Tíminn - 20.10.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.10.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. október 1990 HELGIN 11 eystra, hafði þurrkað sokkana af gestunum og sendi mömmu inn með þá til þeirra að morgni, fékk hún telpunni vænan smjörbita og sagði henni að smyrja umhyggju- samlega fætur gestanna, áður en þeir færu í sokkana. Hún gerði svo sem fyrir hana var lagt, hvað sem gestunum hefur fundist um þá ný- lundu. Þeir fóru, eins og ætlað var, og hefur víst farnast allvel, því ekki fréttist um þá að sinni. Veit ég aldrei hvort hún hafði einhver for- dæmi fyrir þessu eða aðeins kom þar til hennar óvenjuglögga eðlis- greind. En ráðið gafst vel, því mörgum árum seinna fékk hún kæra kveðju frá einum þessara gesta, sem hún hafði löngu misst sjónar á. Þakkaði hann henni sér- staklega fyrir fótasmurninguna, sem hann taldi tvímælalaust að hefði bjargað þeim frá kali til skaða þann frostgrimma dag. Þetta kot er löngu komið í eyði, ásamt öðrum miklu bjargvænlegri jörðum, og óðum gleymist saga þeirra ásamt öllum „sigurljóðum og raunabögum" sem þeim heyrðu til. En gestrisni þeirra hefur aldrei Sauðatað á þurrkvelli í Austur- Skaftafellssýslu um aldamótin. skánarnar reistar upp á aðra rönd, oftast þvert hver á aðra, svo þær stóðu stöðugar. í þeim skorðum fengu þær svo að standa, þar til ástæða þótti til að „taka saman“. Best þótti að það mætti bíða, þar til taðið væri orðið þurrt. Hefðu verið þurrkleysur kom fyr- ir að taka varö það úr túninu vegna grasvaxtar. Þá var því hlaðið í „hrauka“, sem voru eins og vörður í laginu. Úr þeim var svo einhvern tíma hlaðið í „hlaða“, sem líktust fiskistökkum og geymdust oft lengi, en tyrfðir voru þeir ævin- lega, ef þeir áttu að bíða vetrar og jafnvel skýlt meira, ef þeir komust ekki í hús. Til var að skánarnar (flögurnar) voru breiddar á jörð, um leið og klofið var, en mun fátíðara. Til þess að taðið væri samfellt og gott eldsneyti þurfti fjármaðurinn að vera hirðumaður. Hvorki mátti vera of blautt né of þurrt í húsun- um og ekki mátti trassa að „raka upp“ það sem féð slæddi, enda hafði hver fjármaður til þess hrífu yfir veturinn, sem fylgdi fjárhús- um hans. Væri alls þessa gætt var taðið Taðskán skrúfuð upp til þurrks. verið sungið neitt oflof, og er hún eitt af því marga af minningum frá eldri tíð, sem illa væri farið og skaði að ef gleymdust, og auk þess eitt hið argasta vanþakklæti. Loks er hér staka eftir göngu- mann á löngum heiðarvegi, sem átti líf sitt undir því að hitta þar lítið kot með fátækum en gestrisn- um og göfugum húsráðendum. Stakan er um hálfrar aldar gömul og margt breytt á hennar aldri. Þessi hjón eru dáin en ekki gleymd og kotið löngu komið í eyði. Líkn ei meiri leggjast má lúnum ferðamanni en Ijós um kvöld í Ijóra sjá lágum bóndaranni. Honum auðnaðist að sjá það Ijós um kvöldið og njóta rómaðrar gestrisni þeirra fátæku hjóna þar í kotinu, sem nú er aðeins grónar rústir. Enn lifir þó meðal eldra fólks þakklát minning þess og göf- ugrar gestrisni húsráðendanna þar í sinni strangheiðarlegu fátækt. Hún er og verður samnefnari margra slíkra um allar byggðir landsins og sé hún blessuð ævin- lega í Herrans nafni." (1972) Næst grípum við niður í bók Guð- mundar Þorsteinssonar, þar sem fjallað er um sauðtað til eldsneytis: „Elds er þörf Allt frá upphafi íslandsbyggðar hefur eldsneytisþörfin verið ærið vandamál, það því fremur sem hér er einatt kalt í veðri. Þessa hefur gróður landsins jafn- an goldið óþyrmilega vegna þeirr- ar illu nauðsynjar. En varlega ætti nútíðarfólk að dæma um það sem liðið er. Flestir verða að klóra í bakkann á meðan þeir lifa og lífs- barátta liðinna kynslóða var svo hörð að nútíðarfólki gengur illa að skilja það, einkum þó hinu yngra fólki, sem ekki man annað en sam- fellt uppgangstímabil með vaxandi hófleysi og heimtufrekju. En elds- neytisþörfin er ekki vandamál þessarar þjóðar einnar. Enn sem komið er má heita að eldneysla allra þjóða sé að mestu botnlaus rányrkja, nema sá litli hluti sem byggist á vatnsorkurafmagni. Tað húsdýra hefur lengi verið notað í eldinn, og hér knúði nauð- syn því fastar á sem skógar eyddust og annar jarðargróður. Varð þá mikið stríð að hafa í eldinn, því fremur sem mönnum varð ljósara að jörðinni var brýn nauðsyn að taðinu, svo að hún gæti framleitt gras. En eldurinn krafðist skilyrðis- laust fóðurs og framan úr forn- eskju og til fullorðinsára minna var sauðataðið einna gildastur þáttur í eldsneyti þorra sveitafólks. Raunar mynduðu framfaramenn aldamótanna snemma vígorðið: „Að brenna taðinu er sama og brenna töðuna", en á meðan ekki var hægt að benda á annað í eldinn „stóð þar hnífurinn í kúnni“. Ætla ég nú að lýsa hér í sem fæst- um orðum hagnýtingu og hirðu sauðataðs sem eldiviðar og má ætla að lengi væri hún svipuð. Til þess að taðið gæti orðið þægilegt eldsneyti þurfti að safna því undir féð, „láta liggja á taði“. Þá var moldargólf í öllum fjár- húsum, en taðið myndaði strax þurra samfellda skán í húsið, þeg- ar féð tróð það, svo allt jafnaðist. Safnaðist það saman allan vetur- inn, því venja var að stinga út að- eins að vorinu. Þó kom fyrir að taka þurfti ofan af því á útmánuð- um yst í Útmannasveit og sá ég það þegar taðið var komið upp að garðafjölum. Sannar fregnir hafði ég af 27 vikna innistöðu á Húsey, rétt áður en ég fluttist á Hérað, en þar var mjög snjóþungt. Þegar sauðburði var lokið var eitt af fyrstu vorverk- um að fara að stinga út og hirða um taðið. Illt verk og erfitt Langt fram á síðustu öld voru fjárhúsdyr bæði þröngar og lágar, svo þegar stungið var út taðið voru öll börn og unglingar látin bera það í fanginu út fyrir dyr. Þetta var illt verk og erfitt. Eftir að ég þekkti til þeirra starfa voru hjólbörur al- mennt notaðar eystra og dyr orðn- ar umgengilegar, allar hurðir á járnum og svo rúmt fyrir garða- höfuð, að ekið var út allt innan frá stafni og út á þurrkvöll sem næst húsunum. Þóttu hjólbörur þá hin mestu þarfaþing, orðnar sem næst á hverju heimili, þó enn væru þær heimasmíði með járngyrtu tré- hjóli. Aftur tíðkaðist suður í Borg- arfirði fram um 1940 og sennilega Iengur að einar mjóar dyr voru fyr- Taðhlaðar. Þegartaðið varorðið þurrt var það borið í stóra hlaða þar sem það stóð til hausts. Þá var það flutt heim í taðkofa eða svokallað „taðstál". Væri ekki hægt að koma taðinu í hús fyrir vetur voru taðhlaðamir tyrföir. ir hverja kró, svo bera þurfti taðið til dyra, alveg eins og áður en nokkurt akfæri var til. Til forna mun hafa þurft að nota „pál“ til þess að stinga út taðið, en síðan ég man eftir, var alls staðar farið að nota stálrekur þær sem enn eru í gildi. Þegar hnausunum hafði verið ekið á þurrkvöll, voru þeir oftast látnir skurna svolítið utan, og opnuðust þá í þeim skánamót, sem léttu seinna verk- ið. Karlmenn stungu og óku taðinu út, enda var hvort tveggja erfitt. Sjaldan var tað þynnra á mínum slóðum en ein stunga eftir vetur- inn, en komst í tvær eða jafnvel meira eftir langa innistöðu. Næst var að kljúfa taðið og gerði það kvenfólk og unglingar. Oft voru hafðir til þess sérstakir spað- ar úr beini eða hörðu tré, en ég sá helst notaða ljái, sem vafðir voru tusku aftast en stundum hófjárn, sem þóttu góð. Kropið var á kné, annað eða bæði, hnausinn lagður á hliðina og klof- ið eftir lögum í sem næst eins þumlungs þykkar skánar eða þynnri. Næsti hnaus var lagður upp að honum og gjörð sömu skil, en ekki voru þeir látnir liggja þétt- ara saman en svo að rúmt væri að gusta milli um hverja skán. Þann- ig kom hver af öðrum og var þessi röð kölluð „rein“ og látin snúa þvert við ríkjandi vindátt. Þannig var það látið þorna nokkra daga, en var þá tekið úr reinunum og ágætt eldsneyti, eldnæmt og hita- mikið. Askan af því var alltaf dálít- ið grófgerð, líkt og sendin, gagn- stætt móösku, sem var mjúk og duftfín. Eldiviðarleysi þótti mikið böl í búskap og var nefnt í sama flokki og heyleysi og matarleysi. Þessi uggvænlega þrenning var tíðasta orsök þess að fólk „flosnaði“ upp. Eldiviðarleysið knúði svo fast á að víða olli það miklum landspjöll- um. Er það haft á orði frá verstöðv- um vestra að þar hafi menn neyðst til að rífa jafnvel mosann úr hraununum, þegar viður og lyng var þrotið. Slíkum skorti kynntist ég aldrei eystra, né hafði spurn af, en ýmissi vöntun kynntist ég þar, nægilega mikið til þess að skilja gamla fólk- ið, sem ólst upp við meiri og minni skort allra lífsnauðsynja. Ég komst í það jafnvel hjá „bjarg- álna fólki“ að nota varð nýtt hrís í eldinn á vorin og meira að segja því að ekkert var í eldinn nema stórgert moð af sinuútheyi. Var mikið elju- og nákvæmnisverk að kynda með því, svo hægt væri að sjóða matinn. Moðið var þá vafið í litla vöndla og stungið undir pott- inn. Sat eldabuskan þá lágt framan við eldinn og varð að vera tilbúin með næsta vöndul á meðan enn logaði í hinum, svo eldurinn dvín- aði ekki, því ella dó hann án þess að geta kveikt í þeim næsta. Mátti hún því aldrei víkja sér frá meðan stóð á eldamennsku. Sem betur fór var þetta aðeins stuttan tíma þarna, en ærin þolraun meðan á því stóð og gaf ofurlitla innsýn í kjör þeirra, sem blásnauðir voru. Þeir þóttu heppnir sem áttu reka- fjöru og gátu hirt morvið til bú- drýginda. Rekajarðir voru alltaf eftirsóttar, sem og allt annað sjáv- argagn. (1970)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.