Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. ágúst 1990 HELGIN 15 kMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL versluninni þar. Nafnið á nótunni var sett í tölvu ásamt nöfiium 1.500 eig- enda hvítra VW Golf á Compi- egne—svæðinu og tölvan pípti og brá á skjáinn naftii Frederics Blancke, 22 ára röntgentæknis á sjúrahúsi sem bjó og starfaði í Compiegne. Hann var einn þeirra Golf—eigenda sem þegar hafði verið rætt við en hafði getað sannfært lögregluna um að hann hefði verið á leið til vinnu sinnar á til- teknum tíma. Varla var líklegt að hann hefði getað verið á tveimur stöðum í einu. Nú var Blancke spurður rækilegar út úr og eftir húsleit heima hjá honum, þar sem hinn skórinn fannst, játaði hann að hafa myrt Fionu Jones og grafið en myndi ekki hvar líkið væri. Samkvæmt játningunni var morðið á Fionu ekkert annað en tilgangslaus glæpur, ffaminn með köldu blóði. Blancke, sem var afburðanemandi og einnig íþróttamaður, einkum snjall í körfubolta, hafði numið röntgenfræði og skyldar greinar við háskólann i Amiens en hann átti í vanda í einkalíf- inu. Hann hafði orðið yfir sig ástfang- inn af jafhöldru sinni og flækst í hinn sígilda ástarþríhyming en orðið þar út undan. Stúlkan átti sem sagt annan elskhuga sem hún neitaði að gefa upp á bátinn en heimsótti Blancke alloft í eina til tvær stundir í senn. í stað þess að gera Blancke til geðs með þessu, gerði þetta hálfvolga ástar- ævintýri hann bara ævareiðan. Hann vildi hafa stúlkuna einn. Nokkrum dögum áður en Fiona Jones hvarf hafði hann í fyrsta sinn séð ástina sína með öðrum manni og nánast séð rautt er hann horfði á þau ganga hönd í hönd. Hann langaði til að refsa stúlkunni en vissi að hann gat það ekki. Loks ákvað hann að finna aðra stúlku og refsa henni í staðinn. í þijá daga gekk hann um eins og í leiðslu, neytti hvorki svefns mé matar og gat ekki um annað hugsað en stúlkuna sína. Hann ók stefnulaust um í Compiegne þegar hann kom auga á Fionu Jones sem var ótrúlega lík fjöllyndu vinkonunni hans. Sat fyrir Fionu Blancke sagði orðrétt: ■—Hún var ung og hamingjan geislaði af henni. Ég þoldi ekki að sjá hana svona ánægða. Hann kvaðst hafa ekið framhjá henni og lagt bílnum við beygju á veginum og setið þar fyrir henni. Þegar hún kom að, stökk hann fram, hrinti henni af hjólinu og dró hana og hjólið úr sjónmáli frá veginum. Hann ætlaði að nauðga henni en hún braust um og æpti af svo miklum kröftum að hann gat það ekki. Órvita af reiði lét hann hnefana ganga á henni og barði loks höfði hennar við tijástofn þar til hún þagnaði, sagði hann lögreglunni. í þessum stuttu átökum slitnaði háls- festi Fionu og Blancke týndi skónum. Þegar hann hafði gengið frá fómar- lambinu tókst honum ekki að finna skóinn þrátt fyrir nokkra leit. Hann dró þá Fionu, sem enn var meðvitundar- laus, lengra inn í skóginn, en ók sjálfur aftur til Compiegne og það var þá sem hann var næstum búinn að aka á bíl bakarans. Heima hjá sér tók hann stóran kjöthníf og teppi, ók til baka inn í skóginn og stakk Fionu ótal sinnum. Þegar hann heyrði skyndilega í dráttarvél, varð hann hræddur, stakk líkinu og hjólinu f skottið og ók í annan hluta skógarins. Þar kvaðst Blancke hafa grafið lík Fi- onu en sór að hann myndi ekki hvar. Síðan hefði hann fleygt hjólinu í síki í Noynton, nokkrum kílómetrum fjær. Hann fór þangað með lögreglunni og mikið rétt: Þar fannst hjólið. Ættingjum Blancke fannst undarlegt að hann skyldi hafa farið heim að sækja hníf því hann væri vanur að hafa alltaf hníf f bílnum sér til vemdar ef hann var seint á ferðinni. Ruanar sagði hann einum ættingja, sem heimsótti hann i fangelsið, að hann hefði alls ekki myrt Fionu heldur annar maður. Blancke kvaðst hafa stöðvað bílinn til að kasta af sér vatni undir hjám Frederlc Blancke (milli lögreglumanna) sá elskuna sína meö öörum manni og umturnaðist af bræði. Svo sá hann Fionu sem var ótrúlega iík henni. skammt frá veginum við Rimberlieu þegar hann hafi séð ókunnan mann lyfta lífvana stúlku upp af jörðinni. Maðurinn sá hann, dró upp byssu, barði hann með byssuskeftinu og sparkaði í fótleggi hans. Síðan neyddi maðurinn hann til að hjálpa sér að hylja líkið til bráðabirgða. Þá hefði hann neytt sig til að leggjast á gólfið í bílnum og ekið til Compiegne. Er heim til Blanckes var komið hefði maðurinn hótað að myrða foreldra hans ef hann segði frá morðinu. Loks fóru þeir félagar aftur út í skóg og grófu líkið betur. Götóttar sögur Ljóst er að hvorug sagan er sönn. Hvemig gat Blancke verið viss um að Fiona rankaði ekki við sér og slyppi meðan hann færi heim til sín? Hvemig vissi hann líka nema hún hefði stöðvað bíl og biði hans nú ásamt aðstoð? Varðandi ókunna manninn, hvemig myrti hann þá Fionu og til hvers þurfti hann til Copmiegne í miðju kafi? Hvemig vissi hann líka hvar Blancke átti heima? Vera kann að lögreglan viti svörin við þessu en allt um það var Blancke ákærður fyrir morðið á Fionu Jones. Veturinn settist að og menn veltu mjög fyrir sér hvað yrði um mál Blanckes ef líkið fyndist ekki. Að vísu em fordæmi fyrir því að dæmt sé í morðmálum án þess að lík finnist. I Frakklandi á morðingi möguleika á að að láta dæma sig geðveikan og vera á hæli í fimm ár ef hann er dæmdur fyr- ir morð án þess að um lík sé að ræða. Þessar vangaveltur tóku enda 18. febrúar 1990 þegar lík Fionu fannst loks. Það var sveppaunnandi sem var að leita fanga við afskekkt stígamót í skóginum, ekki langt frá Rimberlieu, þegar hann veitti athygli að eitthvað hafði verið átt við jarðveginn á bletti eina fjóra metra frá stignum. Þar var Fiona undir örþunnu lagi af mold. Tannlæknaskýrslur skám úr um svo ekki varð um villst að þetta vom jarð- neskar leifar Fionu Jones því smádýr skógarins skeyta lítt um grafarró. Nú er bara að bíða og sjá til hvað verður um Frederic Blancke. Nokkur tími getur liðið þar til það kemur í ljós. Þar til og ef hann verður sekur fúndinn skal hann lögum samkvæmt teljast saklaus af öllum ákærum. Hann er þó ákærður fyrir morðið og situr í fangelsi í Compiegne. aukne cht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI KÆLISKÁPAR FRYSTISKÁPAfí 0G MAfíGT FLEIfíA ELDAVÉLAR 0G OFNAfí UPPÞ V0 TTA VÉLAR ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR KAUPFELOGIN UM LAND ALLT MfB'M SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.