögreglumennimir klifu aftur upp á veginn og kváðust telja að konan væri látin en vissara væri að fá lækni til að ganga úr skugga um það. Með- an beðið var eftir sjúkrabilnum veittu menn athygli ýmsu einkenni- legu í sambandi við slysið. Engin hemlaför vom á veginum. Bíllinn virtist bara hafa ekið beint ffam af brúninni. Hann var sáralitið skemmdur. Framrúðan var óbrotin og aðeins ffamstuðarinn og grillið var beyglað. —Hvað heldurðu um þetta? spurði annar fúlltrúinn hinn. - Svo er helst að sjá sem hún hafi ekið ífam af viljandi, svaraði hinn. Sjúkrabíllinn kom og áhöfn hans kleif niður til að huga að konunni. - Hún er látin, sagði læknirinn þegar upp var komið aftur. - Banameinið var hins vegar ekki þeha slys. Hann benti á að konan væri kjálka- brotin þóh hvergi sæist á stýri bíls- ins. Auk þess væri ljóh sár efst á höföinu. Síðast en ekki síst væru engir lyklar í kveikjulás bílsins og því heföi verið útilokað að aka hon- um fram af brúninni. - Hreyfið ekki líkið, varaði lög- reglufúlltrúinn hina við. - Ég kalla á morðdeildina og bið þá að senda lið. Einhver baö um leigubíl Ron Tusing lögreglustjóri var vak- inn af væmm blundi og honum til- kynnt að líklega hefði verið ffamið morð. Hann kallaði síðan út George Lehner og menn hans hjá morðdeild- inni. Þegar þeir komu á vettvang sögðust lögreglufúlltrúamir að vísu ekki hafa farið inn í bílinn en þeir heföu hvergi séð veski eða neitt sem benti til hver konan væri. Hún virtist hálfþritug eða svo, var fullklædd og í þykkri kápu. - Læknirinn tekur að hún hafi ver- ið skotin, sagði annar fúlltrúinn. - Það em heldur engir lyklar í bílnum. Tusing lét girða svæðið af og bað síðan um sporhunda. - Einhver hlýt- ur að hafa ekið bílnum hingað og hafi konan verið skotin gerði hún það ekki sjálf, sagði hann. Síðan bað hann einn manna sinna að hringja og athuga hver væri skráður fyrir bíln- um. Tæknimenn mynduðu svæðið og skriðu um allt í leit að sönnunar- gögnum. Sporhundamir komu og vom látnir þefa af veginum þar sem bíllinn haföi farið út af. Skyndilega tóku hundam- ir á rás en slóðin entist þeim ekki Denise Stawkowski var orðin þreytt á fátæktinni og tók þaö ráð að selja fíknilyf. Það kostaði hana unö. lengi. Þá snarstönsuðu þeir aftur. - Einhver hefúr tekið viðkomandi upp í bíl hér, sagði stjómandi hund- anna. Við nánari athugun kom í ljós að konan hafði verið skotin í neðri kjálkann og upp á við þannig að kúl- an haföi farið upp í gegn um höfúðið og þar út. Annað skotsár á höfðinu lá niður á við og sú kúla var að líkind- um enn í líkinu. - Dæmigerð aftökuaðferð, sagði sérffæðingur morðdeildarinnar. - Skipulögð glæpasamtök fara svona að til að tryggja að ekki leynist lif með fómarlömbunum. Engin skothylki fúndust i bilnum. Það benti annaðhvort til að konan hefði ekki verið skotin í bílnum eða að morðvopnið væri skammbyssa. Ekki var veski i bílnum eða neitt á konunni sem benti til þess hver hún væri. Lögreglumaður haföi farið í næstu hús til að athuga hvort fólk þar heföi orðið vart við eitthvað óvenjulegt. Nokkru fjær, við Air Park, var bens- ínstöð og afgreiðslumaður þar sagði að maður heföi komið inn um fjög- urleytið og hringt á leigubil. Fyrir- mæli vom gefin um að hafa samband við leigubílastöðvar til að hafa uppi á bílstjóranum. Nú var búið að hafa uppi á skráðum eiganda bilsins í gilinu. Hann reynd- ist til heimilis í verkamannahúsum um það bil 7 km ffá gilinu. Tushing sendi Lahner við annan mann til að ræða við eigandann. - Ef hann á bíl- inn hlýtur hann að vita hver ók hon- um. Hún seldi fíkniefni Bíleigandinn fannst og var tilkynnt að bíll hans heföi fúndist í gili og kona látin í honum. Konan sem ók bílnum reyndist vera eiginkona mannsins og heita Denise Stawkowski. - Það hlýtur að vera Denise, hrópaði maðurinn. - Guð minn góður, ég óttaðist alltaf að eitt- hvað þessu líkt gerðist. - Hvað áttu við með þvi? vildi La- hner vita. - Lést hún við að aka ffam af eða af öðrum ástæðum? spurði maðurinn á móti. Þegar honum var sagt að grunur léki á að Denise hefði verið skotin til bana, sagði eiginmaðurinn lágt: - Ég átti við það. - Hvers vegna? spurði lögreglan. - Ég haföi mínar ástæður til þess, svaraði hinn. - Fyrst af öllu vil ég ganga úr skugga um að þetta sé Di- ane.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.