Tíminn - 20.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.10.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 20. október 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Kvennamorðinginn naut þess að kvelja Það var ekki fyrr en hægláti, kirkjurækni maðurinn stóð fyrir rétti, ákærður fyrir nauðgun og morðtilraun að í ljós kom að hann hafði fleira á samviskunni. Hann fékk 99 ára fangelsi í það skiptið en bíður nú á dauðadeild fyrir þrjú morð. Alice Martin, sem var 72 ára og átti heima í smábænum Norm- angee í Texas, var enn lagleg kona og hún var líka ákaflega vanaföst. Hún hafði fengið hjartaáfall og á hverjum degi síðan gekk hún fimm km daglega til að bæta heilsuna. Eftir að maðurinn hennar fór til vinnu settist Alice upp í bíl sinn og ók að lítilli kirkju spottakorn frá heimilinu. Þar lagði hún bílnum og gekk hentugan fimm km hring meðfram svonefndum bændavegi. Föstudaginn 13. febrúar 1987 brá hún ekki út af vana sínum en þegar maður hennar kom við heima hjá sér nokkru fyrir hádegi sá hann að Alice var enn ekki komin heim. Hann ók þegar upp að kirkjunni og fann bíl hennar þar. Síðan ók hann eftir bændaveginum en varð hvergi var við Alice. Þá varð hann verulega áhyggjufullur, fór í næsta síma og gerði lögreglustöð Madison-um- dæmis viðvart um að kona sín væri týnd. í fyrstu óttaðist hann að hún hefði fengið aðsvif og hnigið niður við veginn en hvernig sem lögreglu- fulltrúar leituðu fannst hvorki tangur né tetur af Alice. Þegar leið á daginn þótti lögreglumönnum allt benda til að Alice hefði verið numin á brott þar sem hún var á göngu sinni. Leitin var nú hert, leitarsvæðið stækkað og fólk sem bjó í grennd- inni beðið um upplýsingar. Enginn hafði hins vegar séð konuna eða neitt óvenjulegt á svæðinu. Þess má geta að byggð er strjál þarna og vegurinn jafnan lítið notaður. Sjálf- boðaliðar tóku þátt í leitinni, könn- uðu auðar byggingar, skurði og slíkt þar sem líklegt var að konan hefði verið skilin eftir, hefði henni verið rænt og hún ef til vill myrt. Síðdegis daginn eftir gengu nokkrir leitarmanna fram á hálf- nakið lík Alice Martin í þéttum skógarreit ekki langt frá veginum. Líkið lá á grúfu og fötin á víð og dreif í kring. Svo virtist sem Alice hefði verið stungin í bakið, kyrkt og henni nauðgað. Hjólför eftir bíl voru greinileg í jarðveginum. Nú var tekið að rigna mjög svo lögregl- an brá snöggt við og ljósmyndaði hjólförin vandlega, svo og fatnað- inn, meðan læknir skoðaði líkið. Það stóst á endum að þegar vett- vangsrannsókn var lokið, skall á þrumuverður með úrhelli. Hefði líkið ekki fundist þennan dag töldu lögreglumenn víst að veðrið hefði afmáð öll ummerki. Hins vegar átti eftir að koma á dag- inn að hjólförin sem voru eftir fjór- hjóladrifsbíl áttu eftir að gegna veigamiklu hlutverki í rannsókn málsins. Krufning leiddi í ljós að Alice hafði verið stungin fjórum sinnum í bak- ið. Sæði morðingjans var varðveitt og greint með DNA-prófi til að hægt yrði að nota það til saman- burðar ef einhver grunaður fyndist. Dreift var flugmiðum með mynd af Alice og upplýsingum um morð- ið. Fólk sem eitthvað vissi var beðið að gera lögreglunni viðvart. Margir létu heyra í sér en ekkert kom fram sem leiddi til handtöku morðingj- ans. Vikur og mánuðir liðu síðan án þess að nokkuð nýtt kæmi fram. Stúlku rænt úr vinnunni Fimm mánuðum síðar, einnig á föstudegi, þann 10. júlí 1987, var Debra Ewing, 27 ára sjónglerja- fræðingur, við vinnu sína í nýrri augnlækningamiðstöð í Huntsville í Texas. Hún leit upp og sá mann með byssu koma inn í húsið. Þá var klukkan um hálffjögur. Debra stökk á fætur og hljóp að tryggingaskrifstofu á sama gangi þar sem hún æpti að ritara að byssumaður væri í húsinu. Síðan hljóp Debra áfram eftir ganginum í átt að salernunum og kaffistofunni. Stúlkan á tryggingastofunni gægð- ist fram með gluggatjöldunum og sá á ganginum bregða fyrir herðum og handlegg manns sem hélt á byssu. Hún greip símann, skreið með hann undir borð og hringdi í neyðarsíma lögreglunnar. Strax var brugðist við og stúlkan sagði lögreglunni allt sem hún vissi. Leitað var í húsinu en ekkert fannst nema snyrtidót sem dreift var um einn ganginn. Debra Ewing fannst hvergi og var talið víst að byssumaðurinn hefði haft hana á brott með sér, því skór hennar fundust sinn á hvorum staðnum og hefði hún að líkindum misst þá af sér í átökum við hann. Send var út tilkynning um alls- herjarleit. Stúlka sem hringdi á lögregluna hafði ekki séð nema hluta mannsins og gat enga lýsingu gefið. Hún hafði heldur ekki séð neinn bíl fara. Fengnir voru sporhundar á stað- inn og þeir fundu strax greinilega slóð en hún endaði snögglega á bílastæðinu þar sem maðurinn hafði greinilega farið upp í bfl með Debru nauðuga. Þrátt fýrir vegar- tálmanir, mikla leit og viðtöl við fólk í húsinu og grenndinni kom ekkert fram. Hundarnir voru látnir leita í nálægum skógarreitum og á lítt förnum afleggjurum ef vera kynni að ræninginn hefði yfirgefið bílinn með fórnarlamb sitt, en án árangurs. Tveimur dögum síðar lauk leitinni þegar lögreglumaður á frívakt var að skoða tilvonandi byggingasvæði á skógi vöxnu landi við Conroevatn um 35 km sunnan við Huntsville. Hann fann þar lík Debru Ewing sem þegar var illa farið sökum hins mikla hita. Engar vísbendingar fundust ná- lægt en krufning leiddi í ljós að De- bru hafði verið nauðgað, hún kyrkt og stungin nokkrum sinnum. Án handjámanna gæti þetta verið hvaða rólegheitamaður sem er en Daniel Lee Corwin er bandóður kvennamorðingi, haldinn kvalalosta. Barnið horfði á morðið Nú var reynt að hafa uppi á öllu endum og hver einasti maður sem hafði á einhvern hátt komið nálægt augnlækningamiðstöðinni undan- farnar vikur var yfirheyrður. Meðal þeirra var 28 ára trésmiður, Daniel Lee Corwin, sem hafði smíðað skápa í innréttingarnar í vikunni fyrir morðið. Ekkert kom fram sem tengdi hann við morðið og hann neitaði að vita nokkuð um það. Þegar menn fóru að bera saman bækur sínar bar morðið á Alice Martin óhjákvæmilega á góma. Hins vegar benti ekkert til að morðin væru tengd og slíkt yrði ekki hægt að sanna nema morðing- inn fyndist í öðru hvoru tilvikinu. Hálfum fjórða mánuði síðar, á hrekkjavöku, þann 31. október 1987 fór morðinginn enn á stúfana og í þetta sinn á laugardegi. Mary Risinger, 26 ára, sem bjó rétt utan við Huntsville fór með þriggja ára dóttur sína í bæinn að fylgjast með hrekkjalómum. Litla telpan var klædd ballettkjól og mæðgurnar komu við á bflaþvottastöð til að skola af bflnum á leiðinni. Þar sá ökumaður, sem leið átti hjá, par í átökum og taldi að um væri að ræða hjónaerjur eða eitthvað slíkt. Ökumaðurinn ók samt rakleitt á lögreglustöðina sem var skammt frá. Fulltrúi ók á staðinn og hitti þar fyrir telpuna í bílnum, hágrát- andi og svo hrædda að hún neitaði að opna. Við nánari aðgát sá lög- reglufulltrúinn að barnið var atað blóði og þegar hann litaðist um sá hann konu liggja á einu þvotta- stæðinu. Hann hljóp til og sá strax að konan var látin. Á hálsi hennar voru mikil sár sem blóðið streymdi úr. Lögreglufulltrúinn hringdi þegar á meiri mannafla sem kom að vörmu spori. Látna konan reyndist vera Mary Risinger. Loks tókst að fá litlu telpuna til að opna bflinn og kom þá í ljós að hún var með skurð sem blæddi lítillega úr en afgang- urinn var augljóslega blóð móður hennar. Telpan sagði að maður með hvítt hár á brúnum pallbíl hefði ráðist á hana og mömmu hennar. Þar kom ástæða ótta barnsins við fulltrúann sem kom fyrst á staðinn. Hann var ljóshærður og á brúnum pallbfl. Morðinginn hafði flúið eftir að stinga Mary sem augljóslega hafði barist með kjafti og klóm fyrir lífi sínu og barnsins. Nú var send út til- kynning til lögreglu á svæðinu að svipast um eftir Ijóshærðum manni á brúnum pallbfl en hann var ekki fundinn fyrir kvöldið og því að lík- indum sloppinn. Þótt lögreglumenn teldu nú að þessi þrjú morð væru verk sama manns, höfðu þeir ekkert í höndun- um sem sannaði það eða benti til hver maðurinn eða mennirnir væru. Það var ekki fyrr en 20. októ- ber 1988, réttu ári síðar, að atburð- ur varð sem leiddi til þess að málið leystist loks. Þóttist vera dáin Tvítug, bráðfalleg stúlka, sem stundaði nám við háskóla, sat far- þegamegin í bíl sínum á bflastæði skólans og hafði opnar dyrnar með- an hún leitaði í hanskahólfinu. Skyndilega vissi hún ekki fyrr til en ungur maður með hníf í hendi smeygði sér í ökumannssætið við hlið hennar. Hann varaði hana við að æpa og sagðist aðeins þurfa á bílnum að halda. Síðan batt hann hendur hennar aftur fyrir sætisbak- ið með bflbeltinu og ók út í al- menningsgarð við bæjarmörkin. Stúlkan talaði við hann og sagðist hafa fengið bílinn lánaðan hjá for- eldrum sínum og að þeir myndu sakna hans bráðum og hringja á lögregluna. Maðurinn missti þolin- mæðina og hreytti út úr sér að ef hún þegði ekki skæri hann hana á háls. Þegar hann stöðvaði bflinn, skar hann bflbeltið úr, batt hendur hennar aftur með því og bar stúlk- una út í runnaþykknið. Hún talaði enn við hann og sagðist vona að hann meiddi hana ekki. Hann svar- aði því til að hann ætlaði bara með hana úr sjónmáli við bflinn svo hún sæi ekki í hvaða átt hann æki burt. Innan skamms slengdi hann henni niður, sleit af henni fötin og nauðg- aði henni. Af ótta við að þau væru of nærri veginum, neyddi hann stúlkuna með sér lengra inn í skóg- inn þar sem hann nauðgaði henni aftur. Þar batt hann hana við tré og sagðist skilja fötin hennar eftir annars staðar svo hún elti hann ekki, - Þú lofaðir að meiða mig ekki, kveinaði stúlkan. - Ég veit að þú gerir það samt. Hún var ekki búin að sleppa orðinu þegar maðurinn brá hnífsblaðinu á háls henni nær eyrna milli og stakk hana síðan í hálsinn. Jafnvel í kvöl sinni og skelfingu gerði stúlkan sér grein fyrir að hann ætlaði að drepa hana. Hún gerði sig máttlausa og lét fall- ast niður með trénu. - Ég lá þarna og hélt niðri í mér andanum, sagði hún seinna. - Ég

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.