Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. október 1990 HELGIN 11 nokkurt skáld á hans tímum, ann- að aftur fornyrt og enn sumt al- þýðlegt og með fegursta þjóð- vísnablæ. Yfirleitt má telja að mýkt og lipurð einkenni hann umfram alla samtímamenn hans í skáldskap. Efnið er mjög margvís- legt og hann kann allra manna best að fara með hversdagslega at- burði. Auk gamankvæðanna gætir í ver- aldlegum kveðskap hans einkum hestavísna og ölvísna og er slíkt raunar enn einn þáttur gaman- kvæða. Er margt af því enn vel þekkt, svo sem Grýlukvæði, ölvís- ur ýmsar og sumt hestavísna hans. Sérstaks unaðarblæs og hreinleika kennir í ástavísum hans og eru þær enn á vörum manna — „Eg veit eina bauga- línu“ og „Björt mey og hrein“. Kvæði hans „Nýársgjöf" er hlaðið spakmælum og heilræðum og er- indin minna sum á sitthvað í Sæ- mundar- Eddu og á niðja skálds- ins, Jónas Hallgrímsson, t.d.: Eik veit eg standa í bláfjalli, regindigra og ríka að kvistum o.s. frv. Kvist leit eg standa í kyrrum dal, lágan og lítinn, laufum grænan o.s. frv. Stjómmálarefurinn Jules Mazarin kardináli (1602-1661) var um það bil að leiða Þrjátíu ára stríðið til lykta af hálfu Frakka, er hann bauð Stefáni fomfræðingsstarfið í París. Svipuð heilræði koma fram víðar, t.d. í kvæði sem nefnist Lífsreglur (Andleg moralia), í ævintýrakvæð- um og dæmisagnakvæðum. Hefur hann sett í kvæði sumt af dæmi- sögum gríska spekingsins Esóps. Mikil lipurð birtist í því sem hann hefur þýtt eftir latneska skáldið Horatius. Er enda einhvers konar andlegur skyldleiki með þeim. Veittu fyrri tíðar menn því athygli og nefndu Stefán „Horatius Is- lands“. Á síðari árunum, þegar þunglyndið tók að sækja á hann, kennir meir angurværðar, sorgar og andstreymis. Einkenni þessa er kvæði það sem nefnt hefur verið „Svanasöngur" („Margt er manna bölið“). Loks er að víkja að andlegum kveðskap hans og sálmum. Eftir hann liggur mikið í þeirri ljóða- grein og er sumt af því prentað á víð og dreif en sumt er varðveitt í handritum óprentað. í hinum síðari flokki eru Píslarsálmar hans sjö talsins og taka þeir lítt fram kveðskap samtíðarmanna hans, enda ætlað svipað hlutverk, þ.e. að festa píningarsöguna í minni. Aftur á móti eru prentað- ir Vikusálmar Thomasar Kingo er hann þýddi og sjö iðrunar- sálmar Davíðs eftir sama. Þetta er fyrst prentað aftan við „Parad- ísarlykil", sem kom út í Skálholti 1686. Hið merkasta af Kingó- þýðingum hans er annars „Hjart- að, þankar, hugur sinni“ og „Rís upp mín sál og bregð nú blundi", en þessir sálmar voru lengi í ís- lenskum sálmabókum og á hvers manns vörum. Enn eru í sálma- bókinni þýðing hans á sálmi Kingo „Enn hraðar sólin sér“ og hans eigin sálmur „Himna rós, leið og ljós“, og er þetta fyrsta er- indi hans: Himna rós, leið og Ijós lífog velferð, svölun minnar sálarinnar, son Guðs, Jesús minn, máttinn þinn mig ég reiði á. Táraföll endast öll Allelújá. Hér látum við lokið að segja frá Stefáni Ólafssyni. Honum fór sem mörgum íslenskum hæfileika- manni að hann átti ýmissa kosta völ á unga aldri, sem hann ef til vill hefur einhvern tíma iðrað að hann ekki skyldi hagnýta sér. En um það vitum við ekki og því síður hvort lífið hefði orðið honum nokkuð tillátara í París en í Valla- nesi. Þótt sú „bjarta og hreina" mey hyrfi honum úr örmum þá hafa tryggðabönd þjóðarinnar við hana ekki slitnað — og hana var vissulega hvergi að finna nema á „ísa köldu landi“. þessum kom hún öllum vel að sér og þeim vel til á rekspöl. Þau hafa síðar - einsog aðrir samferðamenn um ævidagana - sýnt ræktarsemi í hennar garð. Allmikil munu umskiptin hafa orðið að flytjast vestur. Ólíkt borg- firsku víðerni gnæfa fjöll þar sem hamraveggir yfir höfðum manna og bústaðirnir klúka við salta ströndina. Lét hún síðar svo um mælt að sér hefði þótt sem fjöllin ætluðu að byrgja sig inni. Þó fór svo að hún staðfestist vestra. Hún gekk að eiga föður minn, Magnús G. Magnússon, ættaðan af Strönd- um norður, árið 1919. Síðan tekur við hið hefðbundna hlutskipti sveitakonunnar: barneignir og bú- skaparbasl. Ingibjörg fæddist 1920, Páll áriö eftir, Helgi 1923, Magnús Reynir 1927, Svanlaug 1930 og undirritaður, örverpið, 1934. Búið var ásamt tengdaforeldrum í Feits- dal (sem flestir kalla Feigsdal) í Bakkadal og skamman tíma á litlu koti hinumegin ár, Granda að nafni. Feitsdalur mun ekki hafa verið óálitleg jörð á fyrri tíðar mæli- kvarða. Sýslumannssetur fyrir margt löngu - svo ólíklega sem það hljómar, lengst á öðrum enda um- dæmisins. Dönskum manni var eitt sinn veitt Barðastrandarsýsla. Það varð honum fyrst fyrir þegar hann sté á land á Fróni að spyrjast fyrir hvenær næsta járnbrautarlest ætti áætlun til Feitsdals í Barðastrand- arsyslen. Þar er næst til að taka að þar kem- ur að bújörð losnar innar miklu með firði - Reykjarfjörður. Þangað var flutt 1937, og er mér umstang það í barnsminni. Viðdvölin þar varð í 11 ár, uns flutt var í „þéttbýl- ið“ - þorpið Bíldudal. Nútíminn hafði enn ekki haldið innreið sína vestra meðan búið var í Reykjar- firði. Vatn sótt út í bæjarlækinn. En þvottar oft sóttir um all-langa leið í heita laug sem þar sprettur upp. Sími, rafmagn og bflvegir fjarlægir hlutir. Heyskapur enn stundaður með hinum fornu amboðum þjóð- arinnar, orfi, ljá og hrífu. Áburður- inn slóðadreginn þarsem nægilega slétt var svo slíkri tækni væri við komið. Það var fyrst eftir að við fluttum frá Reykjarfirði að farið var að bylta túnum þar vestra til rækt- unar með nútíðartækjum einsog traktorum, skurðgröfum og öðrum slíkum tækniundrum. Slátrað heima og dilkaskrokkarnir fluttir sjóveg í kaupskap með vélbáti. Sjálfsþurftarbúskapur með hrogn- kelsa- og silungsveiði. Nær sextugu - þegar halla tekur undan fæti hjá flestum - hefst nýr kapítuli í ævi móður minnar. 1948 er gefist upp á búskaparbasli og flutt til Bfldudals, sem fýrr segir. Þá kynnist hún fyrst þeim þægindum sem rafmagn er. Þá þegar og áður en maður hafði áttað sig stendur hún í miðjum flokki félagslífs á Bfldudal. Hún gekk í kvenfélag staðarins. Störf hliðstæð þeim úr ungmennafélagi Hálsasveitar og málfundafélags Flensborgar voru nú upptekin einsog ekkert rof hefði á orðið. Það var skjótt farið að leita til hennar með skriftir og ræðu- mennsku. Upplestur hennar var orðlagður, enda með snilldarbrag. Ég heyrði prestsfrúna láta svo um mælt að móðir mín hefði orðið sér þörf hvatning og stoð að koma fram á slíkum vettvangi. En þau prests- hjón, séra Jón ísfeld og Auður, urðu henni miklir vinir og tryggir til margra ára. Ég hygg - er raunar handviss um - að rangt stafsett orð hafi aldrei slysast úr penna hennar. Það er meira en sagt verður um ýmsa háskólaborgara samtímans. Tryggð þeirra kvenfélagskvenna - svo og fjölmargra annarra - í garð móður minnar, sem ber að minnast að verðleikum, ber einnig vitni vin- sældum hennar sjálfrar. Löngu síð- ar eftir að hún var flutt í Borgarnes mundu þær góðu konur til ein- hvers stórafmælis hennar, kjöru hana heiðursfélaga og sendu skrautritað skjal því til staðfesting- ar. Undrum sætti hversu mörg kort hún fékk á jólum hverjum frá fólki þar vestra. En 1959 lést faðir minn eftir erfið veikindi. Og tveim árum síðar var enn sárari harmur kveðinn að heimilinu er einn okkar bræðr- anna, Helgi, drukknaði í blóma lífs- ins á Arnarfirði. Hartnær áttræð hættir hún loks að halda heimili vestra, flyst árið 1969 til eldri dóttur sinnar í Borg- arnesi. Þar átti hún skjól í full 17 ár. Síðan hér í borg hjá hinni dóttur- inni, Svanlaugu, og manni hennar. Ber okkur bræðrum að meta það framlag kvenleggsins. Svo sterkum böndum sem móðir mín var tengd borgfirskum byggð- um og rótfest „Egils kyni“ er efun- arefni að hún hafi notið sín til fulls vestra - einkum áður en hún flutt- ist til Bfldudals. „Illa rætt og undar- lega sett.“ Á þeim tíma öllum, hálfri öld, minnist ég þess aðeins einu sinni að hún hafi vitjað bernsku- slóða, einsog hún annars naut ferðalaga. Það var árið 1944 þegar undirritaður var 10 ára. Mæðgurn- ar ferðuðust saman, hún og eldri dóttirin. Skýrir hún mér svo frá að hvarvetna hafi þær átt vinum að fagna. Stóð frændgarður um þjóð- braut þvera um Borgarfjörð allan. Af skornum og knöppum farareyri mun hafa verið vel sparað. Er mér enn ofarlega í minni er móðir mín kom heim með einn hlut: „aladdín- lampa" sem svo nefndist og var ný- lunda á þeirri tíð. Blessaði móðir mín ár og síð þá birtu og þann yl er lampinn veitti á myrkum vetrar- kvöldum. Þykir mér það ljóst dæmi um þau kjör sem fólk varð áður að sætta sig við. Of fast væri að orði kveðið að tala um „útlegðina" vestra. En líta má á flutninginn suður sem einskonar heimkomu. TVyggðin og rótfestan í átthögunum var einn ríkasti þátt- urinn í skaphöfn hennar. Sú tryggð beindist einkum að æskuvinum, bernskuslóðum og tungunni. Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein. Þegar „Úr byggðum Borgar- fjarðar" eftir fræðaþulinn Kristleif Þorsteinsson frá Stóra-Kroppi kom út varð sú bók móður minni einna kærst bóka. Síðar, eftir að bæði voru flutt til Borgarness, batt hún mikið vinfengi við gamian kunn- ingja, Þorstein, son þess sama Kristleifs. Varð sem ung stúlka og sporin léttust þegar hún heimsótti Þorstein vin sinn sem iðulega var. Mig undraði stórum hversu margra fermingarsystkina sinna hún enn þekkti til, þótt hartnær mannsævi væri umliðin, og hafði samgang við þau sem enn lifðu og við varð kom- ið. Hún var alla tíð létt á fæti og sporviljug. Á heilsubótargöngum sínum um Borgarnes hylltist hún til að beina för sinni þangað sem sjá mátti upp til Reykholtsdals og fjalla æskustöðvanna. Óþarft að ítreka að heimsókn að Rauðsgili var einskon- ar stefnumót á hverju sumri. Bókmenntir og bóklegur fróðleik- ur eru henni kærar. Þótt ekki kæmi henni til hugar að vanrækja skyld- ur sínar sem húsmóðir var hún öllu meiri bókmenntakona en verk- kona. Einusinni aðeins segist hún hafa „stolist" frá bústörfúnum til lesturs. Það var þegar Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness hafði borist inná heimilið. Ber það ekki lélegum bókmenntasmekk vitni. Ég hugsa nú til þess að hún hefði verðskuld- að að hafa aðgang að fleiri ljóðabók- um en kostur var. Nýja strauma í kveðskap suma hverja kunni hún miður að meta að verðleikum en þeir hefðu verðskuldað. En það er ljóst dæmi þess strengs sem knýtti hana ættjörð og sögu að meðal þeirra nýrri skálda sem hún mat mest voru þeir sem innilegast lof- uðu hina gömlu bændamenningu, menn einsog Guðmundur Ingi Kristjánsson frá Kirkjubóli og Hall- dór Helgason frá Ásbjarnarstöðum (Stolnar stundir). „Eru þeir af Egils kyni allir þessir menn?“ Því miður mun Guðmundur Böðvarsson frá (öðru) Kirkjubóli ekki hafa borist inn á heimiíið. Enn er henni slíkur fjöldi vísna á hraðbergi að öllum er stórum undrunarefni - vísna allt frá Agli á Borg. Barnabömin urðu sjö. Og barna- barnabörnin nú orðin tólf - góðu heilli allt efnisbörn. Sem von er hefir sjón, heyrn og minni hrakað all-mjög. En hún var - og er raunar enn - furðu ern langt fram á tíunda áratuginn. Las, prjónaði, fylgdist með sjónvarpi og létti undir við heimilisstörf til skamms tíma. Enn stefnir heiðarfugl í suðurátt. Langt er flug hans þegar orðið, og ekki annars að vænta en flug hans daprist hvað úr hverju. Ekki tek ég undir með þeim er hyggja að hand- an þess Oks er markar jarðneska til- vist bíði aðeins hafið grátt - svo enn og aftur sé vitnað til víðfrægs kvæð- is. Fremur önnur lönd og sælli en búið er við héðra. Má vera að enn bíði Arnarvatnsheiðin í árroða ann- ars heims - þó langt nú sé um liðið - skyggnari augum nýrrar heim- komu. Kannski á gamall draumur enn eftir að rætast. Sælir eru þolinmóðir, því þeirra mun uppfylling óska. Skúli Magnússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.