Tíminn - 27.10.1990, Qupperneq 7

Tíminn - 27.10.1990, Qupperneq 7
Laugardagur 27. október 1990 HELGIN 15 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Fleira var einkennilegt við þetta. Á því svæði sem líkið fannst var sáralítið um eikur og hafþyrni. Hvar hafði bfllinn þá farið um á ferðalagi sínu og hvers vegna hafði enginn séð hann? Raunar hafði sést til bílsins en það kom ekki fram fyrr en seinna. Nú voru foreldrum Janie sagðar sorg- arfréttirnar og þegar Iögreglu- menn fóru að ræða málin komu einkum fram tvær kenningar um hvernig þetta hefði gerst. Önnur þeirra reyndist síðar næstum ná- kvæmlega rétt. Alltaf var sá möguleiki fyrir hendi að Janie hefði verið numin á brott í kynferðislegum tilgangi en ekki peningalegum. Það hefði gerst áð- ur í Notting Hill-hverfinu að stúlk- ur voru gripnar á götu og þeim nauðgað tímunum saman í ein- hverju skúmaskotinu áður en þeim var sleppt, blóðugum og illa til reika í allt öðrum borgarhluta. Þessi kenning stóðst ekki nema Janie hefði verið flutt út úr borg- inni og fleygt þarna úr öðrum bíl en sínum eigin. Því var bíllinn hennar þá svona óhreinn? Ef hún hafði orðið fórnarlamb margra nauðgara er næsta víst að einhver þeirra hefði freisast til að hirða skartgripi hennar. Hvernig hafði einhver getað farið svona með skynsama og vel þjálf- aða stúlku án þess að vekja nokkr- ar grunsemdir? Vitað er að nauðg- arar nota ýmsar aðferðir. Ef þær reynast vel eru þær gjarnan notað- ar aftur. Sumir nálgast fórnarlamb sitt með því að spyrja til vegar eða skoða kort og þykjast vera villtir á ókunnum slóðum. Aðrir spyrja hvað klukkan sé og segja að úrið sitt sé stansað. í svona tilvikum gefst nægur tími til að dreifa at- hygli fórnarlambsins og láta til skarar skríða. Þá var það söluspjaldið á bflnum. Það eitt var næg ástæða fyrir Janie til að stöðva bflinn og gefa sig á tal við einhvern sem veifaði. Mooney lögregluforingi þóttist viss um að náunginn hefði ekki verið að gera svona lagað í fyrsta sinn á ævinni. Hann væri vísast á skrá hjá lögregl- unni. Nú var leitað mjög til almennings um að veita lögreglunni alla þá að- stoð sem mögulegt væri. Fólk var einkum spurt hvort það hefði séð bílljós á óvenjulegum stað að kvöldi 4. febrúar eða heyrt bílvél erfiða eins og bíllinn sæti fastur eða séð bíl standa í grennd við staðinn þar sem líkið fannst. Óleyst mál árum saman Eitt vitni gat raunar gefið allná- kvæma lýsingu á síðustu ökuferð Janie Shepherd. Kona ein kvaðst hafa séð lítinn, dökkan bíl í Hert- fordshire seint þetta kvöld. Kona í framsætinu hefði slengst til á und- arlegasta hátt eftir hreyfingum bílsins. Öllum var lofað að með upplýs- ingar þeirra væri farið sem trúnað- armál en fáir gáfu sig fram af þeirri einföldu ástæðu að kalsasamt og blautt febrúarkvöld er ekki hent- ugur tími til ástarfunda úti í nátt- úrunni og gluggagægjar sem á ferli kunnu að vera hafa haldið sig inni í bæjum þar sem meira var um glugga. Morð Janie Shepherd var lagt á hilluna sem. óleyst mál en þó var því ekki lokað alveg. Líkið var brennt og foreldrarnir tóku öskuna með sér heim til Ástralíu. Eins og gefur að skilja voru þeir ekki ánægðir með gang mála og við það sama sat árum saman. Lögreglan gat ekkert gert nema vottað ættingjunum dýpstu samúð sína og á þeim bæ ríkti líka beiskja af öðrum ástæðum og skiljanleg- um sem ekki mátti opinbera. Rannsóknarlögreglumenn vissu nefnilega mætavel hver morðing- inn var en ekkert var hægt að gera því jafnvel villimannlegustu glæpamenn hafa sinn rétt. Sá sem um var að ræða var 38 ára gamall náungi með heilsuræktardellu, fyrrum hnefaleikamaður frá Barb- ados í Vestur-Indíum. Hann hafði verið látinn laus gegn skilorði í mars 1976 eftir að hafa setið af sér hálfan 12 ára dóm fyrir nauðganir. Hann var vel kunnugur á svæðinu þar sem lík Janie fannst því hann lagði oft leið sína þar um með hóp- um heilsuræktarfólks. Það vissi lögreglan og ræddi við hann viku eftir hvarf Janie. Hann var fyllilega rólegur við yfirheyrsluna og hafði ekki hugmynd um hver Janie Shepherd væri. Hann var vel þekktur á þeim slóðum sem bíll Janie fannst. Fingraför hans voru hvorki á hnífnum né bílnum en vinnufélag- ar hans þekktu hnífinn. Hann var frá veitingahúsinu þar sem maður- inn starfaði stundum við að flysja kartöflur og hreinsa grænmeti. Reyndir fréttamenn voru líka í klemmu því þeir vissu hver maður- inn var en máttu ekki birta staf- krók um það. Lögreglumenn og glæpafréttamenn lifa í heimi glæp- anna rétt eins og glæpamennirnir sjálfir og meðal þeirra skapast líka samstaða. Merkilegt er hversu miklar fréttir geta borist yfir kráar- borð og þeir sem vilja heyra eru ekki f vandræðum með það. Þess vegna vissu fréttamenn hvern lögreglan taldi sekan en gátu ekkert aðhafst heldur. Enginn í Notting Hill gat hreyft við mannin- um en eins og sagt er eru til marg- ar aðferðir við að flá kött. Annað fórnarlamb lifði Þremur mánuðum eftir að sá grunaði var látinn laus úr fangelsi, stóð aðlaðandi ljóshærð stúlka ut- an við heimili sitt í Kensington þegar svartur maður gaf sig á tal við hana. Hann brosti breitt og spurði í afsökunartóni hvað klukk- an væri. Hefði stúlkuna grunað hvað klukkan sló hefði hún hið snarasta hlaupið inn og læst að sér, en hana grunaði ekkert misjafnt. Hún leit ósjálfrátt á úrið og svaraði mannin- um en það gaf honum tíma til að grípa hana, draga hana að bíl henn- ar sem stóð rétt hjá, opna, fleygja henni inn, setjast undir stýri, draga upp hníf og aka af stað. Hann lagði bflnum á afskekktum afleggjara í Notting Hill og veifaði hnífnum ógnandi meðan hann af- klæddi stúlkuna og nauðgaði henni. Þegar hún neitaði að gera afbrigðilega hluti sem hann skip- aði henni, greip hann um háls hennar og hótaði að drepa hana. Eins og var um Janie Shepherd, hélt hann krepptum hnefa að hálsi hennar. Stúlkunni fannst augun vera að springa út úr höfði sér og hún var sannfærð um að deyja. Þá var það einhver hávaði utan frá sem truflaði manninn, ljósglampa brá fyrir og hundur gelti. Maður- inn bölvaði og sleppti hálstakinu. Hann lét þó ekki alveg þar við sitja. Áður en hann opnaði bíldyrnar og hvarf út í nóttina brá hann hnífn- um á annan úlnlið stúlkunnar svo sá í bein. Stúlkan gat lýst manninum og sagt að meðan á ósköpunum stóð hefði hann sífellt stagast á hvað hann fyrirliti hvftt fólk og einkum ungar konur fyrir það sem honum hefði verið gert. Teiknari lögregl- unnar dró upp mynd af honum sem sýnd var í sjónvarpinu. Þá stakk vinur hins grunaða upp á því að hann breytti útliti sínu snarlega áður en lögreglan næði honum. Eftir að lík Janie Shepherd fannst var þessi maður kallaður til að standa í röð með öðrum svertingj- um og stúlkan fengin til að reyna að bera kennsl á sinn eigin kvalara. Henni tókst það auðveldlega þótt liðið væri meira en hálft ár frá árásinni. Maðurinn hét David Las- hley og var 38 ára, upprunninn á Barbados en hafði flust til Eng- lands um fermingu. Hann kom fyrir rétt í desember Þannig leit David Lashley út um það leyti sem hann myrti Janie og misþyrmdi annarri stúlku sem kom honum í fangelsi. 1977 ákærður fyrir nauðgun, morðtilraun og fyrir að bera á sér banvænt vopn. Hans var vandlega gætt því hann hafði hótað að myrða rannsóknarlögreglumann sem bar vitni gegn honum. Roger Lewis sagði kviðdómi að David hefði rúmum sjö árum áður verið dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir sömu sakir gagnvart fimm konum en aðeins setið af sér helming dómsins. Gripinn við fangelsisdyrnar Nú stóð hann aftur í sömu spor- um en mál Janie Shepherd lá enn á hillunni sem óleyst. Rannsóknar- lögreglumenn skorti sannanir gegn David og gátu ekkert gert nema bíða þess að hann kæmi upp um sig sjálfur. Þeir höfðu sæðis- sýni í frysti, þeir höfðu hár af höfði hans og hnífinn af vinnustað hans en engin fingraför og góður lög- fræðingur gæti hnekkt sönnunar- gildi alls hins. Á þessum árum var ekki 100% öruggt að bera saman blóðflokka og sæði og DNA-grein- ing var hreinlega ekki til. Eitthvað haldbetra varð að fá. David nauðg- aði aftur og aftur og hreykti sér af því. Skyldi hann geta þagað í þetta sinn við meðfanga sína? Árin liðu og David Lashley var fyr- irmyndarfangi. Hann stefndi að því að 18 ára dómur hans yrði styttur um þriðjung og svo varð. Því skyldi hann látinn laus í febrúar 1989, eftir 12 ára vist, og sá dagur nálg- aðist óðum. Þann 23. janúar birtist grein í blaði þar sem sagði að hugsanlegt væri að moi;ðingi Janie Shepherd hefði komið upp um sig og að lög- reglan hefði farið fram á handtöku manns sem látinn yrði laus úr fangelsi innan skamms eftir að hafa afplánað dóm fyrir svipaðan verknað gagnvart annarri konu sem slapp þó lifandi. Þegar hér var komið sögu var fað- ir Janie látinn en móðir hennar var fús til að byrja enn á ný að hjálpa lögreglunni og ræða við blaða- menn. Harry Mooney var látinn af störfum og við tók Ian Whinnett sem nú eyddi kvöldum sínum í að lesa sér vandlega til um David Las- hley og glæpaferil hans. Hann hafði aðeins verið frjáls maður í 10 mánuði á 20 árum en á þeim mán- uðum hafði Janie Shepherd látið lífið í höndum hans og önnur stúlka órðið fyrir alvarlegum mis- þyrmingum. Af/ úmsögnum fangavarða um David mátti sjá að hann var mál- gefinn mjög og hældi sér af öllum hlutum. Farið var að ræða við hina fangaína um hann og þá kom ýmis- legt fram í dagsljósið, eins og lög- reglan hafði beðið eftir árum sam- an. David hafði tjáð þremur með- föngum sínum, ekki öllum í einu, nákvæmlega hvernig hann nauðg- aði og myrti Janie Shepherd. Þegar hann steig út úr fangelsinu 20. febrúar 1989 biðu lögreglu- menn eftír. honum og hann var úr- skurðaður f gælsuvarðhald meðan málaferlin gegn honum fyrir morðið á Janie Shepherd voru undirbúin. Öðrum morðingja ofbauð Tveir fanganna sem heyrt höfðu sögu Davids báru vitni gegn hon- Um. Annar þeirra var Robert Hodgson sem afplánaði lífstíðar- dóm fyrir að myrða stúlku í Ford Escort. Hann sagði að David hefði hlegið að því og sagt að það væri ekkert. Hann hefði myrt stúlku í Mini-bfl sem hlyti að vera mun meira afrek. David hefði sagt honum að hann hefði séð stúlkuna koma út úr verslanamiðstöð og ganga að bfln- um á bak við húsið. Þar hefði hann gómað hana þegar hún settist inn í bílinn aftur. Hann dró upp hníf- inn, settist inn við hlið hennar, hótaði henni og ók til Notting Hilí þar sem hann batt hana og nauðg- aði henni. Á eftir kyrkti hann hana og fleygði líkinu út á óbyggðu svæði. Hodgson hafði þagað yfir þessu árum saman í fangelsinu en loks ákveðið að segja frá því þegar hann frétti að lögreglan hefði augastað á David vegna morðsins og að annar fangi sagði frá því sem David sagði honum í íþróttasaln- um nokkrum mánuðum áður. David varð öskureiður þegar hann las um mann sem dæmdur hafði verið í lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun. Hann sagði að náunginn hefði átt að drepa stelpuna og bætti við: —Ég er hér fyrir nauðg- un en hefði ég drepið hana eins og Janie Shepherd, væri ég frjáls. Síð- an sagði hann fanganum hvernig hann gekk frá Janie. Sá fékk að heyra að löguleg stúlka hefði komið út úr verslun og geng- ið að bíl sínum sem greinilega var til sölu. David kvaðst hafa notað skiltið sem afsökun til að gefa sig á tal við hana en síðan notað hnífinn sem ógnun. Fanganum ofbauð lýs- ingin á ýmsum atriðum sögunnar, einkum þegar David hló mjög er hann sagði frá því hvernig hann ók með líkið spennt í bílbelti við hlið sér svo það dinglaði hjákátlega til í beygjunum. Loks stóðst fanginn ekki mátið og ákvað að segja lög- reglunni frá þessu. Það var loks í júní 1989, meira en 12 árum eftir morðið á Janie Shep- herd, að David Lashley fékk loks að svara til saka fyrir það. Michael Kalisher saksóknari sagði að ýmis atriði þess sem meðfangar Davids sögðu væru svo nákvæm að þau gætu ekki komið frá neinum öðr- um en morðingjanum. Kviðdómur var fljótur að komast að einróma niðurstöðu um að Dav- id Lashley væri sekur um morðið og síðan var hann dæmdur í lffs- tíðarfangelsi. Hann sýndi engin svipbrigði þegar hann heyrði dóm- inn en móðir Janie hvísaði: —Guði sé lof og var síðan Ieidd grátandi úr réttarsalnum. 13 ár var ekki hægt að sanna morð Janie Shepherd á David en þegar hann loks kom upp um sig var hann ekki lengur glæsimenni með heilsu- ræktardellu, heldur þreytulegur, miðaldra maður.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.